Hætti á samfélagsmiðlum og hættir ekki að skora Brennan Johnson, leikmaður Tottenham Hotspur, hefur verið hreint út sagt óstöðvandi undanfarnar vikur en hann hefur skorað í sex leikjum í röð. Markahrinan kemur í kjölfar þess að Johnson lokaði Instagram-aðgangi sínum eftir mikil leiðindi í sinn garð. Enski boltinn 7. október 2024 20:45
Gylfi Þór ekki í hóp Vals í gær en á landsliðsæfingu í dag Gylfi Þór Sigurðsson var ekki með Val í leiknum gegn Breiðabliki í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudag en var hins vegar mættur á æfingu A-landsliðs Íslands sem undirbýr sig nú fyrir leik gegn Wales í Þjóðadeildinni síðar í vikunni. Íslenski boltinn 7. október 2024 20:16
Tárvot Ásta sátt í hjarta sínu með ákvörðunina Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta, hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir frábæran feril og aðeins 31 árs að aldri. Hún er sátt í hjarta sínu með ákvörðunina og er þakklát fyrir tímana hjá uppeldisfélaginu. Bæði þá góðu, en einnig þá erfiðu og krefjandi. Íslenski boltinn 7. október 2024 19:49
Karólína Lea og stöllur enn taplausar Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og stöllur í Bayer Leverkusen eru enn taplausar í þýsku efstu deild kvenna í knattspyrnu. Fótbolti 7. október 2024 18:33
Katrín ekki með slitið krossband Katrín Ásbjörnsdóttir varð um helgina í Íslandsmeistari þegar Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Val á Hlíðarenda. Hún fagnaði titlinum á sjúkrabörum eftir að meiðast illa á hné í leiknum. Fyrst var óttast að krossbandið hefði slitnað en það var sem betur fer ekki raunin. Íslenski boltinn 7. október 2024 17:45
„Átti þetta tækifæri skilið“ Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir var valin efnilegasti leikmaður Bestu deildar kvenna í sumar og það af leikmönnum deildarinnar. Íslenski boltinn 7. október 2024 17:02
Þekkti þjálfarann og fékk því himnasendingu frá Reyðarfirði „Þetta var markmið okkar alveg frá því að ég tók við liðinu á síðasta ári ,“ segir Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, sem var gestur í lokaþætti Bestumarka kvenna eftir að ljóst varð að Blikar höfðu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu. Íslenski boltinn 7. október 2024 15:31
Johan Neeskens fallinn frá Hollenska fótboltagoðsögnin Johan Neeskens er látinn, 73 ára að aldri, en frá þessu greindi hollenska knattspyrnusambandið í dag. Fótbolti 7. október 2024 14:41
Onana haldið oftast hreinu Á meðan að flestar fréttir af Manchester United snúa að slæmu gengi liðsins og stöðu knattspyrnustjórans Eriks ten Hag þá hefur markvörðurinn André Onana reynst ákveðið ljós í myrkrinu. Enski boltinn 7. október 2024 14:01
Cecilía fer á kostum í Mílanó Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir virðist njóta sín í botn með liði Inter í ítölsku A-deildinni í fótbolta og hún stóð sig frábærlega í leik við meistara Roma um helgina. Fótbolti 7. október 2024 13:32
Martröð Pogba lokið en hvað tekur við? „Loksins er martröðinni lokið,“ sagði franski fótboltamaðurinn Paul Pogba eftir að fjögurra ára bann hans frá fótbolta var stytt niður í átján mánuði. En hvað tekur við þegar hann má byrja að spila aftur, í mars á næsta ári? Fótbolti 7. október 2024 13:01
Bergrós besti dómari Bestu deildar kvenna Bergrós Lilja Unudóttir var kosin besti dómari Bestu deildar kvenna, en það eru leikmenn deildarinnar sem kjósa. Íslenski boltinn 7. október 2024 12:03
Ofurvaramaðurinn Duran fær nýjan sex ára samning Kólumbíski framherjinn Jhon Duran hefur skrifað undir nýjan sex ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa. Enski boltinn 7. október 2024 11:31
Sævar Atli ekkert rætt við Lyngby Fótboltamaðurinn Sævar Atli Magnússon er á sinni fjórðu leiktíð með Lyngby í Danmörku og kominn með yfir hundrað leiki fyrir félagið. Eftir að hafa skorað sitt sextánda mark fyrir liðið í gær sagði hann framtíðina hins vegar í óvissu. Fótbolti 7. október 2024 11:02
Næstu vikur gríðarlega mikilvægar fyrir Ten Hag Í skugga verstu byrjunar Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í sögunni á yfirstandandi tímabili er pressan farin að verða meiri og meiri á knattspyrnustjóranum Erik ten Hag. Fyrrum leikmaður Manchester United segir næstu vikur gríðarlega mikilvægar fyrir Hollendinginn. Enski boltinn 7. október 2024 09:28
Mörkin úr Bestu: Sjáðu sturlað mark Emils frá miðju og Davíð bjarga stigi Barátta Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn er áfram hnífjöfn eftir leikina í þriðju síðustu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Mörkin úr leikjum þeirra má nú sjá á Vísi. Íslenski boltinn 7. október 2024 09:01
Dásamar Albert og segir hann ráða hver taki vítin Albert Guðmundsson tryggði Fiorentina 2-1 sigur gegn stórveldi AC Milan með frábæru skoti, í ítölsku A-deildinni í fótbolta í gærkvöld. Hann tók hins vegar ekki víti Fiorentina í leiknum. Fótbolti 7. október 2024 08:33
Gaf klárum boltastrák verðlaunin Boltastrákur í mikilvægum leik Porto og Braga í portúgölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær hafði mikið að segja um úrslit leiksins, sem Porto vann 2-1. Fótbolti 7. október 2024 08:01
„Bara lygarar og svindlarar sem segja að hann sé vandamálið“ Fátt annað en fall virðist blasa við Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Liðið situr á botninum en fyrirliðinn Mario Lemina segir fráleitt að kenna stjóranum Gary O‘Neil um það. Enski boltinn 7. október 2024 07:33
Sakaður um að öskra „Frjáls Palestína, ég vona að þið deyið“ Aral Şimşir, leikmaður Midtjylland í Danmörku, hefur verið sakaður um að öskra „Frjáls Palestína, ég vona að þið deyið“ í átt að leikmönnum ísraelska félagsins Maccabi Tel Aviv þegar liðin mættust í Evrópudeild karla í knattspyrnu á dögunum. Fótbolti 7. október 2024 07:02
Man United ekki byrjað verr síðan 1989 Manchester United hefur ekki byrjað tímabilið verr síðan árið 1989 þegar það endaði í 13. sæti efstu deildar ensku knattspyrnunnar. Enski boltinn 6. október 2024 22:45
„Menn eru að henda sér fyrir bolta og hlaupa úr sér lungun“ Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var sáttur með leik sinna manna er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Breiðabliki í 25. umferð Bestu-deildar karla í kvöld, þrátt fyrir að Valsmenn hafi í tvígang misst frá sér forystuna. Fótbolti 6. október 2024 22:01
„Erum ennþá með þetta í okkar höndum“ „Þetta er svekkelsi. Mér fannst við spila frábæran leik,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Val í 25. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 6. október 2024 21:45
„Þegar þeir misstíga sig þá misstígum við okkur líka“ Davíð Ingvarsson skoraði bæði mörk Breiðabliks er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Val í 25. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Úrslitin þýða að Breiðablik og Víkingur eru enn jöfn að stigum á toppi deildarinnar. Fótbolti 6. október 2024 21:23
Albert skoraði sigurmarkið eftir að De Gea varði tvær vítaspyrnur Albert Guðmundsson skoraði sigurmark Fiorentina í 2-1 sigri á AC Milan í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Markvörðurinn David De Gea átti stórleik í marki heimaliðsins þar sem hann varði tvær vítaspyrnur og önnur góð færi gestanna. Þá varði Mike Maignan einnig vítaspyrnu en alls fóru þrjár slíkar forgörðum í leiknum. Fótbolti 6. október 2024 20:47
Hemp í sögubækurnar og Man City á toppinn Manchester City er komið á topp efstu deildar kvenna í Englandi eftir 2-0 sigur á Dagnýju Brynjarsdóttur og stöllum í West Ham United í dag. Stórleik Chelsea og Manchester United var frestað vegna þátttöku Chelsea í Meistaradeild Evrópu. Enski boltinn 6. október 2024 20:05
Rúnar Páll hættir eftir tímabilið: „Mun kveðja Fylki með söknuði“ Fylkir gerði 2-2 jafntefli gegn HK í Kórnum og eru fallnir úr efstu deild. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var virkilega ósáttur með jöfnunarmark HK og staðfesti einnig að hann verði ekki með liðið á næsta tímabili. Sport 6. október 2024 19:38
Sjáðu atvikið: Reiður Rúnar sá rautt Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var allt annað en ánægður þegar HK jafnaði undir lok leiks liðanna í kvöld. Hann fékk að launum reisupassann og hans menn fallnir niður um deild. Íslenski boltinn 6. október 2024 19:22
„Þú ert skilgreindur af nútíðinni“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, var eðlilega ánægður að leik loknum á Akureyri í dag þar sem hans menn unnu 4-0 sigur á KA í Bestu deild karla. KR nú unnið tvo leiki í röð og með markatöluna 11-1 í leikjunum tveimur. Íslenski boltinn 6. október 2024 19:20
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-2 | Óskar Örn bjargaði stigi fyrir Víking Víkingur og Stjarnan skildu jöfn, 2-2, þegar liðin leiddu saman hesta sína í 25. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Víkingsvellinum í kvöld. Óskar Örn Hauksson jafnaði metin fyrir Víking á lokamínútunni í uppbórtartíma seinni hálfleiks. Íslenski boltinn 6. október 2024 19:02