Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Southgate og Frank í sigti Man. Utd

Bandaríski íþróttamiðillinn ESPN hefur heimildir fyrir því að nýir forráðamenn Manchester United séu með þrjá stjóra til skoðunar sem mögulega arftaka Hollendingsins Eriks ten Hag.

Enski boltinn
Fréttamynd

Salah mættur aftur til æfinga

Egyptinn Mohamed Salah var mættur á æfingu hjá Liverpool í dag en hann er á meðal leikmanna liðsins sem eru í kapphlaupi við tímann fyrir stórleik helgarinnar gegn Manchester City.

Enski boltinn
Fréttamynd

Bellingham í tveggja leikja bann

Jude Bellingham, miðjumaður Real Madrid, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk eftir leikinn gegn Valencia í spænsku úrvalsdeildinni á laugardaginn.

Fótbolti
Fréttamynd

Sungu fasistasöngva á öldur­húsi Hitlers

Stuðningsmenn ítalska liðsins Lazio sungu söngva um Adolf Hitler, Benito Mussolini og sýndu fasistakveðjur í München í gær eftir Meistaradeildarleik liðsins við Bayern München. Borgarráðsfulltrúi í Róm fordæmir hegðun þeirra.

Fótbolti
Fréttamynd

Leit að miðjumanni stendur yfir

Arnar Grétarsson, þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta, segir félagið vera að leita að miðjumanni eftir brotthvarf Birkis Heimissonar á dögunum. Það sé ekki gengið að því að finna mann í hans stað.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

N1 einn helsti bak­hjarl KSÍ

Fulltrúar N1 og KSÍ endurnýjuðu í gær samstarfssamning til næstu fjögurra ára, eða til ársloka 2027. Fyrsti samstarfssamningur N1 og KSÍ var undirritaður árið 2014 og felur nýi samningurinn í sér að N1 verði áfram einn helsti bakhjarl KSÍ í bæði kvenna- og karlaknattspyrnu.

Samstarf
Fréttamynd

Á allt öðrum stað en hin liðin

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, segist nokkuð ánægður með stöðuna á leikmannahópi liðsins nú þegar mánuður er í fyrsta leik í Bestu deild karla. Blikar hafa þá þurft að aðlagast heldur óvenjulegu undirbúningstímabili.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Cantona hefði getað spilað fyrir Liverpool

Graeme Souness var knattspyrnustjóri Liverpool þegar Eric Cantona kom inn í ensku úrvalsdeildina. Það er honum að kenna að Cantona spilaði ekki fyrir Liverpool heldur fór frekar í Leeds. Cantona átti síðan risastóran þátt í velgengni Manchester United á tíunda áratug síðustu aldar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Tuchel tábraut sig rétt fyrir leik

Thomas Tuchel stýrði Bayern München inn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 3-0 sigur á Lazio í seinni leik liðanna. Bayern tapaði fyrri leiknum og sýndi allt annan og betri leik í gærkvöldi.

Fótbolti
Fréttamynd

Andaði léttar er mar­traðar­riðill þaut hjá

Ís­lenska kvenna­lands­liðið í fót­bolta var í pottinum þegar dregið var í undan­keppni EM 2025 í fót­bolta í gær. Lands­liðs­þjálfarinn andaði léttar eftir að Ís­land slapp við sann­kallaðan mar­traðar­riðil. Átt­faldir Evrópu­meistarar bíða þó Stelpnanna okkar.

Fótbolti
Fréttamynd

„Fullt af hlutum sem ég get bætt“

Ferill hins 23 ára gamla Erlings Braut Håland hefur verið draumi líkastur til þessa en framherjinn öflugi vann þrennuna með Manchester City á síðustu leiktíð. Hann segist þó enn eiga fullt ólært og geti enn bætt sig.

Fótbolti
Fréttamynd

Mbappé skaut París í átta liða úr­slit

París Saint-Germain er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-1 útisigur á Real Sociedad. Eftir 2-0 sigur í fyrri leikinn í París voru gestir kvöldsins í mjög svo góðum málum þegar leikar hófust í San Sebastian á Spáni.

Fótbolti
Fréttamynd

Tekur við fé­lagi í níunda sinn

Ítalinn Nicolo Napoli hefur verið ráðinn þjálfari U Craiova í Rúmeníu innan við ári eftir að hafa verið rekinn. Þetta er í níunda skipti, fyrst 2003, sem hann tekur við þjálfun félagsins en sjaldnast hefur hann enst í meira en tólf mánuði í senn.

Fótbolti