Þurfti að vinda skyrtuna eftir tryllt gigg í Víetnam „Markmiðið með ferðinni var að jarðtengjast, endurnærast og jafnvel endurfæðast,“ segir plötusnúðurinn Margeir sem nýtur lífsins í Víetnam. Hann var að senda frá sér einstaka útgáfu af Frank Ocean slagaranum Pink Matter ásamt tónlistarkonunni Matthildi og kom fram á trylltu giggi í Víetnam á dögunum. Blaðamaður ræddi við Margeir. Tónlist 3. júlí 2024 20:01
Biden móment hjá Nick Cave í Eldborg „Er einhver með lausa miða á Nick Cave?“ Svona færslur hafa vart farið fram hjá Facebook-notendum undanfarna daga. Vinsældir Ástralans hafa verið miklar á Íslandi undanfarna áratugi enda seldist upp á þrenna tónleika í Eldborg á nokkrum mínútum. Lífið 3. júlí 2024 13:01
Ekki náttúruspjöll heldur forvarnir Fréttastofu barst í gær ábending um tilvik um náttúruspjöll á Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði. Þungarokkssveitin austfirska Chögma birti myndband á reikning sinn á samfélagsmiðilinn TikTok þar sem tveir meðlimir sveitarinnar sjást velta óstöðugum grjóthnullungum fram af klöpp sem hröpuðu og skullu í fjöruborðið með tilheyrandi látum. Innlent 3. júlí 2024 11:31
Herbert Guðmunds og Prettyboitjokko gefa út lag Á föstudag kemur út nýtt lag þar sem Patrik og Hebbi leiða saman hesta sína til að flytja lagið Annan hring sem er eftir Patrik og Bomarz. Hægt er að hlusta á lagið að neðan en í upphafi þess má heyra stefið úr vinsælu lagi Herberts, Svaraðu. Lífið 3. júlí 2024 11:25
Íris segir RÚV henda blautri og kaldri tusku í andlit sjómanna Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir sérdeilis ólíðandi að sjómenn þurfi að greiða afnotagjöld af RÚV ohf., en séu hins vegar sviptir möguleikum á að ná sjónvarps og útvarpssendingum. Innlent 3. júlí 2024 09:43
Leysir frá brandaraskjóðunni Kristjana Arnarsdóttir íþróttafréttamaður á RÚV átti erfitt með þáttastjórn EM stofunnar í hálfleik Portúgals og Slóveníu vegna hláturskasts. Það kom til vegna brandara frá Hjörvari Hafliðasyni sparkspekingi. Lífið 2. júlí 2024 22:26
Íslenskir dansarar sópa til sín verðlaunum á heimsmeistaramóti Íslenska landsliðinu í listdansi hefur gengið einstaklega vel á heimsmeistaramótinu í dansi í Prag, höfuðborg Tékklands. Um tvö hundruð íslenskir keppendur taka þátt á mótinu og hefur hópurinn sópað til sín verðlaunum. Lífið 2. júlí 2024 16:27
Lætur langþráðan draum rætast og gefur út óð til grínsins „Maður má ekki vera of afslappaður og maður þarf að reyna að elda eitthvað nýtt,“ segir ástsæli grínistinn Vilhelm Neto, betur þekktur sem Villi Neto. Hann gefur út langþráða grínplötu næstkomandi föstudag. Platan ber heitið Portú Galinn og er gefin út af plötuútgáfufyrirtæki Priksins, Sticky Records. Tónlist 2. júlí 2024 15:48
Hugmyndin var að kveikja bókstaflega í Emmsjé Gauta „Við áttuðum okkur fljótt á að það væri ekki skynsamlegt að kveikja í mér,“ segir tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti, sem sendir frá sér sína áttundu breiðskífu næstkomandi föstudag. Platan heitir „Fullkominn dagur til að kveikja í sér“ og þar má finna ellefu lög sem eru að sögn Gauta blanda af dægurlögum og rappi. Tónlist 2. júlí 2024 11:30
Vann til margra verðlauna fyrir stól sem slær í gegn „Eftir margra ára erfiðisvinnu og enn meiri ákefð síðasta árið þar sem nærri hver dagur, kvöld og oft nótt hefur verið eytt í þetta er það bara frábært að fá viðurkenningu úr mismunandi áttum. Við erum bæði svo þakklát að hönnunargeirinn sjái okkur og vinnuna sem við höfum lagt í þetta,“ segir húsgagnasmiðurinn Jón Hinrik Höskuldsson sem var að ljúka meistaranámi í Kaupmannahöfn og vann til eftirsóttra verðlauna. Tíska og hönnun 2. júlí 2024 09:47
Lesbíska dragdrottningin sem er að sigra tónlistarheiminn Tónlistarkonan Chappell Roan kom sem stormsveipur inn í tónlistarheiminn í fyrra þegar hún gaf út plötuna The Rise And Fall of a Midwest Princess. Tvö lög af plötunni klífa nú vinsældarlista um allan heim og Chappell, sem á mjög áhugaverða sögu, skín skærar en nokkru sinni fyrr. Tónlist 2. júlí 2024 07:00
Akureyringar komast loksins á Prikið „Við erum ógeðslega spenntir fyrir því að fara með þetta „show“ til Akureyrar. Síðan við spiluðum með BT músinni á þaki á Akureyri árið 2001 höfum við elskað þetta pleis,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Bent. Lífið 2. júlí 2024 07:00
Stúlkur úr Listdansskóla Íslands hrepptu heimsmeistaratitil Hópur stúlkna út Listdansskóla Íslands hreppti heimsmeistaratitil á heimsmeistaramóti í dansi í Prag, höfuðborg Tékklands, í dag. Lífið 1. júlí 2024 19:53
Fjöldamet á stærstu listasýningu í sögu Hornafjarðar Föstudaginn 28. júní opnaði sýningin Nr. 5 Umhverfing með pompi á prakt á Humarhátíð á Höfn í Hornafirði. Sýningin er með 52 listamönnum og nær yfir meira en 200 kílómetra svæði með fjölda listaverka bæði innanhúss og utandyra. Menning 1. júlí 2024 15:58
Cara í kossaflensi á Glastonbury Ofurfyrirsætan og leikkonan Cara Delevingne er ástfangin upp fyrir haus og virðist sjaldan hafa verið á betri stað í lífinu. Í júní fagnaði hún tveggja ára sambandsafmæli með tónlistarkonunni Minke og gátu þær ekki slitið sig frá hvor annarri á Glastonbury tónlistarhátíðinni um síðustu helgi. Lífið 1. júlí 2024 12:48
Sterk sumarást í sveitinni kveikti áhugann á þýskunni „Textalega séð hef ég alltaf verið talsvert persónuleg,“ segir tónlistarkonan Margrét Kristín Sigurðardóttir sem notast við listamannsnafnið Fabúla. Blaðamaður ræddi við hana um listina en hún hefur verið virk í íslensku tónlistarlífi síðastliðna þrjá áratugi. Tónlist 1. júlí 2024 11:31
Hundruð freista þess að gera góð kaup í Nexus Hundruð manna hafa gert sér ferð í sérvöruverslunina Nexus í morgun þar sem blásið var til hinnar árlegu sumarútsölu verslunarinnar. Myndarleg röð var við inngang verslunarinnar í Glæsibæ þegar hún var opnuð klukkan tíu og yfir tvö hundruð manns komu í verslunina á innan við tuttugu mínútum til að gera góð kaup. Innlent 1. júlí 2024 11:06
Einn helsti rithöfundur Albaníu er allur Albanski rithöfundurinn Ismail Kadare er látinn. Hann er fæddur 1936 og lést 1. júlí á þessu ári. Kadare hefur verið talinn eitt helsta skáld og hugsuður 20. og 21. aldarinnar, en hann hefur barist mjög gegn alræði í skrifum sínum. Erlent 1. júlí 2024 10:17
Ellu Fitzgerald verðlaun til Laufeyjar Laufey Lín hefur verið sæmd Ellu Fitzgerald verðlaunum sem veitt eru árlega á jazzhátíðinni í Montreal í Kanada. Hún fetar í fótspor frægra listamanna. Lífið 1. júlí 2024 09:00
Tónlistarveisla framundan í Skálholti Einn besti fiðluleikari heims er á leið til landsins til að taka þátt í Sumartónleikum í Skálholti sem standa yfir dagana 6. til 14. júlí. Hátíðin er einn stærsti menningarviðburður sem fram fer á Suðurlandi yfir sumartímann. Lífið 30. júní 2024 13:05
Fótboltamenn „örva skapandi löngun“ og mynda nýtt tónlistartvíeyki Knattspyrnumennirnir Eyþór Aron Wöhler og Kristall Máni Ingason tóku óvænt höndum saman í hljóðveri og hafa nú gefið út glænýjan sumarsmell. Þeir leituðu til þekkts nafns í fótbolta- og tónlistarheiminum sér til auka, Loga Tómasson, einnig þekktur sem Luigi. Fótbolti 28. júní 2024 12:01
Kenndi Kelly Clarkson að bera fram Laufey og Björk Tónlistarkonan og þáttastjórnandinn Kelly Clarkson fékk rísandi súperstjörnuna Laufeyju í heimsókn til sín í þáttinn Kelly Clarkson Show á dögunum. Virtust þær stöllur ná vel saman en Clarkson átti þó ansi erfitt með framburð á nafni Laufeyjar. Tónlist 27. júní 2024 10:42
Gústi B fann ástina hjá Hafdísi Sól Útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Ágúst Beinteinn, jafnan þekktur sem Gústi B, er genginn út. Kærastan heitir Hafdís Sól, fyrrum fimleikadrottning og nemi í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Sömuleiðis er hún besta vinkona Friðþóru kærustu súkkulaðistráksins Patriks Atlasonar, sem er besti vinur Gústa B. Lífið 27. júní 2024 10:02
Lækkuðu hitastigið fyrir leðurklædda kvikmyndaáhugamenn Smárabíó bauð upp á sérstaka snigla sýningu í gærkvöldi á mótorhjólamyndina Bikeriders. Um það bil 70 meðlimir Sniglanna komu í hópkeyrslu á sýninguna klædd í leðurföt og með hjálma. Lífið 27. júní 2024 07:00
Ungstirni gefur út sitt fyrsta lag Menntskælingurinn, söngvarinn og leikarinn Arnaldur Halldórsson hefur gefið frá sér sitt fyrsta lag. Það heitir Tengist þér og var gefið út ásamt tónlistarmyndbandi 21. júní síðastliðinn. Arnaldur segir lagið fjalla um sígildasta viðfangsefni popplaga frá örófi alda, nefnilega ástina. Tónlist 26. júní 2024 16:55
DJ goðsögn stýrði trylltum dansi Plötusnúðurinn DJ Shadow kom fram í Gamla Bíói síðastliðið fimmtudagskvöld og skemmti troðfullum sal af dansþyrstum gestum. Uppselt var á tónleikana og var plötusnúðurinn í skýjunum með kvöldið. Tónlist 26. júní 2024 16:05
Jarðhitasýningin í Hellisheiðarvirkjun fékk óvænta heimsókn Stjarneðlisfræðingurinn og vísindamiðlarinn bandaríski Neil deGrasse Tyson heimsótti í dag jarðhitasýninguna við Hellisheiðarvirkjun. Jarðhitasýningin er eins konar fræðslusetur þar sem gestir geta lært um hvernig jarðvarmi er nýttur til að framleiða rafmagn fyrir landið og heitt vatn fyrir höfuðborgarsvæðið. Lífið 26. júní 2024 14:53
Vilt þú taka fjármálin þín í gegn? Hinir geysivinsælu þættir Viltu finna milljón? sem eru í umsjón Hrefnu Bjarkar Sverrisdóttur og Arnars Þórs Ólafssonar, hefja göngu sína á ný á Stöð 2 í vetur. Lífið 26. júní 2024 14:06
Gummi Emil grípur til sinna ráða eftir fangelsisdóm Einkaþjálfarinn, áhrifavaldurinn og nú listamaðurinn Guðmundur Emil Jóhannsson, betur þekktur sem Gummi Emil, hefur hafið sölu á bolum með áletruninni Free Gemil eða frelsum Gemil. Hann segir ágóðann af bolasölunni fara uppi í málskostnaðinn en hann var nýverið dæmdur í þrjátíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Lífið 26. júní 2024 13:02
„Hluti af heild sem við skiljum ekki“ „Í gegnum þessa rannsókn vonast ég til þess að draga fram ró og jafnvægi,“ segir myndlistarmaðurinn Unnar Ari Baldvinsson. Hann opnar sýningu í versluninni La Boutique Design að Mýrargötu næstkomandi föstudag. Blaðamaður ræddi við Unnar Ara en verk hans, sem einkennast gjarnan af einföldum formum og sterkri litanotkun, hafa vakið athygli á síðastliðnum árum. Menning 26. júní 2024 10:18