Svona komst Natan Dagur áfram í The Voice Norway Og Natan Dagur Benediktsson er kominn áfram í þriðju umferð norsku sjónvarpskeppninnar The Voice. Lífið 27. mars 2021 17:54
Vetrarmein í tíunda sæti á metsölulista í Bandaríkjunum Bók Ragnars Jónassonar, Vetarmein, situr í tíunda sæti metsölulista Wall Street Journal yfir Skáldverk á rafbókarformi. Lífið 27. mars 2021 15:15
Hannes segir Sjálfstæðisflokkinn ekki góðan en hinir séu bara svo miklu verri Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor hefur sent frá sér mikinn doðrant, Twenty-Four Conservative-Liberal Thinkers, rituð á ensku en það er New Direction-forlagið sem gefur bókina út. Menning 27. mars 2021 08:01
Fyrsta stiklan úr Dagbók Urriða Dagbók Urriða eru nýir þættir sem verða á Stöð 2 og Stöð 2+ í apríl. Lífið 26. mars 2021 17:00
Aldís ráðin forstöðumaður Hafnarborgar Aldís Arnardóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Hafnarborgar – menningar - og listamiðstöð Hafnarfjarðar. Menning 26. mars 2021 16:57
Skoffín frumsýnir rottumyndband Hljómsveitin Skoffín frumsýnir nýtt myndband á Vísi í dag og er það við lagið Rottur. Lífið 26. mars 2021 15:30
Verðlaunahafarnir á íslensku hljóðbókaverðlaununum Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel Awards, voru afhent í Norðurljósasal Hörpu í dag. Lífið 26. mars 2021 14:58
Bassi Maraj hellir sér yfir Bjarna Benediktsson Kosningabaráttan er hafin sem þýðir að frambjóðendur lenda í óvæntum ævintýrum. Formaður Sjálfstæðisflokksins lenti óvænt í hárblásaranum hjá helsta nýstirni Íslands. Lífið 26. mars 2021 14:29
Hlustaðu á Elly Vilhjálms í nýjasta þætti Grey's Anatomy Í nýjasta þætti 17. þáttaraðar Grey's Anatomy sem sýndur verður á Stöð 2 á miðvikudaginn næsta má heyra brot út laginu Ég veit þú kemur í flutningi Elly Viljhálms. Lífið 26. mars 2021 13:31
Brot fær fimmtán tilnefningar til Eddunnar Nú hafa allar tilnefningar til Eddunnar verið opinberar en Edduverðlaunin eru veitt árlega af Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni og voru þau fyrst veitt árið 1999. Bíó og sjónvarp 26. mars 2021 12:35
Arrested Development-stjarnan Jessica Walter er látin Bandaríska leikkonan Jessica Walter, sem í seinni tíð er þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Arrested Development, lést í gær. Walter var áttræð og átti að baki feril sem spannaði fimm áratugir. Erlent 25. mars 2021 19:52
Fleiri dýr en fólk í myndbandinu Hljómsveitin RED RIOT gefur út myndband í dag við fyrsta lag sitt, Bounce Back. Hljómsveitin samanstendur af þeim Hildi Kristínu Stefánsdóttir og Rögnu Kjartansdóttur, betur þekkt sem Cell7. Tónlist 25. mars 2021 14:31
Daníel Ágúst syngur um frelsið sem er svo yndislegt Enginn annar en tónlistargoðið Daníel Ágúst var gestur Ingó síðasta föstudagskvöld í þættinum Í kvöld er gigg. Lífið 24. mars 2021 21:55
Þessi fengu tilnefningu til íslensku tónlistarverðlaunanna Tilkynnt var í dag hvaða tónlistarfólk, hópar, viðburðir og fleiri hljóta tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2021 fyrir hið fordæmalausa tónlistarár 2020. Verðlaunin verða veitt í Silfurbergi Hörpu miðvikudagskvöldið 14.apríl. Tónlist 24. mars 2021 18:46
Dorrit vill koma á fót tónlistarhátíð í Geldingadal Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti auglýsir eftir nafni á hátíðina. Volstock er efst á blaði. Lífið 24. mars 2021 16:14
Svæðisborgin Akureyri og menningarhlutverk hennar Um 80% landsmanna búa á áhrifasvæði höfuðborgarinnar á milli Hvítánna tveggja. Á Norðurlandi eystra búa um 9% landsmanna eða 43% þeirra sem ekki búa á áhrifasvæði höfuðborgarinnar. Segja má að Akureyri sé svæðisborg landshlutans. Þangað sækja íbúar ýmsa þjónustu, hvort sem er háskólanám eða læknisþjónustu, verslun eða menningu. Skoðun 24. mars 2021 15:00
Judas and the Black Messiah: Að borða kökuna og geyma hana líka Judas and the Black Messiah er ein þeirra mynda sem hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokknum kvikmynd ársins. Hún byggir á sannsögulegum atburðum og fjallar um smákrimmann Bill O´Neal, uppljóstrara fyrir FBI, sem laumaði sér inn í samtök Svörtu pardusanna. Þar kemst hann í návígi við þeirra helsta leiðtoga, hinn hrífandi Fred Hampton. Gagnrýni 24. mars 2021 14:31
Tólf í sóttkví vegna smits hjá gesti á leiksýningu Tólf eru komnir í sóttkví eftir að barn sem var gestur á sýningu í Þjóðleikhúsinu greindist með kórónuveiruna. Innlent 24. mars 2021 14:25
Bestu stórmyndasenurnar þar sem Ísland kemur við sögu Það kannast eflaust flestir Íslendingar við að finna fyrir örlitlu stolti þegar Ísland ber á góma í stórkvikmyndum. Lífið 24. mars 2021 13:31
Netflix birtir fyrstu myndirnar úr Kötlu Bandaríska streymisveitan Netflix birtir í dag fyrstu myndirnar úr íslensku þáttaröðinni Kötlu en Katla er fyrsta íslenska þáttaröðin sem framleidd er fyrir streymisveituna. Leikstjórar þáttanna er Baltasar Kormákur, Börkur Sigthorsson og Thora Hilmarsdóttir. Bíó og sjónvarp 24. mars 2021 08:06
Leikarinn George Segal er allur Bandaríski leikarinn George Segal er látinn, 87 ára að aldri. Hann gerði garðinn frægan meðal annars fyrir hlutverk í myndum á borð við Who’s Afraid of Virginia Wolf og sjónvarpsþáttunum Just Shoot Me! og The Goldbergs. Lífið 24. mars 2021 07:40
Máttu segja upp starfsmanni fyrir að baktala samstarfsmenn í einkaskilaboðum Borgarleikhúsinu var heimilt að segja upp starfsmanni sem vann sér til sakar að baktala samstarfsmenn við móður sína í einkaskilaboðum. Annar starfsmaður sá samskiptin á tölvu starfsmannsins, sem hafði verið skilin eftir opin, og greindi öðrum frá. Innlent 24. mars 2021 00:02
Samkomulag um eflingu eða eyðingu? Í skólastarfi grunn- og framhaldsskóla í Reykjavík og raunar víðsvegar um landið þrífst öflug uppspretta tónlistarleikhúss. Skoðun 23. mars 2021 11:57
„Man ekki til þess að ég hafi séð betri karldansara í svona þáttum“ „Það er mjög athyglisvert að fylgjast með frammistöðu Rúriks okkar Gíslasonar í þættinum Let´s Dance í Þýskalandi, sem er systurþáttur okkar Allir geta dansað. Mikið óskaplega hlýtur almættið að hafa verið í góðu skapi þegar það bjó til hann Rúrik. Það er ekki nóg að hann lítur út eins og grískur guð úr fornbókmenntunum, heldur er hann líka algert hæfileikabúnt. Ég er búinn að sjá þrjá dansa sem hann hefur dansað í keppninni og eru þeir hver öðrum betur dansaðir,“ segir Jóhann Gunnar Arnarsson, danssérfræðingur, sem hefur verið dómari í þáttunum Allir geta dansað á Stöð 2 undanfarin ár. Lífið 23. mars 2021 07:02
Daníel Ágúst í dúndrandi stuði í síðasta þætti Í kvöld er gigg Síðastur en alls ekki sístur. Sviðið hefur sjaldan eða aldrei verið eins vel nýtt og síðasta föstudagskvöld þegar tónlistarmaðurinn Daníel Ágúst var gestur Ingó í síðasta þætti Í kvöld er gigg. Lífið 22. mars 2021 20:00
Unga kynslóðin fór á kostum í dansi og hönnun um helgina Um helgina fóru fram tveir Samfés viðburðir sem einkenndust af miklum sköpunarkrafti og danshæfileikum ungs fólks á aldrinum tíu til átján ára af öllu landinu. Keppt var í Danskeppni Samfés og Stíl - Hönnunarkeppni unga fólksins. Lífið 22. mars 2021 15:11
The Parasols gefa út sína fyrstu plötu The Parasols er skipuð þeim Tómasi Árna Héðinssyni, Brodda Gunnarssyni, Emil Árnasyni og Alexöndru Rós Norðkvist. Albumm 22. mars 2021 14:30
Rúrik heldur áfram að heilla Þjóðverjana og fékk fullt hús stiga í einkunn Rúrik Gíslason er hreinlega að fara á kostum í dansþættinum Let´s Dance í Þýskalandi en hann dansar þar með Renata Lusin. Lífið 22. mars 2021 14:01
Eitt fremsta skáld Pólverja fallið frá Pólska ljóðskálið og rithöfundurinn Adam Zagajewski er látinn, 75 ára að aldri. Hann lést í Kraká. Menning 22. mars 2021 09:51
Nomadland: Margverðlaunuð andkvikmynd Bandaríska kvikmyndin Nomadland hefur verið hlaðin lofi af gagnrýnendum í heimalandinu og unnið öll þau helstu verðlaun sem nú þegar hafa verið veitt myndum sem komu út þarlendis í fyrra. Nú hefur hana loks rekið á fjörur okkar og er komin í kvikmyndahús. Gagnrýni 21. mars 2021 14:47