Bókunum fækkað um 20 prósent hjá bílaleigu vegna jarðhræringa Fyrir rúmri viku fór að bera á færri bókunum hjá bílaleigum vegna jarðhræringa á Reykjanesi og mögulegs eldgoss. Þeim fækkaði um 20 prósent hjá einni bílaleigu. Framkvæmdastjóri hótelsamstæðu segir að í upphafi jarðhræringa hafi borið á afbókunum en þær hafi síðan „fjarað út“. Innherji 21. nóvember 2023 16:26
Bullað látlaust í erlendum ferðamönnum Una Margrét Jónsdóttir dagskrárgerðarmaður hendir í langan pistil þar sem hún spyr hvort íslenskir leiðsögumenn romsi bulli yfir erlenda ferðamenn? Innlent 20. nóvember 2023 12:05
Guðmundur Fertram og risasala á Kerecis hlutu viðskiptaverðlaun Þjóðmála Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, var útnefndur viðskiptamaður ársins 2023 á Hátíðarkvöldi Þjóðmála síðastliðinn fimmtudag auk þess sem risasala á fyrirtækinu til alþjóðlega heilbrigðisrisans Coloplast fyrir jafnvirði um 180 milljarða króna var valin viðskipti ársins. Þá hlaut Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Össurar, sérstök heiðursverðlaun Þjóðmála fyrir ævilangt framlag sitt til uppbyggingar íslensks atvinnulífs. Innherji 19. nóvember 2023 14:17
Ferðaþjónusta, frá stefnu í aðgerðir Ferðaþjónustan er ein af stærstu atvinnugreinum á Íslandi. Fjöldi ferðamanna fór úr tæplega 500 þúsund árið 2010 í rúmar 2,3 milljónir árið 2018 þegar mest var. Á þessu ári er reiknað með að fjöldi ferðamanna fari yfir 2 milljónir. Skoðun 17. nóvember 2023 14:00
Pink Iceland verðlaunuð í annað skipti Pink Iceland hlaut Nýsköpunarverðlaun og Skriðuklaustur í Fljótsdal Nýsköpunarviðurkenningu ferðaþjónustunnar fyrir árið 2023. Verðlaunin voru afhent á 25 ára afmælisráðstefnu samtakanna á Hilton Reykjavík Nordica í gær. Viðskipti innlent 16. nóvember 2023 16:29
Íslenska verður á undan ensku á Keflavíkurflugvelli Stjórn Isavia hefur tekið ákvörðun um að íslenskan verði á undan öðrum tungumálum á öllum leiðbeiningarskiltum fyrir árslok 2024. Í tilefni af Degi íslensrar tungu hefur verið hleypt af stokkunum átakinu Höldum íslenskunni á lofti. Innlent 16. nóvember 2023 10:12
Víðtæk lokun hindrar för um stóran hluta Reykjanesskaga Akstursbann það sem Almannavarnir tilkynntu um á föstudagskvöld á öllum leiðum til Grindavíkur er enn í gildi. Svo víðtæk er lokunin að hún bannar för ökutækja um stóran hluta Reykjanesskagans. Innlent 13. nóvember 2023 10:43
Virkja viðbragðsáætlun stjórnvalda og ferðaþjónustunnar Í ljósi þróunar jarðhræringa á Reykjanesi hefur viðbragðsáætlun stjórnvalda og ferðaþjónustunnar verið virkjuð. Markmið hennar er að tryggja skipulögð og samhæfð viðbrögð allra aðila á neyðartímum. Innlent 11. nóvember 2023 15:07
Fyrirsjáanleiki í rekstri skiptir öllu máli Stjórnvöld hafa nú loks birt fyrirhugaða breytingu á skattheimtu á ferðaþjónustu í frumvarpi til breytinga á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2024. Í frumvarpinu er m.a. lagt til að gistináttaskattur verði frá 1. janúar 2024 lagður á hvern einstakling í stað gistirýmis áður. Þá er einnig lagt til að skatturinn leggist á skemmtiferðaskip í siglingum til og frá og við Ísland, sem hefur ekki verið áður. Skoðun 10. nóvember 2023 19:01
Hefurðu komið í „Yoda Cave“ og á „Diamond Beach“? Ferðaþjónustan hefur setið undir nokkurri gagnrýni undanfarið vegna meintra neikvæðra áhrifa á íslenska tungu og ofnotkun ensku í starfsemi sinni. Þeirri gagnrýni hefur verið svarað af minni hálfu og fleiri meðal annars í grein hér á Visir.is, sem heitir „Er ferðaþjónustan að rústa íslenskunni“. Skoðun 10. nóvember 2023 13:30
Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. Innlent 9. nóvember 2023 12:04
Bláa lóninu lokað í viku en starfsmenn fá greitt og gestir endurgreitt Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að loka starfstöðvum sínum í Svartsengi í eina viku, þrátt fyrir að viðbúnaðarstig almannavarna hafi ekki verið aukið. Innlent 9. nóvember 2023 07:23
Skelkaðir hótelgestir við Bláa lónið láti sækja sig vegna skjálftanna Leigubílstjórar á Reykjanesskaga ferja nú gesti af hóteli Bláa lónsins sem eru óttaslegnir vegna stórra jarðskjálfta á svæðinu, sem fóru að gera vart við sig upp úr miðnætti. Innlent 9. nóvember 2023 01:50
Landhelgisgæslan og lögregla um borð í Amelíu Rose Landhelgisgæslan stöðvaði farþegaskipið Amelíu Rose um átta sjómílur úti fyrir Akranesi í dag. Í ljós kom að farþegafjöldi á skipinu var margfaldur miðað við leyfilegan fjölda. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir málið alvarlegt en skipið hafi ítrekað verið stöðvað með of marga farþega. Innlent 7. nóvember 2023 18:48
Upplýsum ferðamenn Á heimasíðu Bláa lónsins kemur í dag fram að óvissustigi hafi verið lýst yfir vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Þar kemur einnig fram að allar byggingar á svæðinu eigi að þola jarðskjálfta. Á heimasíðunni er ekkert minnst á hættu á eldgosi. Skoðun 7. nóvember 2023 09:01
Kynnisferðir hætta ferðum í Bláa lónið Forsvarsmenn Kynnisferða hafa ákveðið að hætta ferðum í Bláa lónið frá og með hádegi á morgun. Framkvæmdastjóri segir það gert með öryggi starfsmanna og gesta að leiðarljósi. Staðan verður endurmetin eftir þrjá daga. Innlent 6. nóvember 2023 20:46
Segir miður að ekki allir ferðamenn hafi verið upplýstir um jarðhræringar Skjálftavirkni jókst á ný í nótt og landris heldur áfram á sama hraða við Þorbjörn. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir miður að ekki allir ferðamenn hafi verið upplýstir um jarðhræringar á svæðinu við komuna í lónið í gær. Innlent 5. nóvember 2023 12:01
Vatnshellir á Snæfellsnesi nýtur mikilla vinsælda Ferðir í Vatnshelli á Snæfellsnesi með ferðamenn hafa heldur betur slegið í gegn því það eru farnar sextán ferðir á dag þegar mest er að gera. Um er að ræða tvö hundruð metra langan hraunhelli þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja. Innlent 4. nóvember 2023 20:30
Ferðamenn ekki upplýstir um jarðhræringar við komuna í Bláa lónið: „Nei, alls ekki“ Ferðamenn sem voru ný komnir úr Bláa lóninu virtust mis vel upplýstir um jarðhræringarnar á Reykjanesi þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. Fáir segjast hafa verið látnir vita af stöðunni við komuna í lónið. Innlent 4. nóvember 2023 19:11
Ekki í stöðunni að loka Bláa lóninu: „Við fylgjum alfarið ráðleggingum sérfræðinganna“ Umhverfisverkfræðingur skorar á yfirvöld að Bláa lóninu verði gert að loka Bláa lóninu tímabundið, en óvissustig almannavarna er þar í gildi vegna jarðhræringa. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir forsvarsmenn lónsins fylgja sérfræðingum Veðurstofunnar og Almannavarna í einu og öllu og samkvæmt þeim sé ekki tilefni til lokunar sem stendur. Innlent 4. nóvember 2023 14:56
Ákvörðun Samgöngustofu um Amelíu Rose stendur Ákvörðun Samgöngustofu um að skemmtiskipið Amelía Rose teljist nýtt skip, sem gerir það að verkum að það má bera færri farþega en ef það teldist gamalt, var endanlega staðfest með dómi Hæstaréttar í dag. Innlent 1. nóvember 2023 18:50
„Sorgleg“ staða uppi hjá leiðsögumönnum Formaður Leiðsagnar - félags leiðsögumanna segir sorglega stöðu uppi hjá félaginu eftir að fimm stjórnar- og varastjórnarmenn kröfðust afsagnar hennar á síðasta stjórnarfundi. Stjórnarmaður segir uppreisn gegn formanni ekki persónulega. Hún hafi einfaldlega misst traust félagsmanna til þess að starfa fyrir félagið. Innlent 1. nóvember 2023 15:05
Hver eru samfélagsleg áhrif skemmtiferðaskipa? Fagmennska er leiðarljós þeirra sem starfa innan ferðaþjónustunnar og árangurinn sýnir að ferðaþjónustan býr yfir þeirri hæfni sem þarf til að standast væntingar ferðamanna eða fara fram úr þeim. Eftir hápunkt sumarsins hefur eitthvað borið á því að stöku áhrifamenn í íslenskri ferðaþjónustu grípi til hugtaksins troðningstúrisma en það er sértaklega slæmt vegna þess að slíkur málflutningur er mjög skaðlegur fyrir ferðaþjónustuna í heild sinni. Skoðun 1. nóvember 2023 07:31
Fyrsta flug easyJet til Akureyrar Breska flugfélagið easyJet hóf í morgun beint áætlunarflug milli Akureyrarflugvallar og Gatwick-flugvallar í London. Fyrsta vél félagsins lenti á Akureyrarflugvelli klukkan 10:40 í dag við hátíðlega athöfn þar sem fulltrúar úr ferðaþjónustu, sveitarfélögum og ríki komu saman og fögnuðu þessum mikilvæga áfanga. Viðskipti innlent 31. október 2023 15:30
Dramatík hjá leiðsögumönnum: Kröfðust afsagnar formanns í upphafi fundar Fimm af átta stjórnar- og varastjórnarmönnum í Félagi leiðsögumanna - Leiðsögn kröfðust afsagnar formanns þegar í stað á stjórnarfundi í gærkvöldi. Formaðurinn segir fólkið fara fram með dylgjum og ásetningur þeirra að viðhalda stöðnun, óeiningu og koma í veg fyrir framfarir innan félagsins. Þetta kemur fram í fundargerð fundarins. Innlent 31. október 2023 11:56
Hafa ekki valið enskt heiti fyrir Kerið „Við erum mjög ánægðir með að hafa náð að klára þessi viðskipti og erum mjög spenntir fyrir því að taka við þessum stað og reyna að varðveita hann og byggja upp sem öflugan ferðamannastað,“ segir forstjóri Arctic adventures um kaup á Kerinu. Kaupverðið er trúnaðarmál og Kerinu hefur ekki verið fundið nýtt nafn. Viðskipti innlent 30. október 2023 07:00
„Þetta reddast“ bara ekkert alltaf Það er alveg ljóst að íslenska viðhorfið og lífsstíllinn „þetta reddast“ á ekkert erindi í ákvarðanatöku hins opinbera um breytingar á sköttum og álögum í ferðaþjónustu, frekar en í öðrum atvinnugreinum. Skoðun 26. október 2023 19:00
Ákváðu að kaupa Kerið í hálfgerðu bríaríi „Við höfðum bara náttúruvernd í huga og engum hugkvæmdist gjaldtaka. Þetta var skyndiákvörðun, tekin í hálfgerðu bríaríi. Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að eignast eldgíg,“ segir Óskar Magnússon um kaup á Kerinu fyrir 23 árum. Viðskipti innlent 22. október 2023 08:40
„Rúmir 140 milljarðar frá greininni beint inn í skattkistur ríkis og sveitarfélaga“ Síðasta sumar var næstfjölmennasta ferðamannasumarið frá því að mælingar hófust samkvæmt nýrri samantekt Ferðamálastofu. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir mörg jákvæð teikn á lofti líkt og dreifing ferðamanna yfir árið auk þess sem verðmætin séu meiri á hvern ferðamann. Áskoranir séu þó enn vissulega til staðar. Innlent 19. október 2023 13:35
Næstfjölmennasta ferðamannasumarið í ár Fjöldi ferðamanna var næstum sá sami í sumar og metsumarið 2018. Flestir voru Bandaríkjamenn, Þjóðverjar og Pólverjar. Ferðamenn dvöldu að jafnaði í um 6,8 nætur en Frakkar og Þjóðverjar dvöldu lengst, eða í um 10,9 nætur. Viðskipti innlent 19. október 2023 11:10