Þórir og Noregur fóru létt með Angóla Noregur, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, fór létt með Angóla á HM kvenna í handbolta í kvöld. Handbolti 6. desember 2023 21:27
Sigvaldi og Haukur báðir í tapliðum Meistaradeildin í handbolta hélt áfram að rúlla í kvöld og voru Íslendingar í eldlínunni. Handbolti 6. desember 2023 19:27
Þórir Hergeirs í feluleik eins lengi og reglurnar leyfa Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, ætlar að nýta sér gildandi reglur til að gefa mótherjunum sem minnstan tíma til að undirbúa sig fyrir næsta leik á HM í handbolta. Handbolti 6. desember 2023 15:31
Gúgluðu Óla Stef um leið og fregninar bárust Íslenski markvörðurinn Sveinbjörn Pétursson horfir fram á bjartari tíma hjá liði sínu Aue í þýsku B-deildinni í handbolta nú þegar að Ólafur Stefánsson hefur tekið við þjálfun liðsins. Verkefnið framundan er þó ærið og situr Aue á botni deildarinnar. Ólafur hefur hins vegar, að mati Sveinbjarnar, komið inn með margar góðar og jákvæðar breytingar á skömmum tíma. Handbolti 6. desember 2023 08:01
Viktor Gísli lokaði markinu í Íslendingaslag Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson varði fimmtán skot fyrir Nantes er liðið vann sjö marka sigur gegn Íslendingaliði Rhein-Neckar Löwen í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld, 32-25. Handbolti 5. desember 2023 22:00
Svíar og Danir með fullt hús inn í milliriðlana Svíar og Danir taka með sér fjögur stig inn í milliriðlana á HM kvenna í handbolta eftir sigra kvöldsins. Svíar unnu fimm marka sigur gegn Króötum og Danir fóru illa með Rúmena og unnu 16 marka sigur, 39-26. Handbolti 5. desember 2023 21:48
Kína síðasti mótherji Íslands í Forsetabikarnum Kínverjar verða með Íslendingum í riðli í Forsetabikarnum á HM kvenna í handbolta eftir að liðið tapaði með sjö marka mun gegn Senegal í kvöld, 22-15. Handbolti 5. desember 2023 18:46
Einn leikmaður úr Olís deildinni í EM-hópi Færeyinga Peter Bredsdorff-Larsen og Julian Johansen hafa valið lokahóp Færeyinga á Evrópumótinu í handbolta í næsta mánuði. Handbolti 5. desember 2023 17:00
Elín Jóna með flest varin víti á HM Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur varið flest víti allra markvarða á heimsmeistaramótinu í handbolta til þessa. Handbolti 5. desember 2023 15:00
„Hann er bara þjálfarinn minn í höllinni og pabbi minn heima“ Andri Már Rúnarsson kann því vel að spila undir stjórn föður síns hjá Leipzig. Hann segir einnig mikla hjálp í Viggó Kristjánssyni, samherja sínum hjá liðinu. Handbolti 5. desember 2023 12:00
Kynþáttahyggja í stjórn HSÍ Stjórn Handknattleikssambands Íslands hefur gert samning við ísraelska færslufyrirtækið Rapyd um að fyrirtækið styrki íþróttafólk innan sambandsins. Þessir styrkir hafa sætt gagnrýni vegna þess að Rapyd starfar í landránsbyggðum Ísraela í Palestínu sem eru skýlaust brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Skoðun 5. desember 2023 11:31
Stelpurnar okkar byrja á móti Grænlandi Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er á leið í Forsetabikarinn á heimsmeistaramótinu í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en stelpurnar misstu grátlega af sæti í milliriðlinum í gær. Handbolti 5. desember 2023 11:31
Þurfti að læra að synda í djúpu lauginni eftir að allir miðjumennirnir meiddust Allt í einu var handboltamaðurinn Andri Már Rúnarsson kominn í risastórt hlutverk hjá Leipzig og þurfti að aðlagast því. Hann gerði það vel því hann fékk nýjan samning hjá þýska félaginu, aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann kom til þess. Handbolti 5. desember 2023 10:00
Skýrsla Vals: Særindi og stolt Líkt og leikmenn eftir leik er ég eiginlega orðlaus. Þetta er ekkert eðlilega svekkjandi. En mikið er ég stoltur af þessu liði. Handbolti 4. desember 2023 22:33
Frakkland áfram með fullt hús stiga í milliriðil Frakkland vann Slóveníu með fjögurra marka mun í uppgjöri toppliða D-riðils, sama riðli og Ísland var í á HM kvenna í handbolta. Ísland og Angóla gerðu jafntefli fyrr i kvöld sem þýðir að Ísland leikur um Forsetabikarinn. Handbolti 4. desember 2023 21:40
„Verðum bara Forsetabikarsmeistarar í staðinn“ Þórey Rósa Stefánsdóttir var eðlilega, líkt og aðrir leikmenn Íslands, svekkt eftir jafntefli kvöldsins við Angóla. Angóla fer í milliriðil á kostnað Íslands. Handbolti 4. desember 2023 20:04
Lærisveinar Ólafs áfram sem fastast á botninum Þýska B-deildarliðið Aue, lærisveinar Ólafs Stefánssonar, sitja áfram sem fastast á botni deildarinnar eftir tap í kvöld. Handbolti 4. desember 2023 20:01
„Langt síðan ég hef verið eins sár, svekkt, pirruð og reið“ „Þetta er hrikalega sárt. Maður er ennþá að átta sig á þessu. Við ætluðum að vinna þennan leik og vorum grátlega nálægt því.“ sagði Perla Ruth Albertsdóttir eftir jafntefli Íslands við Angóla á HM kvenna í handbolta í kvöld. Úrslitin þýða að Angóla fer í milliriðil en Ísland í Forsetabikar. Handbolti 4. desember 2023 19:30
„Maður tekur út úr reynslubankanum seinna meir“ Díana Dögg Magnúsdóttir var gríðarlega svekkt eftir jafntefli Íslands og Angóla í dag en Ísland var grátlega nálægt því að fara í milliriðil heimsmeistaramótsins. Handbolti 4. desember 2023 19:22
„Finn til með stelpunum sem lögðu ótrúlega mikið í þennan leik“ „Þetta er það,“ sagði Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari Íslands eftir súrt jafntefli við Angóla á HM kvenna í handbolta. Jafnteflið þýðir að Ísland er á leið í Forsetabikarinn en sigur hefði komið liðinu í milliriðil. Handbolti 4. desember 2023 19:19
Japan í milliriðil eftir stórsigur á Íran Japan er komið í milliriðil HM kvenna í handbolta þökk sé 32 marka sigri á Íran. Argentína og Kamerún tryggðu sér einnig sæti í milliriðli í kvöld. Handbolti 4. desember 2023 19:04
Umfjöllun: Angóla - Ísland 26-26 | Angóla í milliriðil með minnsta mögulega mun Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mun leika um Forsetabikarinn á HM kvenna í handbolta eftir jafntefli gegn Angóla í lokaleik sínum í D-riðli. Sigur hefði skilað Íslandi í milliriðil og 16-liða úrslit. Handbolti 4. desember 2023 18:35
„Ég hef fulla trú“ Ágúst Þór Jóhannsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands, segir leikmenn mæta vel undirbúna til leiks við Angóla í dag. Hann hefur trú á því að íslenska liðið geti unnið og tryggt þannig sæti í milliriðli. Handbolti 4. desember 2023 16:05
„Maður fær bara gæsahúð“ Katrín Tinna Jensdóttir nýtur sín vel á heimsmeistaramótinu í handbolta. Hún segir íslenska landsliðið ákveðið í að vinna Angóla í dag og tryggja sér þannig sæti í milliriðli. Handbolti 4. desember 2023 14:00
„Þetta eyðileggur handboltann“ Sérfræðingur TV 2 í Noregi segir að allt of margir leikir á HM kvenna í handbolta séu mjög ójafnir. Það skemmi fyrir íþróttinni sem vöru fyrir sjónvarpsáhorfendur. Handbolti 4. desember 2023 12:29
„Hálfsvekkt að hafa ekki staðið betri vörn fyrir hana“ Thea Imani Sturludóttir er klár í slaginn fyrir leik Íslands við Angóla á HM kvenna í handbolta í dag. Sæti í milliriðli er undir. Handbolti 4. desember 2023 12:01
„Ég held það sé ekkert annað í boði“ Tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson mun styðja bæði Ísland og Angóla er löndin mætast á HM kvenna í handbolta í dag. Erfitt sé að velja á milli. Handbolti 4. desember 2023 10:30
„Losna aldrei við hann“ Lilja Ágústsdóttir er yngsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins á HM í handbolta. Hún nýtur sín vel og býr að góðum stuðningi í teymi íslenska liðsins. Handbolti 4. desember 2023 09:01
„Við þurfum að breyta þessu“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson er spenntur fyrir úrslitaleik Íslands við Angóla um sæti í milliriðli á HM kvenna í handbolta sem fram fer á morgun. Alveg ljóst er hvað Ísland þarf að bæta frá síðustu tveimur leikjum. Handbolti 3. desember 2023 23:31
Óstöðvandi Norðmenn Ríkjandi Evrópu- og Heimsmeistarar Noregs héldu öruggri sigurgöngu sinni áfram í kvöld þegar þær unnu Suður-Kóreu 33-23. Handbolti 3. desember 2023 21:03