Heilsa

Heilsa

Allt um heilsu, hreyfingu og hollan mat

Fréttamynd

Allt að fjögur hundruð þúsund plastagnir í vatnsflöskum

Vatnsflaska úr plasti inniheldur gífurlegt magn örsmárra agna úr plasti sem fólk drekkur. Bandarískir vísindamenn fundu allt að fjögur hundruð þúsund slíkar agnir í lítraflösku en stór hluti þeirra endar inn í mannfólki sem drekkur vatnið.

Erlent
Fréttamynd

Yrði skandall og um leið van­virðing við söguna

Fjóla Þorsteinsdóttir sem boðið hefur upp á vel sótta vatnsleikfimitíma fyrir konur undanfarin tólf ár í sundlauginni á Fáskrúðsfirði er meðal íbúa bæjarins sem hafa miklar áhyggjur af því að sundlauginni verði lokað. Starfshópur á vegum Fjarðabyggðar hefur framtíðarskipulag íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu til skoðunar.

Innlent
Fréttamynd

Stjörnulífið: „Síðasta ár má fokka sér fjandans til“

Stjörnur landsins virðast koma sér hægt og rólega af stað inn í nýja árið. Heilsusamleg markmið, ræktarmyndir og þakklætispistlar þar sem farið er yfir liðið ár eru áberandi á samfélagsmiðlum þessa dagana. Þó eru sumir sem vilja gleyma árinu 2023. Það megi „fokka sér fjandans til“.

Lífið
Fréttamynd

Heitustu trendin fyrir 2024

Nýtt ár er gengið í garð og með nýju ári koma hinar ýmsu tískubylgjur fram á margvíslegum sviðum. Lífið á Vísi fékk til sín fjölbreyttan hóp álitsgjafa úr ólíkum áttum til að spá fyrir um heitustu trendin fyrir 2024. 

Lífið
Fréttamynd

Þjóðin er mætt í ræktina

Það er heldur betur gömul saga og ný að þjóðin ætlar sér alltaf að taka sig á í byrjun árs, koma sér í ræktina og missa nokkur kíló eftir hátíðirnar.

Lífið
Fréttamynd

Tein­réttur og verkjalaus eftir æfingar hjá OsteoStrong

Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson var nánast búinn að gefa alla líkamsrækt upp á bátinn eftir Covid, enda með þrálátan verk í hnénu sem ágerðist jafnt og þétt. Þess í stað mætti hann til sjúkraþjálfara og í nálarstungumeðferðir til að reyna lina sársaukann, á meðan beið hann eftir að komast í hnéskiptaaðgerð.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Missti sjón á öðru auga vegna streitu

Eva Katrín Sigurðardóttir, læknir og Wim Hof kennari segist mögulega eiga Íslandsmet í endurhæfingu eftir kulnun. Eva mætti í podcast Sölva Tryggvasonar og sagði frá því þegar hún blindaðist á öðru auga vegna streitu.

Lífið
Fréttamynd

Öflugri saman inn í fram­tíðina

Nýtt ár er handan við hornið og ný dagrenning fram undan í íþróttahreyfingunni. Grunnurinn að henni var lagður fyrr á þessu ári, sem er í mínum huga tímamótaár fyrir íþróttastarf í landinu. Árið 2023 hefur verið með þeim afkastameiri sem núverandi stjórnarfólk UMFÍ hefur tekið þátt í.

Skoðun
Fréttamynd

Gat ekki hætt að semja ljóð um blæðingar

Ester Hilmarsdóttir gaf á þessu ári út sína fyrstu ljóðabók og var í kjölfarið tilnefnd til Fjöruverðlaunanna í flokki fagurbókmennta. Bókin fjallar um blæðingar og er að sögn Esterar ekkert dregið undan.

Lífið
Fréttamynd

Að verða edrú breytti öllu

Einkaþjálfarinn Hreinn Orri segir líkamsrækt og mikla sjálfsvinnu hafa hjálpað sér út úr harðri fíkniefnaneyslu. Síðastliðið ár hefur hann tekist á við erfiðar tilfinningar í kjölfar sjálfsvígs föður síns, á sama tíma og hann fótar sig sjálfur í nýju hlutverki sem stjúpfaðir. 

Lífið
Fréttamynd

Gætum allt eins gefið ein­kunn fyrir fituprósentu

Aron Gauti Laxdal, dósent í íþróttafræði við háskólann í Agder í Noregi, hefur áhyggjur af stöðu íþróttakennslu á Íslandi. Hann segir námið ekki kenna börnum hvernig best sé að hugsa um heilsuna og njóta þess að hreyfa sig.

Innlent
Fréttamynd

Krafturinn er kominn til baka

Anna Einarsdóttir er brosmild kona sem var svo óheppin að fá vefjagigt og hefur þjáðst af stoðkerfisverkjum í mörg ár. Þrálátir seyðingsverkir voru farnir að hafa áhrif á hreyfifærni hennar og valda orkuleysi á morgnana. Hún fékk svimaköst í tíma og ótíma út af kristöllum í eyra sem ollu ógleðistilfinningu og miklum höfuðverk.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Frá sér­stökum sak­sóknara í dá­leiðslu

„Í rauninni var alltaf hjartað þar að vera vinna með og fyrir fólk. Titlarnir eru eitt en í grunninn er ég er bara fyrst og fremst mannvinur. Ég elska að pæla í fólki og vera innan um fólk. Af hverju hagar fólk sér eins og það hagar sér, af hverju líður okkur vel, af hverju líður okkur illa? Af hverju erum við kvíðin? Hvenær erum við í essinu okkar og hvernig getum við hámarkað hamingjuna?“

Lífið