Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Gísli Þorgeir fór úr axlarlið

Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, fór úr axlarlið þegar lið hans Magdeburg tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta með sigri gegn Barcelona fyrr í Lanxess Arena í Köln í dag. 

Handbolti
Fréttamynd

„Þá er maður kominn með alvöru stimpil á sig“

„Tímabilið er búið að vera frábært. Að sama skapi hefur lítið vantað upp á til að þetta væri gjörsamlega sturlað tímabil. Við verðum að öllum líkindum jafnir Kiel að stigum í deildinni en þeir vinna á markatölu.“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson sem var valinn leikmaður ársins hjá þýska handboltaliðinu Magdeburg fyrr í dag. 

Handbolti
Fréttamynd

Lagði allt í sölurnar fyrir jafnvel eitt prósent líkur á að ná Final Four

Flestir ráku upp stór augu þegar þeir lásu fréttina um að Gísli Þorgeir Kristjánsson væri í leikmannahópi Magdeburg gegn Stuttgart í gær, mánuði eftir að félagið sagði að tímabilinu hjá honum væri lokið vegna meiðsla. Hann gerði gott betur en að vera á skýrslu, spilaði gegn Stuttgart og er klár fyrstu stærstu helgi ársins í handboltanum, úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu.

Handbolti
Fréttamynd

Óðinn Þór og Aðalsteinn meistarar í Sviss

Aðalsteinn Eyjólfsson og Óðinn Þór Ríkharðsson urðu nú rétt áðan svissneskir meistarar í handknattleik með liði Kadetten Schaffhausen eftir sigur á Kriens í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi.

Handbolti