Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Enn veldur Tiger Woods vonbrigðum

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er úr leik á PGA-meistaramótinu í golfi í Atlanta. Woods var samtals á tíu höggum yfir pari eftir tvo fyrstu hringina og var langt frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.

Golf
Fréttamynd

Tiger í tómu tjóni á fyrsta degi á PGA-mótinu

Tiger Woods byrjaði skelfilega á PGA-meistaramótinu í golfi sem fram fer í Johns Creek í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum. Woods lék fyrstu 18 holurnar á 77 höggum eða sjö höggum yfir pari og er hann eins og er í 100. sæti á mótinu.

Golf
Fréttamynd

Ummæli Williams vekja mikla athygli

Það mætti halda að kylfusveinninn Steve Williams hafi unnið Bridgestone-golfmótið um helgina. Athygli fjölmiðla er ekki síður á kylfusveininum en kylfingnum Adam Scott sem spilaði frábært golf og stóð uppi sem sigurvegari.

Golf
Fréttamynd

Afmælisdagur sem gleymist ekki

Nökkvi Gunnarsson úr Nesklúbbnum fagnaði 35 ára afmælisdeginum með því að vinna Einvígið á Nesinu í gær. Hann er fyrsti heimamaðurinn sem vinnur mótið í heil tólf ár en Nesklúbbsfólk hefur margoft þurft að horfa upp á sína kylfinga rétt missa af sigri. Nö

Golf
Fréttamynd

Nökkvi vann Einvígið á Nesinu

Nökkvi Gunnarsson NK vann einvígið á Nesinu 2011. Hann tryggði sér sigur í bráðabana á lokaholunni en í öðru sæti var Ingi Rúnar Gíslason GKJ.

Golf
Fréttamynd

Golfskóli Birgis Leifs: Hvernig er best að slá úr sandinum?

Margir kylfingar óttast það mest að þurfa að slá boltann úr sandglompu þegar þeir leika golf. Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur, sýnir réttu aðferðina við þetta högg. Atriðið er úr þáttunum Golfskóli Birgis Leifs, sem sýndir eru á Stöð 2 sport.

Golf
Fréttamynd

Rory McIlroy stimplaður sem óþroskuð dekurrófa

Rory McIlroy stendur í ströngu eftir að hann skrifaði allt sem hann hugsaði í Twitterfærslu um sjónvarpsþul sem starfar á Golf Channel. Bandaríkjamenn eru allt annað en ánægðir með hversu hreinskilinn Norður-Írinn var í þessari færslu og kylfingurinn hefur nú fengið „stimpil“ sem „óþroskuð og barnaleg dekurrófa“.

Golf
Fréttamynd

Golfskóli Birgis Leifs: Hvernig á að undirbúa sig fyrir höggið?

Birgir Leifur Hafþórsson segir hér frá því hvernig hann skiptir undirbúningnum fyrir hvert högg í tvo þætti. Atvinnukylfingurinn útskýrir hugtökin "play box“ og "think box“ en Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari er með Birgi í þessu innslagi úr þáttunum Golfskóli Birgis Leifs sem sýndir eru á Stöð 2 sport.

Golf
Fréttamynd

Tiger Woods mætir til leiks á ný eftir 3 mánaða hvíld

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods tilkynnti í gær að hann ætlaði sér að vera með á Bridgestone meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn í næstu viku. Woods hefur ekkert keppt í golfi undanfarnar 11 vikur vegna meiðsla í hné og hásin. Á þessum tíma hefur hann misst af tveimur stórmótum, opna bandaríska meistaramótinu og opna breska.

Golf
Fréttamynd

Golfskóli Birgis Leifs: Röðun hreyfinga í framsveiflunni

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur, fer hér yfir röðun hreyfinga í framsveiflunni. Atriðið er úr þáttunum Golfskóli Birgis Leifs sem sýndir eru á Stöð 2 sport. Rétt röð hreyfinga á mjöðmum, höndum og öxlum er eitt af lykilatriðum í golfsveiflunni og Birgir Leifur sýnir hér hvaða áherslur hann leggur sjálfur á í þessum atriðum.

Golf
Fréttamynd

Tíu ára einhentur golfstrákur sýnir snilldartakta - myndband

Tíu ára gamall enskur strákur, Leo Millar, hefur vakið athygli í heimalandinu og víðar fyrir golfleik. Þegar Millar fæddist kom í ljós að á hann vantaði alla fingur á hægri hendina en hann lætur það ekki aftra sér frá því að slá golfbolta og stunda aðrar íþróttir. Með hjálp stoðtækjasmiða hefur Millar fengið sérstakt "grip“ á hægri hendina og eftir að hafa stundað æfingar í aðeins sjö vikur er Millar farinn að slá golfboltann hátt í 200 metra.

Golf
Fréttamynd

Golfskóli Birgis Leifs: Hvernig á að taka stefnuna í högginu?

Birgir Leifur Hafþórsson fer hér yfir hvernig best er að stilla sér upp fyrir högg. Atvinnukylfingurinn bendir á algengustu villurnar sem áhugamenn gera þegar þeir stilla sér upp fyrir högg og taka þar með ranga stefnu frá upphafi. Atriðið er úr Golfskóla Birgis Leifs sem sýndir eru á Stöð 2 sport.

Golf
Fréttamynd

Steve Williams allt annað en sáttur við Tiger Woods

Steve Williams, sem nýverið var sagt upp störfum sem kylfuberi hjá Tiger Woods, segir að virðing hans á bandaríska kylfingnum hafi ekki verið upp á marga fiska eftir að upp komst um framhjáhald Woods í lok árins 2009.

Golf
Fréttamynd

Páll Magnússon biður golfáhugamenn afsökunar

Páll Magnússon útvarpsstjóri og Haukur Örn Birgisson varaforseti Golfsambands Íslands voru í spjalli hjá Heimi og Kollu Í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Útvarpsstjóri útskýrði hvers vegna útsending frá Íslandsmótinu í höggleik hefði verið rofin á sunnudag og bað golfáhugamenn afsökunar.

Golf
Fréttamynd

Kristján Þór: Ég gaf þessu sénsinn

Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ lék vel á lokadeginum á Íslandsmótinu í höggleik, 69 höggum, þremur höggum undir pari og gerði hann atlögu að Axel Bóassyni sem var efstur fyrir lokahringinn. Kristján fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í Vestmannaeyjum árið 2008 en hann hefur endað í öðru sæti á tvö síðustu ár á Íslandsmótinu í höggleik.

Golf
Fréttamynd

Axel Bóasson: Búinn að bíða lengi eftir að ná loksins stóra sigrinum

Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili sýndi snilldartakta á lokaholunni á Íslandsmótinu í höggleik í golfi sem lauk í dag á Hólmsvelli í Leiru. Axel lék sér að því að slá með 8-járni af um 180 metra færi í öðru höggi inná flötina og setti hann púttið í fyrir erni og tryggði þar með sigurinn. Hann lék lokahringinn á 74 höggum og samtals var hann á 2 höggum undir pari.

Golf
Fréttamynd

Ólafía Þórunn: Þetta er frábær tilfinning

"Þetta er frábær tilfinning. Ég ætlaði bara að vera yfirveguð á þessum lokahring og fá sem flest pör, en það var erfitt í þessum aðstæðum,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir rétt eftir að hún fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í höggleik kvenna í golfi á Hólmsvelli í Leiru í dag.

Golf
Fréttamynd

Axel Íslandsmeistari í golfi

Axel Bóasson úr Keili varð í dag Íslandsmeistari í golfi eftir spennandi lokadag. Taugar Axels héldu út holurnar 18 og hann fagnaði innilega í lokin. Axel lauk keppni á tveim höggum undir pari eða þrem höggum betur en Kristján Þór Einarsson.

Golf
Fréttamynd

Lokadagurinn í Leirunni loksins hafinn

Ræsingu á lokadeginum á Íslandsmótinu í höggleik var frestað í tvígang í morgun vegna veðurs. Kylfingar fóru ekki af stað fyrr en í hádeginu en í fyrstu var frestað til 11.00.

Golf