Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Pam & Tommy: Magni-ficent sjónvarp!

Sem lífstíðar Stjörnustríðs fanatíker átti ég seint von á að ég tæki Mötley Crüe og Baywatch fram yfir Star Wars, en s.l. miðvikudag komu samtímis inn á Disney+/STAR nýir þættir af The Book of Boba Fett og Pam & Tommy. Það er skemmst frá því að segja að ég horfði á Pam & Tommy fyrst.

Gagnrýni
Fréttamynd

„Gríðarlega spennt að fá loksins að labba rauða dregilinn“

Leikarar í Svörtu söndum, þáttum sem sýndir eru á Stöð 2, segja það mikinn heiður að hafa fengið inngöngu á hina virtu kvikmyndahátíð Berlinale í Þýskalandi sem fer fram í kvöld. Sjónvarpsþættirnir verða þá heimsfrumsýndir en í umsögn dómnefndar er þáttunum hrósað í hástert, meðal annars fyrir karaktersköpun, myndatöku og einstakt umhverfi á Íslandi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Tinder Swindlerinn ætlar að segja sína hlið af sögunni

Simon Leviev eða Shimon Yehuda Hayut eins og hann heitir í alvörunni kom með yfirlýsingu um að hann muni segja sína hlið af sögunni áður en hann hætti á Instagram. Heimildarmyndin The Tinder Swindler á Netflix hefur fengið gífurleg viðbrögð síðan hún kom út í byrjun mánaðarins og óttast netverjar að Shimon sé að finna leið til þess að nýta sér tækifærið.

Lífið
Fréttamynd

„Efnið er nefnilega lifandi“

Listakonan Þóra Sigurðardóttir opnar sýninguna EFNI & RÝMI klukkan 14:00 í dag í sal félagsins íslensk grafík, Hafnarhúsinu, og stendur sýningin til 6. mars næstkomandi.

Menning
Fréttamynd

Seabear gefur út nýtt lag og myndband

Hljómsveitin Seabear gefur í dag út lagið Parade af plötunni In Another Life sem kemur út 1. apríl á þessu ári. Lagið heitir Parade kemur út á öllum veitum ásamt myndbandi samhliða laginu.

Tónlist
Fréttamynd

Galadriel og Elrond mæta aftur í Rings of Power

Fyrsta stikla Amazon-þáttanna Lord of the Rings: The Rings of Power verður sýnd í hálfleik á Super-bowl um helgina en upphitunin fyrir það er þegar hafin. Vanity Fair birti í dag myndir af nokkrum af aðalpersónum þáttanna og sagði frá hluta þess sem þættirnir eiga að fjalla um.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Heimildaþáttaröð um Janet Jackson

Ný heimildarþáttaröð um goðsögnina Janet Jackson er komin inn á Stöð 2+. Janet þarf vart að kynna en hún er yngsti meðlimur Jackson fjölskyldunnar. Hún hefur heldur betur sett sitt mark á tónlistarsöguna og hefur unnið til fjölda verðlauna.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Hipsumhaps færði Votlendissjóði 400.000 krónur

Hljómsveitin Hipsumhaps hefur afhent Votlendissjóði 400.000 krónu stuðning til endurheimtar votlendis. Hér er um að ræða afrakstur sölu á stafrænum eintökum af síðustu plötu Hipsumhaps sem ber nafnið „Lög síns tíma.”

Lífið
Fréttamynd

Raddirnar öskra á okkur að stoppa

Nýlega kom út nýtt lag frá SONUR en lagið ber heitið, Moving Fast. Lagið fjallar um hvað allt er að líða svo hratt og að ef við höldum áfram að troða á móðir náttúru munum við ekki eiga mikinn tíma eftir á þessari jörðu.

Albumm
Fréttamynd

Tileinkaði fyrrverandi eiginmanni sínum sigur skilnaðarplötunnar

Adele kom sá og sigraði á Brit verðlaunaafhendingunni í gær þegar hún sigraði þrjá af fjórum stóru flokkunum. Hún vann sem besti listamaðurinn, besta platan og besta lagið fyrir Easy on me. Einnig stal demantshringur á baugfingri hennar sviðsljósinu og eru margir að velta því fyrir sér hvort um trúlofunarhring sé að ræða.

Lífið