Alþingiskosningar 2024

Alþingiskosningar 2024

Fréttir og greinar tengdar kosningum til Alþingis sem fram fara 30. nóvember 2024.



Fréttamynd

Á degi barnsins

Í dag höldum við upp á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sáttmálans sem gjörbreytti skilningi okkar á réttindum barna.

Skoðun
Fréttamynd

Veiði­leyfa­gjaldið og flokkarnir

Veiðileyfagjald er gjald sem útgerðir greiða fyrir að fá leyfi til að veiða á miðunum við Ísland. Útgerðinni er mikið í mun að tala um veiðileyfagjald sem „skatt“ þó það sé ekki skattur heldur aðeins eitt af því sem þarf að vera til staðar áður en haldið er til veiða, sambærilegt við veiðarfæri, olíu á skipið, kost fyrir áhöfnina o.sv.frv.

Skoðun
Fréttamynd

Frelsi eykur fjöl­breytni og er hvetjandi fyrir sam­félagið

Unga fólkið sem nú er að kjósa fulltrúa sína til sætis á hinu háa Alþingi, jafnvel í fyrsta skipti, kann kannski að undrast það afhverju við í Viðreisn viljum halda í heiðri frelsi í sinni víðustu mynd. Frelsi einstaklinga til að fá að vera í friði frá stjórnvöldum með sín mál, frelsi til athafna, lífsskoðana og viðskipta.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar býr lýð­ræðið?

Almenningsbókasöfn gegna lykilhlutverki og eru lífæð nútímasamfélags sem styður við menntun, menningu og lýðræði. Fjárfesting í bókasöfnum er fjárfesting í samfélagi þar sem jafnræði, lýðræðisleg þátttaka og menningarleg fjölbreytni eru höfð að leiðarljósi. Það er skylda okkar sem samfélags að standa vörð um þessi verðmæti.

Skoðun
Fréttamynd

Okkar plan virkar - þetta er allt að koma!

Stýrivextir voru lækkaðir um 50 punkta í morgun. Þeir hafa lækkað um 75 punkta síðan í október. Hvað þýðir þetta? Heimili með 30 m.kr. húsnæðislán eykur ráðstöfunartekjur sínar um 190 þúsund á ári.

Skoðun
Fréttamynd

Skýr merki um að verð­bólga sé að hjaðna

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 9 prósent í 8,5 prósent. Þetta er önnur stýrivaxtalækkunin í röð. Seðlabankastjóri segir skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna mjög hratt og hagkerfið að kólna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Til­laga í sjókvía­eldis­málum

Eftir sýningu á heimildamyndinni Árnar þagna um grafalvarlega stöðu í norskum laxveiðiám vegna eldislaxa kom fram merkilegur samhljómur fulltrúa framboðanna sem sátu í pallborði í Háskólabíói þann 19. nóvember.

Skoðun
Fréttamynd

Við kjósum vel­ferð dýra

Fyrrum ráðherra Samfylkingarinnar, nú þingmaður og frambjóðandi flokksins í þriðja sæti í Suðvesturkjördæmi, Þórunn Sveinbjarnardóttir, birti grein hér á Vísi mánudaginn 18. nóvember sl., undir heitinu „Kjósum velferð dýra“.

Skoðun
Fréttamynd

Pólitísk lof­orð

Kosningar snúast um loforð. Loforð um betra samfélag, aukna velferð, lægri skatta eða aukna þjónustu, nú eða að þykjast ætla að leggja beinharða peninga inn á bankabækir kjósenda.. En oftar en ekki reynast þessi loforð vera innantóm orð sem eru aðeins sett fram til að veiða atkvæði kjósenda.

Skoðun
Fréttamynd

Örugg landa­mæri eru for­gangs­mál

Eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins er að styrkja íslensk landamæri og skal það engan undra. Staðan í heiminum, sem við förum ekki varhluta af, er alvarleg og kallar á að við höldum þétt utan um landamæri okkar.

Skoðun
Fréttamynd

100 þúsund á mánuði

Vextir eru ekki bara tölur á blaði. Lágir vextir gera fjölskyldum kleift að blómstra, fyrirtækjum að fjárfesta og samfélögum að dafna. Ódýrara fjármagn veitir súrefni inn í hagkerfið, skapar tækifæri og hvetur til nýsköpunar.

Skoðun
Fréttamynd

Lögum grunninn

Samfylkingin hélt 40 opna fundi með almenningi um land allt þar sem fjallað var um heilbrigðismál og annað eins með sérfræðingum og starfsfólki í greininni.

Skoðun
Fréttamynd

Eldri borgarar. Takið eftir

Framundan eru kosningar til Alþingis 30. nóvember n.k. Stjórnmálaflokkar eru að birta þessa dagana stefnumál sín og línurnar farnar að skýrast. Við getum því farið að mynda okkur skoðanir m.t.t. hvað eldri borgurum kemur best.

Skoðun
Fréttamynd

Arð­rán um há­bjartan dag?

Það er stórmerkilegt að Flokkur fólksins sé eina stjórnmálaaflið sem setur raunverulegar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á oddinn. Aðrir flokkar fara með þá fölsku möntru að kerfið sé það besta í heimi, þrátt fyrir að það liggi fyrir að það hafi leitt til minni afla í öllum tegundum og byggðaröskun.

Skoðun
Fréttamynd

Sér­fræðingar í von­lausum að­stæðum

Ísland væri ekki á vetur setjandi ef ekki væri fyrir björgunarsveitirnar. Það er sannarlega tilfellið um allt land og alveg sérstaklega í Öræfum og í raun í öllu Suðurkjördæmi. Í Öræfum, þar sem einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins er að finna, heimsækja á hverju ári um ein milljón manns Jökulsárlón og aðrar náttúruperlur á Suðurströnd landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Engir náttúru­verndar­sinnar á Al­þingi eftir kosningar?

Náttúruvernd á Íslandi hefur alla tíð verið varnarbarátta gegn ásókn virkjanaaðila í víðerni og villta náttúru landsins, ekki síst hálendisins. Það kom skýrt fram á kosningafundi Samorku í gær að það hefur sjaldan verið mikilvægara að tryggja rödd náttúrunnar á Alþingi Íslendinga.

Skoðun
Fréttamynd

Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir

Sigríður Andersen frambjóðandi Miðflokksins segir að svokölluð woke-hugmyndafræði virðist ganga út á að sjá fórnarlömb í öllum málum, sjá óréttlæti í einföldustu hlutum og þurfa alltaf að vera í einhverri baráttu. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata segir að fólkið sem hrópar woke í áttina að öllum sem eru að reyna vinna að framgangi mannréttinda séu aðalvælukjóarnir.

Innlent
Fréttamynd

Kunnug­leg rödd og kosninga­lof­orð

Nú er kunnugleg rödd farin að hljóma sem ber upp mörg kosningaloforð. Ég þekki vel þessa rödd því fyrst heyrði ég hana úr munni fréttamanns í sjónvarpinu. Seinna heyrði ég þessa rödd tala fyrir hönd S-hópsins svokallaða sem keyptu Búnaðarbankann.

Skoðun
Fréttamynd

Czy masz poczucie, że jesteś ważny?

Każdy z nas powinien czuć, że ma znaczenie, że należy do wspólnoty i że jego obecność jest istotna. To szczególnie ważne dla osób, które przyjeżdżają na Islandię z innych krajów, często nie znając jeszcze społecznych norm i zwyczajów.

Skoðun
Fréttamynd

Orka flækt í þungu regluverki

Ég hef alltaf verið stoltur af því að á Íslandi sé öll orkuöflun framleidd með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum. Það eru fá dæmi um lönd í heiminum sem geta sagt slíkt hið sama en í Evrópu þurfa lang flest lönd að stóla á kolefniseldsneyti eða kjarnorku til að framleiða rafmagn.

Skoðun
Fréttamynd

And­leg heilsa er dauðans al­vara

Fyrir tveimur árum síðan urðu fjölskylda, nánustu vinir og samfélag í kringum æskuvin minn fyrir skelfilegum atburði. Flestum að óvörum tók hann sitt eigið líf.

Skoðun