Rich Homie Quan er allur Bandaríski rapparinn Rich Homie Quan er látinn 33 ára að aldri. Hann lést á sjúkrahúsi í Atlanta í gær, en dánarorsök liggur ekki fyrir að svo stöddu. Lífið 6. september 2024 10:17
Ljóst hverjir verða á nýjum dönskum peningaseðlum Barnabókarithöfundurinn H.C. Andersen og grænlenski landkönnuðurinn Arnarulunnguaq eru meðal þeirra sem munu prýða þá dönsku peningaseðla sem verða settir í umferð í Danmörku og á Grænlandi árið 2028. Erlent 6. september 2024 08:51
Verk Arnhildar og félaga valið framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr Verkefni s.ap arkitekta, Hraunmyndanir hefur verið valið framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr 2025. Menning 6. september 2024 07:54
Hljómi eins og öskubakki Ástralski kántrísöngvarinn Keith Urban er yfir sig hrifinn af kollega sínum og stjörnunni Miley Cyrus. Hann hrósaði henni með frekar einkennilegum hætti í hlaðvarpsþætti nýverið þar sem hann sagði hana hljóma alveg eins og öskubakki. Lífið 5. september 2024 17:00
Bergur Einar og Helga Margrét orðin foreldrar Bergur Einar Dagbjartsson, trommuleikari í hljómsveitinni Vök, og Helga Margrét Höskuldsdóttir, dagskrárgerðar- íþróttafréttakona á RÚV, eignuðust stúlku þann 26. ágúst síðastliðinn. Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman. Lífið 5. september 2024 14:31
Örlagaríkur tölvupóstur opnaður á Facetime við mömmu og pabba Erna Kristín og Hrefna Kristrún Jónasdætur eru 24 ára eineggja tvíburasystur sem náð hafa lygilegum árangri í ballettheiminum í Bretlandi. Þær segja hápunkt ferilsins hingað til tvímælalaust hafa verið þegar þær fengu samning við Royal national ballet, einn virtasta ballettflokk Bretlands. Lífið 5. september 2024 14:01
Höfundalögin „þarfnast ástar“ til að virka Stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði kallar eftir því ráðherra breyti höfundalögum á Íslandi og uppfæri til samræmis við nútímann. Allur hugverkaiðnaðurinn sé undir sem neyðist til að styðja sig við úrelt lög. Málaflokkurinn „þarfnast ástar,“ líkt og stjórnarformaðurinn komst að orði, einkar skemmtilega. Innlent 5. september 2024 13:36
Þynnkan bar hópinn ofurliði og Ína grét úr reiði Það getur reynt á taugarnar þegar bestu vinkonurnar standa ekki við fyrirhuguð plön. Því fékk Ína María Einarsdóttir að kynnast þegar aðeins ein úr LXS genginu mætti í skipulagða loftbelgsferð í Marokkó. Hinar voru of þunnar og létu ekki sjá sig. Lífið 5. september 2024 10:31
Þegar ellefu ára Eivør sló í gegn Þegar færeyska stórsöngkonan Eivør Pálsdóttir var einungis ellefu ára gömul kom hún fram í sjónvarpsþættinum Barnalotunni ásamt vinkonu sinni Petsi. Færeyska ríkisútvarpið Kringvarpið rifjar það upp og birtir myndband af þeim syngjandi vinkonum í tilefni af því að Eivör mætir í dag sem gestur í Barnaútvarpið. Lífið 5. september 2024 10:24
Heitustu trendin fyrir haustið Umferðin er orðin þyngri, rigningin heldur áfram að heiðra okkur með nærveru sinni, laufin falla af trjánum, litapallettan breytist, skólabjöllurnar hringja og rútínan tekur yfir. Haustið er mætt í allri sinni dýrð og er árstíðin gjarnan í fararbroddi hinna þegar það kemur að tískubylgjum og nýjum stefnum og straumum. Lífið 5. september 2024 07:03
Raygun þykir þetta mjög leiðinlegt Ástralski breikdansarinn Rachael „Raygun“ Gunn hefur nú veitt sitt fyrsta viðtal eftir allt fjaðrafokið á Ólympíuleikunum í París þar sem tilþrif hennar urðu heimsfræg og efni í hvern samfélagsmiðlabrandarann á fætur öðrum. Sport 5. september 2024 06:32
Svikakvendið ætlar að dansa með stjörnunum Rússneska svikakvendið Anna Sorokin, öðru nafni Anna Delvey, mun keppa í 33. þáttaröð af bandarísku dansþættinum Dancing with the stars. Dansfélagi hennar verður atvinnudansarinn Ezra Sosa. Lífið 4. september 2024 15:27
Hlátur og grátur á Ljósvíkingum Kvikmyndin Ljósvíkingar eftir Snævar Sölvason var frumsýnd í Smárabíó í gær. Þangað lögðu rúmlega átta hundruð manns leið sína til að berja myndina augum í þremur sölum. Bíó og sjónvarp 4. september 2024 14:25
Ræðst á morgun hvort Ísland taki þátt í Eurovision Ríkisútvarpið mun á morgun tilkynna hvort Ísland muni taka þátt í Eurovision í Basel á næsta ári. Fararstjóri íslenska hópsins sagði eftir keppnina í ár að hann gerði ráð fyrir því að Ísland tæki aftur þátt í ár, en ekkert væri meitlað í stein. Lífið 4. september 2024 12:46
Lyfjameðferð við meðvirkni: „Æ, ég væri bara til í að taka eina töflu“ Ertu meðvirkur en nennir ekki sjálfsvinnu og löngu bataferli? Codapent er ný lyfjameðferð við meðvirkni. Á morgun verður borðið upp á heimakynningu á Codapent á Hamraborg Festival þar sem meðvirkir geta prófað meðferðina á eigin skinni. Menning 4. september 2024 08:02
Fresta tónlistarhátíð eftir tilmæli frá lögreglu Stíflunni, tónlistarhátíð sem átti að fara fram í Árbæ um helgina, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Einn skipuleggjenda segir að ákveðið hafi verið að fresta Stíflunni eftir tilmæli frá lögreglu. Innlent 3. september 2024 22:07
Aldrei séð annað eins: IceGuys seldi nítján þúsund miða Um nítján þúsund miðar hafa selst á jólatónleika IceGuys í Laugardalshöll. Skipuleggjandi segist aldrei hafa séð annað eins, unnið er að því að bæta við aukatónleikum en einungis örfáir miðar eru enn eftir. Tónlist 3. september 2024 11:31
Fróaði sér á tónleikum með Bríeti Tónlistarkonan Bríet segist hafa lent í ýmsu á tónleikum sínum í gegnum tíðina. En það sem stendur mögulega upp úr var þegar einn tónleikagestur fróaði sér á miðjum tónleikum. Þetta kemur fram í síðasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar á Stöð 2 sem var á sunnudagskvöldið. Lífið 3. september 2024 10:33
Hjalti er núllpunkturinn - herra Normalbrauð Kvikmyndin Ljósvíkingar verður frumsýnd í Smárabíói þriðjudagskvöldið 3. september. Fullyrt er af aðstandendum að myndin sé hlý og notaleg mynd um vináttu og engin ástæða til að efast um það. Lífið 3. september 2024 09:53
Sunna Gunnlaugs í skugga karlrembu á djasshátíð „Tilkarl“ er orð sem ég heyrði fyrst í tengslum við mál Sunnu Gunnlaugs djasspíanóleikara og tónskálds. Fyrir skemmstu hellti hún sér yfir ákveðinn djassara á Facebook og sagði djasssenuna á Íslandi vera gegnsýrða af karlrembu. Blessuðum mönnunum mun finnast þeir hafa tilkall til alls mögulegs, bara vegna þess að þeir eru karlar. Þeir eru því tilkarlar. Gagnrýni 3. september 2024 07:01
Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ „Enda segi ég oft við útlendinga að ég lifi tvöföldu lífi,“ segir Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda og eigenda YAY og hlær. Atvinnulíf 3. september 2024 07:01
Herra Hnetusmjör stoltur eftir tryllta afmælishelgi Rapparinn Árni Páll, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, hélt tvenna útgáfutónleika í Gamla Bíói um helgina og fagnaði 28 ára afmæli sínu í gær. Þrátt fyrir að vera almennt lítið fyrir afmæli tóku áhorfendur sig til og sungu afmælissönginn fyrir hann á laugardagskvöld. Tónlist 2. september 2024 20:00
Nastassja Kinski heiðursgestur á RIFF í ár Þýska kvikmyndaleikkonan og fyrirsætan Nastassja Kinski er heiðursgestur á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í ár og hreppir heiðursviðurkenningu RIFF. Hátíðin hefst í Háskólabíói þann 26. september næstkomandi og stendur til 6. október. Lífið 2. september 2024 17:36
Rándýr frumsýning hjá LXS skvísum í Sjálandi Það var mikið um dýrðir þegar þriðja sería raunveruleikaþáttanna LXS var frumsýnd í Sjálandi síðastliðið fimmtudagskvöld. Fyrsti þáttur fer í loftið á Stöð 2 og Stöð 2+ á miðvikudagskvöld. Lífið 2. september 2024 13:59
Samtalið órjúfanlegur hluti af sköpuninni „Við spilum fyrst og fremst af kærum sköpunarkrafti,“ segir píanóleikarinn Magnús Jóhann. Hann hefur undanfarin ár unnið að plötu ásamt saxófónleikaranum Óskari Guðjónssyni og hefur sköpunarferlið meðal annars einkennst af góðum samtölum þeirra á milli. Þeir frumsýna hér tónlistarmyndband við lag af plötunni. Tónlist 2. september 2024 11:30
Ljósbrot valin besta norræna kvikmyndin Kvikmyndin Ljósbrot hefur farið sigurför um heiminn og hlaut um helgina aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Osló sem besta norræna kvikmyndin. Bíó og sjónvarp 2. september 2024 10:37
Íslendingar ginnkeyptir fyrir pólitískum samsæriskenningum Íslendingar eru ginnkeyptari fyrir pólitískum samsæriskenningum heldur íbúar í öðrum ríkjum Norðurlanda. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fyrsta þætti Skuggavaldsins en í þessu nýja hlaðvarpi ræða stjórnmálafræðiprófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir saman um hvaðeina er viðkemur samsæriskenningum. Lífið 2. september 2024 09:47
Sautján tíma ferðalag með krefjandi Steinda framundan „Þetta er stundum eins og að ferðast með þriðja barninu sínu,“ segir skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal um sautján tíma ferðalag til Nýja Sjálands sem framundan er hjá honum og Steinda Jr. Saman eru þeir lið í nýrri Draumsseríu sem væntanleg er á Stöð 2 í febrúar. Lífið 1. september 2024 17:02
„Mann- og listfjandsamleg þvæla“ Einar Kárason gagnrýnir úthlutunarkerfi fyrir starfslaun listamanna og segir alla áherslu á sjálfa umsóknina frekar en listamanninn sem sækir um. Hann biðlar til Rithöfundarsambandsins að vinda ofan af „þessari mann- og listfjandsamlegu þvælu“. Menning 1. september 2024 11:21
Beið í fleiri tíma og fékk ekki miða: „Það var miklu auðveldara að fá miða á Taylor Swift“ Það varð uppselt á aðeins nokkrum klukkustundum á alla sautján fyrirhugaða tónleika bresku sveitarinnar Oasis sem kemur saman að nýju á næsta ári eftir áralangt hlé, en miðar á tónleikana fóru í sölu í morgun. Lífið 31. ágúst 2024 23:56