Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

Einvígi Hamilton og Alonso verður harðara í ár

Ástralinn Mark Webber sem ekur hjá Red Bull í Formúlu 1, segir að einvígi þeirra Lewis Hamilton hjá McLaren og Fernando Alonso hjá Renault verði harðara en nokkru sinni fyrr á komandi tímabili nú þegar þeir eru ekki lengur í sama liði.

Formúla 1
Fréttamynd

Ron Dennis verður áfram hjá McLaren

Ron Dennis, yfirmaður McLaren liðsins í Formúlu 1, ætlar að vera áfram í herbúðum liðsins á komandi tímabili. Dennis hefur verið nokkuð umdeildur í kjölfar njósnamálsins ljóta, en hefur tilkynnt starfsfólki liðsins að hann verði áfram.

Formúla 1
Fréttamynd

Raikkönen er ekki saddur

Heimsmeistarinn Kimi Raikkönen segist hvergi nærri saddur og stefnir harður á að verja titil sinn á komandi tímabili í Formúlu 1 sem hefst í Ástralíu á sunnudaginn.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton ætlar sér sigur í Ástralíu

Það er aðeins vika í fyrsta Formúlu 1 mót ársins. Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren stefnir á sigur á götum Melbourne í Ástralíu. Hamilton, Felipe Massa, Kimi Raikkönen og Heikki Kovalainen eru líklegastir til að standa fremstir í fyrsta móti, ef marka má æfingar síðustu vikur.

Formúla 1
Fréttamynd

Aguri liðið mætir þrátt fyrir peningaleysi

Japanska keppnisliðið er mætt til Ástralíu, þrátt fyrir þær fréttir að eigandi liðsins hafi leitað logandi ljósi að fjármagni til að greiða rekstrarkostnað. Auguri Suzuki var alla síðustu viku í leit að fjármagni, eftir að hafa lent í fjárhagsörðugleikum.

Formúla 1
Fréttamynd

Umfangsmikil umfjöllun um Formúlu 1

Fyrsta útsending Sýnar frá Formúlu 1 verður á mánudagskvöld. Þá verður sýnt frá frumsýningum Formúlu 1 keppnisliða og rætt við toppökumenn liðanna og tæknistjóra. Síðan verða átta útsendingar í viðbót í vikunni frá Formúlu 1.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton og Kovalainen hjá McLaren bíða spenntir

Bretinn Lewis Hamilton vakti óskipta athygli á síðasta ári, sem nýliði í Formúlu 1 og tapaði af titilinum á lokasprettinum. Hann stefnir á titilinn í ár og félagi hans Heikki Kovalainen ætlar sér í toppslaginn frá fyrsta móti um næstu helgi.

Formúla 1
Fréttamynd

Formúlu 3 vertíðin hefst hjá Kristjáni Einari

Hinn nítján ára Kristján Einar Kristjánsson var við æfingar á Silverstone brautinni í gær, en hann keppir í Formúlu 3 í Bretlandi á þessu ári. Kristján ekur bíl frá Carlin Motorsport og nýtur stuðnings frá Salt Investments, sem er fyrirtæki í eigu Róbert Wessman.

Formúla 1
Fréttamynd

Níu Formúlu 1 útsendingar á Sýn í næstu viku

Sjónvarpsstöðin Sýn hefur Formúlu 1 tímabilið með miklum glæsibrag og verða níu útsendingar í næstu viku. Fyrsta útsending er mánudaginn 10. mars og þá verður sýnt frá frumsýningum keppnisliða og rætt við ökumenn. Tveimur dögum síðar verður sýnt frá ferð Sýnar á lokaæfingar keppnisliða á Barcelona brautina í síðustu viku.

Formúla 1
Fréttamynd

Rosberg vill í toppslaginn með Williams

Bæði Nico Rosberg og Kazuki Nakajima óku geysilega vel á æfingum í Barcelona í vikunni. Hraði Nakajima hefur komið mörgum á óvart og Rosberg er í fantaformi sem fyrr. Báðir eru synir fyrrum Formúlu 1 ökumanna og Rosberg telur það til hagsbóta fyrir Formúlu 1 að kappaksturs-eðlið gengur í erfðir.

Formúla 1
Fréttamynd

Sýnarmenn að tjaldabaki í Barcelona

Starfsmenn Sýnar dvöldu að tjaldabaki í Barcelona á æfingum keppnisliða síðustu daga, en það var liður í margslunginni þáttagerð sem stendur til hjá Sýn vegna Formúlu 1.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton aftur fljótastur á Spáni

McLaren ökumaðurinn Lewis Hamilton var enn og aftur í sérflokki á æfingum í Barcelona þar sem Formúluökuþórarnir undirbúa sig nú fyrir fyrstu keppni ársins sem verður í Ástralíu um miðjan næsta mánuð.

Formúla 1
Fréttamynd

Ferrari í sterkri stöðu fyrir tímabilið

Brasilíumaðurinn Felipe Massa telur að Ferrari liðið sé í þægilegri stöðu hvað undirbúning fyrir tímabilið varðar. Á mánudag mætir Michael Schumacher til leiks hjá Ferrari á Barcelona brautinni og æfir með Kimi Raikkönen.

Formúla 1
Fréttamynd

Nýliðar vekja athygli

Fjölmargir nýliðar eru í Formúlu 1 á þessu keppnistímabili og þeir hafa vakið athygli fyrir spretthörku á æfingum í Barcelona þessa vikuna. Lokaæfingar keppnisliða verða í Barcelona í næstu viku og meðal ökumanna verður Michael Schumacher.

Formúla 1
Fréttamynd

Ert þú Formúlusérfræðingur?

Formúlu 1 útsendingar á Sýn verða mjög ítarlegar á árinu og verður sýnt frá öllum æfingum, tímatöku og kappakstri. Auk þess verða þættir á undan og eftir mótshelginni. Sýn og Bylgjan leita áhugamanna um Formúlu 1 um land allt til að taka þátt í herlegheitunum.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton fljótastur á Spáni

Bretinn Lewis Hamilton var fljótastur allra á æfingum á Jerez brautinni á Spáni í dag. Hann var brotabrotum á undan Pedro de la Rosa á samskonar bíl. Robert Kubia á BMW var skammt undan.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton svívirtur í Barcelona

Lewis Hamilton hjá McLaren fékk að heyra miður fallegar athugasemdir frá áhorfendum þegar hann var við prófanir á Montmelo brautinni í Barcelona á Spáni í gær ef marka má spænska fjölmiðla.

Formúla 1
Fréttamynd

Klien ráðinn til BMW

Austurríski ökumaðurinn Christian Klien hefur verið ráðinn tilraunaökumaður BMW Sauber liðsins í Formúlu 1. Klien var áður hjá Jaguar og Red Bull á árunum 2004-06 og síðast var hann tilraunaökumaður hjá Honda.

Formúla 1
Fréttamynd

Slapp ómeiddur eftir harðan árekstur

Japanski ökumaðurinn Kazuki Nakajima hjá Williams í Formúlu 1, slapp ómeiddur frá hörkuárekstri á æfingu keppnisliða á Barcelona brautinni í hádeginu í dag. Nakajima fór útaf á fullri ferð í lokabeygju brautarinnar, á þriðja hundrað kílómetra hraða.

Formúla 1
Fréttamynd

Renault hyggst keppa til sigurs

París var vettvangur formlegrar frumsýningar Renault Formúlu 1 liðsins í dag: Flavio Briatore kynnti nýju ökumenn sína til sögunnar, þá Fernando Alonso og Nelson Piquet.

Formúla 1
Fréttamynd

Stöðugar framfarir markmið Honda

Honda liðið frumsýndi keppnisbíl sinn í höfuðstöðvum liðsins í Bretlandi í hádeginu. Ross Brawn, nýr framkvæmdastjóri liðsins fór fyrir sínum mönnum, en ökumenn liðsins verða Jenson Button og Rubens Barrichello.

Formúla 1