Hera Björk keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision Hera Björk er sigurvegari Söngvakeppninnar og mun flytja lagið „Scared of Heights“ sem framlag Íslands í Eurovision árið 2024. Vísir fylgdist með úrslitum Söngvakeppninnar sem fram fóru í Laugardalshöll. Lífið 2. mars 2024 19:48
Dómnefndin búin að gera upp hug sinn í Söngvakeppninni Sjö tónlistarspekúlantar hafa mikið um það að segja hvaða tvö lög munu berjast um það að verða fulltrúar Íslands í Eurovision árið 2024. Eurovision-kempa er á meðal dómara. Lífið 2. mars 2024 18:32
Þessi skipa dómnefnd Söngvakeppninnar Ríkisútvarpið hefur svipt hulunni af nöfnum þeirra sem sitja í dómnefnd Söngvakeppninnar í ár. Úrslit keppninnar fara fram í Laugardalshöll í kvöld. Lífið 2. mars 2024 14:47
Samtal við mömmu sem olli straumhvörfum „Ef ég lít til baka þá sé ég að ég var alltaf að búa eitthvað til og skapa. Ég var alltaf að gera eitthvað skapandi en það var enginn að segja mér að fara þessa leið,“ segir listamaðurinn Loji Höskuldsson, sem hefur skrifað nafn sitt með j-i síðan í grunnskóla. Loji er með á samsýningu sem opnar í nýju rými Gallery Port á laugardaginn og eru verkin hans gríðarlega eftirsótt. Menning 2. mars 2024 07:01
Deilt um hinn dísæta hnakka: Forheimskandi efnishyggja eða vítamínsprauta? Menningarrýnirinn Davíð Roach segir sér misboðið yfir því hvað samfélagið hafi kóað með tónlistarmanninum Patriki Atlasyni og tónlist hans sem ali á „forheimskandi og mannskemmandi efnishyggju“. Margir eru sammála Davíð á meðan aðrir telja öfund ráða för. Menning 2. mars 2024 00:18
Frumsýning á Vísi: Halli boðar útgáfutónleika á NASA Haraldur Þorleifsson gefur í kvöld út sitt fimmta lag og tónlistarmyndband undir listamannsnafninu Önnu Jónu Son. Hann hyggst halda útgáfutónleika á NASA, hefur neglt niður dagsetningu þann 4. maí og er miðasala hafin. Lífið 1. mars 2024 22:02
Tuttugu ára afmæli Aldrei fór ég suður: Of Monsters and Men meðal hljómsveita Of Monsters and Men verður á meðal þeirra hljómsveita sem munu koma fram á vestfirsku tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður sem fram fer um páskana á Ísafirði. Hátíðin fagnar tuttugu ára afmæli í ár og verður blásið í herlúða að sögn skipuleggjanda. Lífið 1. mars 2024 13:54
Nærmynd af Herberti Guðmundssyni Herbert Guðmundsson stendur fyrir tónleikum í Háskólabíói á næstunni, hans stærstu tónleika. Lífið 1. mars 2024 10:33
Bashar Murad vill í forsetaframboð Bashar Murad hyggst gefa kost á sér til embættis forseta Íslands, fái hann til þess stuðning hjá íslensku þjóðinni. Hann hefur þó hvorki aldur til framboðs né er hann íslenskur ríkisborgari. Lífið 1. mars 2024 10:25
Rithöfundar nýttu aukadaginn í brúðkaup Bragi Páll Sigurðsson og Bergþóra Snæbjörnsdóttir eru hjón. Sannkölluð rithöfundahjón. Þau létu pússa sig saman við persónulega athöfn á heimili sínu í gær, 29. febrúar. Átta ára dóttir þeirra stýrði athöfninni. Lífið 1. mars 2024 10:07
Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2024 Tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna voru tilkynntar í kvöld og fjölbreyttur hópur tónlistarfólks er tilnefndur í ár. Verðlaunin verða veitt í Hörpu 12. mars næstkomandi. Tónlist 29. febrúar 2024 21:11
Lofar breyttu lífi með fyrirvara Frímann Gunnarsson lífskúnstner frumsýndi sýningu sína 11 spor - Til hamingju! í Bæjarbíói í Hafnarfirði í kvöld. Eins og hann lýsir henni felur hún í sér grín, tónlist og fyrirlestur að hætti svokallaðra TED-fyrirlestra. Menning 29. febrúar 2024 20:43
Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tilkynnt verður um það hverjir verða tilnefndir til Íslensku tónlistarverðlaunanna í ár klukkan fimm í dag. Tónlist 29. febrúar 2024 17:13
Butler skartar „emo“ útlitinu í tónlistarmyndbandi Jimmy Butler, leikmaður Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta, skartar athyglisverðu útliti í nýju tónlistarmyndbandi. Körfubolti 29. febrúar 2024 16:30
Liam Neeson í nýrri Naked Gun í stað Leslie Nielsen Bandaríska kvikmyndaverið Paramount Pictures ætlar að endurgera Naked Gun grínmyndirnar í nýrri mynd. Þar á Liam Neeson að taka að sér hlutverk lögreglufulltrúans Frank Drebin sem Leslie Nielsen gerði ódauðlegan. Bíó og sjónvarp 29. febrúar 2024 15:00
Hairy Bikers-stjarna látin Breski sjónvarpsmaðurinn Dave Myers, sem þekktastur er fyrir að vera annar hluti tvíeykisins Loðnu bifhjólamennirnir, eða Hairy Bikers, er látinn. Hann lést af völdum krabbameins, 66 ára gamall. Lífið 29. febrúar 2024 11:53
Costner veðjar öllu á sjálfan sig Leikarinn og leikstjórinn víðfrægi, Kevin Costner, birti á dögunum stiklu fyrir kvikmyndina Horizon: An American Saga Chapter 1. Myndin er sú fyrsta af fjórum sem Costner fjármagnaði sjálfur, skrifaði, leikur aðalhlutverkið í og leikstýrir. Bíó og sjónvarp 28. febrúar 2024 22:27
Richard Lewis er látinn Leikarinn og grínistinn Richard Lewis, sem er hvað þekktastur þessa dagana fyrir leik sinn í þáttunum Curb Your Enthusiasm, er látinn. Hann var 76 ára gamall og er sagður hafa látist á heimili sínu í Los Angeles í gærkvöldi eftir að hann fékk hjartaáfall. Lífið 28. febrúar 2024 21:11
GKR gefur út nýja plötu: „Ég er ekki eins og ég var þegar ég var yngri“ Rapparinn GKR gaf út sína fyrstu plötu í sex ár á föstudaginn í síðustu viku. Hann vill að fólk túlki á eigin hátt um hvað platan er og það hafa tekið langan tíma að byggja upp sjálfsöryggið og viljann til þess að koma sér aftur á sjónarsviðið. Tónlist 28. febrúar 2024 20:01
Skrifaði undir draumasamninginn og hlakkar til að spila erlendis „Mér líður best þegar að ég er að spila og það er flæði, þar sem ég er ekki að hugsa of mikið. Það fékk að njóta sín á þessari plötu,“ segir tónlistarmaðurinn Mikael Máni, sem var að skrifa undir plötusamning við útgáfufyrirtækið Act í Þýskandi. Tónlist 28. febrúar 2024 12:30
Erfingjar Donnu Summer í mál við Kanye West Erfingjar dánarbús söngkonunnar Donnu Summer hafa höfðað mál gegn tónlistarmönnunum Kanye West og Ty Dolla $ign vegna meints stuldar á lagi hennar I Feel Love. Lífið 28. febrúar 2024 12:16
Baltasar og Sunneva Ása eiga von á barni Leikstjórinn Baltasar Kormákur og Sunneva Ása Weisshappel, myndlistakona og leikmyndahönnuður, eiga von á sínu fyrsta barni saman í byrjun ágúst. Um er að ræða fyrsta barn Sunnevu en Baltasar á fjögur börn fyrir. Lífið 28. febrúar 2024 11:33
72 skotvopn gerð upptæk á heimili franskrar kvikmyndastjörnu Lögregla í Frakklandi hefur lagt hald á 72 skotvopn og rúmlega þrjú þúsund skotfæri á heimili frönsku kvikmyndastjörnunnar Alain Delon. Erlent 28. febrúar 2024 07:45
„Tækifæri til að pæla í fallegri veruleika eftir dauðann“ „Framtíðin kemur bara og við þurfum að díla við það,“ segir þrívíddarhönnuðurinn María Guðjohnsen, sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Hún heillast að tæknilegri hliðum listarinnar og er óhrædd við viðfangsefni á borð við dauðann. Menning 28. febrúar 2024 07:01
Disney-söngleikur settur upp á Hvolsvelli Það stendur mikið til á Hvolsvelli því þar eru fullorðnir söngnemendur Tónlistarskóla Rangæinga að setja upp söngleik með Disney lögum úr ýmsum teiknimyndum með ævintýrasögum í kringum lögin. Lífið 27. febrúar 2024 20:30
Mikil líkindi með lögum Heru og Demi Lovato Ekki væri neitt Eurovision án þess að fram komi ásakanir um lagastuld. Nú er lagið Við förum hærra sem Hera Björk syngur í skotlínunni. Tónlist 27. febrúar 2024 14:26
Troðfullt í Marshall-húsinu á opnun listrænna systra Fullt var út úr dyrum í Þulu galleríi í Marshall-húsinu síðastliðinn laugardag við opnun á sýningu systranna og listakvennanna Lilju og Ingibjargar Birgisdætra. Menning 27. febrúar 2024 12:01
Myndband með framlagi Bashars frumsýnt í gær Flunkunýtt myndband við Wild West, lagið sem Bashar Murad flytur í Söngvakeppni Sjónvarpsins, var frumsýnt með viðhöfn á Kex Hostel í gærkvöldi. Lífið 27. febrúar 2024 11:18
VÆB bræður syngja einir á íslensku: Stílistinn sagði þeim að vera með sólgleraugu Tvíeykið í VÆB, bræðurnir Matthías Davíð og Hálfdán Helgi Matthíassynir ætla einir keppenda að flytja lag sitt á íslensku í úrslitum Söngvakeppninnar um helgina. Þeir segjast ekki geta beðið eftir keppninni þar sem þeir munu stíga fyrstir á svið. Lífið 27. febrúar 2024 11:08
Tónlistarframleiðandi sakar Diddy um káf og önnur kynferðisbrot Tónlistarframleiðandi hefur höfðað mál á hendur athafna- og tónlistarmanninum Sean Combs vegna meintra kynferðisbrota. Segir maðurinn Combs meðal annars hafa káfað á sér og neytt sig til að sænga hjá kynlífsstarfsmönnum. Lífið 27. febrúar 2024 07:59