Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Í koss­af­lensi einu og hálfu ári eftir sam­bands­slitin

Svo virðist vera sem ástin sé búin að kvikna aftur hjá tónlistarfólkinu Shawn Mendes og Camilla Cabello þar sem þau sáust kyssast á Coachella tónlistarhátíðinni í gær. Það vakti mikla athygli fólks sökum þess að Mendes og Cabello hættu saman fyrir um einu og hálfu ári síðan. 

Lífið
Fréttamynd

Fyrsta sýnis­horn True Detecti­ve

Fyrsta sýnishorn þáttanna True Detective: Night Country sem voru teknir upp hér á landi var frumsýnd í dag. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna sem verða frumsýndir seinna á árin. Þættirnir verða sýndir samtímis í Bandaríkjunum hjá HBO og á Íslandi á Stöð 2.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Kom Pascal til bjargar þegar hann átti ekki fyrir mat

Leikararnir Sarah Paulson og Pedro Pascal hafa verið perluvinir í þrjá áratugi. Í dag eru ferlar þeirra beggja á mikilli siglingu en það var ekki alltaf raunin. Paulson segir að á sínum tíma hafi hún þurft að gefa honum pening til að eiga fyrir mat.

Lífið
Fréttamynd

Höfðar mál gegn með­limi Back­street Boys fyrir nauðgun

Nick Carter, einum meðlimi hljómsveitarinnar Backstreet Boys, hefur verið stefnt fyrir nauðgun. Söngkonan Melissa Schuman sakar hann um að hafa beitt sig ofbeldi fyrir tuttugu árum. Hún steig fyrst fram með ásökunina árið 2017. Þá neitaði Carter sök og gerir hann það enn samkvæmt lögmanni hans.

Erlent
Fréttamynd

Sögð vera byrjuð saman á ný

Parið Millie Court og Liam Reardon stóðu uppi sem sigurvegarar í sjöundu þáttaröð raunveruleikaþáttanna Love Island. Síðasta sumar hættu þau saman en nú, níu mánuðum síðar, eru þau sögð vera byrjuð að rugla saman reitum á ný.

Lífið
Fréttamynd

Kyli­e Jenner orðuð við heims­frægan leikara

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kylie Jenner og leikarinn Timothée Chalamet eru sögð vera að stinga saman nefjum. Frá þessu greina slúðurmiðlar vestanhafs en orðrómurinn fór á kreik eftir að þau mættu saman á tískusýningu fyrr á árinu.

Lífið
Fréttamynd

Kim Kar­dashian sýnir ógn­vekjandi hliðar

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian er óhrædd við að takast á við ný og jafnvel ógnvekjandi verkefni, ef marka má nýjustu færslu hennar á samfélagsmiðlinum Instagram. Þar kom fram að Kim fari með hlutverk í væntanlegri seríu af hryllingsþáttunum American Horror Story.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Búin að eignast tví­burana

Bandaríska leikkonan Hilary Swank er búin að eignast tvíbura. Hin 48 ára leikkona greindi frá gleðitíðindunum á Instagram í gær.

Lífið
Fréttamynd

Leikarinn Michael Lerner látinn

Leikarinn Michael Lerner er látinn 81 árs að aldri. Lerner átti farsælan feril í Hollywood sem spannaði rúma hálfa öld og innihélt myndir á borð við Elf, Godzilla, Barton Fink og X-Men: Days of Future Past.

Lífið
Fréttamynd

Megan Fox og Machine Gun Kelly saman á ný

Hollywood-leikkonan Megan Fox og tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly virðast hafa kveikt í glæðum sambands síns ef marka má myndir sem náðust af parinu í fríi á Hawaii. Síðustu mánuði hafa gengið orðrómar um sambandsslit þeirra.

Lífið
Fréttamynd

Hættur með unnustunni

Rupert Murdoch er sagður vera hættur með unnustu sinni, Ann Lesley Smith, en þau trúlofuðu sig fyrir viku síðan. Ekkert verður því úr fimmta brúðkaupi hins 92 ára gamla fjölmiðlamóguls. 

Lífið
Fréttamynd

Heimili Grey's Anatomy stjörnu brann til kaldra kola

Leikkonan Caterina Scorsone greindi frá því á Instagram-síðu sinni í dag að heimili hennar hafi brunnið til kaldra kola fyrir nokkrum mánuðum síðan. Hún prísar sig sæla að í lagi sé með fólkið á heimilinu en syrgir á sama tíma gæludýrin fjögur sem dóu í eldsvoðanum.

Lífið
Fréttamynd

Paris Hilton birtir myndir af frumburðinum

Raunveruleikastjarnan Paris Hilton hefur nú birt fyrstu myndirnar af frumburði sínum á Instagram-síðu sinni. Hilton og eiginmaður hennar Carter Reum eignuðust drenginn í janúar á þessu ári og fékk hann nafnið Phoenix Barron Hilton Reum.

Lífið
Fréttamynd

Vilja fá Harry Potter á sjón­varps­skjáinn

Streymisveitan HBO Max og framleiðslufyrirtækið Warner Bros. skoða nú að setja í framleiðslu sjónvarpsþætti um galdrastrákinn Harry Potter og vini hans úr Hogwarts-skólanum. Talið er að gerð verði ein þáttaröð upp úr hverri bók um Potter eftir J.K. Rowling.

Lífið
Fréttamynd

Kaley Cuoco orðin móðir

Leikkonan og Íslandsvinkonan Kaley Cuoco er orðin móðir. Hún og kærasti hennar, Tom Pelphrey, eignuðust sitt fyrsta barn á fimmtudaginn. 

Lífið
Fréttamynd

Dómur féll Gwyneth Paltrow í vil: Fær einn dollara í bætur

Kviðdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að bandaríska leikkonan Gwyneth Paltrow beri ekki ábyrgð vegna atviks þar sem hinn 76 ára Terry Sanderson braut fjögur rifbein í skíðabrekku í Utah í Bandaríkjunum árið 2016. Er það mat kviðdómsins að Sanderson beri alfarið ábyrgð á slysinu.

Erlent