Heilsa

Heilsa

Allt um heilsu, hreyfingu og hollan mat

Fréttamynd

Yngjandi undravatn í pottunum í Stykkishólmi

Einstakt vatn rennur í heitu pottana í Stykkishólmi en það er blandað náttúrulegum efnum sem finnast hvergi annars staðar á landinu. Forstöðumaðurinn líkir vatninu við undravatn, segir það yngjandi og geta ráðið bug á ýmsum húðsjúkdómum.

Innlent
Fréttamynd

Hugmynd fyrir ári orðið að vinsælum Facebookleik

„Fyrir ári síðan, rétt þegar önnur COVID bylgjan var að skella á, fékk ég þessa flugu í kollinn á göngu í Elliðarárdal. Mér fannst einhvern veginn allt framundan vera svo undirlagt af alvarleika, mikil þyngsl í fólki, veturinn að koma og myrkrið á næsta leiti,“ segir Rúna Magnúsdóttir aðspurð um það hvernig Facebook-leikurinn Game of Boxes kom eiginlega til. Leikurinn stendur yfir í 21 dag og gengur út á að fólk virkjar ímyndunaraflið sitt til þess að brjótast út úr viðjum vanans og viðhorfum sem eru að hefta þau.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Stöðug aukning bak­verkja, hvað er til ráða

Bakverkir eru ein helsta orsök örorku í heiminum og hefur algengi þeirra vaxið hratt undanfarna áratugi. Ísland er þar ekki undanskilið og er kostnaður samfélagsins vegna þessa gríðarlegur. Þessi þróun hefur stóraukið eftirspurn og þörf fyrir aðstoð við einstaklinga sem glíma við bakverki og stoðkerfisvandamál almennt.

Skoðun
Fréttamynd

Ráð­leggur fólki að færa föstu­dagspítsuna til sunnu­dags

Egill Einarsson, einkaþjálfari segir að það eigi ekki að vera leiðinlegt að koma sér í form. Allt snúist þetta um magn og hlutfall þess sem þú borðar. Hann segir föstudagspítsuhefð Íslendinga þó vera ákveðið vandamál og mælir frekar með því að fólk færi pítsuátið yfir á sunnudag.

Lífið
Fréttamynd

Í ein­angrun í hjól­hýsi en tók þátt í heilsuátaki

Kyrrsetan og hreyfingarleysið reyndist Sif Sturludóttur mesta áskorunin þegar hún þurfti að vera í tíu daga einangrun eftir að hún greindist með Covid-19. Hún ákvað því á fjórða degi að hún skyldi nýta tímann og taka þátt í hreyfingaráskorun.

Lífið
Fréttamynd

„Ó“fyrirmyndir

Ég var með einstakling hjá mér í næringar- og heilsuráðgjöf um daginn og við vorum að ræða fyrirmyndir hans í lífinu, tengt betri heilsu. Hann sagði mér að hann hefði nú fáar fyrirmyndir en hann ætti sér því miður eina ófyrirmynd sem væri faðir hans, sem væri alvarlega veikur og með mjög skert lífsgæði vegna óheilbrigðs lífernis.

Skoðun
Fréttamynd

Hlúum að heilsunni

Nú þegar haustið nálgast óðum er hætta á að menn taki að sér of mörg verkefni í daglegu lífi og gefi sér ekki nægan tíma til að sinna mikilvægum grunnþáttum líkt og hreyfingu og hollu mataræði ásamt því að huga að gæðum svefnsins.

Skoðun
Fréttamynd

Vegan­istar svara Þor­björgu og bjóða henni á Cross­Fit æfingu

Árni Björn Kristjánsson, CrossFit þjálfari og veganisti til margra ára, gagnrýnir heilsu- og næringarþerapistann Þorbjörgu Hafsteinsdóttur fyrir fáfræði í garð veganisma. Þorbjörg var gestur í hlaðvarpsþætti þar sem hún tók undir þau orð að veganistar væru á villigötum.

Lífið
Fréttamynd

Að ræða um kulnunareinkennin þín

Sem betur fer hefur öll umræða um kulnun aukist til muna. Í dag skiljum við í hverju kulnun felst og erum meðvituð um hversu mikilvægt það er að forðast kulnun. Því miður er það þó algengt að fólk opnar ekki umræðuna um sín eigin kulnunareinkenni eða líðan, fyrr en of seint. Þegar í raun kulnunin er hafin.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Fyrir og eftir myndir geta verið skaðlegar og valdið skömm

„Það eru einhverjir sem verða fyrir engum áhrifum af þessum myndum en í flestum tilfellum eru þessar myndir að sýna myndir af feitum líkama fyrir og svo stæltari og grennri líkama eftir.“ segir Aldís Eva Friðriksdóttir sálfræðingur um svokallaðar fyrir og eftir myndir.

Lífið
Fréttamynd

Vinnan og áhrifin af því að sofa of lítið

Sumir trúa því að þeir þurfi minni svefn en ráðlagt er. Að það að sofa sjö til níu klukkustundir hverja nótt sé hreinlega óþarfi. Sex tímar er alveg nóg segja margir. Sumir jafnvel minna. Síðan tölum við um A og B týpur og alls konar skýringar til að rökstyðja hvers vegna við sofum minna en ráðlagt er.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Fjórða bylgjan: Einmana í fjarvinnu

Margir sáu fyrir sér í hillingum að í kjölfar sumarfría myndu vinnufélagar hittast á ný í ágúst. Á mörgum vinnustöðum eftir langa fjarveru teyma. En nú blasir við fjórða bylgjan og aftur stefnir í að fjöldi fólks fari inn í haustið í fjarvinnu.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Gummi Emil trúir ekki á boð og bönn

„Alltof algeng mistök hjá fólki, sérstaklega núna, er að byrja of hratt. Það er kannski búið að fá sér bjór þrjá til fjóra daga í viku og fer svo beint í átak,“ segir einkaþjálfarinn Guðmundur Emil í samtali við Brennsluna á FM957.

Lífið