Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Erfitt hjá Arsenal

    Englandsmeistarar Arsenal eiga verulega erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld þegar þeir taka á móti Bayern München en þeir töpuðu fyrri leiknum, 3–1. Til að bæta gráu ofan á svart eru margir leikmanna Arsenal í meiðslum þessa dagana. Fjórir leikir eru í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

    Sport
    Fréttamynd

    Kewell ekki með gegn Leverkusen

    Harry Kewell, leikmaður Liverpool, mun ekki vera með í seinni leik liðsins gegn þýska liðinu Leverkusen í Meistaradeild Evrópu sem fram fer annað kvöld.

    Sport
    Fréttamynd

    Man Utd úr leik

    Manchester United er úr leik í Meistaradeild Evrópu en liðið tapaði í kvöld gegn AC Milan, 1-0, á Stadio Giuseppe Meazza og 2-0 samanlagt úr leikjunum tveimur. Það var Argentínumaðurinn Hernan Crespo sem skoraði sigurmarkið, eins og í fyrri leiknum, á 62. mínútu.

    Sport
    Fréttamynd

    Terry kemur Chelsea í 4-2

    John Terry, fyrirliði Chelsea, hefur komið liði sínu í 4-2 gegn Barcelona og eru Chelsea því með pálmann í höndunum eins og staðan er núna. Terry skallaði boltann inn eftir hornspyrnu, en spurningarmerki verður að setja við varnarleik Barcelona í þessari hornspyrnu.

    Sport
    Fréttamynd

    Chelsea komið í 3-1

    Frank Lampard  og Damien Duff komu Chelsea í 3-0 gegn Barcelona á Stanford Bridge í Lundúnum, en Ronaldinho minnkaði muninn. Fyrst átti Joe Cole rispu upp hægri kantinn á sautjándu mínútu, átti skot í Oleguer og Valdes, sem var lagður af stað í hitt hornið, náði að verja en hélt ekki boltanum og Lampard kom úr djúpinu og setti boltann í autt markið.

    Sport
    Fréttamynd

    Eiður byrjar hjá Chelsea

    Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Chelsea sem mætir Barcelona á Stamford Bridge í Meistaradeild Evrópu í kvöld, en Eiður leikur frami ásamt Mateja Kezman í fjarveru Didier Drogba, en Frakkinn snjalli er í leikbanni.

    Sport
    Fréttamynd

    Ruud bjargvættur United?

    Hollendingurinn Ruud van Nistelroy telur sig geta hjálpað liði sínu, Manchester United, til að leggja AC Milan af velli og komast áfram í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu.

    Sport
    Fréttamynd

    Augenthaler framlengir

    Klaus Augenthaler hefur framlengt samning sinn við Bayer Leverkusen, en núverandi samningur hans gilti aðeins út þetta tímabil og hafði það ákvæði í sér að hann yrði aðeins framlengdur ef Leverkusen kæmist í Meistaradeild Evrópu að ári, en það er hvergi nærri öruggt þar sem liðið situr í sjöunda sæti í þýsku Bundesligunni.

    Sport
    Fréttamynd

    Flugeldasýning á Brúnni

    Leikur Chelsea og Barcelona á Stamford Bridge í gær fer klárlega í sögubækurnar enda var hann stórkostleg skemmtun frá upphafi til enda. Einu sinni sem oftar var það Jose Mourinho sem fagnaði að lokum.Leikmenn Barcelona höfðu gert lítið úr sóknarleik Chelsea fyrir leikinn og sögðust ekki hafa mætt eins slöku sóknarliði í háa herrans tíð.

    Sport
    Fréttamynd

    Eiður Smári kemur Chelsea yfir

    Eiður Smári hefur komið Chelsea yfir gegn Barcelona strax á áttundu mínútu í Meistaradeild Evrópu, en leikið er á Stanford Bridge. Eiður fékk sendingu frá hægri frá hægri frá Mateja Kezman, lék á Gerard og skoraði framhjá Victor Valdes markverði Barcelona.

    Sport
    Fréttamynd

    Gattuso leiðréttir sig

    Gennaro Gattuso, miðjumaðurinn sterki hjá AC Milan á Ítalíu, hefur sagt að rangt hafi verið haft eftir honum að hann vildi fara til Manchester United.

    Sport
    Fréttamynd

    Ekkert af ensku liðunum fer áfram!

    Brasilíska knattspyrnuundrið, Ronaldinho hjá Barcelona er ekkert að skafa utan af hlutunum í viðtali við breska blaðið Daily Mirror í dag þar sem hann heldur því fram að ekkert af ensku liðunum fjórum í Meistaradeildinni muni komast í 8 liða úrslitin en 16 liða úrslitunum lýkur á miðvikudag.

    Sport
    Fréttamynd

    Neville og Saha ekki með í kvöld

    Gary Neville og Louis Saha munu ekki leika með Manchester United er liðið mætir AC Milan í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu á San Siro-leikvanginum í kvöld.

    Sport
    Fréttamynd

    Benites fær menn úr meiðslum

    Lið Liverpool hefur verið meiðslum hrjáð á tímabilinu en fagnar því að lykilmenn liðsins verða leikfærir í síðari leikinn gegn Leverkusen í Meistaradeildinni.

    Sport
    Fréttamynd

    Börsungar drjúgir með sig

    Leikmenn Barcelona eru ekki í nokkrum vafa um að þeir muni komast áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar á kostnað Chelsea.

    Sport
    Fréttamynd

    Meiðsli hjá United

    Gary Neville og Louis Saha hjá Manchester United hafa báði verið útilokaðir frá leik liðsins við AC Milan í Meistaradeildinni.

    Sport
    Fréttamynd

    UEFA segir Mourinho til syndanna

    Fulltrúi Knattspyrnusambands Evrópu hefur komið fram með yfirlýsingu vegna ummæla Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea eftir leik liðsins við Barcelona í Meistaradeildinni á dögunum.

    Sport
    Fréttamynd

    Chelsea hefur harma að hefna

    Það er alveg ljóst að það verður stríðsástand á Stamford Bridge í kvöld þegar Chelsea tekur á móti Barcelona. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur reitt alla leikmenn Barcelona til reiði með framkomu sinni eftir leikinn í Nou Camp fyrir tveimur vikum þegar hann neitaði að mæta á blaðamannafund eftir leikinn og ásakaði Frank Rijkaard, þjálfara Barcelona, um að hafa rætt einslega við Andreas Frisk, dómara leiksins, í háflleik. Chelsea tapaði leiknum 2-1 og skapaði sér litla virðingu hjá leikmönnum spænska liðsins, sem fannst leikur liðsins leiðinlegur

    Sport
    Fréttamynd

    Henry trúir á sína menn

    Markahrókurinn Thierry Henry hjá Arsenal segir að lið sitt þurfi að sanna ástríðu sína til að eiga möguleika á að komast áfram í Meistaradeildinni.

    Sport
    Fréttamynd

    Collina dæmir á Stamford Bridge

    Ítalski knattspyrnudómarinn Pierluigi Collina mun dæma síðari leik Chelsea og Barcelona, sem fram fer í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöld.<font face="Helv"></font>

    Sport
    Fréttamynd

    Engin værukærð gegn Man. Utd.

    Leikmenn ítalska knattspyrnuliðsins AC Milan ætla sér að halda einbeitingunni í lagi fyrir seinni leikinn gegn Manchester United í Meistaradeild Evrópu.

    Sport
    Fréttamynd

    10% líkur, segir Robben

    Arjen Robben telur litlar líkur á því að hann verði með gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu.

    Sport
    Fréttamynd

    Arjen líklega með gegn Barcelona

    Góðar líkur eru á að Arjen Robben, leikmaður Chelsea, verði orðinn leikfær á ný þegar liðið mætir Barcelona á Stamford Bridge 8. mars í Meistaradeild Evrópu.

    Sport
    Fréttamynd

    Nedved illa meiddur

    Pavel Nedved hlaut slæm meiðsli í leik með liði sínu Juventus gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku.

    Sport
    Fréttamynd

    Ekkert óeðlilegt gerðist

    Anders Frisk, sænski dómarinn í leik Barcelona og Chelsea í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag, hefur skilað inn leikskýrslu sinni frá leiknum til UEFA.

    Sport
    Fréttamynd

    Klögumálin ganga á víxl

    Klögumálin ganga á víxl á milli herbúða Chelsea og Barcelona eftir leik liðanna í Meistaradeildinni á miðvikudaginn. Aðstoðarþjálfari Barcelona, Henk Ten Cate, sem er sakaður um að sparka í afturendann á Jose Mourinho í leikmannagöngunum eftir leikinn, segir þetta lygi. 

    Sport
    Fréttamynd

    Rijkaard hugsanlega refsað

    Frank Rijkaard, knattspyrnustjóri Barcelona, gæti átt yfir höfði sér refsingu frá Knattspyrnusambandi Evrópu

    Sport