Drungilas slapp við bann og spilar í Síkinu í kvöld Nú er orðið ljóst að Adomas Drungilas verður ekki dæmdur í leikbann fyrir brot sitt á Kristófer Acox í fyrsta leik úrslitaeinvígis Tindastóls og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Körfubolti 9. maí 2023 10:05
Ítalskur níðsöngur á Hlíðarenda Það er alþekkt að stuðningsfólk íþróttaliða syngi söngva til að styðja lið sitt og jafnvel til að ögra andstæðingnum. Það er þekkt að sama laglínan fari landanna á milli en það er þó sjaldan sem það er fréttnæmt, fyrr en nú. Körfubolti 9. maí 2023 09:02
Óvænt hetja hjá Lakers sem er einum sigri frá því að slá út Golden State Los Angeles Lakers og Miami Heat eru bæði í frábærum málum og 3-1 yfir í sínum einvígum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir heimasigra í nótt. Körfubolti 9. maí 2023 07:30
Pavel hvetur til stillingar: Jákvæðni á samfélagsmiðlum, kaffistofum og ekki síst vellinum Pavel Ermolinski, þjálfari Tindastóls, hefur hvatt stuðningsfólk liðsins að sína stillingu en liðið er í miðri rimmu gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Vals um Íslandsmeistaratitilinn. Körfubolti 8. maí 2023 23:01
Hættir sem þjálfari Íslandsmeistara Vals Ólafur Jónas Sigurðsson hefur ákveðið að taka sér frí frá körfubolta í eitt ár hið minnsta. Það þýðir að Íslandsmeistarar Vals í körfubolta kvenna eru í leit að nýjum þjálfara. Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum Vals nú rétt í þessu. Körfubolti 8. maí 2023 19:30
„Skilvirknimafían er alveg örugglega ekki sammála mér“ Strákarnir í Lögmáli leiksins segja að Joel Embiid sé vel að því kominn að vera verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar í vetur (MVP). Körfubolti 8. maí 2023 17:45
Skoraði 42 stig og sigurkörfuna en gaf síðan skóna sína eftir leik John Hao, sem lamaðist en lifði af skotárásina í Michigan State skólanum, var sérstakur gestur James Harden í fjórða leik Philadelphia 76ers og Boston Celtics í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Körfubolti 8. maí 2023 16:31
Gæti fengið bann rétt fyrir leik eftir blóðugt högg í Kristófer Dregið gæti til stórra tíðinda í aðdraganda leiks Tindastóls og Vals í úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta annað kvöld því Adomas Drungilas hefur verið kærður vegna höggsins sem hann veitti Kristófer Acox í fyrsta leik einvígisins. Körfubolti 8. maí 2023 14:58
Shaq bað Devin Booker afsökunar Shaquille O'Neal er maður yfirlýsinganna en hann er líka maður sem getur skipt um skoðun og beðið menn afsökunar. Körfubolti 8. maí 2023 13:31
Hilmar Smári spilar áfram með Haukaliðinu Hilmar Smári Henningsson verður áfram í herbúðum Hauka í Subwaydeild karla á næstu leiktíð en þetta staðfesta Haukar á miðlum sínum. Körfubolti 8. maí 2023 11:54
26 ára sonur eiganda Cleveland Cavaliers lést um helgina Nick Gilbert, sonur Dan Gilbert eiganda NBA-liðsins Cleveland Cavaliers, lést um helgina en hann náði aðeins að verða 26 ára gamall. Körfubolti 8. maí 2023 09:31
Jokic refsað fyrir að gefa eiganda mótherjanna olnbogaskot í miðjum leik Nikola Jokic átti stórbrotinn leik í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta en það dugði þó ekki til því Phoenix Suns vann sigur á Denver Nuggets og jafnaði undanúrslitaeinvígi liðanna í Vesturdeildinni í 2-2. Körfubolti 8. maí 2023 07:31
Harden magnaður þegar Philadelphia jafnaði metin eftir framlengdan leik Stórkostleg frammistaða James Harden leiddi Philadelphia 76´ers til sigurs gegn Boston Celtics í fjórða leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í kvöld. Staðan í einvíginu er 2-2. Körfubolti 7. maí 2023 23:01
Tap hjá Martin og félögum gegn einu af neðstu liðunum Valencia tapaði í dag fyrir Baxi Manresa í spænsku ACB-deildinni í körfubolta í dag. Martin Hermannsson lék í rúmar þrettán mínútur fyrir Valencia. Körfubolti 7. maí 2023 20:27
Jón Axel og félagar tryggðu sig inn í úrslitakeppni Jón Axel Guðmundsson og félagar hans í ítalska liðinu Pesaro tryggðu sér síðasta sætið í úrslitakeppnina um ítalska meistaratitilinn í dag. Körfubolti 7. maí 2023 19:27
Lakers komið yfir á ný í einvíginu gegn Warriors Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt. Los Angeles Lakers komst aftur á sigurbraut í einvígi sínu gegn Golden State Warriors og slíkt hið sama gerði Miami Heat í einvígi sínu gegn New York Knicks. Körfubolti 7. maí 2023 09:31
Subway Körfuboltakvöld: Hefði Drungilas átt að fá brottvísun? Tindastóll bar sigurorð af Val í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar í gærkvöldi. Atvik á milli Adomas Drungilas og Kristófer Acox varð að umfjöllunarefni í Subway Körfuboltakvöldi eftir leik. Körfubolti 7. maí 2023 08:00
„Eitt það erfiðasta sem ég hef gert“ Hörður Axel Vilhjálmsson segir að það hafi verið eitt það erfiðasta sem hann hefur gert að hætta sem þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfuknattleik. Körfubolti 6. maí 2023 23:00
Umfjöllun og viðtöl: 82-83: Valur - Tindastóll | Stólarnir komnir í 1-0 eftir dramatík undir lokin Tindastóll er með 1-0 forystu í úrslitaeinvíginu gegn Val í Subway-deild karla í körfuknattleik. Stólarnir voru nálægt því að missa niður tuttugu stiga forskot í síðari hálfleiknum. Körfubolti 6. maí 2023 23:00
Finnur Freyr: Mér finnst við eiga mikið inni og er bara spenntur að fara í næsta leik Valsmenn lutu í gras í fyrsta leik úrslitarimmunnar um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld, í leik sem varð æsispennandi síðustu fimm mínúturnar. Fram að þeim tímapunkti virtust Valsmenn í raun alls ekki líklegir til að ógna forystu gestanna en hrukku hressilega í gang og voru næstum búnir að stela sigrinum. Körfubolti 6. maí 2023 22:07
Tryggvi Snær drjúgur í sigri Zaragoza Tryggvi Snær Hlinason átti fínan leik fyrir Zaragoza sem vann góðan sigur á Joventut Badalona í spænska körfuboltanum í dag. Lið Zaragoza siglir nokkuð lygnan sjó í ACB-deildinni. Körfubolti 6. maí 2023 17:53
Elvar flottur í stórsigri Rytas Rytas vann stórsigur á liði Gargzdai í litháísku úrvalsdeildinni í dag. Rytas er í harðri toppbaráttu við lið Zalgiris Kaunas. Körfubolti 6. maí 2023 16:25
Áhugaverðasta sögulínan fyrir seríuna: „Einvígi þeirra á milli“ Körfuboltasérfræðingurinn Kjartan Atli Kjartansson segir samband Pavel Ermolinskij, þjálfara Tindastóls og Finns Frey Stefánssonar, þjálfara Vals eina áhugaverðustu sögulínu komandi úrslitaeinvígis liðanna í Subway deildinni sem hefst í kvöld. Körfubolti 6. maí 2023 12:16
Eftirspurnin margföld á við framboðið: „Það eru forréttindi“ Svali Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vals segir eftirspurnina eftir miðum á fyrsta leik Vals og Tindastóls í úrslitum Subway deildarinnar mun meiri en framboðið. Það sé af hinu góða, forréttindi sem eigi að njóta. Körfubolti 6. maí 2023 10:01
Heiðraður í nótt en mátti þola tap í kjölfarið Tveir leikir voru á dagskrá í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Boston Celtics og Denver Nuggets eru yfir í sínum einvígum.. Körfubolti 6. maí 2023 09:30
Raunir Knicks-manna taka enda: „Þvílík búbót fyrir okkur sem hafa þraukað þessa eyðimerkurgöngu“ Eftir miklar raunir og mörg ár af rugli er aftur gaman að halda með New York Knicks. Stuðningsmaður liðsins segir dásamlegt að Knicks sé komið aftur í baráttuna á toppnum í NBA og aðdáendum þyki vænt um þetta harðgerða lið sem hefur spilað svo vel í vetur. Körfubolti 6. maí 2023 08:00
Meistaraþjálfarar NBA-deildarinnar fá sparkið hver á fætur öðrum Milwaukee Bucks rak í gær þjálfarann Mike Budenholzer eftir að liðið datt út úr fyrstu umferð úrslitakeppninnar þrátt fyrir að vera með besta árangurinn í Austurdeildinni í vetur. Körfubolti 5. maí 2023 15:30
Grindavík fær mikinn liðsstyrk: „Langt síðan svona stór prófíll hefur komið“ Körfuknattleikslið Grindavíkur hefur tryggt sér afar öflugan liðsstyrk fyrir næstu leiktíð í Subway-deild karla en í dag var tilkynnt um samninga við tvo nýja leikmenn. Körfubolti 5. maí 2023 11:12
Ætlar að heiðra minningu Bryant-feðginanna eftir stórleik í nótt Klay Thompson setti niður átta þriggja stiga skot fyrir meistara Golden State Warriors þegar þeir náðu að jafna metin í 1-1 í einvígi sínu við LA Lakers í undanúrslitum vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í gærkvöld. Körfubolti 5. maí 2023 07:31
Gerir ráð fyrir að spila áfram og segir engin særindi út í Keflavík Í gær var greint frá því að Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika með Keflavík í Subway-deildinni á næstu leiktíð. Hörður Axel gerir ráð fyrir að spila á næstu leiktíð en segist setja fjölskylduna í fyrsta sætið. Körfubolti 5. maí 2023 07:00