50 þúsund ferðamenn mæta í Grundarfjörð í sumar Grundfirðingar eiga von á miklu lífi og fjör í bænum í sumar því þangað eru væntanlegir fimmtíu þúsund ferðamenn með skemmtiferðaskipum. Bæjarstjórinn lofar að vel verið tekið á móti gestunum og þeir hafi nóg að skoða og borða á Snæfellsnesinu. Innlent 23. maí 2022 21:03
Ítalskir áhrifavaldar kolféllu fyrir Íslandi í ferð með Scarpa Ítalskir áhrifavaldar féllu kylliflatir fyrir Íslandi er þeir heimsóttu landið á vegum Fjallakofans og Scarpa á dögunum. Samstarf 23. maí 2022 15:14
Hjólahvíslarinn hættur og kominn í rúturnar Bjartmar Leósson, sem betur er þekktur sem Hjólahvíslarinn vegna vasklegrar framgöngu sinnar undanfarnar vikur og mánuði, við að endurheimta reiðhjól úr ræningjahöndum, er kominn í rúturnar. Innlent 23. maí 2022 14:00
Nota húmor til að vekja athygli á litla Íslandi: „Við verðum að segja sögurnar öðruvísi“ Íslenskir hestar eru í heldur óvenjulegu hlutverki í nýrri auglýsingu sem ætlað er að markaðsetja Ísland sem áfangastað. Fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu segir það hafa reynst þeim vel að nota húmor í auknum mæli til að færa fólk saman. Lífið 20. maí 2022 20:00
Gyllti salurinn orðinn gylltur aftur á Hótel Borg Á Hótel Borg er aftur kominn veitingastaður í flottum Art Deco stíl í anda hótelsins sem byggt var árið 1930. Lífið 20. maí 2022 12:30
Tæknilausnir og sjálfbærni í ferðaþjónustu Ferðaþjónustan er vöknuð til lífsins! Eftir baráttu upp á líf og dauða sjá íslensk ferðaþjónustufyrirtæki nú flest aftur fram á blómleg viðskipti og glaða gesti á hlaðinu. Skoðun 18. maí 2022 19:56
Fimm ferðaþjónustufyrirtæki sameinast undir nafni Icelandia Fimm ferðaþjónustufyriræki – Reykjavík Excursions/Kynnisferðir, Icelandic Mountain Guides, Iceland Rovers, Dive.is og Flybus – verða sameinuð undir merkjum regnhlífaheitisins Icelandia. Er ætlunin með nýju nafni að með skapa brú milli fyrirtækjanna með samlegðaráhrifum í markaðsstarfi. Viðskipti innlent 17. maí 2022 08:26
Pylsan kostar nú 600 krónur hjá Bæjarins beztu Pylsuvagninn Bæjarins beztu hefur hækkað verðið á pylsum og nú kostar ein pylsa með öllu 600 krónur. Verðið hækkaði fyrir tæpri viku síðan og hefur á einu og hálfu ári hækkað um 130 krónur. Neytendur 13. maí 2022 23:44
Spáir rekstrartapi hjá Icelandair í ár vegna mikillar hækkunar á eldsneytisverði Rekstrargrundvöllur Icelandair hefur tekið stakkaskiptum á milli ára samtímis aukinni eftirspurn eftir flugi en á móti eru ýmsir kostnaðarliðir, eins og meðal annars hækkandi eldsneytisverð, að þróast með óhagstæðum hætti, gengi krónunnar er sterkt og samkeppnin er mikil. Innherji 11. maí 2022 18:31
Ráðherra hefur til 10. júní til að ákveða sig varðandi Fjaðrárgljúfur Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur til skoðunar forkaupsrétt ríkisins á jörðinni Heiði í Skaftárhreppi sem Fjaðrárgljúfur tilheyrir. Ráðherra ætlar ekki að tjá sig um málið að svo stöddu. Viðskipti innlent 11. maí 2022 13:17
Gera ráð fyrir 5,7 milljónum farþega Farþegaspá Isavia fyrir árið 2022 gerir ráð fyrir að 5,7 milljónir farþega muni fara um Keflavíkurflugvöll í ár. Gerir spáin ráð fyrir að í ár verði fjöldi farþega 79 prósent af þeim fjölda sem fór um völlinn árið 2019. Viðskipti innlent 11. maí 2022 08:01
Sagðir vilja selja Fjaðrárgljúfur á hundruð milljóna króna Eigendur jarðar sem Fjaðrárgljúfur tilheyrir hafa samþykkt kauptilboð í hana sem er sagt hlaupa á 300 til 350 milljónum króna. Ríkið á forkaupsrétt á gljúfrinu en er sagt hafa skamman tíma til að ákveða hvort það neyti hans. Innlent 10. maí 2022 08:56
Upplifa íslenska náttúru í sængurfatnaði frá Lín Design Lín Design hannar og framleiðir hágæða rúmfatnað úr náttúruvænum efnum fyrir heimili, hótel og gististaði. Ferðamenn sem sækja landið heim vilja ekki síst upplifa íslenska náttúru og hreinleika hennar og gera ríka kröfu um umhverfisvitund gististaða. Samstarf 9. maí 2022 08:53
Auðkýfingur ætlar að reisa fimm stjörnu hótel við Skálafell Malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan hefur í hyggju að reisa fimm stjörnu hótel í nágrenni skíðasvæðisins í Skálafelli. Borgarstjóri lagði fram viljayfirlýsingu um byggingu hótelsins á fundi borgarráðs í gær og var hún samþykkt. Viðskipti innlent 6. maí 2022 08:36
Skemmtiferðaskipin lygilega fljót að taka við sér Ísafjarðarbær stendur nú í framkvæmd fyrir milljarð króna til að stækka höfn sína til þess að geta tekið á móti enn fleiri skemmtiferðaskipum. Árið 2022 verður nefnilega metár þegar kemur að komu skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar. Innlent 6. maí 2022 08:01
Leiðsögumenn hjá FÍ hætta í skugga ásakana um einelti Tveir leiðsögumenn hafa sagt sig úr Ferðafélagi Íslands vegna eineltis sem þeir segjast hafa orðið fyrir innan félagsins. Framkvæmdastjórinn segir málið vera í ferli hjá óháðri sálfræðistofu. Innlent 3. maí 2022 09:00
Fyrsta skrefið í átt að stækkun Jarðbaðanna tekið Fyrsta skóflustunga að nýrri aðstöðu Jarðbaðanna við Mývatn var tekin í dag en undirbúningur framkvæmda hefur staðið í nokkurn tíma. Viðskipti innlent 28. apríl 2022 22:04
Icelandair tapaði 7,4 milljörðum en tekjur jukust mjög Icelandair tapaði 7,4 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. Tekjur félagsins þrefölduðust samanborið við sama ársfjórðung á síðasta ári. Viðskipti innlent 28. apríl 2022 18:34
Þankar um ferðaþjónustu í Ölfusi og á landsvísu Ölfusið hefur upp á margt áhugavert að bjóða og 75% erlendra ferðamanna sækja Suðurland heim. Í þessum málum sem öðrum stöndum við frammi fyrir mismunandi valkostum sem hér eru flokkaðir í tvennt. Eigum við að stefna að því að taka við eins miklum fjölda og kostur er eða eigum við að takmarka hann? Skoðun 28. apríl 2022 11:01
Icelandair boðar aftur tengiflug milli Akureyrar og Keflavíkur Icelandair stefnir að því hefja á ný flugferðir milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar og stórauka samtengingu innan- og utanlandsflugs. Viðskipti innlent 26. apríl 2022 15:59
Ríkinu gert að greiða sex milljónir í skaðabætur vegna ferðagjafarinnar Íslenska ríkið var á dögunum dæmt til að greiða Sigurjóni Erni Kárasyni og Steinari Atla Skarphéðinssyni hvorum um sig 3.087.600 krónur í skaðabætur, auk vaxta og dráttarvaxta fyrir að hafa ekki efnt til útboðs á tæknilegri útfærslu fyrir ferðagjöf stjórnvalda. Þá var ríkið dæmt til að greiða hvorum þeirra 400 þúsund krónur í málskostnað. Innlent 26. apríl 2022 14:29
„Það er skelfilegt að sjá þetta“ Útivistarunnanda blöskraði aðkoman á bílastæði í Leirdal sunnan við Fagradalsfjall þegar hann hugðist ganga Langahrygg ásamt eiginkonu sinni. Erlendum ferðamönnum á svæðinu var ekki skemmt enda áttu þeir ekki von á slíku ástandi í landi með náttúruna sem flaggskip. Innlent 26. apríl 2022 10:45
„Krefjandi tímar framundan hjá Play“ þótt ferðaviljinn virðist mikill Með olíuverð í hæstu hæðum og gengi krónunnar gagnvart evru að nálgast það gildi sem það var í fyrir upphaf farsóttarinnar þá er „ljóst að það eru krefjandi tímar framundan hjá Play,“ að mati greinenda Jakobsson Capital. Innherji 25. apríl 2022 17:01
Af hverju stefnumótun um ferðamál á höfuðborgarsvæðinu? Áfangastaðurinn Höfuðborgarsvæðið. Skoðun 23. apríl 2022 07:00
Samgöngustofa sver af sér ásakanir um einelti Samgöngustofa tekur fyrir þá fullyrðingu forsvarsmanna Sea Trips að meðferð Samgöngustofu á fyrirtækinu sé ekki hægt að kalla annað en einelti. Skipi Sea Trips, Amelíu Rose, hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu. Innlent 21. apríl 2022 11:00
15.000 prósenta vöxtur í komum skemmtiferðaskipa Hagtölur á Covid tímum voru frekar fáránlegar. Gröf sem sýna breytingar milli ára síðustu árin sýna sitt á hvað 70% lækkun eða 300% hækkun. Mikilvægt er að blaðamenn og greinendur verði prósentufælnir því ef við pössum okkur ekki þá verða fréttir og fyrirsagnir um 1.721% eða jafnvel 15.000% vöxt á á vegi okkar innan tíðar. Umræðan 21. apríl 2022 11:00
Elskaði Ísland en tröllin komu á óvart Leikkonan Kaley Cuoco segist yfir sig hrifin af Íslandi. Hún heimsótti landið ásamt tökuliði í desember síðastliðnum og segir að „tröllaárátta“ Íslendinga hafi komið henni á óvart. Skilti með myndum af tröllum hafi verið út um allt land. Lífið 21. apríl 2022 10:59
EasyJet hefur beint flug frá Keflavík til Mílanó Breska lággjaldaflugfélagið EasyJet hefur hafið sölu á flugferðum frá Keflavík til Mílanó á Ítalíu. Fyrsta flugið verður 28. maí og stefnir EasyJet á að fljúga allt að þrjú flug í viku þegar mest lætur. Viðskipti innlent 19. apríl 2022 14:57
Ferðamenn streyma til landsins á ný Mikið líf er í miðbænum um þessar mundir og ferðamenn farnir að streyma til landsins á ný. Sól og blíða var víða á höfuðborgarsvæðinu í dag og ræddi fréttastofa við nokkra ferðamenn í tilefni dagsins. Innlent 18. apríl 2022 23:10
Keflavíkurflugvöllur iðar aftur af lífi: „Það líður öllum miklu betur“ Ferðaþjónustan er á ýmsum sviðum að ná sömu hæðum og fyrir heimsfaraldur, hvort sem litið er til utanferða Íslendinga eða hingaðkomu ferðamanna. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fagnar því að því að umferðin sé að aukast og segir það mikinn létti fyrir alla í bænum. Innlent 18. apríl 2022 19:55