Dagur í lífi mannsins sem hefur oftast verið fyrstur með fótboltafréttirnar í sumar Fabrizio Romano segist fá fimmtíu símtöl á dag og er þar af leiðandi mjög mikið í símanum. Markmiðið er að vera fyrstur í heiminum með heitustu fótboltafréttirnar. Fótbolti 3. september 2019 14:30
Segja að SMS frá Messi til Neymar hafi verið upphafið að sápuóperu sumarsins Tveir af bestu leikmönnum heims börðust fyrir því á bak við tjöldin að Neymar kæmist aftur til Barcelona. Fótbolti 3. september 2019 09:00
Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar 2021 fer fram í St. Pétursborg Eftir tvö ár fer úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fram í Rússlandi í annað sinn. Fótbolti 30. ágúst 2019 16:45
Mun styttri ferðalög hjá Liverpool en hjá Manchester City í Meistaradeildinni Liverpool sleppur mun betur út úr ferðalögum sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar heldur en höfuðandstæðingar þeirra í ensku úrvalsdeildinni, Manchester City. Enski boltinn 30. ágúst 2019 15:00
Mávaræðan ekki lengur eina heimsfræga ræða Eric Cantona: Sjáðu ræðu hans á UEFA-sviðinu í gær Misstir þú af ræðu Eric Cantona á Meistaradeildardrættinum í gær? Þá er um að gera að kynna sér þá klassík betur. Cantona bauð nefnilega upp á mjög óvenjulega en um leið mjög Cantona lega ræðu upp á sviði UEFA í gær. Einu sinni talaði Cantona um mávana en í gær talaði hann um flugur, guð og eilíft líf. Fótbolti 30. ágúst 2019 08:30
Liverpool átti besta markvörðinn, besta varnarmanninn og besta leikmanninn á verðlaunahátíð UEFA Liverpool á tvo leikmenn af þeim fjórum sem fengu verðlaun á árlegum drætti Meistaradeildar Evrópu í Sviss í dag. Fótbolti 29. ágúst 2019 17:15
Liverpool aftur í riðli með Napoli í Meistaradeildinni Dregið var í riðla í Meistaradeild Evrópu í dag. Fótbolti 29. ágúst 2019 17:03
Meistaradeildardrátturinn í beinni á Vísi í dag 32 lið verða í pottinum í dag þegar dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Hægt verður að fylgjast með drættinum í beinni hér á Vísi en líka á Stöð 2 Sport. Fótbolti 29. ágúst 2019 12:00
Klopp talar niður væntingar til Liverpool Það verður dregið í riðla fyrir Meistaradeildina í dag. Liverpool á titil að verja og stjóri liðsins, Jürgen Klopp, er spar á stórar yfirlýsingar. Hann gerir ekki endilega ráð fyrir því að endurtaka leikinn. Fótbolti 29. ágúst 2019 09:30
Liðin sem Liverpool, Man. City, Chelsea og Tottenham geta dregist gegn í Meistaradeildinni í dag Bestu félagslið Evrópu fá að vita það í dag hvernig riðlarnir í Meistaradeildinni munu líta út en þá verður dregið í riðlakeppnina í Mónakó. Enski boltinn 29. ágúst 2019 09:00
Fögnuðu sæti í Meistaradeildinni með umdeildum hætti Rauða Stjarnan frá Belgrad tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gær eftir 1-1 jafntefli í seinni leik sínum á móti Young Boys frá Sviss. Fótbolti 28. ágúst 2019 22:30
30. riðlakeppnin bíður Ajax eftir sigur á APOEL Ajax er komið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar eftir 2-0 sigur á APOEL frá Grikklandi í síðari leik liðanna í umspili keppninnar. Fótbolti 28. ágúst 2019 21:00
Jón Guðni og Rosenborg leika í Evrópudeildinni í vetur Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn í vörn Krasnodar sem tapaði 2-1 fyrir Olympiacos í síðari leik liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 27. ágúst 2019 20:57
Eric Cantona fær forsetaverðlaun UEFA í ár Eric Cantona, fyrrum stórstjarna Manchester United og leikmaður franska landsliðsins, verður heiðraður sérstaklega þegar dregið verður í riðla í Meistaradeildinni í Mónakó á fimmtudaginn. Enski boltinn 27. ágúst 2019 10:15
Xabi Alonso elskar ennþá Liverpool "Einu sinni Liverpool maður alltaf Liverpool maður,“ sagði Xabi Alonso í viðtali við breska ríkisútvarpið. Spánverjinn samgladdist sínu gamla félagi síðasta vor þegar Liverpool vann Meistaradeildina en því hafði Liverpool ekki náð síðan að Xabi Alonso lék lykilhlutverk á miðju liðsins. Enski boltinn 23. ágúst 2019 10:30
Meistaradeildin fjarlægur draumur fyrir Jón Guðna og félaga Olympiacos kjöldró Krasnodar, 4-0, í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 21. ágúst 2019 20:45
Ajax slapp með skrekkinn á Kýpur Ekkert má út af bregða hjá Ajax í seinni leiknum gegn APOEL í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 20. ágúst 2019 21:06
Blikastelpurnar fara til Tékklands Breiðablik mætir Sparta Prag í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en dregið var í dag í höfuðstöðvum UEFA í Nyon. Fótbolti 16. ágúst 2019 12:40
Van Dijk keppir við Messi og Ronaldo Liverpool maðurinn Virgil van Dijk er einn af þremur sem koma til greina sem besti knattspyrnumaðurinn í Evrópu á síðasta tímabili. Enski boltinn 15. ágúst 2019 13:41
Eina enska félagið sem hefur orðið meistari meistaranna í Evrópu á þessari öld Liverpool tryggði sér annan Evróputitil sinn á árinu 2019 þegar lærisveinar Jürgen Klopp unnu Ofurbikar UEFA í gær. Enski boltinn 15. ágúst 2019 13:30
Hetjan Adrián: „Þetta hefur verið brjáluð vika“ Spænski markvörðurinn Adrián var hetja Liverpool gegn Chelsea í Ofurbikar Evrópu. Enski boltinn 14. ágúst 2019 23:06
Sjáðu Klopp líkja eftir Rocky: Adriannnn! Jürgen Klopp ákallaði Adrian eftir leikinn gegn Chelsea í kvöld, líkt og Rocky Balboa gerði í Óskarverðlaunamynd fyrir 43 árum. Enski boltinn 14. ágúst 2019 22:34
Adrián hetjan þegar Liverpool vann Ofurbikarinn í fjórða sinn | Sjáðu mörkin Liverpool vann Chelsea í vítaspyrnukeppni í Ofurbikar Evrópu í Istanbúl í kvöld. Enski boltinn 14. ágúst 2019 21:45
Magnað myndband af Mo Salah að halda bolta á lofti með fótalausum strák Liverpool liðið er nú statt í Istanbul í Tyrklandi þar sem Evrópumeistararnir mæta í kvöld Chelsea í leiknum um Ofurbikar Evrópu. Enski boltinn 14. ágúst 2019 10:00
Lygilegur leikur á Parken: Níu vítaspyrnur í súginn þegar Rauða stjarnan fór áfram Rauða stjarnan er komin í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir sigur á FC København í ótrúlegum leik á Parken í kvöld. Fótbolti 13. ágúst 2019 23:30
Jón Guðni og félagar slógu Porto úr leik Krasnodar vann Porto á útivelli og tryggði sér sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 13. ágúst 2019 20:56
Ajax fékk þrjár vítaspyrnur gegn Sverri og félögum | Vonbrigði hjá Celtic Ajax fór áfram í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með sigri á Sverri Inga Ingasyni og félögum í PAOK. Fótbolti 13. ágúst 2019 20:34
Breiðablik í 32-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir öruggan sigur Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnir áfram í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir öruggan sigur á Sarajevo í dag. Fótbolti 13. ágúst 2019 16:49
Kona dæmir leik Liverpool og Chelsea: „Stelpurnar sjá mig í sjónvarpinu og vita að þetta er hægt“ Franski dómarinn Stéphanie Frappart dæmir leik Liverpool og Chelsea í ofurbikar Evrópu í Istanbul á miðvikudaginn og skrifar um leið nýjan kafla hjá UEFA. Enn eitt risaskrefið í uppgangi kvenna í fótboltaheiminum í dag. Enski boltinn 13. ágúst 2019 11:00
Þetta eru leikirnir sem Liverpool þarf væntanlega að spila án Alisson Liverpool vann fyrsta leik tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni um helgina en tapaði einum sínum mikilvægasta leikmanni. Enski boltinn 12. ágúst 2019 12:30