Magnaður Óðinn skaut Refina frá Berlín í kaf Óðinn Þór Ríkharðsson var langmarkahæsti maður vallarins er Kadetten Schaffhausen vann mikilvægan fjögurra marka sigur gegn Refunum í Füchse Berlin í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta í dag. Lokatölur 37-33, en Óðinn skoraði 15 mörk fyrir Kadetten. Handbolti 11. apríl 2023 18:21
Sigurgeir nýr þjálfari Stjörnunnar Sigurgeir Jónsson er nýr þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í handbolta. Hann hefur störf í sumar og tekur við af Hrannari Guðmundssyni sem er á útleið. Handbolti 11. apríl 2023 16:15
Spilar ekki meira með Val og HM í hættu „Þetta er flott viðurkenning,“ segir Valsarinn Benedikt Gunnar Óskarsson en hann var valinn besti leikmaður deildarkeppninnar í Olís-deildinni í handbolta, af sérfræðingum Handkastsins. Hann mun hins vegar ekkert spila í úrslitakeppninni. Handbolti 11. apríl 2023 15:15
Kjelling fann annað íslenskt varnartröll Róbert Sigurðarson, hinn 27 ára gamli leikmaður ÍBV í handbolta, mun söðla um í sumar og halda til Noregs til að spila fyrir norska úrvalsdeildarfélagið Drammen. Handbolti 11. apríl 2023 12:24
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - KA 30-31 | Norðanmenn tryggðu sætið með langþráðum sigri KA tryggði sér áframhaldandi veru í Olís-deildinni að ári með eins marks sigri á Gróttu á Seltjarnarnesi í dag. Eftir tapið er ljóst að Grótta fer ekki í úrslitakeppnina. Handbolti 10. apríl 2023 20:05
Jónatan: Viltu að ég ljúgi? „Þetta er mikill léttir og ég er stoltur af strákunum í dag. Það að fara í þennan leik var mjög erfitt svona undirbúningslega séð. Þetta er leikur þar sem það er mikið undir og tap hefði getað þýtt að við höfðum geta fallið svo klárlega léttir að enda þetta á sigri.“ Sagði Jónatan Magnússon, þjálfari KA, eftir eins marks sigur hans manna á Seltjarnarnesi fyrr í dag. Handbolti 10. apríl 2023 18:55
Patrekur: Þetta er bara ný keppni Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var ósáttur með ýmis atriði í spilamennsku sinna manna eftir fjögurra marka ósigur á móti Aftureldingu í Olís-deild karla í handbolta í dag. Þetta var lokaleikur Stjörnunnar í deildinni og þurfa Garðbæingar að sætta við sjötta sætið í Olís-deildinni. Handbolti 10. apríl 2023 18:29
Snorri Steinn Guðjónsson: Þessi sæla svíður „Það er alltaf gott að fá titil. Við erum svo sem búnir að fagna honum og búnir að vinna hann, þannig að sælutilfinning að vinna er aðeins liðin hjá. Þessi sæla svíður,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, að lokinni bikarafhendingu deildarmeistaratitilsins til Valsmanna og stórtap gegn ÍBV. Handbolti 10. apríl 2023 18:17
„Getum farið jákvæðir út úr þessu tímabili“ ÍR tapaði gegn Fram 32-30 í lokaumferð Olís deildarinnar. ÍR endaði tímabilið í ellefta sæti og féll niður í Grill-66 deildina. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var nokkuð sáttur með tímabilið og ætlaði að þjálfa ÍR á næsta tímabili. Sport 10. apríl 2023 18:00
Haukar tryggðu sér úrslitakeppnissætið með stórsigri á Herði Haukar tryggðu sér sæti í úrslitakeppni Olís-deildarinnar með stórsigri á Herði á Ásvöllum í dag. Haukar mæta deildarmeisturum Vals í 8-liða úrslitum. Handbolti 10. apríl 2023 17:45
Umfjöllun, viðtal og myndir: Valur - ÍBV 25-35 | Valsmenn fengu bikarinn eftir niðurlægingu gegn Eyjamönnum Í dag fór fram lokaumferðin í Olís-deildinni þetta tímabilið þar sem Valsmenn tóku á móti deildarmeistaratitlinum sem þeir tryggðu sér 3. mars síðastliðinn. Var afhendingin beint eftir stórtap liðsins gegn ÍBV. Lokatölur 25-35 í óspennandi leik þar sem Eyjamenn réðu lögum og lofum. Handbolti 10. apríl 2023 17:40
Umfjöllun: Fram - ÍR 32-30 | Fram mætir bikarmeisturunum í átta liða úrslitum Fram vann ÍR í lokaumferð Olís deildarinnar 32-30. Úrslitin þýddu að ÍR endaði tímabilið í ellefta sæti og mun spila í næst efstu deild á næsta tímabili. Fram verður með heimavallarréttinn í átta liða úrslitum þar sem Framarar mæta Aftureldingu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Handbolti 10. apríl 2023 17:30
Umfjöllun og viðtal: Afturelding - Stjarnan 33-29 | Þýðingarlítill sigur Mosfellinga Mosfellingar unnu fjögurra marka sigur á Stjörnunni í Mosfellsbæ í dag, lokatölur voru 33-29. Þetta var síðasti leikur liðanna í deildinni og enda Mosfellingar í fimmta sæti á meðan Stjörnumenn þurfa að sætta sig við sjötta sætið. Handbolti 10. apríl 2023 17:30
Umfjöllun og viðtöl: FH - Selfoss 31-31 | Jafntefli í forsmekknum fyrir úrslitakeppnina FH og Selfoss skildu jöfn, 31-31, þegar liðin áttust við í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta í Kaplakrika í dag. Leikurinn skipti litlu máli fyrir bæði lið þar sem hvorugt liðið getur farið ofar eða neðar í töflunni. Þessi lið hafna í öðru og sjöunda sæti deildarinnar og mætast þar af leiðandi í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Handbolti 10. apríl 2023 17:22
Selfyssingar halda áfram að safna liði Selfoss heldur áfram að styrkja kvennaliðið sitt fyrir átökin í Olís deildinni næsta vetur. Handbolti 10. apríl 2023 11:30
Bjarki Már og félagar bikarmeistarar í Ungverjalandi Veszprem er ungverskur bikarmeistari í handbolta eftir þriggja marka sigur á Pick Szeged í úrslitaleik í dag. Handbolti 9. apríl 2023 18:41
Lærisveinar Guðjóns Vals skelltu Rhein-Neckar Löwen Óvænt úrslit litu dagsins ljós í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag þegar Guðjón Valur Sigurðsson stýrði Gummersbach til sigurs gegn Rhein-Neckar Löwen á útivelli. Handbolti 9. apríl 2023 15:52
Gísli næstmarkahæstur í jafntefli gegn Kiel Það var hádramatík á lokasekúndunum þegar Kiel og Magdeburg skildu jöfn í toppslag í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Handbolti 9. apríl 2023 13:48
Óðinn Þór skoraði mest þegar lið hans færðist feti nær undanúrslitum Óðinn Þór Ríkharðsson, landsliðsmaður í handbolta, var markahæstur með sjö mörk þegar lið hans, Kadetten Schaffhausen, bar sigur úr býtum, 35-24, gegn Suhr Aarau á útivelli þegar liðin áttust við öðru sinni í átta liða úrslitum í úrslitakeppni um svissneska meistaratitilinn. Handbolti 8. apríl 2023 23:16
Viktor Gísli varði vel þegar Nantes vann toppliðið Viktor Gísli Hallgrímsson varði átta skot þegar lið hans, Nantes, skellti toppliði frönsku efstu deildarinnar í handbolta karla, Montpellier, 29-28 í kvöld. Handbolti 8. apríl 2023 21:51
Umfjöllun og myndir: Ísland - Ungverjaland 21-25 | HM-vonin veik eftir ungverskan sigur Íslenska landsliðið í handbolta tapaði fyrir Ungverjalandi 21-25. Þetta var fyrri leikur liðanna í umspili um laust sæti á HM 2023. Ísland var mest átta mörkum undir en Ungverjaland vann á endanum fjögurra marka sigur 21-25. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Handbolti 8. apríl 2023 18:30
„Við sýndum karakter að koma til baka eftir erfiðar mínútur“ Arnar Pétursson, þjálfari Íslands, var svekktur eftir fjögurra marka tap gegn Ungverjum á heimavelli í umspili um laust sæti á HM 2023. Sport 8. apríl 2023 18:20
Steinunn: Verður áskorun að fara til Ungverjalands en það er allt hægt Íslenska landsliðið í handbolta tapaði gegn Ungverjum 21-25. Þetta var fyrri leikur liðanna í umspili um laust sæti á HM 2023. Steinunn Björnsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, var svekkt með niðurstöðuna en sá margt jákvætt og var bjartsýn fyrir seinni leikinn gegn Ungverjum. Sport 8. apríl 2023 18:08
Fjórar utan hóps gegn Ungverjum í dag Ísland mætir Ungverjalandi í undankeppni HM 2023 á Ásvöllum í dag. Handbolti 8. apríl 2023 14:19
Bjarki Már næstmarkahæstur þegar Veszprem tryggði sig í bikarúrslit Ungverska handboltastórveldið Veszprem er komið í úrslitaleik ungverska bikarsins eftir sigur á Tatabanya í undanúrslitum í dag. Handbolti 8. apríl 2023 13:36
„Vitum hvað við þurfum að gera til að stoppa þær“ Íslenska landsliðið í handbolta stendur í stórræðum þessa dagana þar sem liðið er í einvígi við Ungverjaland um laust sæti í lokamóti HM. Handbolti 8. apríl 2023 11:31
„Alveg ótrúlega nálægt því að komast á stórmót“ Íslenska kvennalandsliðið háir baráttu við það ungverska um að komast á lokamót HM í handbolta og hefst einvígið á heimaleik Íslands á Ásvöllum í dag. Handbolti 8. apríl 2023 08:00
Icelandair býður áhorfendum frítt á völlinn | „Þurfum á góðum stuðningi að halda“ Íslenska landsliðið í handbolta mætir Ungverjalandi í umspili um laust sæti á HM 2023. Leikurinn fer fram að Ásvöllum í Hafnarfirði á morgun og vonast landsliðsþjálfarinn eftir því að áhorfendur fylli kofann. Handbolti 7. apríl 2023 23:11
Mikilvægur sigur hjá Magdeburg í toppbaráttunni Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði tvö mörk fyrir Magdeburg í sigri liðsins gegn Bergischer í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Magdeburg á í harðri baráttu um þýska meistaratitilinn. Handbolti 6. apríl 2023 18:45
„Þyrfti eitthvað stórkostlegt að gerast ef þær eiga að fara að tapa rimmu“ Nöfnurnar Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir voru gestir í síðasta hlaðvarpsþtti Kvennakastsins þar sem meðal annars var velt fyrir sér hvaða lið myndi fagna Íslandsmeistaratitlinum í Olís-deild kvenna í ár. Handbolti 6. apríl 2023 12:01