Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Öllum gert að sýna neikvætt próf á landamærunum

Ekki verður gripið til sóttvarnaraðgerða innanlands en bólusett fólk sem kemur til landsins mun þurfa að skila inn neikvæðu PCR-prófi eða hraðgreiningu við komuna. Íslendingar sem koma til landsins verða einnig beðnir um að fara í skimun.

Innlent
Fréttamynd

Mesta eld­hættan þegar ekið er með hjól­hýsi

Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir mikilvægt að fólk gangi vel frá gasi og rafmagni áður en lagt er af stað í ferðalög með hjólhýsi og aðra aftanívagna. Mest hætta sé á ferðum við akstur með slíka ferðavagna í eftirdragi. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti elda í tveimur hjólhýsum í gær. 

Innlent
Fréttamynd

Sól og sumar­blíða á Austur­landi

Gestir listahátíðarinnar LungA á Seyðisfirði héldu heim á leið í einmuna veðurblíðu í dag. Hiti á Austurlandi fór hæst í 26,7 stig á Hallormsstað en hefur annars verið í kringum 20 stig á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Markmiðið er ekki að vernda blygðunarkennd ferðamanna

Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon segir miklar umræður hafa átt sér stað innan fyrirtækisins eftir að ungri konu var vísað upp úr lóninu fyrir að vera bera að ofan í gær. Hún hefur óskað eftir lögfræðiaðstoð.

Innlent
Fréttamynd

„Algjörlega galið“ að herða tökin á landamærunum frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar og þeirri efnahagslegri viðspyrnu sem fjölgun ferðamanna hér á landi veiti sé það „algjörlega galið" ætli stjórnvöld sér að herða tökin á landamærunum, líkt og sóttvarnalæknir hefur í hyggju að leggja til að verði gert.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flateyri komin í tísku hjá Íslendingum

„Mig langaði að prófa að fara á verbúð,“ segir Sunna Reynisdóttir aðspurð hvernig áratuga ástarsamband þeirra Magnúsar Eggertssonar er til komið. Hjónin reka saman Bryggjukaffi á Flateyri við Önundarfjörð þar sem gestagangur í sumar hefur farið fram úr björtustu vonum heimafólks.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Níu milljarða snekkja á Pollinum

Snekkjan Satori dólar nú á Pollinum í Eyjafirði við Akureyri. Snekkjan er í eigu lítt þekkts auðkýfings og hefur verið á ferð við strendur Íslands að undanförnu.

Innlent
Fréttamynd

Smitaður á siglingu við Íslandsstrendur

Farþegi í skemmtiferðaskipinu Viking Sky hefur verið greindur með Covid-19 smit. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannvarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

„Algjör sprenging“ í einkafluginu

Sprenging hefur orðið í komum einkaflugvéla á Reykjavíkurflugvöll frá mánaðamótum, að sögn rekstrarstjóra á vellinum. Reiknað er með meiri umferð nú í júlímánuði en í júlí 2019, sem var einn besti mánuður fyrirtækisins frá upphafi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ferða­menn fylgist með veður­spá næstu daga

Suðlægar og suðvestlægar áttir munu ráða ríkjum hér á landi, og valda vætu á sunnan- og vestanverðu landinu í dag. Áfram má gera ráð fyrir ágætisveðri á Norður- og Austurlandi, þar sem verður úrkomulítið og talsvert sólskin með tilheyrandi hlýindum.

Innlent
Fréttamynd

Þetta er núna vinsælasti útsýnisstaðurinn á gosið

Drónamyndir sem náðust af gosstöðvunum á Fagradalsfjalli um helgina sýna að hraunelfa flæddi úr eldgígnum um göng og þaðan í átt til Meradala. Slæmt skyggni hefur í dag byrgt sýn að eldgosinu en óróamælar sýna að það hefur haldið fullum dampi.

Innlent