Ye grefur Pete Davidson í nýjasta tónlistarmyndbandinu sínu Nýjasta útspil rapparans Ye, áður Kanye West, hefur vakið töluverða athygli síðustu klukkustundir. Í nýju myndbandi við lagið Eazy grefur hann leirútgáfu Pete Davidsson. Tónlist 3. mars 2022 12:16
„Að verða verri og verri í því sem við gerum er svona helsta markmiðið okkar“ Bestu vinirnir Sigurlaug Thorarensen og Julius Pollux Rothlaender skipa hljómsveitina BSÍ. Þau dansa gjarnan léttklædd í snjónum, stoppa umferð og elska tónleika en hljómsveitin Spice Girls hafði mótandi áhrif á tónlistar ástríðu þeirra. BSÍ er tilnefnd sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár. Tónlist 3. mars 2022 11:31
„Rimlar fyrir öllum gluggum og dregið fyrir en auðvitað heyra þau alveg í okkur“ Söngkonurnar Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Hallveig Rúnarsdóttir efndu til söngmótmæla við Sendiráð Rússlands. Þær vildu nota sönginn og fegurðina til að mynda samstöðu. Söngur hafi verið notaður sem vopn í mjög mörgum byltingum og stríði. Innlent 3. mars 2022 11:08
Staðfesta að framleiðslu Nágranna verður hætt í júní Framleiðslu áströlsku sjónvarpsþáttanna Nágranna, eða Neighbours, verður hætt í júní næstkomandi. Þættirnir hafa verið í framleiðslu í heil 37 ár, en framleiðslufyrirtækinu Fremantle hefur ekki tekist að finna nýja breska sjónvarpsstöð til að fjármagna framleiðsluna eftir að Channel 5 tilkynnti að stöðin myndi draga sig úr framleiðslunni. Lífið 3. mars 2022 08:04
Nýir eigendur ætla alls ekki að byggja blokk eða reisa hótel Höfuðvígi íslensks bingós til áratuga verður fjölnota samkomustaður eftir breytingar nýrra eigenda. Þeir útiloka ekki að þar verði hægt að spila bingó. Innlent 2. mars 2022 23:31
Sól Hansdóttir er fatahönnuður Reykjavíkurdætra: Kvenkyns erkitýpur fá að skína Listakonan og fatahönnuðurinn Sól Hansdóttir er með mörg járn í eldinum og býr yfir mikilli sköpunargleði. Hennar nýjasta verkefni er að hanna fötin sem Reykjavíkurdætur klæðast í Söngvakeppninni en Sól er þekkt fyrir frumlega hönnun sem vekur athygli út fyrir landsteina. Blaðamaður heyrði í Sól og fékk að heyra nánar frá hennar listræna ferli. Tíska og hönnun 2. mars 2022 20:01
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða haldin í Reykjavík í ár Samkomulag við Evrópsku kvikmynda akademíuna um Evrópsku kvikmyndaverðlaunin var undirritað í Höfða í dag. Vegna heimsfaraldurs var Evrópsku kvikmyndaverðlaununum 2020 frestað en hátíðin verður haldin í Hörpu 10. desember næstkomandi. Lífið 2. mars 2022 16:31
Laddi fór á kostum á trommunum Í Glaumbæ á föstudaginn mættu þeir Magni Ásgeirsson og Laddi í myndver og léku á als oddi. Magni er þekktur fyrir það að taka ábreiður af vinsælum lögum og Laddi er nokkuð liðtækur trommari. Tónlist 2. mars 2022 12:31
„Ástríðan fyrir tónlistinni einhvern veginn alltaf fylgt mér“ Söngkonan Rakel Sigurðardóttir er tilnefnd sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár. Hún er nýbyrjuð að gefa út eigið efni en hefur í gegnum tíðina komið fram með fjölda tónlistarfólks og er meðal annars á laginu Ég var að spá sem er tilnefnt sem Lag Ársins á hátíðinni. Tónlist 2. mars 2022 11:31
Þjóðleikhúsið frumsýnir stórsýninguna Framúrskarandi vinkona á Stóra sviðinu Þjóðleikhúsið frumsýnir Framúrskarandi vinkonu á Stóra sviði Þjóðleikhússins laugardaginn 5. mars. Sýningin er byggð á Napólífjórleik Elenu Ferrante en bækurnar hafa notið gríðarlegra vinsælda og verið gefnar út um allan heim. Leikstjóri er Yaël Farber frá Suður-Afríku en hún er ein af eftirsóttari leikstjórum heimsins í dag. Unnur Ösp Stefánsdóttir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir fara með hlutverk þeirra Lenù og Lilu, vinkvennanna tveggja sem vaxa úr grasi í harkalegu umhverfi í Napólí á 6. áratugnum. Lífið samstarf 2. mars 2022 08:54
Til hamingju með Marakess-sáttmálann Aðild Íslands að Marakess-sáttmálanum tekur formlega gildi í dag og því ástæða til að fagna. Undirritun sáttmálans tryggir aðgengi að fjölbreyttara efni fyrir blinda, sjónskerta og fólk með lestrarhömlun og nú með þeim hætti að ekki skiptir máli hvar í heiminum bækur og annað prentefni er gefið út. Skoðun 2. mars 2022 08:32
Ráðin framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar Stjórn Menningarfélags Akureyrar hefur ráðið Evu Hrund Einarsdóttur í starf framkvæmdastjóra. Innlent 2. mars 2022 08:29
Segir frá vinskapnum við Amy Winehouse, skuggahliðum frægðarinnar og bókinni Beyond Black Þórunn Antonía mun á Bókakaffi á Borgarbókasafninu Úlfársdal í kvöld ræða um Amy Winehouse, sem lést 23. júlí árið 2011. Talar Þórunn meðal annars um þátttöku sína í bókinni Beyond Black. Tónlist 1. mars 2022 16:30
„Erum fyrst og fremst bestu vinir í heiminum“ Hljómsveitin Hylur er tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum 2022. Meðlimir sveitarinnar hafa í gegnum tíðina komið fram undir öðrum hljómsveitar nöfnum en alltaf haldið hópinn, enda bestu vinir í heiminum. Tónlist 1. mars 2022 11:30
Samdi tónlist fyrir Netflix seríuna Vikings: Valhalla: „Maður verður ótrúlega meyr að heyra tónlistina sína í svona mögnuðum þáttum“ Íslenska tónlistarkonan Karlotta Skagfield er með mörg járn í eldinum þessa dagana en hún á meðal annars nokkur lög í nýju Netflix seríunni Vikings: Valhalla. Karlotta segir bransann vera virkilega krefjandi heim, sérstaklega fyrir konur og það þurfi að hafa mikið fyrir því að koma sér á framfæri. Þó sé það, blessunarlega, hægt og rólega að breytast í rétta átt. Blaðamaður tók púlsinn á þessari kraftmiklu ungu konu og fékk að heyra frá tónlistar ævintýrum hennar. Tónlist 28. febrúar 2022 21:07
Tónlistarmínútur með Steinari Fjeldsted – Færeyjar, Músíktilraunir og kvíði Steinar Fjeldsted hjá Albumm.is fer alla fimmtudaga yfir það helsta sem er að gerast í Íslenskri tónlist í Tónlistarmínútum hjá Ósk Gunnars á FM957. Albumm 28. febrúar 2022 17:57
Magni fór á kostum þegar hann tók lag með Queens of the Stone Age Í Glaumbæ á föstudaginn mættu þeir Magni Ásgeirsson og Laddi í myndver og léku á als oddi. Magni er þekktur fyrir það að taka ábreiður af vinsælum lögum. Tónlist 28. febrúar 2022 14:30
Sýnishorn úr heimildarmyndinni Einstakt ferðalag Í dag 28. febrúar er alþjóðadagur sjaldgæfra sjúkdóma og af því tilefni gefur Góðvild styrktarsjóður og Mission framleiðsla út stiklu úr heimildarmyndinni Einstakt ferðalag. Lífið 28. febrúar 2022 14:03
Frumsýning á tónlistarmyndbandi Reykjavíkurdætra fyrir Söngvakeppnina Reykjavíkurdætur eru meðal keppenda í undankeppni Eurovision í ár en næsta laugardag stíga þær á svið í seinna holli. Lífið á Vísi frumsýnir hér tónlistarmyndbandið við framlag þeirra í ár en lagið ber nafnið Turn This Around í ensku útgáfunni. Tónlist 28. febrúar 2022 12:00
Árni og Sigrún þekja alla veggi í myndlist Íslendingar velja oft að kaupa húsgögn og húsmuni á nytjamörkuðum eða jafnvel Facebook. Lífið 28. febrúar 2022 10:31
Sautján ára Íslendingur sem hefur unnið með tónlistarmönnum á borð við Kanye West Konráð Darri Birgisson er sautján ára gamall tónlistarmaður, búsettur í Bandaríkjunum og gengur undir listamannsnafninu K1d Krono. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann náð gífurlegum árangri í tónlistarheiminum við að semja melódíur en hann á meðal annars hlut í laginu Louie Bags af plötunni Donda 2, sem hinn heimsfrægi rappari Kanye West gaf út á dögunum. Tónlist 27. febrúar 2022 20:00
Skemmtilegir hlutir til að gera í París Nú eru eflaust margir farnir að skipuleggja ferðalög og velta fyrir sér næsta áfangastað. Parísarborg er þekkt fyrir að vera einhvers konar miðja ástar og rómantíkur. Þangað fer fólk meðal annars til að trúlofast og vera ofur rómó. Þrátt fyrir krafta ástarinnar er alls ekki nauðsynlegt að gestir borgarinnar séu ástfangnir þegar farið er til Parísar þar sem borgin býður upp á endalaus ævintýri og lífið er bókstaflegt listasafn í París. Ferðalög 27. febrúar 2022 15:31
Quo Vadis, Aida: Refurinn lýgur! Kvikmyndin Quo Vadis, Aida (Hvert ertu að fara, Aida) er sýnd í Bíó Paradís þessi misserin. Hún gerist í miðju Bosníustríðinu og segir frá túlkinum Aidu (Jasna Djuricic), sem starfar fyrir Sameinuðu þjóðirnar á herstöð í námunda við heimabæ hennar Srebrenica. Myndin hlaut Evrópsku kvikmyndaverðlaunin árið 2021 og er ein þeirra mynda sem tilnefndar eru til Óskarsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin, þetta árið. Gagnrýni 27. febrúar 2022 14:00
Verbúðaræðið, nostalgían og myndaflóðið á samfélagsmiðlum Fáar sjónvarpsseríur hafa vakið upp eins mikla nostalgíu eins og hin margrómaða Verbúð Vesturports og eiga eflaust margir eftir að sakna þess að bíða spennt á sunnudögum eftir línulegri dagskrá kvöldsins. Lífið 27. febrúar 2022 11:00
„Öskuhaugarnir lagðir niður að fullu og öllu“ Ein af skemmtilegri sögum úr rekstri Héðins hf. er frá árinu 1959. Þegar menn töldu að framtíðarlausnin á sorpurðun væri fundin. Atvinnulíf 27. febrúar 2022 08:01
Ljósmyndirnar sem selja Ísland: „Þeir elskuðu að fljúga með honum“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik sýnir Ragnar Axelsson magnaðar ljósmyndir frá frá ferðum sínum með bandaríska ljósmyndaranum Robert L. Breeden, sem er hugfanginn af Íslandi. Þeir skoðuðu meðal annars staði á hálendi Íslands sem fáir heimsækja og minna helst á aðra plánetu. Menning 27. febrúar 2022 07:01
Ljósið og Með hækkandi sól í úrslit Ljósið í flutningi Stefáns Óla og Með hækkandi sól í flutningi systranna Siggu, Betu og Elínar fóru áfram í úrslit Söngvakeppninnar í kvöld. Tónlist 26. febrúar 2022 21:50
Pétri Erni vikið úr hljómsveitunum Buff og Dúndurfréttum Tónlistarmanninum Pétri Erni Guðmundssyni hefur verið vísað úr hljómsveitunum Buff og Dúndurfréttum. Pétur var söngvari í báðum sveitunum. Innlent 26. febrúar 2022 18:02
Íslenskur myndlistarmaður með sýningu í Amsterdam: „Ljóðlistin seytlar inn í myndlistina“ Íslenski myndlistarmaðurinn Kristbergur Ó. Pétursson opnaði einkasýninguna Paintings and poems í Amsterdam fyrir nokkrum vikum síðan í Wg Kunst salnum. Menning 25. febrúar 2022 19:31
Aberdeen heiðraði Sir Alex Ferguson með styttu | Afhjúpaði hana sjálfur Sir Alex Ferguson er hvað frægastur fyrir að gera Manchester United að einu mesta stórveldi knattspyrnusögunnar. Hann afrekaði ekki síðri hluti með Aberdeen í Skotlandi áður en hann hélt til Manchester-borgar árið 1986 og nú hefur skoska félagið ákveðið að heiðra Skotann magnaða. Fótbolti 25. febrúar 2022 18:01