Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

50 þúsund ferðamenn mæta í Grundarfjörð í sumar

Grundfirðingar eiga von á miklu lífi og fjör í bænum í sumar því þangað eru væntanlegir fimmtíu þúsund ferðamenn með skemmtiferðaskipum. Bæjarstjórinn lofar að vel verið tekið á móti gestunum og þeir hafi nóg að skoða og borða á Snæfellsnesinu.

Innlent
Fréttamynd

Gera ráð fyrir 5,7 milljónum far­þega

Farþegaspá Isavia fyrir árið 2022 gerir ráð fyrir að 5,7 milljónir farþega muni fara um Keflavíkurflugvöll í ár. Gerir spáin ráð fyrir að í ár verði fjöldi farþega 79 prósent af þeim fjölda sem fór um völlinn árið 2019.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þankar um ferða­þjónustu í Ölfusi og á lands­vísu

Ölfusið hefur upp á margt áhugavert að bjóða og 75% erlendra ferðamanna sækja Suðurland heim. Í þessum málum sem öðrum stöndum við frammi fyrir mismunandi valkostum sem hér eru flokkaðir í tvennt. Eigum við að stefna að því að taka við eins miklum fjölda og kostur er eða eigum við að takmarka hann?

Skoðun
Fréttamynd

Ríkinu gert að greiða sex milljónir í skaða­bætur vegna ferða­gjafarinnar

Íslenska ríkið var á dögunum dæmt til að greiða Sigurjóni Erni Kárasyni og Steinari Atla Skarphéðinssyni hvorum um sig 3.087.600 krónur í skaðabætur, auk vaxta og dráttarvaxta fyrir að hafa ekki efnt til útboðs á tæknilegri útfærslu fyrir ferðagjöf stjórnvalda. Þá var ríkið dæmt til að greiða hvorum þeirra 400 þúsund krónur í málskostnað.

Innlent
Fréttamynd

„Það er skelfilegt að sjá þetta“

Útivistarunnanda blöskraði aðkoman á bílastæði í Leirdal sunnan við Fagradalsfjall þegar hann hugðist ganga Langahrygg ásamt eiginkonu sinni. Erlendum ferðamönnum á svæðinu var ekki skemmt enda áttu þeir ekki von á slíku ástandi í landi með náttúruna sem flaggskip.

Innlent
Fréttamynd

Sam­­göngu­­stofa sver af sér á­sakanir um ein­elti

Samgöngustofa tekur fyrir þá fullyrðingu forsvarsmanna Sea Trips að meðferð Samgöngustofu á fyrirtækinu sé ekki hægt að kalla annað en einelti. Skipi Sea Trips, Amelíu Rose, hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu.

Innlent
Fréttamynd

15.000 prósenta vöxtur í komum skemmtiferðaskipa

Hagtölur á Covid tímum voru frekar fáránlegar. Gröf sem sýna breytingar milli ára síðustu árin sýna sitt á hvað 70% lækkun eða 300% hækkun. Mikilvægt er að blaðamenn og greinendur verði prósentufælnir því ef við pössum okkur ekki þá verða fréttir og fyrirsagnir um 1.721% eða jafnvel 15.000% vöxt á á vegi okkar innan tíðar.

Umræðan
Fréttamynd

Elskaði Ís­land en tröllin komu á ó­vart

Leikkonan Kaley Cuoco segist yfir sig hrifin af Íslandi. Hún heimsótti landið ásamt tökuliði í desember síðastliðnum og segir að „tröllaárátta“ Íslendinga hafi komið henni á óvart. Skilti með myndum af tröllum hafi verið út um allt land.

Lífið
Fréttamynd

Ferðamenn streyma til landsins á ný

Mikið líf er í miðbænum um þessar mundir og ferðamenn farnir að streyma til landsins á ný. Sól og blíða var víða á höfuðborgarsvæðinu í dag og ræddi fréttastofa við nokkra ferðamenn í tilefni dagsins.

Innlent