Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Kynnti unnustann í fyrsta sinn í París

Bandaríska söngkonan Lady Gaga er trúlofuð. Þetta opinberaði hún fyrir forsætisráðherra Frakklands þar sem hún er stödd í París ásamt nýbökuðum unnusta sínum frumkvöðlinum Michael Polansky. Söngkonan tók lagið á setningarathöfn Ólympíuleikanna svo athygli vakti. 

Lífið
Fréttamynd

Robert Downey Jr snýr aftur í Marvel-heima

Stórleikarinn Robert Downey Jr mun fara með hlutverk í tveimur væntanlegum bíómyndum Marvel. Um er að ræða tvíleikinn Avengers: Doomsday og Avengers: Secret Wars, og mun Downey fara með hlutverk skúrksins Victor Von Doom, eða Doctor Doom, í þeim báðum. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Þetta var aug­ljós­lega slys“

Tveir kviðdómendur í sakamáli bandaríska leikarans Alec Baldwin hafa nú stigið fram og rætt um málið. Þeir eru á því að það hafi verið augljóst frá upphafi að um slys hafi verið að ræða.

Lífið
Fréttamynd

Við það að landa Theron og Balta

Óskarsverðlaunaleikkonan Charlize Theron er sögð vera við það að skrifa undir samning um að leika í nýrri kvikmynd sem Baltasar Kormákur er sagður ætla að leikstýra.

Lífið
Fréttamynd

Ekki saman á brúðkaupsafmælinu

Hjónin Jennifer Lopez og Ben Affleck vörðu tveggja ára brúðkaupsafmælinu sínu í sitt hvoru lagi. Þetta ýtir undir þann orðróm að sambandi þeirra sé lokið en hjónin hafa ekki sést saman í um mánuð.

Lífið
Fréttamynd

Taylor Swift talin valda verð­bólgu í Bret­landi

Verðbólga í Bretlandi mældist 2 prósent á ársgrundvelli í júní, og var örlítið meiri en búist var við. Gífurlegar verðhækkanir á hótelgistingu voru helsta orsökin, en mikil tengsl virðast hafa verið milli þeirra og tónleikaferðalags Taylor Swift um landið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gísli Pálmi í fót­bolta með Barry Keoghan

Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson birti mynd af sér og írska stórleikaranum Barry Keoghan á Instagram í gær þar sem þeir voru í fótbolta saman. Félagarnir, sem eru báðir búsettir í Lundúnum, hittast á vikulegum fótboltaæfingum.

Lífið
Fréttamynd

Fékk hjálp úr ó­væntri átt í miðjum skilnaði

Leikkonan Natalie Portman skildi við leikstjórann og danshöfundinn Benjamin Millepied í mars á þessu ári. Hún segir að tónlistar- og athafnakonan Rihanna hafi hjálpað henni í skilnaðinum þegar þær hittust í upphafi árs.

Lífið
Fréttamynd

Lengi lifir í gömlum glæðum

Bandaríska söngkonan Camila Cabello og kanadíski söngvarinn Shawn Mendes sáust sitja saman á úrslitaleik Copa America í Flórída um helgina. Þau hafa tvisvar byrjað og hætt aftur saman á síðustu árum en það er spurning hvort allt sé þá þrennt er.

Lífið
Fréttamynd

Tobey Maguire er á landinu

Bandaríski stórleikarinn Toby Maguire er á landinu. Samkvæmt heimildum Vísis spókaði hann sig í sólinni í miðborginni síðdegis í dag og tók myndir með aðdáendum. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Shannen Doherty látin

Bandaríska leikkonann Shannen Doherty, sem lék í sjónvarpsþáttunum vinsælu Beverly Hills, 90210 er látin 53 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Shelley Duvall látin

Bandaríska leikkonan Shelley Duvall er látin. Hún lést í dag, fjórum dögum eftir 75 ára afmælisdaginn sinn. Duvall er þekktust fyrir leik sinn í bíómyndunum Shining og Annie Hall.

Lífið
Fréttamynd

Réttar­höld hafin yfir Alec Baldwin

Réttarhöld yfir leikaranum Alec Baldwin hófust í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum í gær en hann er sakaður um manndráp af gáleysi. Hann á yfir höfði sér 18 mánaða fangelsi ef hann verður fundinn sekur.

Erlent
Fréttamynd

Jon Landau er látinn

Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn og Óskarsverðlaunahafinn Jon Landau er látinn 63 ára að aldri. Hann framleiddi myndir á borð við Titanic og Avatar á löngum og margverðlaunuðum ferli.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Lesbíska dragdrottningin sem er að sigra tónlistarheiminn

Tónlistarkonan Chappell Roan kom sem stormsveipur inn í tónlistarheiminn í fyrra þegar hún gaf út plötuna The Rise And Fall of a Midwest Princess. Tvö lög af plötunni klífa nú vinsældarlista um allan heim og Chappell, sem á mjög áhugaverða sögu, skín skærar en nokkru sinni fyrr.

Tónlist
Fréttamynd

Cara í kossaflensi á Glastonbury

Ofurfyrirsætan og leikkonan Cara Delevingne er ástfangin upp fyrir haus og virðist sjaldan hafa verið á betri stað í lífinu. Í júní fagnaði hún tveggja ára sambandsafmæli með tónlistarkonunni Minke og gátu þær ekki slitið sig frá hvor annarri á Glastonbury tónlistarhátíðinni um síðustu helgi. 

Lífið
Fréttamynd

Leyfir bumbunni að njóta sín á með­göngunni

Fyrirsætan og förðunarmógúllinn Hailey Bieber er tískufyrirmynd margra en tæplega 53 milljónir fylgja henni á samfélagsmiðlinum Instagram. Hailey og Justin Bieber eiginmaður hennar eiga von á barni og hefur meðgöngustíll hennar vakið mikla athygli, þar sem hún fer eigin leiðir og er ótrúlega smart.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Féll kylli­flatur fyrir ein­lægni Taylor Swift

Ástarsamband ruðningsleikmannsins Travis Kelce og súperstjörnunnar Taylor Swift hefur vakið mikla athygli um allan heim enda er Swift ein frægasta kona jarðar um þessar mundir, með fjórtán Grammy verðlaun undir beltinu. Kelce ræddi opinskátt um ástina í hlaðvarpsviðtali á dögunum þar sem hann opnar sig meðal annars um það hvernig hann féll fyrir poppstjörnunni.

Lífið
Fréttamynd

Ben McKenzie á Kaffi Vest

Bandaríski leikarinn Ben McKenzie sem sló í gegn í sjónvarpsþáttunum The O.C. upp úr aldamótum er staddur hér á landi. Hann skellti sér á Kaffihús Vesturbæjar í samnefndum hluta Reykjavíkur í dag á meðan eiginkona, móðir og börn busluðu í Vesturbæjarlauginni.

Lífið
Fréttamynd

Hefur ekki hitt öll 26 syst­kini sín

Bandaríska leik- og söngkonan Jennifer Hudson dreymir um matarboð með allri fjölskyldunni sinni. Hún á þó ennþá eftir að hitta öll systkini sín en þau eru tuttugu og sex talsins. Matarboðið gæti því orðið ansi fjölmennt.

Lífið
Fréttamynd

Sviptir hulunni af kílóatölunni

Bandaríski leikarinn Jesse Plemons hefur tekist að létta sig gríðarlega. Leikarinn ræddi þyngdartapið við fjölmiðla á rauða dreglinum í gærkvöldi í aðdraganda frumsýningar hans nýjustu myndar Kinds of Kindness.

Lífið