Utanríkisráðherra í óvæntri heimsókn í Kænugarði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, er nú stödd í heimsókn í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, ásamt sex starfssystkinum sínum frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjum. Innlent 28. nóvember 2022 11:21
Bandaríkin og Rússland hafi leiðir til að höndla kjarnorkuógnina Það eru til staðar úrræði fyrir Bandaríkin og Rússland að draga úr áhættunni á kjarnorkustríði, hefur ríkisfréttastofan Ria Novosti eftir fulltrúa sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu. Engir fundir um ógnina eru á dagskrá, segir hún. Erlent 28. nóvember 2022 06:52
Segja Rússa ætla að ræna rúmlega tíu þúsund börnum Yfirvöld í Úkraínu segja að Rússar ætli sér að ræna rúmlega tíu þúsund börnum af hernumdum svæðum þeirra í Luhansk-héraði í austurhluta landsins og reyna að þvinga foreldra þeirra til að fylgja þeim eftir. Þegar eru Rússar sakaðir um að hafa rænt minnst tólf þúsund úkraínskum börnum en líklegt er að þau séu mun fleiri. Erlent 27. nóvember 2022 11:21
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Yfirmenn sagðir hafa hvatt til nauðgana Ekkert lát virðist ætla að vera á árásum Rússa á orkuinnviði í Úkraínu en þessum árásum hefur verið lýst sem stríðsglæpum. Veturinn er að ganga í garð í Úkraínu og er þegar byrjaður að hafa áhrif á víglínunum og heimilum óbreyttra borgara. Erlent 24. nóvember 2022 13:01
Sakar Rússa enn og aftur um glæpi gegn mannkyni Volodómír Selenskí Úkraínuforseti sakar Rússa enn of aftur um glæpi gegn mannkyninu eftir að þeir skutu eldflaugum sínum enn og aftur á landið með það að augnamiði að eyðileggja orkuinnviði. Erlent 24. nóvember 2022 07:29
Tafir á stáli seinka viðbyggingunni til vorsins 2024 Reiknað er með að hægt verði að taka langþráða nýja viðbyggingu við Akureyrarflugvöll í notkun vorið 2024, tæpu ári á eftir áætlun. Tafir við afhendingu á ýmsum aðföngum, svo sem stálgrind hússins, gera þetta að verkum. Innlent 24. nóvember 2022 07:01
Fjögur hundruð milljónir bandaríkjadala í hernaðaraðstoð Bandaríkjamenn hyggjast styðja Úkraínu um ígildi 400 milljón bandaríkjadala í hernaðaraðstoð. Vopn, skotfæri og loftvarnarkerfi verða meðal hergagna. Erlent 23. nóvember 2022 18:48
Rússar grunaðir um netárás á vefsíðu Evrópuþingsins Netárás var gerð á vefsíðu Evrópuþingsins fyrr í dag. Árásin var gerð mjög skömmu eftir að þingmenn samþykktu þingsályktun um að skilgreina Rússland sem hryðjuverkaríki. Rússneskur hópur hefur lýst yfir ábyrgð. Erlent 23. nóvember 2022 17:36
Víða rafmagnslaust eftir enn eitt stýriflaugaregnið Umfangsmiklar stýriflaugaárásir Rússa á Úkraínu í dag hafa leitt til þess að rafmagnslaust er víða um landið. Minnst þrír eru látnir og níu særðir í Kænugarði og er borgin þar að auki án neysluvatns í kjölfar árásanna. Erlent 23. nóvember 2022 15:32
Skilgreina Rússland sem hryðjuverkaríki: Tveggja daga gamalt barn dó í eldflaugaárás á fæðingardeild Þingmenn Evrópuþingsins samþykktu í dag þingsályktun um að skilgreina Rússland sem hryðjuverkaríki. Er það gert með vísan í ítrekaðar árásir Rússa á orkuinnviði Úkraínu, sjúkrahús, skóla og neyðarskýli. Nýfætt barn lést í árás Rússa á fæðingardeild í suðurhluta landsins í nótt. Erlent 23. nóvember 2022 12:09
Berjast um mikilvægan skaga við ósa Dniproár Yfirvöld í Úkraínu segjast ætla að reka rússneska hermenn frá mikilvægum skaga vestur af Kherson-borg. Úkraínskir sérsveitarmenn eru þegar sagðir berjast við rússneska hermenn á Kinburn-skaga við ósa Dniproár við Svartahaf. Erlent 23. nóvember 2022 10:28
Óvíst að gervihnattasamband myndi anna öllum fjarskiptaþörfum mikilvægra innviða Gervihnattasamband hefur takmarkaða flutningsgetu og óvíst að fjarskiptasamband um gervihnetti geti annað öllum fjarskiptaþörfum mikilvægra inniviða eða ríkisins við útlönd. Innlent 23. nóvember 2022 09:04
Sanna Marin segir Úkraínu verða að sigra stríðið án þess að tapa landsvæðum Forsætisráðherra Finnlands segir skipta öllu máli að Vesturlönd hjálpi Úkraínu að vinna stríðið gegn Rússum og gefi þar ekkert eftir. Vinni Rússar stríðið væri það ávísun á enn frekari hernað þeirra gegn öðrum Evrópuríkjum. Innlent 22. nóvember 2022 19:20
Sjá mörg tækifæri til frekari samvinnu ríkjanna Sanna Marin og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherrar Finnlands og Íslands, segjast sjá mörg tækifæri til nánara samstarfs ríkjanna tveggja á hinum ýmsu sviðum. Sanna Marin kom til íslands í vinnuheimsókn í dag og fundaði með Katrínu. Innlent 22. nóvember 2022 14:27
Vopnaframleiðendur beðnir um að bretta upp ermarnar Ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því hve mikið vestrænir herir hafa þurft að ganga á skotfærabirgðir sínar vegna vopnasendinga til Úkraínu. Vopnaframleiðendur hafa verið beðnir um að bretta upp ermarnar og auka framleiðslu á vopnum og skotfærum og sérstaklega með tilliti til þess að stríðinu í Úkraínu mun líklega ekki ljúka á næstunni. Erlent 22. nóvember 2022 11:27
Milljónir í hættu á að deyja sökum kulda Milljónir Úkraínumanna eru í hættu á að deyja í vetur sökum kulda, segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin. Helmingur orkuinnviða landsins er skemmdur eða ónýtur og um 10 milljón manns án rafmagns. Erlent 22. nóvember 2022 08:19
Surovikin undir þrýstingi eftir undanhald frá Kherson Sergei Surovikin, sem stýrir innrás Rússa í Úkraínu, er undir þrýstingi um að ná árangri eftir að hafa hvatt til þess að rússneski herinn hörfaði frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg. Herforinginn þarf að geta sýnt fram á að ákvörðunin hafi verið rétt og geti skilað Rússum árangri annarsstaðar í Úkraínu. Erlent 21. nóvember 2022 17:05
Uppgjöf varð að blóðbaði Ráðamenn í Rússlandi hafa á undanförnum dögum sakað úkraínska hermenn um stríðsglæp í austurhluta Úkraínu þar sem minnst ellefu rússneskir hermenn voru skotnir til bana. Hermennirnir voru umkringdir og að gefast upp þegar þeir voru skotnir af stuttu færi, eftir að einn þeirra skaut á úkraínsku hermennina. Erlent 21. nóvember 2022 13:46
Selenskí segir Rússa hafa gert 400 árásir í austurhluta landsins í gær Vólódímir Selenskí Úkraínuforseti sagði í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi að Rússar hefðu gert 400 loftárásir á skotmörk í austurhluta landsins frá því um morguninn. Harðast væri barist í Donetsk en Úkraínumenn væru að sækja fram í Luhansk. Erlent 21. nóvember 2022 07:30
Benda hvor á annan eftir sprengingar við kjarnorkuverið Rússar og Úkraínumenn benda hvorir á aðra eftir að sprengingar urðu við kjarnorkuverið Zaporizhzhia í Úkraínu og svæði í kringum það í dag og í gær. Úkraínumenn segja Rússa hafa ætlað sér að koma í veg fyrir raforkuframleiðslu. Rússar segja að kjarnorkuverið hafi orðið fyrir árásum af völdum úkraínska hersins. Erlent 20. nóvember 2022 14:46
Tenging Kherson við umheiminn styrkist Tímamót urðu í dag þegar forsætisráðherra Bretlands fór í óvænta heimsókn til Úkraínu, í fyrsta sinn frá því hann tók við embætti. Hann hét Selenskí áframhaldandi ríkulegum stuðningi Breta. Þá styrkist tenging Kherson-borgar við umheiminn nú með degi hverjum, þó staðan sé enn alvarleg. Erlent 19. nóvember 2022 21:53
Borgin ríður á vaðið og skuldbindur sig til að taka á móti 1.500 flóttamönnum Reykjavíkurborg hefur skuldbundið sig til að taka á móti allt að fimmtán hundruð flóttamönnum á næsta ári. Borgarstjóri og félagsmálaráðherra vona að fleiri sveitarfélög skrifi undir slíka samninga við ríkið sem fyrst. Innlent 19. nóvember 2022 20:30
Unnið að viðbragðsáætlun til að tryggja fjarskiptaöryggi Íslendinga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra staðfestir að unnið sé að því að tryggja fjarskiptaöryggi Íslendinga og segir málið hafa verið í forgangi hjá Þjóðaröryggisráði. Innlent 19. nóvember 2022 14:00
„Þessi nýja ógn er mjög sértæk og setur okkur í alveg nýja stöðu“ Fjarskiptastofa getur ekki afhent fjölmiðlum gögn er varða áhættumat vegna sæstrengjanna sem liggja til Íslands, þar sem gögnin eru bundin trúnaði vegna þjóðaröryggishagsmuna. Innlent 18. nóvember 2022 11:46
Svíar staðfesta að skemmdarverk voru unnin á Nord Stream leiðslunum Saksóknarinn sem fer fyrir rannsókn Svía á skemmdunum á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum í Eystrasalti hefur staðfest að um skemmdarverk sé að ræða og segir leifar sprengjuefna hafa fundist á vettvangi. Erlent 18. nóvember 2022 09:58
Selenskí segir tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns Volodómír Selenskí Úkraínuforseti segir að linnulausar árásir Rússa á innviði landsins hafi gert það að verkum að nú séu tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns. Erlent 18. nóvember 2022 07:34
Þrír sakfelldir fyrir að skjóta niður MH17 Þrír karlmenn voru í dag sakfelldir fyrir að hafa sprengt flugvél Malasyia Airlines er vélin flaug fyrir Úkraínu árið 2014. Fjórði maðurinn sem var einnig ákærður var sýknaður. Farþegar vélarinnar voru 298 talsins og létu þeir allir lífið. Erlent 17. nóvember 2022 15:01
Enn lenda stýriflaugar í Úkraínu Fjölda rússneskra stýriflauga var skotið að Úkraínu í morgun. Margar þeirra eru sagðar hafa verið skotnar niður en sprengingar hafa heyrst víða um landið, í Kænugarði, Odessa og Dnipro-borg en minnst fjórir eru látnir og fimm særðir eftir árásirnar. Erlent 17. nóvember 2022 09:43
Úkraínumenn enn á því að flaugin hafi ekki verið þeirra Volodomír Selenskí Úkraínuforseti segist enn vera viss um að eldflaugin sem lenti í Póllandi í fyrradag þar sem tveir létu lífið hafi ekki komið frá Úkraínumönnum. Erlent 17. nóvember 2022 07:40
Rússar ábyrgir vegna stöðugra árása á Úkraínu Forseti Póllands og aðalframkvæmdastjóri NATO segja Rússa bera ábyrgð á því með umfangsmiklum árásum sínum á borgir og bæi í Úkraínu að ein af loftvarnaeldflaugum Úkraínumanna sprakk innan landamæra Póllands í gærkvöldi. Miklar skemmdir urðu á innviðum Úkraínu í árásum Rússa. Erlent 16. nóvember 2022 19:21