Sögu B finnst að leyfa ætti strippstaði: „Losti selur“ Tónlistarkonan Saga B hefur komið eins og stormsveipur á svið íslenskrar tónlistar að undanförnu. Saga heitir réttu nafni Berglind Saga Bjarnadóttir og er 28 ára einstæð móðir frá Reykjavík. Lífið 17. ágúst 2021 10:17
Sunna Borg og Björgvin Franz stíga á svið með Jóni Gnarr Menningarfélag Akureyrar tilkynnti í dag að Sunna Borg og Björgvin Franz Gíslason munu leika í sýningunni Skugga-Sveinn. Menning 16. ágúst 2021 13:36
Á annað hundrað í sóttkví eftir smit í dansbúðum á Laugarvatni Tveir nemendur sem tóku þátt í sumarbúðum Chantelle Carey á Laugarvatni í síðustu viku greindust smitaðir með Covid-19. Fyrir vikið eru á annað hundrað börn og kennarar komnir í sóttkví. Innlent 16. ágúst 2021 11:05
Bríet frestar stórtónleikunum Söngkonan Bríet hefur frestað útgáfutónleikum sem stóð til að halda þann 11. september næstkomandi í Eldborgarsal Hörpu. Tónleikarnir verða í stað haldnir þann 22. október. Lífið 13. ágúst 2021 20:57
„Fólk þakkar okkur fyrir að færa sér gleði inn í daginn“ Mæðginin Hulda Björk Svansdóttir og Ægir Þór Sævarsson hafa í tvö ár birt vikuleg dansmyndbönd til þess að gleðja aðra og vekja í leiðinni athygli á Duchenne sjúkdómnum. Lífið 13. ágúst 2021 15:30
Sherlock-stjarnan Una Stubbs er látin Breska leikkonan Una Stubbs, sem þekktust er fyrir að hafa farið með hlutverk í þáttunum Till Death Us Do Part og Sherlock, er látin, 84 ára að aldri. Lífið 13. ágúst 2021 14:05
Katrín Halldóra syngur lög Jóns Múla á fyrstu sólóplötunni Söng- og leikkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir vinnur nú að útgáfu á sólóplötu sem kemur út í október. Upptökur fara fram 16. og 17.ágúst í Stúdíó Sýrlandi. Tónlist 13. ágúst 2021 10:31
Miðgarður flyst frá Nýja-Sjálandi til Bretlands Stjórnendur Amazon-kvikmyndastúdíósins hafa tilkynnt að tökur á annarri seríunni af nýjum sjónvarpsþáttum um ævintýraheim J.R. Tolkien muni fara fram á Bretlandseyjum. Erlent 13. ágúst 2021 08:08
Leikur á frönsku í nýjum Netflix þáttum Leikarinn Tómas Lemarquis fer með hlutverk í Netflix-þáttaröðinni Gone for Good sem frumsýnd verður á streymisveitunni á morgun. Heimsfaraldur setti svip sinn á tökurnar sem fóru fram í Frakklandi á síðasta ári. Lífið 13. ágúst 2021 07:00
Faðir Britney lætur af forræði sínu yfir fjármálum hennar Jamie Spears, faðir tónlistarkonunnar Britney Spears, hefur ákveðið að láta af forræði yfir fjármálum hennar. Söngkonan hefur barist fyrir því undanfarin ár að fá stjórn á eigin lífi á nýjan leik. Tónlist 12. ágúst 2021 21:26
Tónskáldasjóður Bylgjunnar og Stöðvar 2 úthlutar sex milljónum Tónskáldasjóður Bylgjunnar og Stöðvar 2 hefur úthlutað styrkjum til 30 listamanna. Samanlagt nema styrkirnir sex milljónum króna. Tónlist 12. ágúst 2021 19:44
Yfir þrjátíu vinsælustu tónlistarmenn landsins hafa spilað í garðinum hjá Láru Fleiri en þrjátíu vinsælustu tónlistarmenn Íslands hafa troðið upp í garði einum við ósköp venjulegt fjölskylduheimili á Þingeyri á Vestfjörðum. Það eru hjónin Lára Dagbjört Halldórsdóttir og Pétur Sigurðsson sem standa fyrir tónleikunum sem eru gestum að kostnaðarlausu. Lífið 12. ágúst 2021 15:35
Holland í fókus á RIFF hátíðinni í september RIFF - Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík verður sett með pompi og prakt þann 30. september næstkomandi. Þetta er í átjánda sinn sem hátíðin er haldin og þarf verða frumsýndar fjölbreyttar myndir eins og Benedetta eftir Paul Verhoeven. Bíó og sjónvarp 12. ágúst 2021 15:30
Sigurður Guðmundsson gefur listaverk að verðmæti 125 milljóna króna Ars longa, nýstofnuðu alþjóðlegu samtímalistasafni staðsettu á Djúpavogi, hefur borist listaverkagjöf tuttugu og sjö listaverka eftir myndlistarmanninn Sigurð Guðmundsson. Öll verkin má finna á sýningu Sigurðar, Alheimurinn er ljóð, sem opnuð var í Bræðslunni á Djúpavogi 10. júlí og stendur til 15. ágúst næstkomandi. Sýningin er sú síðasta sem haldin er í Bræðslunni eftir átta ára samfellt sýningarhald. Menning 12. ágúst 2021 14:50
Spáir því að Hannes muni leikstýra Dwayne „The Rock“ Johnson í Hollywood Kvikmyndin Leynilögga vakti mikla lukku þegar hún var frumsýnd á Locarno hátíðinni í Sviss fyrr í vikunni. Fyrstu kvikmyndadómarnir eru farnir að birtast og eru aðstandendur myndarinnar í skýjunum með viðtökurnar. Bíó og sjónvarp 12. ágúst 2021 14:15
Óútgefin plata Kanye West slær nú þegar met Nýjasta plata tónlistarmannsins Kanye West hefur slegið met inni á streymisveitunni Apple Music. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að platan hefur ekki ennþá verið gefin út. Lífið 12. ágúst 2021 11:04
Faraldurs-stíflan brestur loksins í haust Frumsýningum fjölmargra kvikmynda hefur verið frestað á tíma nýju kórónuveirunnar en nú virðist sem að stíflan sé að bresta. Fram að jólum verða fjölmargar efnilegar kvikmyndir frumsýndar (vonandi). Bíó og sjónvarp 12. ágúst 2021 08:46
Ingó spilaði fyrir Íslendinga á Tenerife Svo virðist sem Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, hafi troðið upp á veitingastaðnum Bambú bar & bistro í bænum Adeje á spænsku eyjunni Tenerife í kvöld. Lífið 11. ágúst 2021 23:49
Betri leikstjóri þýðir betri Suicide Squad Kvikmyndin Suicide Squad kom út fyrir 5 árum síðan og er almennt talin mjög slöpp. Hún græddi hins vegar töluvert af peningum, því sáu DC og Warner Bros. að markaður er fyrir þessar andhetjur og hentu í framhaldsmynd. Gagnrýni 11. ágúst 2021 17:32
Beyoncé uppgötvaði CBD og reisir nú hamprækt Stórstjarnan Beyoncé uppgötvaði CBD á síðasta tónleikaferðalagi sínu og er nú að byggja sinn eigin búgarð þar sem hún mun rækta hamp og hunang. Tónlistarkonan fagnar 40 ára afmæli sínu í næsta mánuði og gerir upp áratugina fjóra í forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði af tímaritinu Harpers Bazaar. Lífið 11. ágúst 2021 17:13
„Þú opnar ekkert munninn núna án þess að móðga einhvern“ „Spaugstofan, hvað er það aftur?“ segir leikarinn Pálmi Gestsson og í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Lífið 11. ágúst 2021 16:00
Litríkar ruslafötur vekja lukku í Vestmannaeyjum Listaverk sem máluð hafa verið á ruslafötur víðs vegar í Vestmannaeyjum hafa vakið mikla lukku. Bæjarverkstjóri Vestmannaeyjabæjar segir listaverkin hafa orðið til þess að fólk sé nú duglegra að henda rusli í ruslafötur en áður. Lífið 11. ágúst 2021 13:19
Frumsýningargestir stóðu upp og klöppuðu fyrir Leynilöggu Kvikmyndin Leynilögga, eða Cop Secret eins og hún heitir á ensku, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Locarno International Film Festical í kvöld. Uppselt var á sýninguna og svo virðist sem henni hafi verið vel tekið af áhorfendum, þar sem þeir stóðu upp og klöppuðu að sýningu lokinni. Bíó og sjónvarp 10. ágúst 2021 20:04
Leynilögga fær lof erlendra blaðamanna „Það er búið að vera mjög mikil dagskrá í dag í kringum myndina og Hannes leikstjóri er búinn að vera mjög upptekinn í viðtölum við blaðamenn,“ segir Lilja Ósk Snorradóttir í samtali við Vísi. Bíó og sjónvarp 10. ágúst 2021 17:59
Milljónir hafa horft á stikluna fyrir kvikmyndina Dýrið Íslenska kvikmyndin Dýrið vakti gríðarlega athygli þegar hún var frumsýnd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes og nú er stiklan fyrir myndina að fá metáhorf. Lífið 10. ágúst 2021 15:14
Kröfu Britney um að flýta réttarhöldum um forræði hennar hafnað Beiðni tónlistarkonunnar Britney Spears um að réttarhöldum um forræði föður hennar yfir hennar málefnum hefur verið hafnað. Dómari úrskurðaði í gær að réttarhöldin muni hefjast þann 29. september, eins og áður stóð til. Tónlist 10. ágúst 2021 11:02
Witcher-leikarar skelltu sér í Jökulsárlón Leikararnir í Witcher: Blood Origins, sem verið er að taka upp á Suðausturlandi, skelltu sér í Jökulsárlón um helgina. Þá eru tökur fyrir Netflix-þættina sagðar eiga að færast í víkingaþorpið milli Hafnar og Víkur sem byggt var árið 2010. Bíó og sjónvarp 10. ágúst 2021 10:23
Enginn klappaði þegar sýningunni lauk Á Grímunni í ár var barnasýninginn Kafbátur í leikstjórn Hörpu Arnardóttur verðlaunuð barnasýning ársins. Kjartan Darri Kristjánsson, ungur leikari sem kom til starfa í Þjóðleikhúsinu síðasta vetur, var þar valinn leikari ársins í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína sem vélmennið Anon í Kafbáti. Menning 10. ágúst 2021 08:42
Stjórnar pólitískum umræðuþætti sem sitjandi þingmaður Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið fenginn til að halda utan um pólitíska umræðuþætti á sjónvarpsstöð Hringbrautar fram að næstu alþingiskosningum 25. september. Páll er auðvitað áfram sitjandi þingmaður þangað til nýtt þing tekur við og mun því stýra þættinum sem slíkur. Innlent 9. ágúst 2021 11:22
Páll á Húsafelli harmar að rífa þurfi legsteinasafnið Niðurrif húss sem átti að hýsa legsteinasafn á landi listamannsins Páls á Húsafelli hófst í fyrradag. Páll var dæmdur til að fjarlægja húsið af Héraðsdómi Vesturlands eftir að nágranni hans Sæmundur Ásgeirsson höfðaði mál á hendur honum. Innlent 8. ágúst 2021 13:38