Fjárfestingafélagið Silfurberg fjármagnar nýjan vísissjóð Fjárfestingafélagið Silfurberg, sem er í eigu hjónanna Friðriks Steins Kristjánssonar og Ingibjargar Jónsdóttur, stendur að fjármögnun á nýjum vísissjóði, Berg Energy Ventures, sem fjárfestir í fyrirtækjum sem vinna að lausnum gegn loftlagsvandanum. Innherji 30. maí 2022 15:00
Þörungaræktandi telur Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar Tugir manna gætu fengið vinnu hér á landi við verksmiðju bandarísks nýsköpunarfyrirtækis sem ætlar sér að binda kolefni með þörungarækt í Atlantshafi á næstu árum. Stofnandi fyrirtækisins segir Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar í heiminum. Viðskipti innlent 26. maí 2022 07:30
Bein útsending: Heilbrigð jörð - heilbrigt líf Viðburðurinn Heilbrigð jörð – heilbrigt líf er hluti af viðburðaröðinni Í liði með náttúrunni sem Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun stendur fyrir í samstarfi við Norræna húsið. Viðburðurinn hefst klukkan 16 og verður í beinu streymi hér að neðan. Innlent 25. maí 2022 15:50
Sker upp herör í loftslagsmálum eftir „glataðan áratug“ í Ástralíu Verðandi forsætisráðherra Ástralíu boðar meiriháttar breytingar á sviði loftslagsmála, eftir að hafa verið kjörinn í þingkosningum um helgina. Erlent 22. maí 2022 11:20
Gætu náð 260 megavöttum í viðbót úr virkjunum í Þjórsá og Tungnaá Landsvirkjun telur unnt að auka orkuvinnslugetu núverandi virkjana á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu um 260 megavött, bæði með endurbótum á vél- og rafbúnaði og með fjölgun aflvéla til að nýta vaxandi jöklabráðnun. Viðskipti innlent 19. maí 2022 10:05
Stjórnvöld blekki almenning með villandi framsetningu Stjórnvöld blekkja almenning með villandi framsetningu á tölum um markmið sín í loftslagsmálum að mati Ungra umhverfissinna. Allt stefni í að samdráttur í heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá árinu 2005 til 2030 verði aðeins 4,3 prósent en ekki 55 prósent eins og stefnt er að. Innlent 18. maí 2022 12:42
Rekja eitt af hverjum sex dauðsföllum í heiminum til mengunar Léleg loftgæði, mengað vatn og eituefnamengun drepur fleiri jarðarbúa árlega en stríð, hryðjuverk, bílslys, malaría, fíkniefni og áfengi. Í nýrri rannsókn eru eitt af hverjum sex dauðsföllum í heiminum rakin til mengunar. Erlent 18. maí 2022 06:00
Davíð Helgason beinir sjónum sínum að loftslagsmálum Davíð Helgason, stofnandi fyrirtækisins Unity, hefur komið á fót fyrirtækinu Transition Labs, ásamt Kjartani Erni Ólafssyni, frumkvöðli og tæknifjárfesti. Markið félagsins er að gera Ísland að suðupunkti loftslagsverkefna á heimsvísu. Viðskipti innlent 17. maí 2022 19:31
Kolefnisgjald og sala losunarheimilda skilað ríkinu 59 milljörðum Sala losunarheimilda gróðurhúsalofttegunda hefur skilað íslenska ríkinu 11,41 milljarði króna í tekjur. Tekjur ríkissjóðs af kolefnisgjaldi nema 47,72 milljörðum króna frá því að innheimta hófst árið 2010. Innlent 17. maí 2022 14:52
Sjálfbærnivegferð Evrópusambandsins er komin til Íslands Larry Fink, forstjóri BlackRock, stærsta sjóðastýringafyrirtæki heims, skrifar árlega opið bréf til forstjóra annarra fyrirtækja. Bréfið er víða lesið og rætt, enda er BlackRock eigandi í mörgum fyrirtækjum fyrir hönd fjárfesta sinna. Árið 2020 sló Fink nýjan tón í skrifum sínum. Þema Fink það ár var sjálfbærni. Umræðan 17. maí 2022 10:01
Afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi Hik í uppbyggingu í samgöngumálum og afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi fyrir metnað Íslendinga í loftslagsmálum, að sögn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Ráðherra Sjálfstæðisflokks segir úrslitin í Reykjavík kröfu um breytingar. Innlent 15. maí 2022 11:35
Loftslagsmál og bættar samgöngur í Kópavogi Loftslagsvá steðjar að jörðinni okkar og til að takast á við þetta stærsta verkefni mannkynsins þurfum við öll að breyta lífsvenjum okkar. Sveitarstjórnir leika stórt hlutverk í umhverfismálum og ákvarðanir þeirra og skipulag getur haft afgerandi áhrif á loftslagsmál. Skoðun 13. maí 2022 18:01
Mun skoða hvort æskilegt sé að virkja í friðlandi Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra útilokar ekki að hann muni breyta friðlýsingarskilmálum í Vatnsfirði til að hægt verði að virkja þar. Hugmyndin er eitur í beinum sumra þingmanna Vinstri grænna. Innlent 13. maí 2022 11:57
Ekki fyrsta aðvörunin en styttist í að hún gæti orðið sú síðasta Formaður Loftslagsráðs segir alvarlegt að meðalhiti jarðarinnar gæti hækkað um eina og hálfa gráðu á næstu árum. Heimsbyggðin þurfi að gera miklu meira, miklu hraðar, til að bregðast við. Þetta sé ekki fyrsta aðvörunin sem að mannkynið fær en það styttist mögulega í að þetta verði sú síðasta. Innlent 11. maí 2022 13:01
Neyðarkall frá móður jörð Loftslagsbreytingar eru stærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir í dag og það er mikilvægt að stjórnvöld bregðist við vandamálum sem þeim fylgja sem fyrst. Skoðun 11. maí 2022 10:00
Borgarlínan er loftslagsmál Borgarlínan er stærsta loftslagsverkefni höfuðborgarsvæðisins. Ætlum við að ná kolefnishlutleysi í Reykjavík dugar ekki aðeins að fara í orkuskipti. Við verðum að breyta ferðavenjum. Við þurfum fleiri sem velja að ganga, hjóla og nota almenningssamgöngur í stað bíla. Til þess þurfum við Borgarlínu og fullt af hjólastígum. Skoðun 10. maí 2022 11:45
Neðri mörk Parísarsamkomulagsins í hættu á næstu fimm árum Helmingslíkur eru á því að hnattræn hlýnun nái 1,5°C að minnsta kosti eitt af næstu fimm árum. Líkurnar á því voru nærri því engar þegar skrifað var undir Parísarsamkomulagið sem miðar við að halda hlýnun innan 1,5°C ef þess er nokkur kostur. Erlent 10. maí 2022 07:01
Eyðing Amason nærri tvöfaldast á milli ára Meira en þúsund ferkílómetrum af Amasonfrumskóginum var eytt í apríl, nærri tvöfalt stærra svæði en í sama mánuði í fyrra. Þetta er þriðji mánuðurinn á þessu ári sem mánaðarlegt met í skógareyðingu er slegið. Erlent 6. maí 2022 14:58
Loftslagsbreytingar ógna tilvist keisaramörgæsarinnar Keisaramörgæsin, stærsta mörgæsartegund á jörðinni, er í bráðri hættu á að deyja út á næstu þrjátíu til fjörutíu árum vegna loftslagsbreytinga. Stofnun hefur þegar orðið fyrir miklum áföllum vegna hops hafíssins við Suðurskautslandið. Erlent 6. maí 2022 13:36
Viðbúinn uppskerubrestur Enn og aftur þurfum við að tala um loftslagsmálin, því ríkisstjórnin virðist vera fullkomlega glórulaus og afleiðingarnar eru grafalvarlegar. Skoðun 5. maí 2022 14:45
Losun dróst saman en áfram vantar upp í markmið Íslands Nokkur samdráttur mældist í losun gróðurhúsaloftegunda á Íslandi árið 2020 og munar mestu um samdrátt í notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngum. Má gera ráð fyrir að sú breyting skýrist að töluverðu leyti af áhrifum heimsfaraldurs Covid-19. Innlent 3. maí 2022 16:56
Bein útsending: Loftslagsdagurinn 2022 Loftslagsdagurinn 2022 fer fram í Hörpu milli klukkan 10:30 og 16 í dag þar sem meðal annars verður fjallað um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi, neysludrifna losun, innra kolefnisverð, náttúrumiðaðar lausnir og aðlögun og orkuskipti. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilara að neðan. Innlent 3. maí 2022 10:00
Orkuveitan velur skemmtigarð og kaffihús fram yfir raforkuvinnslu Orkuveita Reykjavíkur er að byggja fjölskyldu- og skemmtigarð ásamt kaffihúsi við Elliðaárstöð á sama tíma og hún telur ekki svara kostnaði að hefja þar raforkuframleiðslu á ný. Forstjóri Orkuveitunnar neitar að svara spurningum um málið en oddviti sjálfstæðismanna í borginni segir enga spurningu að endurskoða eigi lokun rafstöðvarinnar. Innlent 2. maí 2022 21:45
Davíð í Unity og Nýsköpunarvika efna til loftslagsviðburðarins „Ok, bye“ í Hörpu Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, og Nýsköpunarvika (Iceland Innovation Week) hafa efnt til sérstaks loftslagsviðburðar í Hörpu þann 18. maí næstkomandi. Listamenn, frumkvöðlar og nokkrir helstu loftslagsfjárfestar heims munu þar koma fram en ætlunin er að skapa samtal og vekja athygli á Íslandi sem miðpunkti í loftslagsmálaumræðunni. Viðskipti innlent 2. maí 2022 13:18
Skoða að stækka jarðgufuvirkjun á Þeistareykjum um 45 megavött Landsvirkjun skoðar nú þann möguleika að stækka Þeistareykjavirkjun í Þingeyjarsýslum um 45 megavött. Það þýddi meiri boranir á svæðinu eftir jarðgufu. Viðskipti innlent 30. apríl 2022 22:44
Stöndum við stóru orðin Loftslagsmálin eru eitt stærsta og mest aðkallandi verkefni mannkyns. Orkustefna Íslands gerir ráð fyrir því að landið verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050. Nýr stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar er enn metnaðarfyllri og flýtir því markmiði um áratug til ársins 2040. Orð eru til alls fyrst, en betur má ef duga skal og tími raunverulegra aðgerða runninn upp. Skoðun 29. apríl 2022 10:01
Ísfirðingar reyna að lifa af í 41 stigs hita Allt að 41 stigs hiti í dag, 39 stig á laugardag og 38 á sunnudag. Svona hljómar veðurspáin fyrir borgina Pune á Indlandi þar sem Ísfirðingurinn Haukur Magnússon er staddur ásamt fjölskyldu sinni. Skæð hitabylgja gengur nú yfir Indland og ekkert útlit fyrir að það kólni neitt að ráði næstu vikuna. Erlent 29. apríl 2022 09:31
Telur mun ódýrara að endurræsa Elliðaárstöð en Orkuveitan áætlar Einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana hvetur Orkuveitu Reykjavíkur til að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar og telur unnt að endurræsa virkjunina fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar. Innlent 28. apríl 2022 23:10
Skæð hitabylgja setur líf Indverja úr skorðum Skæð hitabylgja hefur sett daglegt líf milljóna Indverja úr skorðum og er von á því að hún nái hápunkti á allra næstu dögum. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, segir að hitastig fari nú hratt hækkandi víða um land og hitabylgjan sé fyrr á ferðinni en í venjulegu árferði. Erlent 28. apríl 2022 13:56
„Pínu eins og konfektkassi nema þú mátt borða fullt af molum“ Umhverfisvæn stefnumót á Loftlagsmótinu 2022 þann 4.maí næstkomandi. Atvinnulíf 28. apríl 2022 07:01