Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Spá 1,3 milljón ferðamanna á næsta ári

Erlendir ferðamenn voru ríflega 75 þúsund í nóvember sem er svipaður fjöldi og fyrir sex árum en tuttuguföldun miðað við síðasta ár. Sem fyrr eru Bandaríkjamenn fjölmennastir en Bretar og fólk frá vesturhluta meginlands Evrópu sækir í sig veðrið. Ferðafólk hingað til lands verður líklega nærri 700 þúsundum í ár en sá fjöldi gæti tvöfaldast á næsta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gróðurhúsið í Hveragerði formlega opnað

Gróðurhúsið opnaði formlega í Hveragerði í dag og var haldið partý þar á laugardag til að halda upp á opnunina. Fjölbreytt starfsemi er í byggingunni sem á að höfða bæði til Íslendinga og erlendra ferðamanna en þar er að finna hótel, mathöll, bar, verslanir, kaffihús, matarmarkað og ísbúð.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Eru launa­hækkanir að sliga ís­lenskt at­vinnu­líf?

Fyrir að verða tveimur árum skall heimsfaraldur Covid-19 á Íslandi. Ferðaþjónusta hér á landi eins og um allan heim hefur gengið í gegnum gríðarlega erfiðleika vegna faraldursins og hefur eitt helsta markmiðið undanfarin misseri verið að halda rekstri fyrirtækjanna á lífi.

Skoðun
Fréttamynd

Gréta María ráðin forstjóri Arctic Adventures

Gréta María Grétarsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Arctic Adventures samkvæmt heimildum Innherja. Hún kemur í stað Styrmis Þórs Bragasonar sem lætur af störfum en hann hefur starfað sem forstjóri ferðaþjónustufyrirtæksins frá miðju ári 2019.

Innherji
Fréttamynd

Framkvæmdastjóri SAF: „Gott að sjá að stefnuplaggið fari ekki ofan í skúffu“

Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri-grænna komi inn á margar af þeim áskorunum sem greinin stendur frammi fyrir. Hann býst við að eiga gott samtal við stjórnvöld um skuldastöðu ferðaþjónustunnar þótt hennar sé ekki getið neins staðar í sáttmálanum.

Innherji
Fréttamynd

Um­­­deildur Ís­lands­þáttur Top Gear endaði á æsi­­legum kapp­akstri að barmi Rauðu­­skálar

Íslandsþáttur breska bílaþáttanna ofurvinsælu Top Gear, sem tekinn var upp hér á landi í sumar var sýndur um liðna helgi í Bretlandi. Í þættinum má meðal annars sjá umdeildan utanvegaakstur á Hjörleifshöfða, auk þess sem að þátturinn fjallar að stórum hluta um æsilegan kappakstur um óbyggðir Íslands sem endar á barmi Rauðuskálar.

Innlent
Fréttamynd

Fíla­beins­turninn og Land­spítali

Þau sem stödd eru í fílabeinsturni, vita sjaldnast af því. Þannig skynja þau jafnvel ekki forréttindi sín, gera sér ekki grein fyrir takmörkunum sínum og sjá óskýrt stöðu mála. Þessu hef ég kynnst af eigin raun. Þegar ég hóf störf sem sjálfstætt starfandi stjórnunarráðgjafi hóf ég samhliða að starfa sem jöklaleiðsögumaður í hlutastarfi. Þar fór ég með ferðamenn í ævintýraferðir á jökla, með brodda á fótum og belti um mitti. Jöklastarfið var um margt merkilegt þar sem ég fékk að upplifa skemmtilegasta starf í heimi, enda umkringdur jákvæðum ferðamönnum, íslenskri náttúru og samhuga samstarfsmönnum. En það var annað sem ég fékk að upplifa sem var ansi merkilegt. Ég var í framlínustarfi.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkið sýknað í Geysis­máli

Íslenska ríkið var í gær sýknað af verðbótakröfu upp á rúmar 90 milljónir króna í máli hóps fyrrverandi landeigenda á Geysissvæðinu fyrir Landsrétti. Ríkið keypti landið á rúman milljarð króna árið 2019. Ríkið hafði áður verið sýknað í héraði.

Innlent
Fréttamynd

Tíu milljóna auglýsing en birtingin nánast ókeypis

Íslandsstofa hefur aldrei fengið sterkari viðbrögð við auglýsingaherferð og við þeirri nýjustu, Facebook-ádeilunni Icelandverse. Verðmæti birtinga í erlendum fjölmiðlum sé ómetanlegt. Stjarna auglýsingarinnar kveðst ekki ætla að halda Zuckerberg-klippingunni við.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gátu ekkert gert nema fylgjast með ferða­manninum fljóta burt

Aðstæður í Reynisfjöru í síðustu viku þar sem ung kínversk kona lést af slysförum voru það erfiðar að ekki þótti stætt að leggja björgunarmenn í hættu við að reyna að bjarga konunni. Var lítið annað hægt að gera en að fylgjast með henni fljóta burt.

Innlent
Fréttamynd

Þegar pilturinn Eiríkur var hálshöggvinn á Eskifirði

Ferðamenn sem áhuga hafa á myrkum atburðum Íslandssögunnar gætu bætt Mjóeyri við Eskifjörð á listann. Þar má sjá leiði liðlega tvítugs pilts sem leiddur var á höggstokkinn árið 1786 í hroðalegri aftöku, þeirri síðustu á Austurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Ferða­mennsku­aðilar verð­launaðir á Bessa­stöðum

Icelandic Lava Show hlýtur Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar árið 2021. Samtök ferðaþjónustunnar afhenda verðlaunin á afmælisdegi samtakanna, 11. nóvember ár hvert. Eliza Reid, forsetafrú, afhenti Icelandic Lava Show verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SAF sem sjá má í heild að neðan.

Viðskipti innlent