NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Wade ætlar í endurhæfingu

Dwyane Wade, leikmaður Miami Heat og verðmætasti leikmaður lokaúrslitanna í NBA síðasta vor, tilkynnti nú síðdegis að hann ætli að reyna að vera með liði sínu í úrslitakeppninni sem hefst þann 21. apríl. Wade fór úr axlarlið á dögunum og þarf í uppskurð, en hann hefur nú ákveðið að reyna að fresta því þangað til í sumar.

Körfubolti
Fréttamynd

Endurkoma Yao Ming í beinni á NBA TV í kvöld

Kínverski risinn Yao Ming snýr væntanlega aftur með liði Houston Rockets í NBA deildinni í kvöld þegar liðið sækir Cleveland Cavaliers heim klukkan tólf á miðnætti. Leikurinn verður sýndur beint á NBA TV-rásinni á Fjölvarpinu. Ming hefur misst úr 32 leiki vegna fótbrots, en hann var með 27 stig og 9 fráköst að meðaltali í leik áður en hann meiddist.

Körfubolti
Fréttamynd

100 stiga skoteinvígi í Milwaukee

Ben Gordon og Michael Redd buðu upp á skotsýningu í nótt þegar Chicago Bulls lagði Milwaukee Bucks 126-121 í framlengdum leik í NBA deildinni. Gordon og Redd skoruðu samanlagt 100 stig í leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

New Orleans - Utah í beinni í nótt

Leikur New Orleans Hornets og Utah Jazz verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu klukkan eitt í nótt. Þarna er á ferðinni áhugavert einvígi leikstjórnendanna Chris Paul og Deron Williams, sem eru án efa leikstjórnendur framtíðarinnar í NBA.

Körfubolti
Fréttamynd

Dallas setti met með 15. sigrinum í röð

Dallas Mavericks setti í nótt félagsmet þegar liðið vann 15. sigurinn í röð í NBA deildinni. Dallas lagði Orlando naumlega á heimavelli 92-89 þar sem Dirk Nowitzki skoraði 29 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Dwight Howard skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst fyrir Orlando, en Dallas varð í nótt 6. fljótasta liðið í sögu NBA til að ná 50. sigurleiknum í deildarkeppninni.

Körfubolti
Fréttamynd

Besti leikur Shaquille O´Neal í vetur

Gamla brýnið Shaquille O´Neal fór á kostum í nótt þegar hann fór fyrir Miami í góðum sigri á efsta liði Austurdeildarinnar, Detroit Pistons, 85-82. Miami hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleiknum en hafði nauman sigur á lokasprettinum eftir að Detroit hafði náð að jafna leikinn og komast yfir í fjórða leikhluta. Leikurinn var sýndur beint á Sýn.

Körfubolti
Fréttamynd

Upphitun fyrir Miami - Detroit á Sýn annað kvöld

Það verður sannkallaður stórleikur á dagskrá Sýnar klukkan eitt annað kvöld þegar meistarar Miami Heat taka á móti erkifjendum sínum Detroit Pistons í NBA deildinni. Detroit hefur mjög örugga forystu í fyrsta sætinu í Austurdeildinni, en Miami er sem stendur í sjöunda sætinu og þarf nauðsynlega á sigri að halda í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.

Körfubolti
Fréttamynd

Philadelphia stöðvaði Phoenix

Philadelphia varð í nótt eina liðið í Austurdeildinni í NBA sem náði að vinna Phoenix Suns á heimavelli. Philadelphia sigraði 99-94 og var þetta eina tap Phoenix á útivelli gegn liði í Austurdeildinni. Amare Stoudemire skoraði 31 stig og hirti 14 fráköst fyrir Phoenix en Andre Iguodala skoraði 24 fyrir Philadelphia.

Körfubolti
Fréttamynd

Drífðu þig inn í eldhús kona

Cedric Maxwell, fyrrum leikmaður og núverandi útvarpslýsandi hjá Boston Celtics var látinn biðjast afsökunar opinberlega í gærkvöldi eftir karlrembuleg ummæli sín í garð kvendómara í deildinni á mánudagskvöldið.

Körfubolti
Fréttamynd

Wade hallast að sjúkrameðferð

Bakvörðurinn snjalli Dwyane Wade hjá Miami Heat hefur gefið það í skyn að hann muni fara í endurhæfingu og reyna að snúa aftur í síðustu viku deildarkeppninnar í NBA. Wade fór úr axlarlið á dögunum og hefur enn ekki gefið endanlegt svar um það hvort hann ætli í uppskurð eða endurhæfingu.

Körfubolti
Fréttamynd

Denver - Orlando í beinni í nótt

Leikur Denver Nuggets og Orlando Magic verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu klukkan 2 eftir miðnætti í nótt. Þar gefst áhorfendum tækifæri til að sjá þrjár af skærustu stjörnum NBA deildarinnar í einum pakka.

Körfubolti
Fréttamynd

13 í röð hjá Dallas

Dallas heldur áfram að mala andstæðinga sína í NBA deildinni og í nótt vann liðið Minnesota á útivelli 91-65 og þar með 13. sigurinn í röð. Leikurinn var sýndur beint á NBA TV og áttu heimamenn aldrei möguleika eftir að Dallas-vörnin hélt þeim í aðeins 27 stigum í fyrri hálfleiknum. Þá hefur Phoenix unnið alla útileiki sína gegn liðum úr Austurdeildinni í vetur og setti nýtt met í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Minnesota - Dallas í beinni í kvöld

Leikur Minnesota Timberwolves og Dallas Mavericks verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan eitt eftir miðnætti. Dallas er á ótrúlegri sigurgöngu og hefur unnið 12 síðustu leiki sína, en þó Minnesota hafi ekki gengið eins vel, stöðvaði liðið langa sigurgöngu Phoenix Suns í janúar og er því til alls líklegt.

Körfubolti
Fréttamynd

Reggie Miller orðaður við Dallas

Dallas Morning News heldur því fram í dag að stórskyttan Reggie Miller sé einn þeirra leikmanna sem komi til greina til sem síðasti maður inn í hóp liðsins fyrir úrslitakeppnina. Miller lagði skóna á hilluna árið 2005 en er sagður í mjög góðu formi og haft var eftir Mark Cuban eiganda Dallas að hann hefði áhuga á að fá Miller til að styrkja lið sitt.

Körfubolti
Fréttamynd

Livingston fór úr hnjálið

Leikstjórnandinn Shaun Livingston hjá LA Clippers varð fyrir heldur óskemmtilegri reynslu í leik liðsins gegn Charlotte Bobcats í nótt en hann lenti illa í byrjun leiksins og fór úr hnjálið. Ljóst er að leikmaðurinn verður frá keppni um óákveðinn tíma þó meiðslin væru raunar ekki jafn alvarleg og útlit var fyrir í fyrstu. Hann á enn eftir að fara í frekari læknisrannsóknir.

Körfubolti
Fréttamynd

Glæsilegt met hjá Dallas

Sjóðheitt lið Dallas Mavericks varð í nótt fyrsta liðið í sögu NBA deildarinnar til að ná þremur 12 leikja sigurgöngum á einu og sama keppnistímabilinu þegar það valtaði yfir Atlanta 110-87. Þetta var jafnframt 20. heimasigur Dallas í röð og hefur liðið nú unnið 47 af síðustu 52 leikjum sínum eftir að það tapaði fyrstu fjórum leikjunum í haust.

Körfubolti
Fréttamynd

Radmanovic laug til um meiðsli

Vladimir Radmanovic, framherji LA Lakers, sagði ósatt þegar hann útskýrði fyrir forráðamönnum félagsins hvernig hann hefði hlotið axlarmeiðslin sem hann varð fyrir um síðustu helgi. Radmanovic sagðist hafa dottið en sannleikurinn er að hann datt á snjóbretti. Hann verður frá í tvo mánuði og má búast við sekt frá félaginu fyrir uppátækið.

Körfubolti
Fréttamynd

Detroit vann Chicago í endurkomu Ben Wallace

Detroit lagði Chicago af velli í NBA-deildinni í nótt, 95-93, í leik sem hafði verið beðið eftir með nokkur eftirvæntingu þar sem Ben Wallace, fyrrum leikmaður Detroit, var að snúa aftur til Motown-borgarinnar í fyrsta sinn frá því að hafa gengið í raðir Chicago fyrir tímabilið. Chris Webber, arftaki Wallace hjá Detroit, tryggði liði sínu sigur á lokasekúndunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Sögulegur árangur Dallas

Dallas varð í nótt fjórða liðið í sögu NBA til að vinna yfir 10 leiki í röð á þremur mismunandi tímabilum á leiktíð. Dallas vann Denver í nótt og var það 11. sigurleikur liðsins í röð en fyrr í vetur hafði liðið náð að vinna 12 og 13 leiki í röð. Ef mið er tekið af sögunni á Dallas meistaratitilinn næsta vísan.

Körfubolti
Fréttamynd

Ellefti sigur Dallas í röð

Dirk Nowitzki var frábær fyrir Dallas í nótt þegar liðið bar sigurorð af Denver í NBA-deildinni, 115-95. Nowitzki skoraði 31 stig, hirti 11 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í þessum ellefta sigurleik Dallas í röð. Enn fremur var sigurinn sá 19. í röð á heimavelli.

Körfubolti
Fréttamynd

Kidd með þrefalda tvennu

Jason Kidd lét brákað rifbein ekki stöðva sig í viðureign New Jersey gegn Sacramento í NBA-deildinni í nótt heldur náði hann sinni níundu þreföldu tvennu á leiktíðinni í 109-96 sigri sinna manna. Þetta var í 84. skiptið á ferlinum sem Kidd nær þrefaldri tvennu. Fjölmargir leikir fóru fram í NBA í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Tímabilið í versta falli búið hjá Wade

Dwyane Wade, besti leikmaður NBA meistara Miami Heat í körfubolta, gæti í versta falli þurft að sætta sig við að spila ekki meira með liði sínu á leiktíðinni. Þetta eru niðurstöður fundar hans við lækna liðsins í kvöld, en Wade fór úr axlarlið í fyrrakvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

LA Lakers hársbreidd frá að landa Jason Kidd

Mikið var búið að ræða um lokun félagaskiptagluggans í NBA deildinni nú í kvöld en þá rann út frestur liðanna í deildinni til að skipta á leikmönnum. Svo fór að lokum að aðeins tvenn skipti fóru fram á síðustu stundu, en heimildir herma að tilboð LA Lakers um að fá til sín leikstjórnandann Jason Kidd hafi strandað á elleftu stundu.

Körfubolti
Fréttamynd

Dennis Johnson látinn

Fyrrum NBA leikmaðurinn Dennis Johnson sem gerði garðinn frægan með Seattle Supersonics og Boston Celtics á níunda áratugnum er látinn. Johnson var þjálfari Austin Toros í æfingadeildinni í NBA og var bráðkvaddur á æfingu liðsins í dag. Hann var aðeins 52 ára gamall.

Körfubolti
Fréttamynd

Óvíst hvað Wade verður lengi frá keppni

Dwyane Wade hjá Miami Heat fór í nótt úr axlarlið þegar meistararnir töpuðu fyrir Houston Rockets. Enn hefur ekki verið staðfest hvað leikmaðurinn verður lengi frá keppni, en þess má geta að Vladimir Radmanovic hjá LA Lakers hlaut sömu meiðsli fyrir nokkru og hann verður frá í tvo mánuði, svo útlitið er ekki gott hjá meisturunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Ginobili skoraði 24 stig í röð gegn Atlanta

Argentínumaðurinn Manu Ginobili var heldur betur í stuði í nótt þegar San Antonio lagði Atlanta 103-96 á útivelli. Ginobili skoraði 40 stig í leiknum og þar af 24 stig San Antonio í röð á kafla í fyrri hálfleiknum. Tim Duncan átti einnig fínan leik og skoraði 30 stig, líkt og Joe Johnson hjá Atlanta.

Körfubolti
Fréttamynd

Steve Nash vill kaupa hlut í Tottenham

Tvöfaldur verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar, Steve Nash, vill ólmur eignast hlut í uppáhalds fótboltaliðinu sínu Tottenham Hotspur. Nash hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um knattspyrnu og spilaði fótbolta í menntaskóla í Kanada.

Körfubolti
Fréttamynd

Atlanta skoraði ekki körfu í þriðja leikhluta

Chicago hefur ekki gengið vel í NBA deildinni upp á síðkastið en liðið mætti vel einbeitt til leiks gegn Atlanta á heimavelli sínum í nótt. Chicago vann auðveldan 106-81 sigur og skoraði Atlanta öll 8 stig sín í þriðja leikhlutanum úr vítaskotum.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA molar: Nash ætlar að spila í kvöld

Deildarkeppnin í NBA hefst á ný í kvöld eftir stutt hlé vegna stjörnuleiksins. Steve Nash ætlar að spila aftur eftir meiðsli, Michael Jordan ritar leikmönnum Bobcats bréf, Mutombo ætlar að spila á næsta ári, Radmanovic meiddur hjá Lakers, Payton og Cassell sýknaðir af líkamsárás, og Pat Riley viðurkennir mistök.

Körfubolti
Fréttamynd

Kidd orðaður við LA Lakers

New York Times greinir frá því í dag að lið New Jersey Nets sé nú ákaft að reyna að skipta leikstjórnandanum Jason Kidd í burtu frá félaginu. Blaðið heldur því fram að Los Angeles Lakers sé líklegasta liðið til að hreppa Kidd og sé að reyna að koma þriðja liði inn í skiptin til að láta enda ná saman.

Körfubolti