Vandræði hjá McLaren Forráðamönnum McLaren til mikillar skelfingar virðist þetta keppnistímabil ætla að byrja á sömu nótum og hið síðasta endaði, því bíll Kimi Raikkönen bilaði strax á 12. hring á æfingum í dag og félagi hans Juan Pablo Montoya kvartaði einnig undan því að vélin hefði verið að stríða sér. Sport 10. mars 2006 15:45
Framtíðin björt í Formúlu 1 Ron Dennis, yfirmaður McLaren-liðsins í Formúlu 1, telur að framtíð heimsmeistaramótsins sé björt og er bjartsýnn á að yfirstandandi deilur muni leysast á farsælan hátt. Nokkur af stóru liðunum í Formúlu 1 hafa undanfarið hótað að segja sig úr mótaröðinni og stofna sína eigin, því þeim þykir auðnum misskipt með núverandi fyrirkomulagi. Sport 9. mars 2006 21:30
Alonso verður einbeittur Pat Symonds, yfirhönnuður hjá meisturum Renault í Formúlu 1, segir að það muni ekki hafa nein áhrif á Fernando Alonso á keppnistímabilinu að hann hafi þegar samþykkt að ganga til liðs við McLaren árið 2007. Sport 8. mars 2006 17:05
Coulthard vill framlengja við Red Bull Skoski ökuþórinn David Coulthard segist hafa fullan hug á því að framlengja veru sína hjá liði Red Bull í Formúlu 1, ekki síst fyrir tilkomu bílahönnuðarins Adrian Newey sem áður var hjá McLaren. Samningur Coulthard rennur út eftir næsta tímabil, sem hefst einmitt í Barein um næstu helgi. Sport 7. mars 2006 16:22
McLaren lofar betri bíl Forráðamenn McLaren Mercedez fullyrða að vélar liðsins verði ekki til sömu vandræða og í fyrra og segja prófanir á síðustu fimm vikum lofa góðu um stöðugleika. Sífelldar vélarbilanir hjá Kimi Raikkönen í fyrra urðu þess valdandi að hann gat ekki veitt Fernando Alonso verðuga keppni um titil ökuþóra. Sport 6. mars 2006 19:15
Fjögur lið eiga möguleika á titlinum Fyrrum heimsmeistarinn Michael Schumacher telur fjögur keppnislið eiga möguleika á heimsmeistaratitlinum í Formúlu 1 á komandi keppnistímabili. Hann hefur auðvitað fulla trú á sínum mönnum í Ferrari, en telur að auk þess verði Renault, Honda og McLaren í baráttunni um titilinn. Sport 3. mars 2006 19:45
Hringurinn kostar 1300 dollara Breskt bílablað heldur því fram í vikunni að hver hringur í Formúlu 1 kosti keppnisliðin um sem nemur 1300 dollurum, eða í kring um 100.000 krónur og þá sé aðeins talinn kostnaður við eldsneyti, bremsubúnað og hjólbarða. Könnun þessi var gerð með það fyrir augum að sýna fram á að of mikill kosnaður fylgi æfingaakstri hjá liðunum. Sport 23. febrúar 2006 19:15
Fisichella staðráðinn í að verða meistari Ítalski ökuþórinn Giancarlo Fisichella hjá Renault segist staðráðinn í að vera á meðal þeirra bestu í baráttunni um heimsmeistaratitil ökuþóra á komandi tímabili í Formúlu 1. Sport 20. febrúar 2006 17:30
Button þarf sigur fjótlega Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu 1, Nigel Mansell, segir að Jenson Button verði að krækja í sinn fyrsta sigur mjög fljótlega ef hann eigi að standa undir væntingum með liði Honda í vetur. Besti árangur Button í keppni til þessa er annað sæti, en Mansell telur að hinum 26 ára gamla ökumanni sé hollara að fara að ná í sigur. Sport 17. febrúar 2006 15:30
Sato og Ide aka fyrir Super Aguri Lið Super Aguri í Formúlu 1 hefur nú staðfest að það verði Takuma Sato og hinn lítt þekkti Yuji Ide sem muni verða aðalökumenn liðsins á komandi keppnistímabili, en þeir koma báðir frá Japan. Sato er 29 ára og hefur reynslu af að aka í Formúlu 1, en Idi hefur litla sem enga reynslu og því setja margir spurningarmerki við ráðningu hans. Sport 15. febrúar 2006 18:45
Mosley leggur til deildarskiptingu Max Mosley, yfirmaður í Formúlu 1, hyggst kynna hugmyndir um að skipta heimsmeistaramótinu niður í deildir á næstunni. Hann hefur í huga að skipa sérstaka 2.deild sem skipuð yrði liðum úr GP2 mótaröðinni, sem hugsanlega gætu unnið sér sæti í formúlu 1 á meðan lökustu liðin þar mundu falla í "2. deild." Sport 14. febrúar 2006 20:00
Mosley þrýstir á keppnisliðin Max Mosley hefur nú gefið það út að keppnisliðin sem enn hafi ekki skuldbundið sig lengur en til ársins 2007 verði gefinn mánaðarfrestur til að semja eftir sérstakan fund sem haldinn verður í næsta mánuði - ella verði þeim gert að hætta keppni. Sport 13. febrúar 2006 20:30
Forseti Renault dulur Carlos Ghosn, forseti Renault í Formúlu 1, vill lítið gefa upp um framtíðaráform liðsins, en segir að það muni í það minnsta verða með á næsta keppnistímabili. Ghosn er ekki sáttur við framtíðaráform æðstu manna í íþróttinni og segir lið sitt aðeins halda áfram að því tilskyldu að það sjái sér hag í því. Sport 9. febrúar 2006 16:30
Keppnin á Spa blásin af Nú hefur verið staðfest að ekki verði keppt á Spa-brautinni frægu í Formúlu eitt í haust eins og til stóð, því mótshaldarar sjá fram á að ekki verði hægt að ljúka nauðsynlegu viðhaldi á brautinni í tæka tíð. Rekstur brautarinnar sigldi í strand í fyrra, en nú er ljóst að keppnir ársins verða 18 í stað 19. Spa-brautin er mjög vinsæl meðal ökumanna í Formúlu 1 og hefur verið kölluð ein sú allra skemmtilegasta. Sport 8. febrúar 2006 15:40
Williams ætlar á topp þrjú Frank Williams hefur gefið það út að lið hans, sem nú ekur með Cosworth-vélar í stað BMW, eigi að geta náð á topp þrjú í keppni bifreiðasmiða á komandi tímabili í Formúlu 1. Sport 27. janúar 2006 19:30
Raikkönen hefur áhyggjur Finnski ökuþórinn Kimi Raikönnen segir að lið McLaren Mercedes verði að láta hendur standa fram úr ermum á næstunni, því hann hafi áhyggjur af vél nýja bílsins sem þegar sé farin að verða liðinu til trafala á fyrstu æfingum tímabilsins. Sport 27. janúar 2006 15:15
Super Aguri verður ellefta liðið Alþjóða akstursíþróttasambandið, FIA, samþykkti í dag formlega að veita liði Super Aguri keppnisrétt í Formúlu 1 á næsta keppnistímabili og verður liðið því það ellefta sem keppir um heimsmeistaratitilinn í ár. Sport 26. janúar 2006 19:57
Honda er með bestu ökumennina í Formúlu 1 Nick Fry, stjóri Honda-liðsins í Formúlu 1, er ekki í vafa um að ökumenn liðsins muni skila liðinu fyrsta sigrinum í sjö ár á næsta tímabili. Sem kunnugt er hét lið Honda áður BAR, en Honda er nú með í Formúlu 1 í fyrsta sinn síðan 1968. Sport 25. janúar 2006 16:30
Almenn ánægja með nýjan Ferrari Ferrari hefur nú forlega frumsýnt nýja 2006-bílinn sinn sem hefur fengið heitið 248. Bíllinn var ekinn í fyrsta sinn á Mugello-brautinni á Ítalíu í síðustu viku og var Aldo Costa, hönnuður bílsins var mjög ánægður með útkomuna. "Ég er í skýjunum yfir því hvernig bíllinn er að koma út," sagði hann. Sport 24. janúar 2006 15:15
Nýr McLaren frumsýndur í Barcelona Pedro de la Rosa, æfingaökumaður hjá McLaren, frumsýndi í dag nýjan bíl frá framleiðandanum á æfingabraut í Barcelona á Spáni. Rosa var ánægður með bílinn og sagði hann gefa góð fyrirheit. "Ég er auðvitað bara búinn að taka örfáa hringi á bílnum, en hann lofar mjög góðu," sagði Spánverjinn. Sport 23. janúar 2006 14:45
Belgíukappaksturinn úr sögunni Belgíukappaksturinn í Formúlu 1 er úr sögunni ef marka má fréttir frá Belgíu, eftir að Bernie Ecclestone og hans mönnum mistókst að bjarga rekstri Spa-brautarinnar eins og til stóð. Mótshaldararnir í Belgíu urðu gjaldþrota á dögunum, en talið var víst að Formúlumógúllinn Ecclestone gengi í málið og bjargaði keppninni. Sport 20. janúar 2006 14:54
Villeneuve ánægður með nýja bílinn Ökuþórinn Jacques Villeneuve er mjög ánægður með nýja BMW-Sauber bílinn sem hann reynsluók í fyrsta sinn í dag og segist viss um að bíllinn eigi eftir að gera góða hluti á komandi keppnistímabili. Sport 19. janúar 2006 21:16
Nýr BMW-Sauber frumsýndur Nýr keppnisbíll BMW-Sauber liðsins í Formúlu 1 var frumsýndur formlega í Valencia á Spáni í dag og hafa forráðamenn liðsins lofað að láta til sín taka á komandi tímabili. BMW skaffaði áður vélar fyrir lið Williams, en hefur nú keypt lið Sauber og hefur sett stefnuna á heimsmeistaratitil innan þriggja ára. Sport 17. janúar 2006 16:00
Schumacher prófaði nýja bílinn í dag Michael Schumacher prufukeyrði 2006 árgerðina af Ferrari á Fiorano æfingabrautinni í dag. Schumacher æfði ræsingar og ók bílnum fjóra hringi, en bíllinn verður ekki frumsýndur formlega fyrr en á Mugello-brautinni þann 24. janúar. Sport 16. janúar 2006 17:00
Hættu að tala um að hætta Ralf Schumacher, ökumaður Toyota og bróðir fyrrum heimsmeistarans Michael Schumacher hjá Ferrari, hefur aldrei verið feiminn við að tjá skoðanir sínar á bróður sínum og nú hefur hann gefið það út að Michael ætti að hætta að tala um að leggja stýrið á hilluna og einbeita sér að því að vinna titla með liði sínu. Sport 16. janúar 2006 16:00
Nýr Ferrari til sýnis innan skamms Forráðamenn Ferrari hafa tilkynnt að 2006 bíllinn verði frumsýndur á Mugello æfingabrautinni þann 24. janúar næstkomandi, en vel má vera að bíllinn verði prófaður öllu fyrr, jafnvel næsta mánudag að sögn Jean Todt, stjóra liðsins. Sport 12. janúar 2006 18:34
Schumacher útilokar ekki að skipta um lið Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu 1, Þjóðverjinn Michael Schumacher, útilokar ekki að hann skipti um lið þegar samningi hans við Ferrari lýkur árið 2007. Sport 12. janúar 2006 15:15
Nýju reglurnar henta Ferrari Nýji ökumaður Ferrari, Felipe Massa, segir að nýjar reglur varðandi hjólbarðanotkun muni verða Ferrari til tekna á næsta tímabili, en Ferrari þótti líða fyrir reglur sem settar voru fyrir síðasta tímabil og kröfðust þess að liðin kepptu á sömu hjólbörðunum í heila keppni. Sport 11. janúar 2006 16:45
Schumacher íhugar að hætta Fyrrum heimsmeistarinn Michael Schumacher hefur gefið það út að hann sé að íhuga að hætta eftir komandi tímabil í Formúlu 1. Hinn sjöfaldi heimsmeistari vill þó ganga úr skugga um hvort Ferrari-lið hans hefur burði til að komast aftur í fremstu röð áður en hann tekur endanlega ákvörðun. Sport 9. janúar 2006 16:27
Honda er betra en Ferrari Brasilíski ökuþórinn Rubens Barrichello sem nýverið gekk í raðir Honda-liðsins í Formúlu 1, segir að lið Honda sé sterkara en Ferrari í dag og það hafi orðið til þess að hann ákvað að skipta um lið í sumar. Sport 4. janúar 2006 15:45