Háspennumót hefst við sólsetur og lýkur í flóðljósum Það verður rafmögnuð stemmning á ráslínu Formúlu 1 mótsins í Abu Dhabi í dag, þegar síðasta Formúlu 1 mót ársins fer fram og úrslitin í heimsmeistarakeppninni ráðast Formúla 1 14. nóvember 2010 08:10
Horfur á sögulegum Formúlu 1 spennutrylli Martin Whitmarsh framkvæmdarstjóri McLaren segir horfur á spennandi og einstakri Formúlu 1 keppni í Abu Dhabi á sunnudag þar sem fjórir ökumenn keppa til úrslita um heimsmeistaratitil ökumanna. Formúla 1 14. nóvember 2010 00:01
Hvað segja keppinautar Vettels um stöðuna? Þrír keppinautar Sebastian Vettels um meistaratitilinn eru fyrir aftan hann á ráslínu í kappakstrinum í Abu Dhabi á sunnudag og Lewis Hamilton stefnir ótrauður á sigur úr öðru sæti á ráslínu og segist ekki hafa neinu að tapa. Fernando Alonso er fremstur í stigamótinu og er þriðji á ráslínu á eftir Vettel og Hamilton. Formúla 1 13. nóvember 2010 22:39
Vettel: Gæti ekki verið í betri stöðu Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu fyrir titilslag fjögurra ökumanna í Abu Dhabi á sunnudag. Hann stefnir á sigur og að verða yngsti Formúlu 1 ökumaður sögunnar. Vettel varð aðeins 31/1000 á undan Lewis Hamilton Formúla 1 13. nóvember 2010 21:24
Vettel fljótastur og getur orðið yngsti heimsmeistari sögunnar Sebastian Vettel á Red Bull náði besta tíma í tímatökum fyrir lokamótið Formúlu 1 mótaraðarinnar sem verður í Abu Dhabi á sunnudag. Hann varð brotabrotum á undan Lewis Hamilton á McLaren, en Fernando Alonso varð þriðji. Fjórði maðurinn í kapphlaupinu um meistaratitilinn, Mark Webber á Red Bull varð fimmti. Formúla 1 13. nóvember 2010 15:02
Vettel og Webber fremstir á lokaæfingunni Red Bull ökumennirnir Sebastian Vettel og Mark Webber voru fljótastir á síðustu æfingunni fyrir tímatökuna í Abu Dhabi í dag. Vettel var 0.133 sekúndum á undan Webber, en Lewis Hamilton var 0.584 á eftir, en Fernando Alonson fjórði. Þessir kappar eru í titilslagnum um um helgina. Formúla 1 13. nóvember 2010 11:13
Webber sefur eins og ungabarn þrátt fyrir spennandi titilslag Mark Webber er einn fjögurra sem á möguleika á meistaratitli ökumanna um helgina í lokamótinu í Abu Dhabi. Hann hefur aldrei verið í titilslag áður, en virðist yfirvegaður og klár í slaginn þrátt fyrir mikla fjölmiðlaathygli á mótsstað og spennu vegna stöðunnar í stigamótinu. Fjórir ökumenn eiga möguleika á titlinum í lokamótinu. Formúla 1 13. nóvember 2010 08:15
Alonso: Tímatakan verður jöfn Fernando Alonso hjá Ferrari er efstur í stigamóti ökumanna fyrir úrslitarimmuna um meistaratitil ökumanna í Abu Dhabi i dag, en tímatakan sem fer fram í dag gæti ráðið miklu um úrslitin í mótinu á sunnudag. Tvær æfingar fór fram í gær og lokaæfing verður á undan tímatökunni á laugardagsmorgun. Formúla 1 13. nóvember 2010 05:26
Ferrari stjórinn gætir stillingar fyrir háspennu tímatöku Stefano Domenciali, yfirmaður Ferrari telur mikilvægt að liðsmenn sínir haldi haus og yfirvegun fyrir tímatökuna á laugardag. Fernando Alonso er í titilslag við fjóra aðra ökumenn, en Alonso er efstur í stigamótinu. Formúla 1 12. nóvember 2010 21:59
Hamilton ánægður þrátt fyrir áminningu Lewis Hamilton hjá McLaren var fljótastur á æfingum Formúlu 1 liða í Abu Dhabi í dag, en toppmennirnir í stigaslagnum um titilinn voru honum næstir. Hamilton fékk áminningu frá dómurum eftir æfingarnar tvær í dag. Formúla 1 12. nóvember 2010 20:25
Fjórir fljótustu á æfingum í Abu Dhabi allir í titilslagnum Fjórir fremstu ökumennirnir á seinni æfingu Formúlu 1 keppnisliða í Abu Dhabi í dag eru allt kappar sem eru í hörkubaráttu um meistaratitil Formúlu 1 ökumanna á sunnudaginn. Æfingin fór fram í dagsbirtu, síðan við sólsetur og í flóðljósum. Slíkt það sama verður upp á teningnum í kappakstrinum. Formúla 1 12. nóvember 2010 14:32
Vettel fljótastur á fyrstu æfingu Sebastian Vettel byraði mótshelgina vel í Abu Dhabi í dag og náði besta tíma á fyrstu æfingu keppnisliða á Red Bull. Hann vann mótið í fyrra og er einn af fjórum sem á möguleika á meistaratitli ökumanna í Formúlu 1, en úrslitin ráðast um helgina. Formúla 1 12. nóvember 2010 10:45
Scumacher spenntur vegna titilslagsins Michael Schumacher hjá Mercedes er spenntur fyrir titilslag helgarinnar og þætti ekkert óeðlilegt ef Sebastian Vettel gefur eftir sæti til Mark Webber, liðsfélaga hans hjá Red Bull ef þörf krefur í titilslag fjögurra ökumanna. Lokamótið er í Abu Dhabi um helgina og fyrstu æfingar í dag. Formúla 1 12. nóvember 2010 09:11
Webber og Vettel frjálst að keppa innbyrðis um titilinn Stjórar Red Bull liðsins hafa gefið Mark Webber og Sebastian Vettel grænt ljós á að keppa sín á milli um meistaratitilinn, auk þess að keppa við Fernando Alonso og Lewis Hamilton. Mikið hefur verið spáð í hvort Red Bull myndi beita liðsskipunum til að auka möguleika ökumanna sinna, en það verður ekki gert. Formúla 1 11. nóvember 2010 18:47
Tveir stefna á sigur og tveir ætla að meta stöðuna Fjórir ökumenn keppa um meistaratitilinn í Formúlu 1 um næstu helgi og þeir voru spurðir að því hvaða keppnisáætlun þeir myndu beita og hvert markmiðið væri í mótinu í Abu Dhabi á sunnudaginn, sem er úrslitakeppni um meistaratitilinn. Formúla 1 11. nóvember 2010 14:35
Rússneskur bílaframleiðandi í Formúlu 1 Sportbílaframleiðandinn Marussia í Rússlandi hefur keypt vænan hlut í Virgin liðinu breska, sem er stýrt af auðkýfingnum Richard Branson sem á Virgin flugfélagið og yfir 400 önnur fyrirtæki. Í ljósi þessara kaupa þá verður liðið endurskírt og mun heita Marussia Virgin Racing á næsta keppnistímabili. Formúla 1 11. nóvember 2010 09:53
Button: Vonbrigði að falla úr titilslagnum Jenson Button er fráfarandi heimsmeistari í Formúlu 1 og verður að sjá á eftir titilinum í Abu Dhabi um næstu helgi, þar sem fjórir keppinauta hans munu takast á um titilinn. Möguleikar Buttons voru endanlega úr sögunni eftir keppnina í Brasilíu á sunnudaginn Formúla 1 11. nóvember 2010 09:07
Alonso tilbúinn í lokaslag um titilinn Forystumaður stigamótsins í Formúlu 1, Fernando Alonso er kominn til Abu Dhabi þar sem lokamótið í titilbaráttu fjögurra ökumanna fer fram um helgina. Formúla 1 10. nóvember 2010 17:51
Hamilton: Lokamótið stórkostlegt fyrir áhorfendur Bretinn Lewis Hamilton er einn fjögurra ökumanna sem á möguleika á meistaratili ökumanna í lokamótinu í Abu Dhabi um helgina. Hann verður að vinna mótið til að eiga nokkra möguleika á titilinum og keppinautum hans þarf að ganga miður vel. Formúla 1 10. nóvember 2010 12:37
Sögulegur viðburður í síðasta Formúlu 1 móti ársins í Abu Dhabi Það verður sögulegur viðburður í síðsta Formúlu 1 móti ársins í Abu Dhabi um næstu helgi. Þá eiga fjórir ökumenn möguleika á meistaratitli ökumanna í lokamóti keppnistímabilsins, en það er í fyrsta skipti sem slíkt hefur komið upp í 60 ára sögu íþróttarinnar. Fernando Alonso er efstur í stigamótinu, Mark Webber er annar, Sebastian Vettel þriðji og Lewis Hamilton fjórði. Formúla 1 10. nóvember 2010 09:35
Button: Ránstilraunin eins og Hollywood mynd Formúlu 1 meistarinn Jenson Button hjá McLaren slapp ásamt föður sínum og öðru föruneyti undan mönnum sem ætluðu að gera ránstilraun í grennd við Formúlu 1 mótið í Brasilíu á laugardaginn. Button segir lögreglumann sem ók brynvörðum hafa sýnt mikið snaræði. Nokkrir vopnaðir menn gerðu sig líklega til að gera atlögu að bíl sem Button var í á leið á hótel sitt eftir tímatökuna á laugardaginn. Formúla 1 9. nóvember 2010 13:08
Eigandi Red Bull á móti því að hagræða úrslitum í titilsókn Dietrich Mateschitz, eigandi Red Bull fyrirtækisins sem á Red Bull Formúlu 1 liðið segist vera mótfallinn því að hafa áhrif á úrslitin í lokamótinu í Abu Dhabi, til að tryggja öðrum ökumanni liðsins meistaratitilinn. Hann segir frekar vilja að Þeir fái annað sætið, en að beita liðsskipunum til að landa meistaratitli ökumanna í lokamótinu næsta sunnudag í Abu Dhabi. Formúla 1 9. nóvember 2010 11:43
Alonso dugar fjórða sætið ef Vettel vinnur, en annað ef Webber sigrar Tölfræðingar og spekingar spá mikið í möguleika Formúlu 1 ökumanna í lokamótinu í Abu Dhabi um næstu helgi og Ferrari menn hafa tekið þá afstöðu að rýna ekki í tölfræðina, því hægt er að reikna málin á marga vegu og reyna að sigra lokamótið. Alonso á Ferrari er efstur í stigamótinu, en fjórir ökumenn eiga möguleika á titlinum. Formúla 1 9. nóvember 2010 10:58
Ferrari stefnir á titilinn með sigri í lokamótinu Stefano Domenicali yfirmaður hjá Ferrari segist ekki ætla að reikna út alla hugsanlega möguleika sem kunna koma upp varðandi titilmöguleika Fernando Alonso hjá Ferrari í keppni Formúlu 1 ökumanna í lokamótinu í Abu Dhabi um næstu helgi. Formúla 1 8. nóvember 2010 15:25
Hamilton segist þurfa kraftaverk, en McLaren stjórinn ekki sammála Lewis Hamilton hjá McLaren telur að hann þurfi kraftaverk til að landa meistaratitlinum í Formúlu 1, en hann er meðal fjögurra ökumanna sem á möguleika á titlinum í lokamótinu um næstu helgi í Abu Dhabi. Martin Whitmarsh, framkvæmdarstjóri McLaren er ekki sammála að kraftaverk þurfi og segir sögulegan viðburð að fjórir ökumenn séu í baráttunni í lokamótinu. Formúla 1 8. nóvember 2010 14:10
Fjórir geta orðið meistarar í lokamótinu Fjórir ökumenn eiga enn möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1 eftir mótið í Brasilíu í gær, en lokamótið verður í Abu Dhabi um næstu helgi. Formúla 1 8. nóvember 2010 10:49
Red Bull mun ekki hagræða úrslitum í titilslag ökumanna Christian Horner yfirmaður Red Bull segir að lið sitt muni ekki beita liðskipunum til að hagræða úrslitum í titilslag ökumanna. Bæði Mark Webber og Sebastian Vettel eiga möguleika á meistaratitlinum í kapphlaupi við Fernando Alonso og Lewis Hamilton. Þeir keppa í síðasta móti ársins um næstu helgi. Formúla 1 7. nóvember 2010 22:12
Vettel stoltur af titli Red Bull Sebastian Vettel hjá Red Bull er hluti af stórri liðsheild sem fagnaði fyrsta meistaratitlinum í Formúlu 1 og tryggði sér titil bílasmiða með tvöföldum sigri í Brasilíu í dag. Vettel lagði grunn að sigri með því að fara strax framúr Nico Hulkenberg sem var fremstur á ráslínu. Vettel sá við honum fyrir fyrstu beygju Formúla 1 7. nóvember 2010 21:43
Vettel fagnaði í Brasilíu Red Bull vann tvöfaldan sigur í brasilíska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag en þeir Sebastian Vettel og Mark Webber komu fyrstir í mark í dag. Það dugði til að tryggja liðinu heimsmeistaratitilinn í flokki bílasmiða. Formúla 1 7. nóvember 2010 17:57
Háspenna í Formúlu 1 titilslag í dag Það verður mögnuð stemmning á meðal fjörugra áhorfenda á Jose Carlos Pace (Interlagos) í Brasilíu í dag, þar sem Fernando Alonso getur tryggt sér meistaratitilinn í Formúlu 1, en þrír keppinauta hans eru þó framar á ráslínu og vilja hindra að slíkt gerist í dag. Aðeins tveimur mótum er ólokið og fimm ökumenn eiga enn möguleika á titilinum. Formúla 1 7. nóvember 2010 12:01