Súperman hefði getað verið glitrandi vampíra Súperman leikarinn Henry Cavill var fyrsta val rithöfundarins Stephanie Meyer sem hinn fullkomni Edward Cullen. Þessu greindi hún frá í bloggfærslu árið 2007 þegar hún seldi réttinn á Twilight bókunum, sem hún skrifaði. Bíó og sjónvarp 3. nóvember 2022 15:30
Var með Ariönu Grande á milli brjóstanna í hópkynlífssenu á Ítalíu „Ég er svona einn af þessum leikurum sem er athyglissjúkur intróvert,“ segir Ólafur Darri Ólafsson. Ólafur var gestur Gústa B í Veislunni á FM957 þar sem hann ræddi meðal annars um vináttu hans og Ben Stillers, fyrstu kynnin við Jennifer Aniston og hópkynlífssenu sem hann lék í með Owen Wilson og tónlistarkonunni Ariönu Grande. Lífið 3. nóvember 2022 13:30
ET selst til hæstbjóðanda Upprunalega líkanið af geimverunni E.T. sem notað var við tökur á kvikmynd Steven Spielberg E.T. The Extra-Terrestrial fer á uppboð í desember. Talið er að líkanið muni seljast á um það bil þrjár milljónir dollara, rúmar 430 milljónir íslenskra króna. Bíó og sjónvarp 2. nóvember 2022 10:19
Heidi Klum mætti sem ormur Fyrirsætan Heidi Klum er þekkt fyrir það að klæðast stórkostlegum búningum á hrekkjavöku sem eru í raun listaverk. Í ár hélt hún í hefðina og mætti klædd sem ormur og lá á gólfinu í viðtölunum sem hún fór í. Lífið 1. nóvember 2022 13:00
Takeoff skotinn til bana Bandaríski rapparinn Takeoff var skotinn til bana í Houston í Texas í dag. Fjöldi fólks hefur vottað rapparanum virðingu sína á samfélagsmiðlum í dag. Erlent 1. nóvember 2022 10:53
Taylor Swift skráir sig í sögubækurnar Lög söngkonunnar Taylor Swift skipa öll tíu efstu sæti Billboard listans í Bandaríkjunum. Hún er fyrsti tónlistarmaðurinn í 64 ára sögu listans sem nær þessum árangri. Tónlist 31. október 2022 18:37
Kónguló, kisa og Pamela Anderson: Búningar Kardashian fjölskyldunnar í gegnum árin Kardashian fjölskyldan fer alla leið í því sem þau taka sér fyrir hendur og hrekkjavakan er engin undantekning á því. Hér er búið að taka saman nokkra af þeim búningum sem systurnar hafa klæðst í gegnum árin. Lífið 30. október 2022 10:00
Cavill kveður Geralt af Riviu Leikarinn Henry Cavill hefur sagt skilið við hlutvek sitt í Netflix þáttunum „The Witcher“ og kemur Liam Hemsworth í hans stað. Bíó og sjónvarp 29. október 2022 21:58
Taylor Swift boðar tónleikaferðalag í bráð Söngkonan Taylor Swift boðar tónleikaferðalag í náinni framtíð í viðtali Graham Norton. Hún gaf nýlega út plötuna Midnight sem sló öll met á Spotify og varð mest spilaða platan á einum degi. Myndband við eitt laganna á plötunni hefur þó verið umdeilt og talið ýta undir fitufordóma. Lífið 28. október 2022 18:01
Tom Brady og Gisele Bündchen sækja um skilnað NFL stjarnan Tom Brady og ofurfyrirsætan Gisele Bündchen sækja um skilnað í Flórída í dag eftir 13 ára hjónaband. Tímaritið People hefur fengið þetta staðfest. Lífið 28. október 2022 14:33
Fyrsta lagið frá Rihönnu í sex ár Fyrsta lag söngkonunnar Rihönnu síðan árið 2016 heiðrar leikarann Chadwick Boseman, sem lést árið 2020 úr ristilkrabbameini. Lagið ber heitið Lift Me Up og er það fyrsta sem hún gefur sjálf út í sex ár. Lífið 28. október 2022 14:01
Heiðraði Chadwick Boseman á frumsýningu Black Panther: Wakanda Forever Leikkonan Letitia Wright heiðraði Chadwick Boseman með fallegum hætti á frumsýningu kvikmyndarinnar Black Panther: Wakanda Forever í Los Angeles. Lífið 28. október 2022 10:59
Hrekkjavöku innblástur frá stjörnunum Hér er búið að taka saman nokkrar stjörnur sem klæddu sig upp á hrekkjavöku á veg sem auðvelt er að leika eftir eða sækja innblástur í. Kisur, vampírur, nornir og trúðar eru einnig klassískir búningar sem auðvelt er að setja saman fyrir helgina. Lífið 28. október 2022 06:00
Vogum á Vatnsleysuströnd breytt í Alaska fyrir tökur á True Detective Mikið líf hefur verið í Vogum á Vatnsleysuströnd síðustu tvo daga þar sem tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective hafa farið fram. Tökurnar kröfðust mikils undirbúnings en meðal annars þurfti að setja upp skilti sem vara við dýralífi Alaska. Bíó og sjónvarp 27. október 2022 18:21
Bíður eftir ellefta barninu og er sagður eiga von á því tólfta Barnamaskínan og þáttastjórnandinn Nick Cannon er sagður eiga von á enn öðru barninu. Barnsmóðir hans Alyssa Scott greindi frá því á Instagram í gær að hún væri ófrísk. Þá herma heimildir ET fjölmiðilsins að Cannon sé faðirinn, þrátt fyrir að hann hafi ekki enn staðfest það. Lífið 27. október 2022 17:30
Matthew Perry biðst afsökunar á ummælum sínum um Keanu Reeves Leikarinn Matthew Perry hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um Keanu Reeves í bókinni sinni Friends, Lovers and the Big Terrible Thing. Í bókinni ræðir hann ferilinn sinn, ástina og opnar sig í fyrsta skipti um eiturlyfjafíknina sem hann hefur verið að fást við. Lífið 27. október 2022 16:32
Dóttir The Rock þreytti glímufrumraun sína Dóttir Dwayne Johnson, The Rock, hefur fetað í fótspor föður síns og keppa í fjölbragðaglímu. Sport 27. október 2022 15:31
Býst ekki við því að fá boð á Met Gala vegna ummæla um Kim Kardashian Leikkonan Lili Reinhart á ekki von á því að henni verði boðið á Met Gala tískuviðburðinn á næsta ári. Ástæðan eru ummæli sem hún lét falla um stórstjörnuna Kim Kardashian eftir viðburðinn í maí. Lífið 27. október 2022 15:31
Ye vísað á dyr í höfuðstöðvum Skechers Tónlistarmanninum og fatahönnuðinum Ye, áður Kanye West, var vísað á dyr þegar hann mætti óboðinn í höfuðstöðvar Skechers í Los Angeles í gær. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að Ye og föruneyti hans hafi verið fylgt út eftir stutt samtal. Erlent 27. október 2022 07:56
Trúlofuð eftir að ástin kviknaði á ströndinni Bachelor in Paradise parið Dean Unglert og Caelynn Miller-Keyes eru trúlofuð. Parið hefur verið saman í þrjú ár eftir að hafa kynnst á ströndinni í sjöttu seríu þáttanna. Dean hætti með henni og yfirgaf þættina en sneri svo aftur á ströndina og bað hana um að koma með sér, sem hún gerði. Lífið 26. október 2022 18:01
Aðalframleiðandi Schitt‘s Creek látinn Hinn margverðlaunaði bandaríski sjónvarpsframleiðandi, Ben Feigin, lést í gær, 47 ára að aldri. Feigin var þekktastur fyrir að vera einn aðalframleiðanda þáttanna Schitt‘s Creek. Bíó og sjónvarp 26. október 2022 07:29
Kim Kardashian og Ivanka Trump ræddu málin Athafnakonurnar Kim Kardashian og Ivanka Trump fóru tvær saman út að borða um helgina á Beverly Hills Hotel. Samkvæmt vitnum sátu þær í þrjár klukkustundir að spjalla saman. Lífið 25. október 2022 20:00
Dua Lipa og Trevor Noah sáust í faðmlögum á götum New York borgar Þáttastjórnandinn Trevor Noah og poppstjarnan Dua Lipa sáust í faðmlögum á götum New York borgar eftir að hafa deilt kvöldverði á Miss Lily's. Lífið 25. október 2022 17:00
Travis Scott segir fyrirsætuna vera að ljúga Rapparinn Travis Scott segist ekki hafa haldið framhjá kærustunni sinni, Kylie Jenner. Ásakanir um slíkt afhæfi komu upp í kjölfar þess að fyrirsætan Rojean Kar birti myndband af sér á tökustað tónlistarmyndbands sem kappinn var að leikstýra. Lífið 25. október 2022 16:00
James Corden baðst afsökunar í beinni: „Þegar þú gerir mistök verður þú að axla ábyrgð“ „Í síðustu viku heyrðust sögur af því að ég væri bannaður á veitingastað,“ sagði þáttastjórnandinn James Corden í beinni útsendingu í sjónvarpsþætti sínum í gærkvöldi. Eigandi Balthazar, eins þekktasta veitingahúss New York borgar, hafði þá sett Corden í straff frá staðnum. Corden væri að hans mati versti kúnninn í sögu staðarins. Lífið 25. október 2022 12:30
Leslie Jordan er látinn Bandaríski leikarinn Leslie Jordan er látinn, 67 ára að aldri. Jordan lést í dag eftir bílslys í Hollywood. Hann var sjálfur að aka þegar banaslysið átti sér stað en talið er að hann hafi misst meðvitund við aksturinn og ekið á byggingu. Bíó og sjónvarp 24. október 2022 20:14
Henry Cavill snýr aftur sem Superman Breski stórleikarinn Henry Cavill kemur til með að leika Clark Kent og ofurhetjuna Superman, í næstu kvikmynd um illmennið Black Adam. Cavill hefur ekki klætt sig í búninginn síðan árið 2017. Bíó og sjónvarp 24. október 2022 17:29
Gæti átt 140 ár í fangelsi í vændum Kvikmyndaframleiðandinn og Hollywood mógúllinn Harvey Weinstein er enn og aftur mættur fyrir dómara í Bandaríkjunum sakaður um kynferðisofbeldi. Weinstein gæti átt yfir höfði sér allt að 140 ára dóm en hann afplánar nú 23 ára fangelsisdóm fyrir kynferðisofbeldi og nauðgun. Erlent 24. október 2022 09:01
Miðnætursöngvar Taylor Swift opinbera þráhugsanir og drauma Ný plata Taylor Swift „Midnights“ birtist á helstu tónlistarveitum í nótt. Platan er stútfull af nýjum lögum, nánar til tekið tuttugu talsins. Platan einkennist af einskonar rafpoppi og er uppfull af einstakri textasmíð Swift sem aðdáendur og aðrir áhugasamir ættu að geta tengt við. Tónlist 21. október 2022 16:29
Var ekki góður maki í upphafi sambandsins Söngvarinn John Legend segist ekki hafa verið góður maki fyrir eiginkonu sína Chrissy Teigen þegar þau voru að byrja saman. „Ég var sjálfselskari þá,“ segir hann í viðtali við Jay Shetty. Lífið 20. október 2022 15:30