Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Neil Young setur Spotify afarkosti vegna Joe Rogan

Rokkarinn Neil Young hefur krafist þess að tónlist hans á Spotify verði fjarlægð vegna falsupplýsinga um bóluefni sem Joe Rogan dreifi í hlaðvarpi sínu. Neil Young segir Spotify hafa valið; Neil Young eða Joe Rogan.

Lífið
Fréttamynd

Hljóðfæri á hvert heimili og óþarfi að „sussa“

„Um leið og fólk kaupir lítið og nett rafmagnspíanó á heimilið, gítar eða trommusett, leggja krakkarnir frá sér símann og byrja að skapa eitthvað. Það er svo dýrmætt fyrir krakka að fá að glamra og gera tilraunir og í dag er hægt að tengja hljóðfærin við allskonar smáforrit á netinu, leiki og upptökuforrit.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Taylor Swift ó­sátt við Damon Albarn

Tónlistarkonan Taylor Swift er ekki par sátt við þau orð sem söngvarinn og íslenski ríkisborgarinn Damon Albarn lét falla um hana í viðtali nýlega. Í viðtalinu sakar hann Swift um að semja ekki sína eigin tónlist sjálf.

Lífið
Fréttamynd

Afþreying í einangrun

Nú eru mörg þúsund manns í einangrun eða sóttkví og margir bætast í hópinn á degi hverjum. Í þeirri stöðu er fátt hægt að gera til að stytta sér stundir. Við hjá Stöð 2+ tókum því saman nokkrar þáttaraðir sem hafa verið vinsælar og eru tilvaldar til að háma í sig í þessu ástandi.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Grafin og geymd í bakgarði Eiríks Haukssonar

GasMask Man er eitt af dulnefnum fjöllistamannsins Bjarna Gauts sem hefur látið að sér kveða á ýmsum sviðum svo sem í uppistandi, skransölu, gjörningum, glæfraskap, áhættuleik og kvikmyndagerð svo lítið eitt sé nefnt… en við erum ekki hér til að tala um það. 

Albumm
Fréttamynd

„Ég segi bara húrra Ísland“

Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music/InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Alda er rétthafi að stærstum hluta allrar íslenskrar tónlistar sem gefin hefur verið út.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stór hluti íslenskrar tónlistar komin í eigu erlendra aðila

Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music /InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Universal Music/InGrooves segir kaupin til marks um mikilvægi íslenskrar tónlistar á alþjóðavísu og hyggst samsteypan fjárfesta í aukinni útgáfu íslenskra listamanna, bæði innanlands og utan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á ekkert skylt við egódrifna hugmyndafræði

Ingvar Jónsson, stjórnunar- og markaðsfræðingur og PPC markþjálfi hefur sent frá sér endurútgáfu bókarinnar Sigraðu sjálfan þig aftur og aftur. Bókin kom fyrst út árið 2018 og hefur verið uppseld síðan 2019. Nýja útgáfan er 25% efnismeiri en sú fyrri og ríkulega myndskreytt af kanadíska listamanninum Jim Ridge. Sigraðu sjálfan þig aftur og aftur er bók vikunnar á Vísi.

Samstarf
Fréttamynd

Verbúðin er því sem næst heilagur sannleikur

Eins og þjóðin komst að í gærkvöldi sprakk allt í loft upp í Verbúðinni. Handalögmál milli tveggja aðalpersóna í þætti sjálfs Hemma Gunn – hið persónulega drama þáttanna er að nálgast hápunkt sinn í 5. þætti af átta. Eins og vera ber ef horft er til byggingar í leikverkum Grikkjanna; ris, hvörf og kennsl – Kaþarsis.

Menning
Fréttamynd

Fer fram á bætur vegna brott­reksturs úr Allir geta dansað

Javier Fernández Valiño, hefur stefnt RVK Studios til greiðslu eftirstöðva samnings sem gerður var við hann þegar hann var einn atvinnudansara í þáttunum Allir geta dansað. Javi, eins og hann er kallaður, var á sínum tíma látinn fara frá þáttunum „vegna óviðráðanlegra aðstæðna.“

Innlent
Fréttamynd

Skráði sig í leik­listar­nám eftir að hafa reynt við suður-kóreska Idolið

Leikkonan Aldís Amah Hamilton sem slegið hefur í gegn í þáttunum Svörtu söndum á Stöð 2, segir það ekki endilega hafa legið beinast við að hún færi í leiklist. Hún komst til að mynda aldrei inn í nemendasýningu Verzlunarskólans. Eftir að dómari í suður-kóreska Idolinu sagði henni að hún væri með leikhúslega rödd ákvað hún þó að skrá sig í prufur fyrir leiklistarnám við Listaháskólann.

Lífið
Fréttamynd

Allt að gerast á Skagaströnd - Tveggja daga ljósalistahátíð

Það stendur mikið til á Skagaströnd á morgun og á mánudaginn því þá stendur Nes listamiðstöð fyrir ljósalistahátíðinni “Light up” í samvinnu við níu erlenda listamenn. Alls konar listaverk verða lýst upp með LED ljósum til að varpa birtu, búa til skugga, endurskin og fleira víða um Skagaströnd þessa tvo daga.

Innlent