Metmæting á tískusýningu útskriftarnema LHÍ Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands fór fram í Hörpu í gær. Þar sýndu fatahönnuðir útskriftarverk sín. Verkin eru einstaklingsverkefni sem samanstanda af frjálsri rannsókn, hönnun og gerð á línu af tískufatnaði undir handleiðslu leiðbeinenda. Sýningarstjóri var Anna Clausen Lífið 27. apríl 2024 16:45
Milljónir hafa horft á stikluna fyrir Snertingu Stikla fyrir kvikmyndina Snertingu var heimsfrumsýnd í vikunni og hafa frá því nærri átta milljónir horft á stikluna, þar af tæpar fimm milljónir á YouTube og rest á samfélagsmiðlunum X, Facebook og Instagram. Þá hefur íslenska útgáfan af stiklunni fengið yfir tvö hundruð þúsund spilanir. Lífið 27. apríl 2024 11:38
Listir og velferð Við í listkennsludeild Listaháskóla Íslands trúum því að listin sé kjarni mennskunnar. Það að tjá sig á ólíkan máta og að verða „snortin“ af upplifun sé leið til að ná sambandi við sjálfa sig og aðra. Þannig auki listin lífsgæði. Skoðun 27. apríl 2024 11:01
Sveddi sagður með tengsl við ítölsku mafíuna „Hann er klókur. Og hann er rosalega bíræfinn í því sem hann ætlar sér,“ segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra og á þar við Sverri Þór Gunnarsson, eða Svedda tönn, sem nú bíður dóms í Brasilíu fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot á alþjóðavísu og skipulagða glæpastarfsemi. Innlent 27. apríl 2024 08:00
„Það er einmanalegt að missa móður“ „Ég ætlaði alls ekki í leiklist. Þú getur samt aldrei flúið frá kölluninni og þér sjálfri, úr hverju þú ert og við hvað þú elst upp. Maður er nú genasamsetning foreldra sinna,“ segir leikkonan Unnur Birna J. Backman. Unnur er dóttir Eddu Heiðrúnar Backman heitinnar og Jóns Axels Björnssonar myndlistarmanns og er alin upp í kringum mikla list. Hún ræddi við blaðamann um móðurmissinn, uppeldið, leiklistina, stöðuga þróun á sjálfri sér, hvernig hreyfing bjargaði lífi hennar og margt fleira. Lífið 27. apríl 2024 07:00
Ellý snýr aftur vegna fjölda áskorana Söngleikurinn Ellý, sem fjallar um ævi og ástir einnar vinsælustu söngkonu Íslands fyrr og síðar, Ellýjar Vilhjálms, snýr aftur á stóra svið Borgarleikhússins í takmarkaðan tíma. Lífið 26. apríl 2024 22:57
Skemmdarvargar á eftir útilistaverkum eftir Einar Jónsson Viðgerð er hafin á útlistaverkinu Útlögum sem var skemmt í gær. Það verður bæði kostnaðarsamt og tímafrekt að gera við verkið að sögn deildarstjóra Listasafns Reykjavíkur. Þetta er í annað skipti á nokkrum árum sem útilistaverk eftir Einar Jónsson fær slíka útreið. Innlent 26. apríl 2024 13:21
Niðri fyrir vegna Útlaganna Egill Helgason, fjölmiðlamaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, er á meðal þeirra sem fussar og sveiar yfir óvæntri og óútskýrðri gullhúðun á styttunni Útlagar við Melatorg í Reykjavík. Sagnfræðingur bendir á að málningin muni veðrast strax af. Innlent 26. apríl 2024 08:57
Útlagar spreyjaðir gylltir Útlagar, stytta Einars Jónssonar myndhöggvara, á horni Suðurgötu og Hringbrautar hefur orðið fyrir óvæntum breytingum. Einhver óprúttinn aðili hefur málað styttuna gyllta með málningu eða spreybrúsa. Innlent 25. apríl 2024 16:52
Pétur Einarsson leikari látinn Pétur Einarsson, leikari, leikstjóri og fyrrverandi skólastjóri Leiklistarskóla Íslands er látinn, 83 ára að aldri. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 24. apríl síðastliðinn. Innlent 25. apríl 2024 14:17
Ebba Katrín valin bæjarlistamaður Hafnarfjarðar Ebba Katrín Finnsdóttir leikkona er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2024. Hún var titluð í gær en hefð er fyrir því í bænum að veita titilinn síðasta vetrardag hvers árs. Lífið 25. apríl 2024 14:00
Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr Snertingu Stikla úr kvikmyndinni Snerting eftir Baltasar Kormák er komin út. Baltasar segist alltaf hafa verið meiri kitlumaður frekar en stiklumaður. Hann segist ekki geta beðið eftir að landsmenn fái loksins að bera myndina augum. Bíó og sjónvarp 24. apríl 2024 15:02
Fögnuðu íslenskri tónlist við fjöruga opnun „Áfram íslensk tónlist,“ sagði María Rut framkvæmdastjóri nýrrar tónlistarmiðstöðvar við opnun. Tónlistarmiðstöð var formlega opnuð þann 23. apríl í nýjum höfuðstöðvum við Austurstræti 5 í Reykjavík. Á eftir var opið hús þar sem gestir gátu hitt starfsfólk miðstöðvarinnar og skoðað nýjar höfuðstöðvar. Tónlist 24. apríl 2024 13:00
Hildur, Rán og Ásta fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2024 voru veitt við hátíðlega athöfn í Höfða í morgun. Einar Þorsteinsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar afhenti verðlaun í þremur flokkum, að því er fram kemur í tilkynningu. Menning 24. apríl 2024 12:27
Seldi upp á útgáfutónleika án útgáfu Síðastliðinn laugardag hélt tónlistarmaðurinn og rapparinn ISSI útgáfutónleika í Gamla Bíó fyrir væntanlega plötu sína 21. Platan er enn óútgefin en uppselt var á tónleikana. Tónlist 24. apríl 2024 12:00
Björgólfur og Skúli í stuði í Feneyjum Einir frægustu athafnamenn landsins þeir Björgólfur Thor Björgólfsson og Skúli Mogensen njóta þessa dagana lífsins í Feneyjum ásamt eiginkonum sínum þeim Kristínu Ólafsdóttur og Grímu Björg Thorarensen. Þar fer nú fram hinn heimsfrægi Feneyjartvíæringur. Lífið 24. apríl 2024 11:00
Er menning stórmál? Það er mikið ánægjuefni að geta á ársfundi Hörpu í dag horft yfir nýliðið starfsár og séð að enn á ný hafa metnaðarfull framtíðaráform um Hörpu á heimsmælikvarða gengið eftir. Skoðun 24. apríl 2024 08:01
Karlakórinn Esja tók frægasta slagara Backstreet Boys Karlakórinn Esja hélt Bangsasúputónleikana sína í Háteigskirkju um helgina og voru þeir vel sóttir. Mesta athygli vakti magnaður flutningur þeirra á frægasta slagara Backstreet Boys, I Want it That Way. Myndband af flutningnum á strákabandsslagaranum hefur vakið gríðarlega athygli. Lífið 23. apríl 2024 15:33
Flott flutti ódauðlega slagara með Sálinni og Ásgeiri Trausta Í síðasta þætti af Öll þessi ár á Stöð 2 var fjallað um árið 2012. Lífið 23. apríl 2024 15:00
Frumsýning á Vísi: Segja þjóðinni loksins frá harðræðinu á vistheimilunum Þúsundir barna hafa verið vistuð á vegum hins opinbera á upptökuheimilum hér og þar um landið í gegnum tíðina. Í fyrsta sinn fær fólkið sem lifði af að segja þjóðinni frá því hvaða meðferð það sætti á vistheimilum í heimildaþáttunum Vistheimilin með Berghildi Erlu Bernharðsdóttur. Bíó og sjónvarp 23. apríl 2024 14:45
Listræn súkkulaðiupplifun og girnilegt smakk Vöruhönnuðurinn Theodóra Alfreðsdóttir er hugfangin af súkkulaði og rannsakar ólíkar hliðar þess á sýningunni Samruni á HönnunarMars. Sýningin er unnin í samstarfi við súkkulaðigerðina Omnom. Tíska og hönnun 23. apríl 2024 14:00
Bein útsending: Setning Barnamenningarhátíðar Barnamenningarhátíð hefst í dag, 23. apríl, og stendur yfir til 28. apríl. Hátíðin verður sett klukkan 9:45 í Hörpu í dag. Menning 23. apríl 2024 09:39
Ljósbrot meðal opnunarmynda í Cannes Nýjasta kvikmynd leikstjórans Rúnars Rúnarssonar, Ljósbrot, hefur hlotið þann heiður að vera opnunarmynd flokksins, Un Certain Regard, á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Bíó og sjónvarp 23. apríl 2024 08:22
Mislukkuð sýning í Borgarleikhúsinu með góðum sprettum Söngleikurinn Eitruð lítil pilla, sem er saminn ofan í fræga plötu Alanis Morisette og Glen Ballard frá tíunda áratugnum, var frumsýndur í febrúar. Gagnrýni 23. apríl 2024 07:00
Starfaði fyrir pólska herinn og sýnir nú skartgripi á Garðatorgi Menningarlífið iðar á Garðatorgi um þessar mundir en Hönnunarsafn Íslands, sem er staðsett þar, stendur fyrir opnun og uppskeruhátíð á morgun klukkan 18:00. Tíska og hönnun 22. apríl 2024 16:01
Öskur á tónleikum Laufeyjar öfugt ofan í aðdáendur Hópur tónleikagesta á tónleikum Laufeyjar Lín Jónsdóttur sem fóru fram í Dallas borg í Texas á dögunum virtust missa sig í gleðinni á tónleikunum, og öskruðu með söngkonunni í stað þess að syngja. Lífið 22. apríl 2024 13:48
Fred Armisen kemur til Íslands Bandaríski grínistinn, leikarinn og tónlistarmaðurinn Fred Armisen er væntanlegur hingað til lands í september. Hann mun koma fram í Háskólabíó en um er að ræða sýninguna Comedy for Musicians (But Everyone is Welcome) sem er hluti af Evróputúr hans. Lífið 22. apríl 2024 10:15
„Enda hefði hún hreinlega ekki nennt að þræta við mig endalaust“ „Ég er að vinna í alls kyns verkefnum núna. Til dæmis að leggja lokahönd á framleiðslu Ráðherrans seríu 2 sem ég er mjög stolt af að hafa fengið að keyra áfram,“ segir Hlín Jóhannesdóttir framleiðandi með tilvísun í starf sitt hjá Saga Film. Atvinnulíf 22. apríl 2024 07:24
Stóðhesturinn Vísir elskar saxófónleik Stóðhesturinn Vísir, sem er einn besti tölthestur landsins er vandlátur á tónlist en þegar hann heyrir spilað á saxófón þá fer hann í sitt allra besta formi og stuð og töltir eins og engin sé morgundagurinn. Innlent 21. apríl 2024 20:31
Hámhorfið: Hvað eru grafískir hönnuðir að horfa á? Enn einn sunnudagurinn runninn upp og úrvalið af sjónvarpsefni heldur áfram að aukast Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks í Hámhorfinu. Í dag er rætt við grafíska hönnuði sem luma á ýmsum góðum hugmyndum. Bíó og sjónvarp 21. apríl 2024 12:31