Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Fleiri dýr en fólk í myndbandinu

Hljómsveitin RED RIOT gefur út myndband í dag við fyrsta lag sitt, Bounce Back. Hljómsveitin samanstendur af þeim Hildi Kristínu Stefánsdóttir og Rögnu Kjartansdóttur, betur þekkt sem Cell7.

Tónlist
Fréttamynd

Svæðis­borgin Akur­eyri og menningar­hlut­verk hennar

Um 80% landsmanna búa á áhrifasvæði höfuðborgarinnar á milli Hvítánna tveggja. Á Norðurlandi eystra búa um 9% landsmanna eða 43% þeirra sem ekki búa á áhrifasvæði höfuðborgarinnar. Segja má að Akureyri sé svæðisborg landshlutans. Þangað sækja íbúar ýmsa þjónustu, hvort sem er háskólanám eða læknisþjónustu, verslun eða menningu.

Skoðun
Fréttamynd

Judas and the Black Messiah: Að borða kökuna og geyma hana líka

Judas and the Black Messiah er ein þeirra mynda sem hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokknum kvikmynd ársins. Hún byggir á sannsögulegum atburðum og fjallar um smákrimmann Bill O´Neal, uppljóstrara fyrir FBI, sem laumaði sér inn í samtök Svörtu pardusanna. Þar kemst hann í návígi við þeirra helsta leiðtoga, hinn hrífandi Fred Hampton.

Gagnrýni
Fréttamynd

Netflix birtir fyrstu myndirnar úr Kötlu

Bandaríska streymisveitan Netflix birtir í dag fyrstu myndirnar úr íslensku þáttaröðinni Kötlu en Katla er fyrsta íslenska þáttaröðin sem framleidd er fyrir streymisveituna. Leikstjórar þáttanna er Baltasar Kormákur, Börkur Sigthorsson og Thora Hilmarsdóttir.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Leikarinn George Segal er allur

Bandaríski leikarinn George Segal er látinn, 87 ára að aldri. Hann gerði garðinn frægan meðal annars fyrir hlutverk í myndum á borð við Who’s Afraid of Virginia Wolf og sjónvarpsþáttunum Just Shoot Me! og The Goldbergs.

Lífið
Fréttamynd

„Man ekki til þess að ég hafi séð betri karldansara í svona þáttum“

„Það er mjög athyglisvert að fylgjast með frammistöðu Rúriks okkar Gíslasonar í þættinum Let´s Dance í Þýskalandi, sem er systurþáttur okkar Allir geta dansað. Mikið óskaplega hlýtur almættið að hafa verið í góðu skapi þegar það bjó til hann Rúrik. Það er ekki nóg að hann lítur út eins og grískur guð úr fornbókmenntunum, heldur er hann líka algert hæfileikabúnt. Ég er búinn að sjá þrjá dansa sem hann hefur dansað í keppninni og eru þeir hver öðrum betur dansaðir,“ segir Jóhann Gunnar Arnarsson, danssérfræðingur, sem hefur verið dómari í þáttunum Allir geta dansað á Stöð 2 undanfarin ár.

Lífið
Fréttamynd

Nomadland: Margverðlaunuð andkvikmynd

Bandaríska kvikmyndin Nomadland hefur verið hlaðin lofi af gagnrýnendum í heimalandinu og unnið öll þau helstu verðlaun sem nú þegar hafa verið veitt myndum sem komu út þarlendis í fyrra. Nú hefur hana loks rekið á fjörur okkar og er komin í kvikmyndahús.

Gagnrýni