Það var ósk Péturs og mín að ég reyndi að halda áfram rekstrinum „Pétur maðurinn minn fann á bland.is hús til sölu í sveit. Og hingað komum við,“ segir Svanfríður Ingvadóttir innanhússhönnuður um hvernig það kom til að hún og Pétur Einarsson, fyrrum flugmálastjóri, fluttu á sveitabæ ofan Hauganess við Eyjafjörð fyrir sjö árum. Lífið 21. febrúar 2021 06:43
Fleiri flugvélar lentu á Akureyri en á Keflavíkurflugvelli Það hefur sjaldan verið eins tómlegt á Keflavíkurflugvelli þar sem farþegum hefur fækkað enn frekar undanfarnar vikur. Nú ráfa nokkrir tugir og kannski í mestu örfá hundruð farþega um flugstöðina á meðan það voru þúsundir og jafnvel upp í tugþúsundir manna á ferð á hverjum degi. Innlent 18. febrúar 2021 21:01
Telur aðgerðir á landamærum hér með þeim vægari í Evrópu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, vísar því á bug að aðgerðir hér á landamærum verði með því hörðustu sem um getur í Evrópu þegar ný reglugerð tekur gildi á morgun. Innlent 18. febrúar 2021 12:34
Verka ekki bara saltfiskinn heldur djúpsteikja og setja hann á pizzu Á Hauganesi við Eyjafjörð hefur fiskvinnsla verið að þróast yfir í ferðaþjónustu í kringum saltfisk. Fiskverkunin Ektafiskur er komin eins langt í fullvinnsluna og hugsast getur. Saltfiskurinn er eldaður ofan í viðskiptavini og borinn fram á diskum á veitingastaðnum Baccalá Bar. Viðskipti innlent 18. febrúar 2021 11:03
Íslendingar gífurlega gistiglaðir innanlands í fyrra Gistinóttum Íslendinga á hótelum á landsbyggðinni fjölgaði margfallt á síðasta ári miðað við árið þar á undan. Fleiri Íslendingar bóka hótel fyrr á þessu ári en í fyrra. Innlent 17. febrúar 2021 20:15
Framtíð ferðaþjónustunnar: Þorgerður Katrín fer yfir stöðu og horfur Á næstu vikum munu Samtök ferðaþjónustunnar bjóða til sín leiðtogum og fulltrúum stjórnmálaflokkanna til að ræða um stöðu og horfur í ferðaþjónustu. Í fyrsta þættinum, sem hefst klukkan 9:15, verður rætt við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar. Viðskipti innlent 17. febrúar 2021 08:45
Á puttanum um Suðurlandið en átti að vera í sóttkví Erlendur ferðamaður sem átti að vera í sóttkví en ferðaðist austur um Suðurland á puttanum í liðinni viku var fluttur í sóttvarnarhús í Reykjavík. Honum jafnframt gert að greiða sekt vegna brots síns. Þetta var á meðal verkefna Lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku sem lögregla greinir frá á heimasíðu sinni og má lesa um að neðan. Innlent 15. febrúar 2021 12:01
Lent á Íslandi eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu Icelandair endurheimti í dag tvær fyrstu Boeing 737 Max-þotur sínar eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu og lentu þær í Keflavík með stuttu millibili upp úr hádegi. Flugstjóri fyrri vélarinnar segir endurkomu þeirra gefa von um nýja og betri tíma fyrir félagið. Innlent 14. febrúar 2021 21:36
Bregðist ferðasumarið þyrfti Icelandair sennilega að draga á lánalínur með ríkisábyrgð Forstjóri Icelandair segir stefnt að því að hefja áætlunarflug til borga í Bandaríkjunum snemma í sumar. Stór hluti af 51 milljarðs króna tapi félagsins á síðasta ári sé vegna afskrifa á flugvélum. Taki ferðalög ekki við sér í sumar þurfi félagið sennilega að draga á lánalínur með ríkisábyrgð í haust. Viðskipti innlent 14. febrúar 2021 18:00
Líf og dauði í ferðaþjónustunni í Víglínunni Eftir að bólusetningar gegn kórónuveirunni hófust hér á landi og víða um heim hafa vonir glæðst um að ferðaþjónustan fari að taka við sér. Hvenær það verður ræðst bæði af aðstæðum innanlands og utan og hversu hratt tekst að bólusetja meirihluta þjóðarinnar og heimsbyggðina. Innlent 14. febrúar 2021 16:51
Fyrstu MAX-vélarnar komnar til landsins Fyrstu tvær Boeing 737 MAX-þotur Icelandair lentu á Keflavíkurflugvelli á öðrum tímanum í dag. Alls á Icelandair sex slíkar vélar. Innlent 14. febrúar 2021 14:27
Bláa Lónið nú opið um helgar eftir fjögurra mánaða lokun Bláa Lónið verður opnað á ný á morgun eftir að hafa verið lokað frá 8. október. Bláa Lónið, veitingastaðurinn Lava, Silica hótel og verslun Bláa Lónsins í Svartsengi, verða opin allar helgar fram á vor. Retreat Spa verður opið á laugardögum. Viðskipti innlent 12. febrúar 2021 16:29
Fóru úr landi eftir að þeir brutu sóttkví Fjórir ferðamenn sem grunaðir eru um að hafa brotið reglur um sóttkví við komuna til landsins hafa yfirgefið landið. Mennirnir voru hér á vegum fyrirtækis sem sendi þá úr landi eftir að stjórnendur fréttu af brotunum. RÚV greinir frá. Innlent 11. febrúar 2021 19:09
Icelandair selur restina af hlut sínum í Icelandair Hotels Icelandair Group hefur gert samning við Berjaya um sölu félagsins á 25% eftirstandandi hlut í hótelfélaginu. Berjaya á fyrir 75% hlut í Icelandair Hotels. Söluverðið er um 440 milljónir króna eða 3,4 milljónir Bandaríkjadala og kemur til greiðslu við afhendingu hlutarins og þegar skilmálar samningsins hafa verið uppfylltir. Viðskipti innlent 11. febrúar 2021 09:33
Þrír ráðnir til Dohop Ingi Fjalar Magnússon, Daði Steinn Brynjarsson og Kristján Þór Jónsson hafa verið ráðnir sem sérfræðingar hjá ferðatæknifyritækinu Dohop. Viðskipti innlent 11. febrúar 2021 09:30
Gistinóttum á hótelum fækkaði um 93 prósent í janúar Gistinóttum á hótelum fækkaði um 93 prósent í janúar. Þetta kemur fram á síðu Hagstofunnar. Viðskipti innlent 10. febrúar 2021 09:50
Hugsanlegt að Háskóli Íslands kaupi Hótel Sögu Til greina kemur að Háskóli Íslands kaupi hótel Hótel Sögu. Þetta staðfestir Jón Atli Benediktsson, rektor skólans, í samtali við Markaðinn viðskiptarit Fréttablaðsins en hótelinu var lokað í nóvember síðastliðnum. Viðskipti innlent 10. febrúar 2021 07:05
Flugmenn í þjálfun keyptu fimm þúsund hótelnætur Á sama tíma tíma og flugheimurinn er í djúpri lægð vegna kórónufaraldursins hefur þjálfun erlendra flugmanna í flughermum Icelandair stóraukist. Þannig sendu erlend flugfélög fimm þúsund flugmenn í þjálfun til Hafnarfjarðar í fyrra. Viðskipti innlent 7. febrúar 2021 16:55
Spá Seðlabankans um fjölda ferðamanna lækkar enn frekar Seðlabanki Íslands spáir því nú að ríflega 700 þúsund ferðamenn komi til landsins í ár sem eru færri en gert var ráð fyrir í nóvember. Til samanburðar komu 480 þúsund ferðamenn til landsins á síðasta ári. Fram kemur í nýjasta hefti Peningamála að útflutningshorfur fyrir þetta ár hafi almennt versnað frá síðustu spá. Viðskipti innlent 3. febrúar 2021 12:30
Hvers vegna að styðja við ferðaþjónustu? Það er eðlilegt að fólk spyrji hvert sé virði þess að styðja við íslensk ferðaþjónustufyrirtæki í þeirri heimskreppu sem nú gengur yfir, enda krefst það mikilla fjárútláta af hálfu ríkisins. Hvað fær almenningur á Íslandi fyrir þá peninga sem lagðir eru í aðgerðir stjórnvalda? Skoðun 2. febrúar 2021 12:30
Verslunum Geysis lokað og öllum sagt upp Verslanir Geysis voru lokaðar í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar. Þá hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrirtækið hefur verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. Viðskipti innlent 2. febrúar 2021 10:45
Öskurherferðin hlýtur virt verðlaun Íslandsstofa hlaut í vikunni virt markaðsverðlaun hjá bandaríska fagtímaritinu Digiday fyrir öskurherferðina Let it Out síðasta sumar. Dómarar eru meðal annars frá bandarísku fjölmiðlunum CBS, New York Times, Bloomberg og Forbes. Viðskipti innlent 31. janúar 2021 20:00
Ferðafrelsi í þjóðgarði Hálendi Íslands er ein verðmætasta auðlind Íslands, ef ekki sú verðmætasta. Að mati stjórnar Landverndar er ekki til betri leið til að vernda þessa auðlind, tryggja aðgengi almennings að henni og stýra umgengni og nýtingu hennar, en með stofnun þjóðgarðs. Skoðun 27. janúar 2021 14:30
Hundruð þúsunda horfa á íslenska náttúru með slökunartónlist Það er fyrir löngu orðið heimsfrægt hversu falleg íslensk náttúru er og má svo sannarlega sjá það á YouTube-síðunni Scenic Relaxation. Lífið 27. janúar 2021 12:31
Endurreisum ferðaþjónustuna með nýjum áherslum Árið 2020 fór ferðaþjónustan aftur um 10 ár í tölum um fjölda erlendra ferðamanna á landinu. Áhrifin eru gríðarleg og ljóst er að stórt skarð hefur verið höggvið í ferðaþjónustuna sem enginn veit hversu langan tíma tekur að koma á réttan stað á ný. Skoðun 27. janúar 2021 07:00
Það versta líklega afstaðið og útlit fyrir bjartari tíma Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir 3,2% hagvexti á þessu ári sem megi að stærstum hluta þakka vexti í ferðaþjónustu ásamt hóflegum vexti neyslu og fjárfestingar. Sem fyrr eru stærstu einstöku óvissuþættir efnahagsþróunarinnar á Íslandi sagðir vera hvenær faraldurinn tekur enda og ferðavilji tekur að aukast á ný. Viðskipti innlent 27. janúar 2021 06:00
Ferðaþjónustan bjartsýn en kallar eftir frekari aðgerðum stjórnvalda Mikillar bjartsýni gætir meðal ferðaþjónustufyrirtækja en stór meirihluti þeirra ætlar að halda sínu striki samkvæmt könnun KPMG sem unnin var fyrir Nýársmálstofu Samtaka ferðaþjónustunnar, Ferðaklasans og KPMG. Á málstofu klasans kom fram að flest ferðaþjónustufyrirtæki skorti fjármagn til fjárfestinga og að nauðsynlegt væri að byggja upp innviði landsins eins og vegakerfi. Innlent 26. janúar 2021 11:54
Malbika veginn að Urriðafossi Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu 1,2 kílómetra kafla Urriðafossvegar. Kaflinn nær frá gatnamótunum á hringveginum við Þjórsárbrú að bílaplani við Urriðafoss. Innlent 26. janúar 2021 09:31
Bein útsending: Viðspyrna ferðaþjónustunnar Árlegur nýársfundur Íslenska ferðaklasans, KPMG og Samtaka ferðaþjónustunnar fer fram í dag klukkan níu þar sem sjónum verður beint að helstu áskorunum og tækifærum sem framundan eru í viðspyrnu ferðaþjónustunnar. Viðskipti innlent 26. janúar 2021 08:31
Lýsti áhyggjum af stöðu ferðaþjónustunnar á Alþingi Þingflokksformaður Viðreisnar segir óljóst hvernig stjórnvöld ætli að bregðast við vanda ferðaþjónustunnar takist ekki að bólusetja meirihluta þjóðarinnar fyrir sumarið. Ferðamálaráðherra segir stjórnvöld standa með ferðaþjónustunni en þróun í faraldursins í öðrum löndum ráði einnig miklu. Innlent 21. janúar 2021 12:21