Stjörnurnar vilja Spacey úr sjö ára útlegð Hollywood stjörnur vilja að leikarinn Kevin Spacey fái að snúa aftur í bransann og leika að nýju eftir sjö ára útlegð, eins og því er lýst. Leikarinn hefur ekki leikið síðan árið 2017 þegar ungir menn í Bretlandi og í Bandaríkjunum stigu fram og hann var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þeim á barnsaldri en síðar sýknaður. Bíó og sjónvarp 16. maí 2024 10:53
„Leikmyndin er auðvitað algjört rusl“ „Upp kom sú hugmynd að búa til viðburð sem væri frekar eins og leikhús heldur en ráðstefna,“ segir Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, listrænn stjórnandi frumkvöðlahátíðarinnar Iceland Innovation Week. Loftlagsleikhúsið Ok, Bye fer fram í dag en viðburðurinn er hluti af hátíðinni sem fer fram í Kolaportinu um þessar mundir. Menning 16. maí 2024 09:00
Gríman 2024: Saknaðarilmur hlaut flestar tilnefningar Saknaðarilmur í sviðsetningu Þjóðleikhússins hlaut flestar tilnefningar til Grímuverðlauna ársins 2024. Menning 15. maí 2024 22:10
Óvænt að „gáfumannarapparar“ herji stríð af þessu tagi „Þetta er alveg undarlega ugly,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands, um útistöður tveggja vinsælustu rappara heims Drake og Kendrick Lamar sem hafa verið að orðhöggvast sín á milli undanfarnar vikur. Lífið 15. maí 2024 14:00
Matti og tengdó selja 220 milljóna króna einbýlishús Matthías Tryggvi Haraldsson, tónlistarmaður og leikari, hefur sett 328 fermetra einbýlishús við Furugerði 8 í Reykjavík á sölu. Um er að ræða hús á tveimur hæðum, sem skiptist í tvær íbúðir. Ásett verð er 220 milljónir. Matthías Tryggvi á húsið ásamt Ásdísi Olsen tengdamóður sinni og Bergþóru Sigurðardóttur, móðursystur Ásdísar. Lífið 15. maí 2024 13:03
Samstarf við landsbyggðina Nú er í vinnslu hjá allsherjar- og menntamálanefnd frumvarp um Þjóðaróperu, eða í raun breyting á lögum um sviðslistir sem gerir með breytingunum ráð fyrir Þjóðaróperu. Skoðun 15. maí 2024 13:00
Barbara Hannigan stjórnar Sinfóníuhljómsveitinni Kanadíski hljómsveitarstjórinn og söngkonan Barbara Hannigan hefur verið ráðin aðalhljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hún mun taka við stöðunni í ágúst 2026 og gegna henni í þrjú starfsár. Menning 15. maí 2024 12:47
Bergur Þór nýr leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar Bergur Þór Ingólfsson er nýr leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. Hann tekur við af Mörtu Nordal sem hefur gegnt starfinu síðustu í sex árin. Menning 15. maí 2024 12:20
Fundu föt við hæfi á síðustu stundu fyrir Cannes Leikararnir Mikael Kaaber og Katla Njálsdóttir eru nýlent í Cannes í Frakklandi þar sem frægasta kvikmyndahátíð í heimi hefst í dag. Þau Mikael og Katla fara bæði með hlutverk í kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Ljósbrot sem í dag verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni og er ein af opnunarmyndum hennar. Bíó og sjónvarp 15. maí 2024 10:00
Fyrsta opinbera málverkið af konunginum Karli III afhjúpað í gær Fyrsta opinbera málverkið af Karli III eftir að hann var krýndur konungur var afhjúpað í Buckingham-höll í gær. Verkið er eftir Jonathan Yeo og hlýtur að teljast fremur óhefðbundið, miðað við önnur verk af kóngafólki sem hangir í höllum og söfnum. Erlent 15. maí 2024 09:10
Munu lappa upp á vatnspóstinn í Aðalstræti Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að hafinn verði undirbúningur að endurgerð gamla vatnspóstsins í Aðalstræti með það að markmiði að koma honum í viðunandi horf. Vatnspósturinn hefur drabbast verulega niður síðustu ár. Innlent 15. maí 2024 07:53
Vill sjá Latabæ birtast aftur í sjónvarpsstöðvum heims Magnús Scheving, höfundur Latabæjar, hefur eignast sjónvarpsþættina heimsfrægu á ný ásamt vörumerki og hugverkaréttindum. Magnús segir þættina tímalausa og enn eiga erindi. Innlent 14. maí 2024 20:04
Nóbelsverðlaunahafinn Alice Munro er látin Kanadíski smásagnahöfundurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Alice Munro er látin 92 ára að aldri. Rithöfundaferill hennar spannaði meira en sextíu ár. Menning 14. maí 2024 16:51
Fyrsta kitlan úr annarri seríu Rings of Power Fyrsta kitlan úr annarri seríu úr smiðju Amazon úr Lord of the Rings heiminum, Rings of Power, er kominn á netið. Þættirnir Rings of Power gerast þúsundum ára á undan sögunni um Frodo, Sam, Aragorn og félaga. Bíó og sjónvarp 14. maí 2024 16:03
Sorgin allsráðandi í fyrstu stiklunni úr Ljósbrot Fyrsta stiklan úr kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Ljósbrot er komin á netið. Myndin verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi á morgun og er ein af opnunarmyndum hennar. Bíó og sjónvarp 14. maí 2024 14:56
Biggi Maus breiðir yfir Frikka Dór Á miðnætti gefur Birgir Örn Steinarsson, sem starfar undir listamannanafninu Biggi Maus, út ábreiðu á lagi Friðriks Dórs 'I don't remember your name'. Lagið er nú kannski ekki á meðal þekktustu slagara Frikka en það kom upphaflega út á annarri breiðskífu hans Vélrænn árið 2012. Friðrik samdi lagið ásamt þeim Ólafi Arnalds og Janusi Rasmussen sem saman mynda raf-dúettinn Kiasmos. Lífið 14. maí 2024 14:31
Magnús eignast Latabæ á nýjan leik Magnús Scheving hefur í gegnum fjárfestingarfélagið, LZT Holding ehf., náð samkomulagi við Warner Bros, Discovery, um kaup á öllum eignum LazyTown, eða Latabæ. Undir kaupin falla allir sjónvarpsþættir, vörumerki og hugverkaréttindi LazyTown, um heim allan. Viðskipti innlent 14. maí 2024 12:53
„Þægileg blanda af von og trega“ „Þetta er svona lag þar sem bassalínan rífur í hálsmálið á þér og spyr spurninga. Þægileg blanda af von og trega,“ segir tónlistarmaðurinn Jónfrí um nýtt lag sem hann og Ólafur Bjarki voru að senda frá sér. Lagið heitir Gott og vel og voru þeir sömuleiðis að senda frá sér tónlistarmyndband sem er frumsýnt í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist 14. maí 2024 11:30
Nær einróma ánægja en spurningum ósvarað um þjóðleikhússtjóra Það virðist samhljóma álit söngvara, tónlistarfólks og annarra listamanna að stofnun Þjóðaróperu sé mikið framfaraskref í óperustarfsemi hérlendis. Innlent 14. maí 2024 09:03
Falleg tónlist GDRN hljómaði ekki nógu vel Ég hitti mann nýlega sem kvartaði yfir því hve margar íslenskar söngkonur rauli. „Ekki Björk, sko – hún SYNGUR – en svo margar aðrar syngja bara í hálfum hljóðum. Það er varla að þær séu með raddbönd.“ Gagnrýni 14. maí 2024 07:00
Statham og Baltasar sameina krafta sína í væntanlegri hasarmynd Leikarinn Jason Statham mun fara með aðalhlutverk í væntanlegri kvikmynd í leikstjórn Baltasars Kormáks. Myndina á að kynna á Cannes-kvikmyndamarkaðnum sem fer fram í þessari viku. Bíó og sjónvarp 13. maí 2024 22:11
Þátttaka Ísraela hafi skemmt mikið Einni umdeildustu Eurovision-keppni sögunnar lauk um helgina. Fararstjóri íslenska hópsins segir augljóst að þátttaka Ísraelsmanna hafi haft neikvæð áhrif á keppnina. Lífið 13. maí 2024 20:31
Herra Hnetusmjör hitti Akon: „Þeir vita sem vita“ Rapparinn Herra Hnetusmjör eða Árni Páll Árnason, gerði sér lítið fyrir og hitti bandaríska rapparann Akon. Herrann birtir mynd af sér með Akon á Instagram en hann hitti hann í Berlín í Þýskalandi þar sem hann skellti sér á tónleika. Lífið 13. maí 2024 13:31
Jón og Hafdís festu kaup á einbýli með bátaskýli Tónlistarmaðurinn Jón Ragnar Jónsson og eiginkona hans Hafdís Björk Jónsdóttir tannlæknir hafa fest kaup á glæsilegu einbýlishúsi við Hamarsgötu á Seltjarnarnesi. Lífið 13. maí 2024 13:13
Kom fram sem stórstjarna Útgáfutónleikar nýstirnisins Blossa fóru fram í Iðnó síðastliðið miðvikudagskvöld þar sem hann fagnaði útgáfu fyrstu smáskífu hans Le Blossi. Tónlist 13. maí 2024 13:02
Áhorf á úrslit Eurovision hríðféll Áhorf á úrslitakvöld Eurovision hríðféll á milli ára. Tónlistafræðingur segir vanta gagnsæi um fjármögnun keppninnar sem sé hápólitísk þvert á markmið. Skipuleggjendur þurfi að líta í eigin barm. Innlent 13. maí 2024 12:04
Fagleg uppbygging myndlistar í forgrunni Kæru kollegar í Sambandi íslenskra myndlistarmanna. Þessi grein er skrifuð í tilefni af framboði mínu til formanns Sambands íslenskra myndlistarmanna, SÍM. Kosningin fer fram rafrænt frá hádegi 14. maí til hádegis 16. maí og úrslit verða tilkynnt á aðalfundi fimmtudaginn 16. maí. Skoðun 13. maí 2024 10:31
Leikkonan sem lék fyrsta fórnarlambið í Ókindinni er látin Bandaríska sundkonan og leikkonan Susan Backlinie er látin, 77 ára að aldri. Hún er þekktust fyrir að hafa farið með hlutverk konunnar sem var fyrst til að deyja af völdum hákarlsins skæða í kvikmyndinni Ókindinni, eða Jaws, frá árinu 1975. Lífið 13. maí 2024 08:52
Bíó og plokkfiskur á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina Það stendur mikið til á Patreksfirði því um hvítasunnuhelgina verður haldin þar hátíð íslenskra heimildarmynda. Auk þess verður boðið upp á plokkfiskveislu og limbókeppni. Lífið 12. maí 2024 12:29
Meistari B-kvikmyndanna látinn Roger Corman, leikstjóri og kvikmyndaframleiðandi er látinn 98 ára að aldri. Hann framleiddi mörg hundruð kvikmyndir og gaf mörgum stórstjörnum kvikmyndaheimsins sín fyrstu tækifæri. Lífið 12. maí 2024 12:15