Ingvar E hreppti ein elstu kvikmyndaverðlaun Evrópu Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson vann dönsku Bodil-verðlaunin fyrr í kvöld fyrir bestan leik í aukahlutverki í kvikmyndinni Volaða land. Elliott Crosset Hove var valinn besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í sömu kvikmynd. Lífið 25. mars 2023 21:11
Fluttu saman Eurovision lög hvor annars og allt varð vitlaust Kvöldstund með Eyþóri Inga hóf göngu sína á nýjan leik á Stöð 2 í gærkvöld. Lífið 25. mars 2023 20:01
Loreen mætt á Íslenska listann Sænska tónlistarkonan Loreen er komin inn á Íslenska listann á FM957 með lagið sitt Tattoo. Er um að ræða framlag hennar til Eurovision í ár þar sem hún keppir í annað sinn fyrir hönd Svíþjóðar. Tónlist 25. mars 2023 17:02
Ragnar Jónasson hlaut Palle Rosenkrantz -verðlaunin Ragnar Jónasson tók í dag við Palle Rosenkrantz -verðlaununum fyrir bestu þýddu glæpasöguna í Danmörku á Krimimessen sem fram fer í fangelsinu í Horsens. Þau fær hann fyrir þríleik sinn um lögreglukonuna Huldu, Dimmu, Drunga og Mistur. Menning 25. mars 2023 16:22
Kjarval treysti ekki Reykjavíkurborg og mætti með eigin skóflu Jóhannes S. Kjarval, einn merkasti myndlistamaður landsins, treysti ekki borgaryfirvöldum þegar framkvæmdir að Kjarvalsstöðum hófust og mætti með sína eigin skóflu að heiman til verksins. Menning 25. mars 2023 14:38
Hneykslaðir foreldrar hröktu skólastjóra burt vegna Davíðsstyttunnar Skólastjóri grunnskóla í Flórída í Bandaríkjunum sá sér þann kost vænstan að segja af sér vegna kvartana foreldra undan því að börnum þeirra hafi verið sýnt klám þegar þau sáu myndir af Davíðsstyttunni við kennslu í listasögu. Erlent 25. mars 2023 08:55
Ákæran felld niður og Roiland gagnrýnir slaufunarmenningu Ákæra á hendur Justin Roilands, sem er maðurinn á bak við þættina Rick and Morty, hefur verið felld niður. Roiland var nýverið ákærður fyrir heimilisofbeldi. Erlent 23. mars 2023 21:44
Forsetahjónin hittu Foster Íslensku forsetahjónin og sonur þeirra heimsóttu kvikmyndaverið í Gufunesi þar sem verið var að taka upp þættina True Detective. Forsetafrú Íslands deilir myndum af heimsókninni á Facebook-síðu sinni og segir að um áhugaverða heimsókn hafi verið að ræða. Lífið 23. mars 2023 15:52
Íhugar að setja mömmu sína á launaskrá „Nú fer hún að hætta í bankanum og þá þarf maður kannski bara að fara að setja hana á launaskrá. Svona fyrir að fylgjast með öllu og jafnvel „covera“ smá heima á vaktinni,“ segir Frikki Dór kíminn í viðtali í Bakaríinu síðasta laugardag. Lífið 23. mars 2023 13:00
Afhjúpa ýmsar perlur í tilefni af 50 ára afmæli Kjarvalsstaða Á morgun, föstudaginn 24. mars, eru liðin 50 ár frá því að Kjarvalsstaðir voru vígðir en byggingin er sú fyrsta á Íslandi sem var sérstaklega hönnuð og byggð til almennra myndlistarsýninga á Íslandi. Listasafn Reykjavíkur opnar við það tilefni sýninguna Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld, þar sem sýndar verða perlur myndlistar úr safneign Listasafnsins, eftir marga af þekktustu listamönnum Íslendinga. Menning 23. mars 2023 10:00
Fékk ljós að láni hjá Salvador Dali Myndlistarkonan Sigga Björg Sigurðardóttir er óhrædd við að nálgast óþægileg viðfangsefni í list sinni. Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir sýningunni Andardráttur á glugga á Ásmundarsafni þar sem verk Siggu Bjargar eiga í samtali við verk Ásmundar Sveinssonar. Sigga Björg er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst, þar sem hún deilir sínum skapandi hugarheimi ásamt skemmtilegum sögum. Menning 23. mars 2023 07:01
Þessi hlutu Íslensku tónlistarverðlaunin Íslensku tónlistarverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Hörpu nú í kvöld. Fjölbreyttur hópur listafólks hlaut verðlaun fyrir störf sín á sviði tónlistar árið 2022. Tónlist 22. mars 2023 22:17
Íslenskur leikmunastjóri endaði óvænt sem leikari Íslenskur leikmunastjóri True Detective þáttanna endaði óvænt sem leikari í þáttunum eftir að leikari smitaðist af Covid-19. Leikstjórinn segir hann hafa staðið sig fullkomlega. Lífið 22. mars 2023 16:29
Stöðva sýningu hryllingsmyndar um Bangsímon í Hong Kong Búið er að stöðva sýningar hryllingsmyndarinnar Winnie The Pooh: Blood and Honey, eða Bangsímon: Blóð og hunang, í Hong Kong. Bangsímon hefur lengi verið óvinsæll í Kína vegna gríns um að hann og Xi Jinping, forseti, séu líkir. Erlent 22. mars 2023 12:11
K-pop stjarna biðst afsökunar á bol með hakakrossi Meðlimur K-pop hljómsveitarinnar Twice hefur beðist afsökunar á því að hafa birt mynd af sér í bol þar sem var mynd af hakakrossi. Þetta er í annað sinn sem hún sést í umdeildum klæðnaði á stuttum tíma en fyrr í vikunni var hún klædd í bol frá QAnon á tónleikum. Lífið 22. mars 2023 11:18
Vann bikar og Eddu sömu helgina Helgin var vægast sagt eftirminnileg fyrir Blæ Hinriksson. Á laugardaginn varð hann bikarmeistari í handbolta með Aftureldingu og á sunnudaginn vann kvikmyndin Berdreymi, sem hann leikur í, verðlaun sem besta kvikmyndin á Edduverðlaunahátíðinni. Handbolti 22. mars 2023 08:01
Metverð fékkst fyrir skúlptúr Einars Jónssonar á uppboði Metverð fékkst fyrir bronsskúlptúrinn Þróun eftir Einar Jónsson á uppboði hjá uppboðshúsi Gallerí Foldar sem lauk í gær. Menning 22. mars 2023 07:38
„Hún upplifir tvö fyrstu árin án faðmlaga og ástúðar“ „Ég og mamma erum einhvern veginn að ná að fara í gegnum þessa sögu núna. Við erum í smá ferli, við erum að hittast og ég er að taka viðtöl við hana,“ segir tónlistarmaðurinn og leikarinn Björn Stefánsson í nýjasta þætti Einkalífsins. Lífið 22. mars 2023 07:30
Aflýsa Eistnaflugi vegna veirunnar Þungarokkshátíðin Eistaflug, sem haldin er árlega í Neskaupsstað, verður ekki haldin í ár vegna kórónaveirufaraldursins. Tónlist 21. mars 2023 19:05
Mike Downey heiðraður á Stockfish Kvikmyndahátíðin Stockfish fer fram dagana 23. mars - 2. apríl í Bíó Paradís. Þetta er í níunda sinn sem hátíðin er haldin og hefur hún síðustu ár fest sig í sessi sem öflugur menningarviðburður hér á landi. Bíó og sjónvarp 21. mars 2023 15:30
Verkalýðsforingi mundar kjuðann aftur eftir tuttugu ára hlé „Það heldur geðheilsunni réttu megin við strikið að geta verið í tónlistinni með frábærum félögum,“ segir trommarinn og nýkjörinn formaður VR Ragnar Þór Ingólfsson. Lífið 21. mars 2023 14:33
Ísland óbyggilegt í nýju verkefni Ólafs Darra og félaga Fyrsta verkefni nýs íslensks framleiðslufyrirtækis leikarans Ólafs Darra Ólafssonar og félaga verður átta þátta spennuþáttaröð sem fjallar um afdrif Íslendinga eftir að Ísland verðir óbyggilegt vegna eldgoss. Bíó og sjónvarp 21. mars 2023 14:01
Myndaveisla: Stjörnufans og elegans á Eddunni Edduverðlaunahátíðin var haldin með pompi og prakt í Háskólabíói á sunnudaginn. Þar var rjómi íslensks kvikmynda- og sjónvarpsfólks samankominn til þess að uppskera og fagna síðasta ári og að venju var öllu tjaldað til. Lífið 21. mars 2023 13:00
Gagnrýna skort á konum í valnefndum Eddunnar Félag kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi á Íslandi segir að jafnrétti kynjanna hafi á engan hátt verið haft að leiðarljósi þegar skipað var í valnefndir Eddunnar 2023, en þær voru gerðar opinberar í dag. Bíó og sjónvarp 20. mars 2023 21:37
Myndaveisla: Hlustendaverðlaunin 2023 Það var mikið um dýrðir í Háskólabíói á föstudaginn þegar Hlustendaverðlaunin voru veitt í tíunda sinn. Lífið 20. mars 2023 16:59
Seldu íbúð á Íslandi á 55 milljónir og keyptu einbýlishús á 8,5 milljónir í Danmörku Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti hjónin Hjördísi Ingvarsdóttur og Magnús Guðfinnsson sem seldu litla blokkaríbúð á Íslandi og fengu í staðinn skuldlaust krútthús í þorpi á Jótlandi. Lífið 20. mars 2023 12:30
RIFF á lista yfir mikilvægustu kvikmyndahátíðarnar RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, var á dögunum valin ein af tuttugu mikilvægustu alþjóðlegu kvikmyndahátíðum ársins af tímaritinu The Moviemaker. Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, segir þetta mikinn heiður. Bíó og sjónvarp 20. mars 2023 10:34
Sigurvegarar Eddunnar 2023: Verbúðin sópaði til sín verðlaunum Edduverðlaunin, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunin, voru afhent í Háskólabíói í kvöld. Sjónvarpsþættirnir Verbúðin sópaði til sín verðlaunum en þættirnir voru einnig tilnefndir til flestra verðlauna í kvöld. Lífið 19. mars 2023 22:14
Fór hörðum orðum um vandræðalegt viðtal: „Þetta er mjög leiðinleg stétt“ Jakob Birgisson grínisti og reglulegur álitsgjafi í Íslandi í dag sparar ekki stóru orðin um það sem honum finnst vera „leiðinleg stétt“, leikarar. Viðtal við Hugh Grant á Óskarsverðlaununum renni sérstaklega stoðum undir þá staðreynd. Innlent 19. mars 2023 09:01
Vill ekki fegra hlutina með list sinni: „Mikilvægt að segja allan sannleikann“ „Mér hefur alltaf fundist það svo mikilvægur partur af því að vera til að segja allan sannleikann,“ segir myndlistarkonan Sigga Björg Sigurðardóttir. Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir sýningunni Andardráttur á glugga á Ásmundarsafni, þar sem verk Siggu Bjargar tala við verk Ásmundar Sveinssonar. Sýningin var valin ein af áhugaverðustu myndlistarsýningum Norðurlandanna árið 2023 af tísku-og lífstílstímaritinu Vogue Scandinavia. Sigga Björg er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Menning 19. mars 2023 06:00