Chelsea staðfestir komu Caicedo Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur staðfest komu Ekvadorans Moisés Caicedo. Sá er miðjumaður sem kemur frá Brighton & Hove Albion fyrir 115 milljónir punda, rúmlega 19 milljarða króna. Enski boltinn 14. ágúst 2023 19:31
Talið að varnarmaður Arsenal verði frá næstu mánuði Talið er næsta víst að hollenski varnarmaðurinn Jurriën Timber, leikmaður Arsenal á Englandi, verði frá keppni næstu mánuðina eftir að hann fór meiddur af velli í 2-1 sigri á Nottingham Forest í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Enski boltinn 14. ágúst 2023 18:01
Nýi framherji Manchester United meiddur í baki Manchester United eyddi stórum fjárhæðum í danska landsliðsframherjann Rasmus Höjlund á dögunum en hann mun þó ekki hjálpa liðinu í fyrsta leiknum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Enski boltinn 14. ágúst 2023 13:01
Þarf í aðgerð og verður lengi frá Tyrone Mings, varnarmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Aston Villa, verður lengi frá eftir hafa meiðst á hné í fyrstu umferð deildarinnar í leik Aston Villa gegn Newcastle United. Enski boltinn 14. ágúst 2023 11:30
Tilboð Liverpool í Lavia samþykkt Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur náð samkomulagi við Southampton um kaupverð á belgíska miðjumanninum Romeo Lavia. Sky Sports greinir frá. Enski boltinn 14. ágúst 2023 10:46
Ward-Prowse mættur til West Ham West Ham United hefur gengið frá kaupum á enska miðjumanninum James Ward-Prowse frá Southampton. Frá þessu greinir félagið í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum sínum. Enski boltinn 14. ágúst 2023 08:26
„Sestu niður og þegiðu“ Athæfi egypska sóknarmannsins Mohamed Salah, leikmanns enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, er hann var tekinn af velli í leik Chelsea og Liverpool í 1.umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær hefur vakið athygli. Enski boltinn 14. ágúst 2023 08:01
Klopp með létt skot á stefnu Chelsea Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool skaut létt á Chelsea á blaðamannafundi eftir jafntefli liðanna í fyrstu umferð deildarinnar í gær og gaf það í skyn að kollegi sinn Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea gæti fengið allt það sem hann vildi á félagsskiptamarkaðnum. Enski boltinn 14. ágúst 2023 07:30
Vilja Lukaku í stað Kane Tottenham skoðar möguleikann á því að fá Romelu Lukaku í framlínu liðsins eftir skipti Harry Kane til Bayern Munchen. Lukaku er úti í kuldanum hjá grönnum þeirra í Chelsea. Enski boltinn 14. ágúst 2023 07:01
Chelsea gerir níu ára samning við Caicedo og fær líka Lavia Moisés Caicedo virðist vera á leið til Chelsea fremur en Liverpool og mun verða dýrasti leikmaður sem fer á milli enskra úrvalsdeildarfélaga. Chelsea gerir afar langan samning við kauða. Enski boltinn 13. ágúst 2023 22:30
Sjöunda jafntefli Chelsea og Liverpool í röð Chelsea tók á móti Liverpool í fyrsta stórleik tímabilsins á Englandi í dag. Leikurinn var ansi fjörugur þar sem boltinn rataði fjórum sinnum í netið en sitthvort markið var dæmt af liðunum vegna rangstöðu, lokatölur 1-1. Enski boltinn 13. ágúst 2023 17:44
Allt jafnt hjá Tottenham og Brentford Tottenham og Brentford skildu jöfn, 2-2, í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sanngjörn úrslit í jöfnum leik. Fótbolti 13. ágúst 2023 15:29
Í beinni: Brentford - Tottenham | Lífið eftir Kane Brentford tekur á móti Tottenham í fyrsta leik gestanna eftir að Harry Kane hélt til Þýskalands. Enski boltinn 13. ágúst 2023 12:31
Schmeichel í ensku úrvalsdeildina á ný? Danski markvörðurinn Kasper Schmeichel er orðaður við bæði Chelsea og Nottingham Forest en dvöl hans hjá Nice í Frakklandi virðist vera á enda runnin. Fótbolti 13. ágúst 2023 10:57
Brady mætti á pöbbinn í Birmingham NFL-stjarnan Tom Brady, fyrrum leikstjórnandi New England Patriots og Tampa Bay Buccaneers, var meðal áhorenda er Birmingham City hafði betur gegn Leeds United í ensku B-deildinni í fótbolta í dag. Hann heilsaði upp á stuðningsmenn félagsins á knæpu í aðdragandanum. Enski boltinn 13. ágúst 2023 09:01
The Office nýtt til að kynna nýjan leikmann Burnley klófesti í gær ungan Frakka að nafni Wilson Odobert frá Troyes. Kynningarmyndband vegna stráksins hefur vakið athygli. Enski boltinn 13. ágúst 2023 08:01
Með stæla á Twitter og vill burt Vicente Guaita, markvörður Crystal Palace, setti áhugaverða færslu við Twitter-færslu félagsins. Hann hefur engan áhuga á að spila meira fyrir félagið. Enski boltinn 12. ágúst 2023 22:46
Snýr baki við Bayern og ætlar til Real Spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga er sagður á leið til Real Madrid í heimalandinu á láni frá Chelsea. Hann hafði verið í viðræðum við Bayern Munchen í Þýskalandi en þurfti ekki langan umhugsunarfrest þegar kallið kom úr spænsku höfuðborginni. Fótbolti 12. ágúst 2023 22:00
Draumabyrjun hjá Newcastle Newcastle fór illa með Aston Villa í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þeir svarthvítu hefja leiktíðina á 5-1 sigri og tveir nýliðar komust á blað. Enski boltinn 12. ágúst 2023 18:40
Bernd Leno varði eins og berserkur þegar Fulham lagði Everton Bernd Leno var hetja Fulham í dag þegar liðið lagði Everton 0-1 í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Nýliðar Luton fengu fjögur mörk á sig í sínum fyrsta leik. Fótbolti 12. ágúst 2023 16:05
Arsenal afgreiddi Nottingham Forest í fyrri hálfleik Arsenal-menn sluppu með skrekkinn gegn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í dag en gestirnir vöknuðu til lífsins undir lok leiks. Fótbolti 12. ágúst 2023 14:01
Í beinni: Arsenal - Nott. Forest | Silfurliðið mætir til leiks Arsenal tekur á móti Nottingham Forest í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, eftir að hafa endað í 2. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð. Enski boltinn 12. ágúst 2023 11:01
Harry Kane formlega genginn til liðs við Bayern München Sögunni endalausu um möguleg félagaskipti Harry Kane frá Tottenham er loksins lokið en Bayern München kynntu hann sem leikmann sinn í morgun. Hann gæti unnið sinn fyrsta titil með liðinu strax í kvöld. Fótbolti 12. ágúst 2023 10:36
De Bruyne gæti verið lengi frá: „Sama og í Meistaradeildinni“ Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, var að vonum ánægður með 3-0 sigur sinna manna gegn Burnley í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Hann var hins vegar ekki jafn ánægður með meiðsli eins síns besta leikmanns, Kevin De Bruyne. Fótbolti 11. ágúst 2023 22:45
Englandsmeistararnir hófu titilvörnina á öruggum sigri Englandsmeistarar Manchester City unnu öruggan 3-0 útisigur er liðið heimsótti Burnley í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Norðmaðurinn Erling Braut Haaland hélt uppteknum hætti frá síðasta tímabili og skoraði tvö fyrir gestina. Fótbolti 11. ágúst 2023 21:01
Fresta ákvörðun um Greenwood og bíða eftir ensku landsliðskonunum Manchester United hefur frestað ákvörðun sinni um framtíð hins 21 árs gamla Mason Greenwood sem ekki hefur æft eða spilað með liðinu frá því að hann var handtekinn í janúar í fyrra, grunaður um líkamsárás og tilraun til nauðgunar. Enski boltinn 11. ágúst 2023 14:30
Caicedo hafnar Liverpool og vill bara Chelsea Enn ríkir algjör óvissa um að Mosies Caicedo gangi í raðir Liverpool frá Brighton, fyrir metfé í enskri knattspyrnu, þar sem að leikmaðurinn er sagður hafa fengið bakþanka. Enski boltinn 11. ágúst 2023 11:21
„Eitthvað sem þú afrekar bara einu sinni á ævinni“ Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að það sé ómögulegt fyrir hann og hans lið að endurtaka leikinn frá því á síðasta tímabili og vinna þrennuna annað árið í röð. Fótbolti 11. ágúst 2023 08:00
Harry Kane í læknisskoðun hjá Bayern Harry Kane hefur fengið leyfi til að ferðast til Þýskalands þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun hjá þýska liðinu Bayern München. Enski boltinn 11. ágúst 2023 07:41
Liverpool kaupir Moisés Caicedo fyrir metfé Moisés Caicedo verður væntanlega orðinn leikmaður Liverpool í dag og löng bið stuðningsmanna Liverpool eftir varnarsinnuðum miðjumanni endar því óvænt og snögglega. Enski boltinn 11. ágúst 2023 07:21