Þröstur Leó valinn besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni í Bari Leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson hlaut nú um helgina verðlaun ítölsku kvikmyndahátíðarinnar BIF&ST sem besti leikari í aðalhlutverki í kvikmynd Hilmars Oddsonar, Á ferð með mömmu. Bíó og sjónvarp 2. apríl 2023 19:57
Brasilísk stórstjarna hélt upp á afmælið á Íslandi Brasilíska söngkonan Anitta varð þrítug á dögunum. Í gærkvöldi hélt hún veislu á skemmtistaðnum LÚX í miðbæ Reykjavíkur til þess að fagna áfanganum. Lífið 2. apríl 2023 14:14
Hinstu skilaboðin voru þau að hafa áfram gaman „Ég held að þetta verði ógleymanlegt kvöld,“ segir Berglind Häsler, ekkja Svavars Péturs Eysteinssonar heitins, jafnan þekktur sem ástsæli listamaðurinn Prins Póló. Berglind, Björn Kristjánsson og Benni Hemm Hemm eru í listrænni stjórn Havarí og standa fyrir Hátíð hirðarinnar, stórum minningartónleikum fyrir Svavar Pétur á afmælisdegi hans 26. apríl næstkomandi. Blaðamaður ræddi við Berglindi. Tónlist 2. apríl 2023 07:00
Svona var Söngkeppni framhaldsskólanna 2023 Samband íslenskra framhaldsskóla heldur í Söngkeppni framhaldsskólanna í 33. sinn í kvöld í Hinu Húsinu, miðstöð ungs fólks. Lífið 1. apríl 2023 18:40
Birgir Örn úr Idolinu líklegur til vinsælda Tónlistarmaðurinn Birgir Örn vakti athygli í Idol seríu Stöðvar 2 í vetur en hann komst í átta manna úrslit, þar sem hann flutti frumsamið lag sem ber heitið Found Each Other. Lagið var í þessari viku kynnt inn sem líklegt til vinsælda á Íslenska listanum á FM957. Tónlist 1. apríl 2023 17:01
„Viðkvæmir lesendur“ breyta Agöthu Christie Viðamiklar breytingar verða gerðar á bókum Agöthu Christie á næstu misserum. Flest orð sem vísa til kynþáttar sögupersóna verða fjarlægð sem og persónulýsingar sem teljast niðrandi. Fólk sem skilgreinir sig sem viðkvæma lesendur fer yfir texta bókanna. Erlent 1. apríl 2023 15:31
Einhverfufélagið blæs til listasýningar: „Við getum gert allt sem annað fólk getur gert“ Nóg verður um að vera í húsnæði Hamarsins ungmennahúss í Hafnarfirði um helgina þar sem Einhverfufélagið hefur sett upp listasýningu. Menning 31. mars 2023 23:02
Ný kynslóð móðgast yfir Friends: „Megum ekki taka okkur svona alvarlega“ Jennifer Aniston á að baki um þrjátíu ára feril sem gamanleikkona, allt frá hlutverki hennar sem Rachel í Friends til myndarinnar Murder Mystery 2 sem kom út í dag. Aniston segir grín hafa tekið miklum breytingum á síðustu árum, í raun svo miklum að það sé orðin ákveðin kúnst að vera fyndin í dag. Lífið 31. mars 2023 12:00
Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. Viðskipti innlent 31. mars 2023 10:42
Emmsjé Gauti er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár. Þjóðhátíð í Eyjum er stærsta og vinsælasta útihátíð landsins og ríkir því mikil spenna fyrir Þjóðhátíðarlaginu ár hvert. Lífið 31. mars 2023 09:01
Dómur féll Gwyneth Paltrow í vil: Fær einn dollara í bætur Kviðdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að bandaríska leikkonan Gwyneth Paltrow beri ekki ábyrgð vegna atviks þar sem hinn 76 ára Terry Sanderson braut fjögur rifbein í skíðabrekku í Utah í Bandaríkjunum árið 2016. Er það mat kviðdómsins að Sanderson beri alfarið ábyrgð á slysinu. Erlent 30. mars 2023 22:53
Steindi og Arró féllust í faðma á hátíðarfrumsýningu Óráðs Í gær fór fram sérstök hátíðarfrumsýning á íslensku hryllingsmyndinni Óráði í Smárabíói. Myndin fer í almenna sýningu á morgun en leikarar og aðstandendur myndarinnar tóku forskot á sæluna í gær ásamt góðum gestum. Lífið 30. mars 2023 14:22
Vissi ekki að lagið Líf væri samið um sig „Allt í einu var bara skrifað í skýin að ég átti bara að fara að gera þetta, ég átti bara að verða stjarna,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson í einlægu viðtali í þættinum Einkalífið á Vísi og Stöð 2+. Lífið 30. mars 2023 10:44
„Hús íslenskunnar“ vígt 19. apríl og nýtt nafn afhjúpað Nýtt hús Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Háskóla Íslands verður vígt 19. apríl næstkomandi. Húsið hefur verið kallað „Hús íslenskunnar“ en mun við vígsluna fá varanlegt nafn. Innlent 30. mars 2023 10:20
Snæfríður Ingvars frumsýnir sitt fyrsta tónlistarmyndband Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við lagið Lilies sem leikkonan og tónlistarkonan Snæfríður Ingvarsdóttir var að gefa út. Tónlist 30. mars 2023 10:00
Íslensku hljóðbókaverðlaunin voru veitt í Hörpu í gær Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel Awards, voru veitt við hátíðlega athöfn í Norðurljósum í Hörpu í gærkvöldi. Um er að ræða árlegan viðburð þar sem hljóðbókaunnendur, útgefendur, höfundar og lesarar fagna saman útgáfu vönduðustu hljóðbóka síðasta árs. Lífið 30. mars 2023 09:57
„Þetta var náttúrulega visst sjokk fyrir okkur; við ætluðum svo sem aldrei að svíkja eitt né neitt“ „Já já, þetta gerði skaða. Þetta gerði meiri skaða en við héldum,“ segir Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar, um skattamál sem meðlimir sveitarinnar hafa haft hangandi yfir höfðum sér frá árinu 2014. Málinu virðist nú vera lokið, eftir að Landsréttur vísaði eftirstöðum málsins frá í síðustu viku. Innlent 30. mars 2023 07:27
Succession er Rollsinn í sjónvarpi í dag Fyrsti þáttur í fjórðu og síðustu seríu Succession er kominn inn á Stöð 2+. Sigurjón Kjartansson, handritshöfundur og framleiðandi, kallar þættina Rollsinn í sjónvarpi í dag og segir þá hafa skapað ný viðmið í sjónvarpi fyrir ókomin ár. Lífið samstarf 29. mars 2023 14:47
Önnur þáttaröð tveimur þáttum styttri Önnur þáttaröð hinna vinsælu þátta House of the Dragon verður einungis átta þátta löng. Það er tveimur þáttum styttra en fyrsta þáttaröðin. Þá eru forsvarsmenn HBO þegar byrjaðir að velta fyrir sér að gefa grænt ljós á þriðju þáttaröðina. Bíó og sjónvarp 29. mars 2023 14:30
„Fæ mér fisk í hádeginu alla daga, alltaf!“ „Fiskur er svo góður fyrir þig, mér finnst hann líka bara svo góður,“ segir Helgi Björns í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni um helgina. Lífið 29. mars 2023 11:38
Sjónvarpsmaðurinn Paul O‘Grady er látinn Breski sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Paul O‘Grady er látinn, 67 ára að aldri. Lífið 29. mars 2023 08:55
Þurfti að fela hneigð sína til kvenfatnaðar: „Svona er ég mótaður og svona er ég bara“ „Ég er með mjög óljósar minningar af því að vera sex eða sjö ára að máta nælonsokka upp í sveit og ég veit ekkert hvað þetta er,” segir Biggi Veira eða Birgir Þórarinsson tónlistarmaður og meðlimur GusGus. Lífið 28. mars 2023 22:01
Háskólarnir megi aldrei verða útungunarstöð fyrir atvinnulífið Hugvísindafólk er uggandi yfir áherslubreytingu háskólaráðherra sem vill að háskólarnir svari betur kalli atvinnulífsins. Forseti Mála- og menningardeildar Háskóla Íslands segir stefnuna vera í anda nýfrjálshyggju. Háskólarnir megi aldrei verða útungunarstöð fyrir atvinnulífið. Innlent 28. mars 2023 19:30
Mikilvægt að konur af erlendum uppruna fái að segja sínar sögur sjálfar „Aðalmarkmið okkar er að skapa vettvang þar sem raddir kvenna af erlendum uppruna fá að heyrast á þeirra eigin forsendum,“ segir Chanel Björk, sem er einn af stofnendum samtakanna Hennar rödd. Samtökin standa fyrir ráðstefnu um konur af erlendum uppruna í listum. Verður hún haldin í Borgarleikhúsinu á laugardaginn næstkomandi og er um að ræða fjölbreytta dagskrá sem einkennist af erindum, pallborðsumræðum, vinnustofum og frumsýningu á verki. Menning 28. mars 2023 16:05
Barst fjöldi skilaboða frá karlmönnum vegna brjóstanna Saga Garðarsdóttir leikkona hefur fengið mikil viðbrögð við kjól sem hún klæddist í Vikunni hjá Gísla Marteini á dögunum. Karlmenn voru sérstaklega ánægðir með brjóstasýninguna sem var í gangi, eins og hún kemst að orði. Lífið 28. mars 2023 07:01
Leikskólabörn rappa um Kjarval Krakkar á leikskólanum Kvistaborg fóru í hljóðver í dag til að taka upp frumsamið rapplag sem fjallar um listmálarann Jóhannes Kjarval. Krakkarnir sömdu textann sjálfir og máluðu málverk úti í náttúrunni að hætti myndlistarmannsins. Innlent 27. mars 2023 20:00
Lóa Pind fann loksins dýrari matarkörfu en á Íslandi Lóa Pind heimsótti fiðluleikarann Ara Vilhjálmsson sem fór fyrir nokkrum árum í örlagaríkt frí til Ísrael. Á síðasta degi féll hann fyrir einum innfæddum og þá var ekki aftur snúið. Lífið 27. mars 2023 13:20
Hundur og hæna elska að fara saman á hestbaki Hundurinn Dreki er ein af skærustu kvikmyndastjörnunum landsins um þessar mundir því hann leikur stórt hlutverk í myndinni „Á ferð með mömmu“. Þegar Dreki vill hafa það rólegt og njóta lífsins heima hjá sér í sveitinni þá finnst honum skemmtilegast að fara á hestbak með hænunni Svanhvíti. Innlent 26. mars 2023 20:06
Majors handtekinn fyrir heimilisofbeldi Leikarinn Jonathan Majors var handtekinn fyrir heimilisofbeldi á Manhattan í New York í Bandaríkjunum í gær. Kona á þrítugsaldri sagði hann hafa ráðist á sig og var með nokkra áverka á höfði og búk. Lífið 26. mars 2023 12:57
Tuttugu ár í bransanum: „Af öllu sem ég hef skapað er ég stoltastur af börnunum mínum“ „Ég er búinn að vera að gera tónlist lengur en ég man eftir mér,“ segir tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr, jafnan þekktur sem Emmsjé Gauti. Hann er nú í óðaönn að skipuleggja tuttugu ára rappafmælis tónleika sína nú í vor í Gamla Bíó en árið 2002 kom hann fyrst fram og var það á Rímnaflæði. Blaðamaður hitti hann í kaffi og fékk að heyra nánar frá síðustu tuttugu árum. Tónlist 26. mars 2023 08:00