Hissa að stjórnvöld hafi ekki staðið í lappirnar gagnvart sóttvarnalækni Eiður Þór Árnason skrifar 19. júlí 2021 16:12 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Vilhelm Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það alvarleg vonbrigði að stjórnvöld hafi ákveðið að krefja bólusetta ferðamenn um neikvætt Covid-19 próf við landamærin. Ákvörðun þess efnis var kynnt fyrr í dag og tekur breytingin gildi eftir slétta viku. Jóhannes segir þetta koma verulega á óvart og vera allt of sterk viðbrögð við þróuninni síðustu daga. Sextán manns greindust innanlands með Covid-19 í gær. Samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra sem tekin var á grundvelli minnisblaðs sóttvarnalæknis þurfa allir bólusettir einstaklingar eða þeir sem eru með staðfesta fyrri sýkingu að framvísa neikvæðu PCR eða antigen hraðprófi sem er ekki eldra en 72 klukkustunda gamalt. Með kjálkann í gólfinu „Ég er búinn að heyra í mjög mörgum forsvarsmönnum ferðaþjónustufyrirtækja og það má segja að allt frá minnsta gistiheimili upp í stærstu fyrirtækin þá eru menn bara með kjálkann í gólfinu. Þeim finnst bara hreinlega óskiljanlegt að það skuli vera lagt í svona ákvarðanir og telja að þetta muni hafa töluverð neikvæð áhrif,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. Aðgerðin fari gegn yfirlýstri stefnu íslenskra stjórnvalda og annarra Evrópuríkja sem vinni nú að því að auka réttindi bólusettra einstaklinga með lausnum á borð við evrópska bólusetningapassann. Jóhannes segir sárlega vanta frekari rökstuðning fyrir ákvörðuninni þar sem erlendar stofnanir á borð við Sóttvarnastofnun Evrópu og Bandaríkjanna hafi gefið út að fullbólusettir séu til að mynda með góða vörn gegn delta-afbrigðinu. Hann kveðst ekki vita til þess að annað Evrópuríki seti álíka ferðahömlur á bólusetta ferðamenn. „Það kemur verulega á óvart að ríkisstjórnin skuli ekki hafa staðið í lappirnar í þessu máli.“ Gagnvart sóttvarnalækni þá? „Já og staðið með ákvörðunum sínum um afléttingaáætlun í samhengi við bólusetningaráætlunina sem hefur gengið eftir,“ bætir Jóhannes við. „Menn vissu alveg þá að það myndu koma upp einhver smit, það var algjörlega augljóst. Þess vegna kemur það verulega á óvart að um leið og það gerist þá skuli vera komin upp einhvers konar ný staða. Það er illskiljanlegt ef ég á að segja alveg eins og er.“ Sóttvarnalæknir taldi nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að forðast takmarkanir innanlands „Fólk veltir því fyrir sér á hvaða forsendum þessi ákvörðun er tekin. Þá er ég að tala um á grundvelli hvaða gagna og vísindalegra forsenda er verið að vísa til þegar ríkisstjórnin tekur þessa ákvörðun. Það sem hefur verið birt frá þessum stóru stofnunum erlendis á borð við Sóttvarnastofnun Evrópu og Bandaríkjanna virðist ganga algjörlega þvert á það sem er verið að segja hérlendis.“ Covid-19 smitum hefur fjölgað verulega hér á landi síðustu daga og flest smit eru af völdum delta-afbrigðis kórónaveirunnar. Fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra að samkvæmt niðurstöðum erlendra rannsókna hafi komið í ljós að fullbólusettir einstaklingar geti smitast af Covid-19 og jafnframt smitað aðra. Sóttvarnalæknir telur að núverandi fyrirkomulag muni auka hættuna á frekari útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu og nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar svo ekki þurfi að grípa til takmarkana á samkomum innanlands. Langar raðir mynduðust á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun. Yfirferð gagna á borð við niðurstöður Covid-19 prófa og bólusetningavottorð hafa tafið innritun.VÍSIR/HEIMIR Muni hafa neikvæð áhrif á eftirspurn Jóhannes segir það ekki fara milli mála að þessi breyting muni hafa áhrif á eftirspurn ferðamanna eftir ferðum til landsins. „Þetta mun örugglega hafa áhrif á einhvern hluta þeirra bókana sem þegar eru komnar vegna þess að það getur fylgt þessu mjög mikill aukakostnaður, til dæmis fyrir fólk sem ekki hefur aðgang að þessum hraðprófum. Kostnaður við PCR-próf á mörgum stöðum í veröldinni fyrir heila fjölskyldu getur kostað bara upp undir það sama og flugið.“ „Þannig að það getur haft veruleg áhrif og getur aukið kostnaðinn það verulega að einhverjir hætti við. Á tíma þar sem það skiptir gríðarlegu máli að láta boltann rúlla eins lengi og hægt er inn í næstu mánuði þá hefur þetta bara verulega alvarleg, neikvæð áhrif á eftirspurnina. Ég tala nú ekki um að þetta vinnur beinlínis beint gegn markaðssetningaráætluninni sem stjórnvöld eru sjálf að fjármagna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Öllum gert að sýna neikvætt próf á landamærunum Ekki verður gripið til sóttvarnaraðgerða innanlands en bólusett fólk sem kemur til landsins mun þurfa að skila inn neikvæðu PCR-prófi eða hraðgreiningu við komuna. Íslendingar sem koma til landsins verða einnig beðnir um að fara í skimun. 19. júlí 2021 12:31 Þórólfur vildi skikka Íslendinga í sýnatöku Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, lagði til að Íslendingar sem hefðu ferðast erlendis yrðu skikkaðir í skimun fyrir Covid-19. Það yrði gert við komu þeirra til lands. Ekki var farið eftir þessum tillögum. 19. júlí 2021 14:11 Sextán greindust með Covid-19 innanlands og sex í sóttkví Sextán manns greindust með Covid-19 innalands í gær. Þar af voru sex í sóttkví. Einn greindist á landamærunum. 19. júlí 2021 10:41 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Sjá meira
Ákvörðun þess efnis var kynnt fyrr í dag og tekur breytingin gildi eftir slétta viku. Jóhannes segir þetta koma verulega á óvart og vera allt of sterk viðbrögð við þróuninni síðustu daga. Sextán manns greindust innanlands með Covid-19 í gær. Samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra sem tekin var á grundvelli minnisblaðs sóttvarnalæknis þurfa allir bólusettir einstaklingar eða þeir sem eru með staðfesta fyrri sýkingu að framvísa neikvæðu PCR eða antigen hraðprófi sem er ekki eldra en 72 klukkustunda gamalt. Með kjálkann í gólfinu „Ég er búinn að heyra í mjög mörgum forsvarsmönnum ferðaþjónustufyrirtækja og það má segja að allt frá minnsta gistiheimili upp í stærstu fyrirtækin þá eru menn bara með kjálkann í gólfinu. Þeim finnst bara hreinlega óskiljanlegt að það skuli vera lagt í svona ákvarðanir og telja að þetta muni hafa töluverð neikvæð áhrif,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. Aðgerðin fari gegn yfirlýstri stefnu íslenskra stjórnvalda og annarra Evrópuríkja sem vinni nú að því að auka réttindi bólusettra einstaklinga með lausnum á borð við evrópska bólusetningapassann. Jóhannes segir sárlega vanta frekari rökstuðning fyrir ákvörðuninni þar sem erlendar stofnanir á borð við Sóttvarnastofnun Evrópu og Bandaríkjanna hafi gefið út að fullbólusettir séu til að mynda með góða vörn gegn delta-afbrigðinu. Hann kveðst ekki vita til þess að annað Evrópuríki seti álíka ferðahömlur á bólusetta ferðamenn. „Það kemur verulega á óvart að ríkisstjórnin skuli ekki hafa staðið í lappirnar í þessu máli.“ Gagnvart sóttvarnalækni þá? „Já og staðið með ákvörðunum sínum um afléttingaáætlun í samhengi við bólusetningaráætlunina sem hefur gengið eftir,“ bætir Jóhannes við. „Menn vissu alveg þá að það myndu koma upp einhver smit, það var algjörlega augljóst. Þess vegna kemur það verulega á óvart að um leið og það gerist þá skuli vera komin upp einhvers konar ný staða. Það er illskiljanlegt ef ég á að segja alveg eins og er.“ Sóttvarnalæknir taldi nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að forðast takmarkanir innanlands „Fólk veltir því fyrir sér á hvaða forsendum þessi ákvörðun er tekin. Þá er ég að tala um á grundvelli hvaða gagna og vísindalegra forsenda er verið að vísa til þegar ríkisstjórnin tekur þessa ákvörðun. Það sem hefur verið birt frá þessum stóru stofnunum erlendis á borð við Sóttvarnastofnun Evrópu og Bandaríkjanna virðist ganga algjörlega þvert á það sem er verið að segja hérlendis.“ Covid-19 smitum hefur fjölgað verulega hér á landi síðustu daga og flest smit eru af völdum delta-afbrigðis kórónaveirunnar. Fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra að samkvæmt niðurstöðum erlendra rannsókna hafi komið í ljós að fullbólusettir einstaklingar geti smitast af Covid-19 og jafnframt smitað aðra. Sóttvarnalæknir telur að núverandi fyrirkomulag muni auka hættuna á frekari útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu og nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar svo ekki þurfi að grípa til takmarkana á samkomum innanlands. Langar raðir mynduðust á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun. Yfirferð gagna á borð við niðurstöður Covid-19 prófa og bólusetningavottorð hafa tafið innritun.VÍSIR/HEIMIR Muni hafa neikvæð áhrif á eftirspurn Jóhannes segir það ekki fara milli mála að þessi breyting muni hafa áhrif á eftirspurn ferðamanna eftir ferðum til landsins. „Þetta mun örugglega hafa áhrif á einhvern hluta þeirra bókana sem þegar eru komnar vegna þess að það getur fylgt þessu mjög mikill aukakostnaður, til dæmis fyrir fólk sem ekki hefur aðgang að þessum hraðprófum. Kostnaður við PCR-próf á mörgum stöðum í veröldinni fyrir heila fjölskyldu getur kostað bara upp undir það sama og flugið.“ „Þannig að það getur haft veruleg áhrif og getur aukið kostnaðinn það verulega að einhverjir hætti við. Á tíma þar sem það skiptir gríðarlegu máli að láta boltann rúlla eins lengi og hægt er inn í næstu mánuði þá hefur þetta bara verulega alvarleg, neikvæð áhrif á eftirspurnina. Ég tala nú ekki um að þetta vinnur beinlínis beint gegn markaðssetningaráætluninni sem stjórnvöld eru sjálf að fjármagna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Öllum gert að sýna neikvætt próf á landamærunum Ekki verður gripið til sóttvarnaraðgerða innanlands en bólusett fólk sem kemur til landsins mun þurfa að skila inn neikvæðu PCR-prófi eða hraðgreiningu við komuna. Íslendingar sem koma til landsins verða einnig beðnir um að fara í skimun. 19. júlí 2021 12:31 Þórólfur vildi skikka Íslendinga í sýnatöku Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, lagði til að Íslendingar sem hefðu ferðast erlendis yrðu skikkaðir í skimun fyrir Covid-19. Það yrði gert við komu þeirra til lands. Ekki var farið eftir þessum tillögum. 19. júlí 2021 14:11 Sextán greindust með Covid-19 innanlands og sex í sóttkví Sextán manns greindust með Covid-19 innalands í gær. Þar af voru sex í sóttkví. Einn greindist á landamærunum. 19. júlí 2021 10:41 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Sjá meira
Öllum gert að sýna neikvætt próf á landamærunum Ekki verður gripið til sóttvarnaraðgerða innanlands en bólusett fólk sem kemur til landsins mun þurfa að skila inn neikvæðu PCR-prófi eða hraðgreiningu við komuna. Íslendingar sem koma til landsins verða einnig beðnir um að fara í skimun. 19. júlí 2021 12:31
Þórólfur vildi skikka Íslendinga í sýnatöku Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, lagði til að Íslendingar sem hefðu ferðast erlendis yrðu skikkaðir í skimun fyrir Covid-19. Það yrði gert við komu þeirra til lands. Ekki var farið eftir þessum tillögum. 19. júlí 2021 14:11
Sextán greindust með Covid-19 innanlands og sex í sóttkví Sextán manns greindust með Covid-19 innalands í gær. Þar af voru sex í sóttkví. Einn greindist á landamærunum. 19. júlí 2021 10:41