Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Halda á leit áfram í Valencia á Spáni þar sem hamfaraflóð hófust í fyrradag. Alls eru 95 látin en líklegt er að sú tala eigi eftir að hækka þegar líður á daginn. Mikill fjöldi viðbragðsaðila frá lögreglu, her og björgunarsveitum mun í dag leita að fólki. Tugir eru enn týnd. Erlent 31. október 2024 06:31
Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Fjárfesting í kolefnisförgunarfyrirtækinu Carbfix verður tæplega þrjátíu milljörðum krónum lægri en áður var reiknað með samkvæmt nýrri fjárhagsspá Orkuveitunnar. Förgunarmiðstöð í Hafnarfirði verður nær alfarið fjármögnuð með nýju hlutafé en viðræður við erlendan fjárfesti eru sagðar ganga vel. Viðskipti innlent 30. október 2024 11:07
Fínmalað móberg til að lækka kolefnisspor sements á Íslandi og í Evrópu. Við erum nú í þeirri einstöku stöðu að geta þróað og innleitt nýjar tegundir sements sem byggjast á hagnýtum rannsóknum sem upprunalega voru gerðar af íslenskum vísindamönnum á sjöunda áratugnum. Þessi nýja tegund sements, sem byggir að hluta til á náttúrulegu íslensku móbergi, mun hafa veruleg áhrif á kolefnisspor sem tengjast byggingariðnaði á Íslandi og víðar. Skoðun 28. október 2024 12:45
Er verið að blekkja fólk? Það eru blikur á lofti í íslenskum stjórnmálum, allt getur farið á versta veg þrátt fyrir stórkostlegt afhroð sem Sjálfstæðisflokkurinn fær í skoðanakönnunum. Það eru nefnilega til flokkar sem eru tilbúnir til að halda uppi merkjum hans, Viðreisn og Miðflokkurinn sjá um nýfrjálshyggjuna og tekur við öfga hægrinu og Miðflokkurinn og Flokkur fólksins sjá um rasistana sem ber nú meira á en oft áður en hafa alltaf verið til staðar í Sjálfstæðisflokknum og reyndar víðar, til dæmis í Framsóknarflokknum. Skoðun 27. október 2024 10:32
Vill hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun fyrir árslok Landsvirkjun er komin með öll tilskilin leyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá og stefnir að því að hefja framkvæmdir fyrir árslok. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi í dag. Innlent 24. október 2024 22:00
Varar við því að skerðingar á raforku geti staðið fram á vor Landsvirkjun tilkynnti í dag að grípa yrði til aukinna skerðinga á raforku til stórnotenda og varaði við því að þær gætu staðið fram á vor. Slæm vatnsstaða miðlunarlóna er sögð meginskýringin. Innlent 23. október 2024 21:26
Hugleiðingar ellilífeyrisþega um landsmálin, umhverfis og orkumálin. Víst er hún skondin tík þessi pólitík, ég er oft hugsi yfir þingmönnum okkar sem eru líðræði landsins vægt sagt dýrir í rekstri, eru jafnvel stundum til óþurftar. Heildargreiðslur til nokkura hávaðasamra óbreyttra þingmanna eru fyrstu 8 mánuði yfirstandandi árs kr 16.131.504, á mann, að meðaltali, sem gera þá 2.016.438 kr á mánuði (heimildin er vefur Alþingis). Skoðun 23. október 2024 18:33
Carbfix hlaut Nýsköpunarverðlaunin Nýsköpunarverðlaun Íslands 2024 voru í dag veitt nýsköpunarfyrirtækinu Carbfix sem þróað hefur og markaðssett tækni til að binda koldíoxíð og brennisteinsvetni varanlega í bergi. Verðlaunin voru afhent á Nýsköpunarþingi sem fram fór í Grósku fyrir fullum sal og eru veitt af Íslandsstofu, Hugverkastofunni, Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og Rannís. Viðskipti innlent 22. október 2024 16:28
Græningjar vilja fara fram í öllum kjördæmum Hópur fólks vinnur nú að því að stofna Græningja, ný stjórnmálasamtök. Markmið þeirra er að bjóða fram í alþingiskosningum í nóvember í öllum kjördæmum. Áður en til þess kemur þarf þó að stofna samtökin og til þess eru þau nú að safna undirskriftum. Innlent 20. október 2024 16:01
Vara ráðherra við hörmungum ef lykilhringrás í hafinu stöðvast Sumir fremstu loftslagsvísindamanna heims eru á meðal þeirra sem vara norræna ráðherra við alvarlegri ógn við mikilvæga hringrás í Norður-Atlantshafi sem gæti haft hörmungar í för með sér fyrir Norðurlöndin. Fjórir íslenskir fræðimenn eru á meðal þeirra sem skrifa undir opið bréf þess efnis. Innlent 19. október 2024 16:16
Eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti gæti náð hámarki á þessum áratug Aukin framleiðsla endurnýjanlegrar orku í heiminum gæti orðið til þess að eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti nái hámarki sínu fyrir lok áratugsins. Stríðsátök sem olíuríki eru aðilar að í Miðausturlöndum og Rússlandi eru þó sögð skapa mikla óvissu. Erlent 16. október 2024 15:33
Rafeldsneyti vegna íslenskrar tækni dugar til orkuskipta alls skipaflotans Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling hefur samið um hönnun rafeldsneytisverksmiðju í Kína. Þetta er einn stærsti samningur í sögu fyrirtækisins en með honum stefnir í að framleiðslumagn vistvæns eldsneytis á grunni íslenskrar tækni dugi til orkuskipta á öllum íslenska skipaflotanum. Innlent 12. október 2024 22:44
Áður farið af sporinu sem dragi alltaf dilk á eftir sér „Ég er auðvitað ósammála þessari nálgun á málið. Ég held að almenningur allur sé sammála um það að það sé kjarnahlutverk Orkuveitunnar að sjá borgarbúum fyrir vatni og orku. Það er í kringum þá starfsemi sem Orkuveitan er stofnuð. Staðreyndin er sú að í sögulegu samhengi þá hefur félagið áður farið út af sporinu og ráðist í verkefni sem eru ekki í þágu borgarbúa með beinum hætti og þessi verkefni hafa alltaf dregið dilk á eftir sér.“ Innlent 12. október 2024 18:14
Segja fullyrðingar borgarfulltrúa um Carbfix ekki standast Orkuveita Reykjavíkur gerir athugasemdir við fullyrðingar oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn um kostnað við Carbfix-verkefnið og að það samræmist ekki hlutverki fyrirtækisins. Kveðið er á um í lögum að Orkuveitan starfræki kolefnisbindingarverkefni. Viðskipti innlent 11. október 2024 14:52
Bein útsending: „Óveður aldarinnar“ skellur á Flórída Fellibylurinn Milton hefur náð landi í Flórída í Bandaríkjunum. Fjölmargir hvirfilbylir hafa skollið á Flórída í dag, í aðdraganda Miltons og er búist við mikilli eyðileggingu, nái fellibylurinn landi af þeim styrk sem spár gera ráð fyrir. Erlent 9. október 2024 23:30
Kom skemmtilega á óvart að hitta Margréti Danadrottningu Það kom Höllu Tómasdóttur forseta Íslands skemmtilega á óvart að hitta Margréti Þórhildi Danadrottningu í gær. Halla segir drottninguna vera sér mikla fyrirmynd og því hafi verið gaman að hún hafi óvænt komið og heilsað upp á forsetahjónin í Amalíuborgarhöll við komuna þangað í gær. Innlent 9. október 2024 10:28
Milton safnar aftur krafti Fellibylurinn Milton er aftur orðinn að fimmta stigs fellibyl, eftir að hann var lækkaður í fjórða flokk í dag. Búist er við því að fellibylurinn muni valda mikilli eyðileggingu á vesturströnd Flórída seinna í vikunni, gangi spár eftir. Erlent 8. október 2024 22:24
Koma sér í skjól undan fellibylnum Milton Meira en þrjár milljónir manna búa á Tampa-svæðinu á vesturströnd Flórída þangað sem fellibylurinn stefnir nú. Fólk er byrjað að koma sér undan þar en innan við tvær vikur eru frá því að fellibylurinn Helena olli eyðileggingu í Flórída og víðar. Erlent 8. október 2024 12:39
Ríkið gæti niðurgreitt losun flugfélaganna um þrjá milljarða Kostnaður ríkisins vegna undanþágu fyrir flugfélögin frá hertum losunarkröfum Evrópusambandsins gæti numið allt að rúmum þremur milljörðum króna næstu tvö árin. Losunarheimildir sem flugfélögin fá endurgjaldslaust koma frá íslenska ríkinu. Viðskipti innlent 8. október 2024 08:02
Íbúakosning verður haldin í Hafnarfirði Fari svo að Hafnarfjarðarbær og Coda Terminal nái samningum um að fyrirtækið dæli innfluttu koldíoxíði niður í jörðina við bæinn verður haldin íbúakosning um málið. Innlent 7. október 2024 21:11
Úr óveðri í kröftugasta fellibyl ársins á sólarhring Fellibylurinn Milton hefur stækkað mjög hratt yfir Karíbahafinu og er nú skilgreindur sem fimmta flokks fellibylur og sá kröftugasti á þessu ári. Hann stefnir hraðbyr að Flórída en Helena, annar öflugur fellibylur fór þar einnig yfir á dögunum og olli miklum skaða. Erlent 7. október 2024 18:38
Hætta að sekta fyrir notkun nagladekkja Lögreglan á Suðurlandi hefur tilkynnt að hún sé hætt að sekta ökumenn bifreiða búnum nagladekkjum. Enn eru rúmar þrjár vikur í að notkun nagladekkja verði lögleg. Innlent 7. október 2024 12:20
Minnkandi losun en umfram úthlutanir Íslands Losun gróðurhúsalofttegunda var líklega umfram úthlutanir Íslands í fyrra þrátt fyrir að hún drægist saman um þrjú prósent á milli ára. Stjórnvöld hafa þó nægjanlegan sveigjanleika til þess að standast alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Innlent 2. október 2024 12:03
Síðasta kolaorkuveri Bretlands lokað Brennslu kola til rafmagnsframleiðslu er lokið í Bretlandi eftir 142 ára sögu. Slökkt var á síðasta kolaorkuveri landsins í nótt. Meiri en helmingur af raforku er nú framleidd með endurnýjanlegum hætti í Bretlandi. Erlent 1. október 2024 08:43
Carbfix – enn og aftur Carbfix-aðferðin hraðar ferli sem bindur koldíoxið í steind með sama hætti og gerist á ótal stöðum í berggrunni Íslands á meðan þessi orð eru skrifuð. Kalsítútfelling í basalti er kjörin leið til að flýta náttúrulegu ferli og binda með því ofgnótt af koldíoxíði í lofti. Skoðun 30. september 2024 11:02
Ellefu milljarða lán til að byggja upp veitukerfi og verjast loftslagsvá Orkuveitan hefur fengið vilyrði fyrir rúmlega ellefu milljarða króna láni frá Evrópska þróunarbankanum (CEB). Lánið á að fjármagna uppbyggingu á veitukerfi og efla viðnám þess gegn loftslagsvá og náttúruhamförum. Viðskipti innlent 27. september 2024 19:38
Svarar ekki kostnaði að bjarga sjálfum sér Þegar þetta er skrifað hafa 34 deilt færslu Viðskiptaráðs sem ber fyrirsögnina “Tvær af hverjum þremur loftslagsaðgerðum hafa neikvæð efnahagsleg áhrif” og fjallar um umsögn ráðsins um uppfærða aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Skoðun 26. september 2024 12:00
Að kjarna orku þjóðar Stuttu eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst árið 2022 varð ljóst að orkumál í Evrópu stóðu höllum fæti. Þjóðverjar höfðu til að mynda sett sífellt fleiri egg í körfu Rússlands með sívaxandi innflutningi á gasi úr austri. Skoðun 26. september 2024 08:03
Manngerð hlýnun gerði flóðin í Evrópu tvöfalt líklegri en ella Hnattræn hlýnun af völdum manna tvöfaldaði líkurnar á úrhellinu sem olli mannskæðum flóðum í Mið-Evrópu í síðustu viku. Að minnsta kosti 24 fórust í flóðunum sem eru sögð þau verstu í að minnsta kosti tuttugu ár. Erlent 25. september 2024 12:03
Unnu spellvirki á finnska þinghúsinu til að mótmæla móvinnslu Á annan tug umhverfisverndarsinna var handtekinn eftir að spellvirki voru unnin á finnska þinghúsinu í Helsinki í morgun. Fólki skvetti rauðleitum vökva á tröppur og súlur hússins til þess að mótmæla móvinnslu finnsks fyrirtækis í Svíþjóð. Erlent 25. september 2024 11:23