Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

Ökuþór Aston Martin áminntur fyrir slæma hegðun

Forráðamenn FIA hafa gefið út skriflega yfirlýsingu um hegðun Lance Stroll í Katar kappakstrinum um síðustu helgi. Eftir að hafa mistekist að sækja stig úr keppninni kastaði ökuþórinn stýrinu sínu, svívirti fyrirmæli og virtist ýta þjálfara sínum.

Formúla 1
Fréttamynd

Svona getur Ver­stappen orðið heims­meistari um helgina

Þrátt fyrir að sex keppnis­helgar séu eftir af yfir­standandi tíma­bili í For­múlu 1 móta­röðinni getur ríkjandi heims­meistari öku­manna, Hollendingurinn Max Ver­stappen sem er öku­maður Red bull Ra­cing, tryggt sér sinn þriðja heims­meistara­titil á ferlinum er For­múla 1 mætir til Katar.

Formúla 1
Fréttamynd

Red Bull meistari bílasmiða annað árið í röð

Keppnislið Red Bull landaði sínum sjötta titli bílasmiða í Japan í morgun þrátt fyrir að aðeins annar ökumaður liðsins lyki keppni. Yfirburðir Red Bull hafa verið algjörir í ár en liðið er með tæplega 300 stiga forskot á Mercedes.

Formúla 1
Fréttamynd

„Ekki ná­lægt því að vera sá Michael sem við öll þekktum“

Johnny Her­bert, náinn vinur og fyrrum liðs­fé­lagi For­múlu 1 goð­sagnarinnar Michael Schumacher, segir aldrei neinar já­kvæðar fréttir berast af líðan þýsku goð­sagnarinnar sem lenti í al­var­legu skíða­slysi árið 2013 og lítið hefur spurst til síðan þá. Á­standið hafi skiljan­lega tekið sinn toll á yngri bróðir Michaels, Ralf Schumacher.

Formúla 1
Fréttamynd

Leitar eftir stuðningi Hamilton í máli sem gæti tekið af honum heims­­meistara­­titil

Fyrrum For­múlu 1 öku­maðurinn, Brasilíumaðurinn Feli­pe Massa, biðlar til sjö­falda heims­meistarans Lewis Hamilton að beita sér í máli sem kennt er við Cras­hgate skandalinn í móta­röðinni tíma­bilið 2008, tíma­bilið sem Hamilton vann sinn fyrsta heims­meistara­titil, og sýna það í verki að hann tali fyrir heilindum í í­þróttum í máli sem gæti endað með því að hann myndi missa einn af sínum sjö heims­meistara­titlum.

Formúla 1