Grindvíkingar fá danskan landsliðsframherja í stað Fairley Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur samið við danska landsliðsframherjan Söruh Mortensen um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í Subway-deild kvenna í körfubolta. Körfubolti 2. janúar 2024 17:46
Pistons vann loksins leik Detroit Pistons slapp við að skrá sig í sögubækurnar fyrir lengstu taphrinu í sögu NBA-deildarinnar er liðið náði loksins að vinna leik í nótt. Körfubolti 31. desember 2023 15:00
Segir búningsklefa Miami Heat vera eins og í Hungurleikunum Udonis Haslem, sem lék með Miami Heat allan sinn feril og fram á fimmtugsaldur, lét nokkrar skrautlegar sögur um stemminguna í Miami flakka í viðtalsþætti á dögunum. Körfubolti 31. desember 2023 08:00
O.G. Anunoby til Knicks í fimm manna skiptipakka New York Knicks og Toronto Raptors hafa komist að samkomulagi um að skipta á fimm leikmönnum, en stærstu nöfnin í pakkanum eru sennilega þeir OG Anunoby sem fer frá Raptors og RJ Barrett sem heldur á heimaslóðir í Kanada. Körfubolti 30. desember 2023 21:10
Elvar Már atkvæðamikill í tapleik PAOK Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson lét mikið að sér kveða í dag þegar hann og félagar hans í PAOK misstu af mikilvægum stigum í toppbaráttunni í grísku úrvalsdeildinni. Körfubolti 30. desember 2023 18:29
Þrumurnar höfðu betur í toppslag Vesturdeildar Shai Gilgeous-Alexander átti frábæran leik þegar Oklahoma City Thunder vann góðan sigur í mikilvægum leik í NBA-deildinni í nótt. Topplið Austurdeildar vann nauman sigur. Körfubolti 30. desember 2023 09:30
„Sagði Pavel að ég yrði örugglega síðastur til að snúast gegn honum í klefanum“ Pétur Rúnar Birgisson, leikstjórnandi Tindastóls, var ekki tilbúinn að fá Pavel Ermolinskij sem þjálfara liðsins sumarið 2022. Hann hafði hins vegar skipt um skoðun um mitt tímabilið. Körfubolti 30. desember 2023 08:00
Jöfnuðu annað met sem enginn vill eiga Leikmenn Detroit Pistons í NBA-deildinni í körfubolta hafa ekki haft mikla ástæðu til að fagna undanfarnar vikur og mánuði. Liðið tapaði sínum 28. leik í röð í nótt. Körfubolti 29. desember 2023 17:46
Martin lék í tapi í Evrópudeildinni Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia máttu sætta sig við tap gegn Bayern Munchen í Euroleague-deildinni í kvöld. Körfubolti 28. desember 2023 21:32
Fékk tæknivillu fyrir að skalla boltann Körfuboltamaðurinn Brook Lopez fékk heldur óvenjulega tæknivillu í leik Milwaukee Bucks og Brooklyn Nets í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 28. desember 2023 17:02
NFL pakkaði NBA saman á jóladag NBA deildin í körfubolta hefur jafnað fengið alla athyglina á jóladegi en í ár varð breyting á því og NBA kom ekki vel út úr því. Körfubolti 28. desember 2023 16:16
„Ég veit ekki hvort ég hefði annars sagt frá þessu“ Ein úr Íslandsmeistaraliði Valsmanna faldi ástæðuna fyrir því að hún missti af mikilvægum leik í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Körfubolti 28. desember 2023 13:00
Fimmta ríkasta kona heims kaupir Dallas Mavericks NBA körfuboltafélagið Dallas Mavericks er að fá nýjan eiganda og sú heitir Miriam Adelson. Körfubolti 28. desember 2023 12:31
Hetja Stólanna frá því í vor er að leita sér að nýju liði Keyshawn Woods mun alla tíð tilheyra sögu Tindastólsliðsins eftir að hafa tryggt félaginu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í oddaleiknum á Hlíðarenda í vor. Körfubolti 28. desember 2023 09:31
Góður biti í hundskjaft Aaron Gordon, leikmaður Denver Nuggets í NBA-deildinni, mun ekki taka þátt í næstu leikjum liðsins vegna sérkennilegra meiðsla sem hann hlaut eftir leik liðsins á jóladagskvöld. Körfubolti 27. desember 2023 20:30
Valinn sá besti í fyrstu vikunni sinni eftir langt leikbann Bandaríski körfuboltamaðurinn Ja Morant hefur snúið til baka í NBA deildina með látum eftir að hafa tekið út 25 leikja bann í upphafi leiktíðar. Körfubolti 27. desember 2023 17:00
Pistons setti met með 27. tapinu í röð Detroit Pistons á núna met í NBA-deildinni í körfubolta sem enginn vill eiga. Körfubolti 27. desember 2023 11:01
Íþróttahöll toppliðs í Frakkland brann um jólin BCM Gravelines-Dunkerque spilar í efstu deild í franska körfuboltanum en félagið er heimilislaust eftir jólahátíðina. Körfubolti 27. desember 2023 10:30
Doncic með 50 stig í sigri gegn Suns Luka Doncic fór mikinn í liði Dallas Mavericks gegn Phoenix Suns í nótt en hann skoraði 50 stig fyrir sitt lið. Körfubolti 26. desember 2023 09:43
Brunson dró vagninn er Knicks batt enda á sigurgöngu Bucks Jalen Brunson var stigahæsti maður vallarins er New York Knicks vann sjö stiga sigur gegn Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld, 129-122. Körfubolti 25. desember 2023 22:00
Jöfnuðu gamalt met sem enginn vill eiga Leikmenn Detroit Pistons máttu þóla ellefu stiga tap er liðið heimsótti Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta á aðfaranótt aðfangadags, 126-115. Körfubolti 25. desember 2023 11:17
Vince Carter tilnefndur til frægðarhallarinnar Naismith frægðarhöll NBA deildarinnar hefur birt lista af tilnefndum leikmönnum til innvígslu árið 2024. Körfubolti 24. desember 2023 20:00
Fullkomin nýting hjá Lebron sem varð elstur til að skora 40 stig Lebron James varð elstur í sögu NBA deildarinnar til þess að skora 40 stig í einum leik í 120-129 sigri LA Lakers gegn Oklahoma City Thunder. Körfubolti 24. desember 2023 18:31
Celtics pökkuðu Clippers saman Boston Celtics unnu í nótt 37 stiga sigur á Los Angeles Clippers, 145-108 og eru nú sigursælasta lið deildarinnar með 22 sigra og 6 töp. Körfubolti 24. desember 2023 11:45
Sat hjá eftir að hafa stigið á boltastrák Einn besti nýliði NBA deildarinnar, Victor Wembanyama, sneri ökkla í upphitun fyrir leik gegn Dallas Mavericks í nótt þegar hann steig óvart á boltasæki liðsins. Körfubolti 24. desember 2023 10:01
Heiðursstúkan: Uppgjör körfuboltasérfræðinganna Í öðrum þætti Heiðursstúkunnar mætast þeir Tómas Steindórsson og Hörður Unnsteinsson í spurningakeppni um körfubolta en báðir eru þeir annálaðir körfuknattleikssérfræðingar. Körfubolti 23. desember 2023 11:30
Vegleg hátíðardagskrá á Stöð 2 Sport Það verður nægt framboð af úrvalsíþróttaefni á Stöð 2 Sport um hátíðarnar, bæði af innlendum og erlendum vettvangi. Sport 23. desember 2023 10:01
Embiid nálgast magnað met Abdul-Jabbar Nóg var um að vera í NBA-deildinni í nótt. Leikmenn Philadelphia 76´ers settu met í sigri liðsins á Toronto Raptors. Þá virðist Golden State Warriors vera komið á flug. Körfubolti 23. desember 2023 09:29
Barcelona í hættu á að vera rekið úr Meistaradeildinni Evrópska knattspyrnusambandið rannsakar brot Barcelona á fjárhagsreglum sambandsins. Félagið bókfærði framtíðartekjur í ársreikning félagsins og gæti nú átt í hættu á að vera rekið úr Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 23. desember 2023 08:01
Detroit Pistons nálgast taphrinumet: „Seljið liðið“ segja stuðningsmenn Detriot Pistons vann tvo af fyrstu þremur leikjum tímabilsins en tapaði í nótt 25. leik sínum í röð í NBA deildinni, 119-111 gegn Utah Jazz. Þeir eru nú einum leik frá því að jafna taphrinumet deildarinnar. Körfubolti 22. desember 2023 19:17