Ferðalög

Ferðalög

Greinar um ferðalög, ferðasögur og frábæra staði til að heimsækja.

Fréttamynd

Opna kaffihús og boða mikla upp­byggingu í Reykja­dal

Nýtt kaffihús opnaði um liðna helgi við minni Reykjadals í Hveragerði og hefur vakið þónokkra athygli. Mikil uppbygging hefur farið fram í Reykjadal að undanförnu. Göngustígar þangað hafa verið lagfærðir og búið er að malbika vegin alveg að gönguleiðinni, og sömuleiðis malbika bílastæði sem áður voru malarlögð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ís­land komið á græna listann hjá Bret­landi

Ísland er loks komið á græna listann hjá Bretlandi, það er að Bretar mega ferðast til Íslands sér til skemmtunar. Mánuðum saman hafa Bretar ekki mátt ferðast til ýmissa ríkja sér til skemmtunar en það bann virðist vera að enda komið.

Erlent
Fréttamynd

Vill sjá alþjóðaflugvöll á Geitasandi í Rangárvallasýslu

Atvinnuflugmaður á Hvolsvelli, sem er jafnframt bóndi í Landeyjunum vill sjá að alþjóðaflugvöllur verði byggður á Geitarstandi á milli Hellu og Hvolsvallar. Hann segir veðuraðstæður sérstaklega góðar á svæðinu fyrir flug, auk þess sem svæðið sé bara sandur og því auðvelt og ódýrt að byggja þar flugvöll.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta flug Play áætlað 24. júní?

Stjórnendur Play hafa ákveðið að fyrsta flug félagsins fari í loftið 24. júní næstkomandi, hefur ViðskiptaMogginn eftir heimildarmönnum. Samkvæmt sömu einstaklingum sé áfangastaðurinn „hernaðarleyndarmál“ en tilkynnt verði um hann á næstunni. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þórólfur segir breytingar taka á vandanum við landamærin

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýsir yfir ánægju með breyttar ráðstafanir á landamærunum, sem ríkisstjórnin boðaði á blaðamannafundi fyrr í dag. Í þeim felst að farþegar frá fjórum löndum verða skikkaðir án undantekninga til dvalar á sóttkvíarhóteli þegar ný lög hafa hlotið samþykki.

Innlent
Fréttamynd

Leggjast gegn bólusetningarvottorði til ferðalaga

Sérfræðinganefnd Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) leggst gegn því að ríki gerir sönnun fyrir því að fólk hafi verið bólusett gegn kórónuveirunni að forsendu fyrir því að það fái að ferðast á milli landa. Slíkt fyrirkomulag er talið auka á ójöfnuð og skapa nýjan ójöfnuð í ferðafrelsi í fólks.

Erlent
Fréttamynd

Malta borgar ferða­mönnum til að koma í sumar

Yfirvöld í Möltu stefnir á að greiða erlendum ferðamönnum, sem halda til á eyjunni í meira en þrjá daga í sumar, allt að 200 evrur, sem eru um 30 þúsund íslenskar krónur. Þau segja aðgerðirnar til þess gerðar að koma ferðaþjónustu eyjunnar á réttan kjöl en atvinnugreinin hefur tekið dýfu niður á við vegna kórónuveirufaraldursins.

Erlent
Fréttamynd

Sýktist aftur af nýrri undirtegund breska afbrigðisins

Við erum ennþá að sjá talsverðan fjölda smita greinst innanlands en það er gleðilegt hvað margir eru í sóttkví við greiningu, sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi vegna Covid-19 faraldursins sem var að ljúka.

Innlent
Fréttamynd

Rifjar upp hjólaferð yfir Sprengisand meira en sextíu árum síðar

Áratugum áður en Ísland varð að vinsælum áfangastað erlends útivistarfólks hjóluðu Bretinn Ron Bartle og þrír förunautar hans þvert yfir hálendið á sjötta áratug síðustu aldar. Bartle, sem er nú á níræðisaldri, rifjar upp svaðilförina í nýrri stuttmynd kvikmyndagerðarmanns sem reyndi að feta í hjólspor hans.

Ferðalög
Fréttamynd

Leigja íbúð saman, út að borða saman en tveggja metra regla í pottinum

Forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar segir fólk sem komi í hópum til Akureyrar, leigi saman íbúð og fari saman út að borða finnist að það megi vera saman í heitum potti í sundlaug. Lágar smittölur í landinu verði líka til þess að fólk passi sig minna. Þá verði að hafa í huga að heitir pottar undir berum himni séu ekki illa loftræst rými.

Innlent
Fréttamynd

Gjöld vegna Co­vid-19 vott­orðs geta marg­faldað ferða­­kostnað

Fleiri ríki gera nú kröfu um að flugfarþegar framvísi vottorði um neikvæða niðurstöðu úr nýlegu Covid-19 prófi þegar þeir koma til landsins. Frá og með deginum í dag þurfa allir sem koma til Bandaríkjanna að hafa undir höndum slíkt vottorð en fyrr í mánuðinum tók sú breyting til að mynda gildi í Englandi og Danmörku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Trump muni aflétta banni við komu farþega frá Evrópu

Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hyggst fella úr gildi ferðabann sem hamlar komu erlendra ríkisborgara frá Brasilíu og Evrópu til Bandaríkjanna þann 26. janúar næstkomandi. Þetta herma heimildir Reuters-fréttastofunnar sem hefur þetta eftir ónefndum ráðamönnum innan Hvíta hússins.

Erlent