Úlfarnir með stórsigur í fyrsta leik gegn Suns Minnesota Timberwolves unnu afar öruggan 120-95 sigur gegn Phoenix Suns í fyrsta leik NBA úrslitakeppninnar. Körfubolti 20. apríl 2024 22:34
Öruggur sigur í fyrsta leik úrslitakeppninnar Fyrsta leik úrslitakeppni NBA lauk með 97-83 sigri Cleveland Cavaliers gegn Orlando Magic. Körfubolti 20. apríl 2024 19:55
Miami og New Orleans síðustu liðin inn: Svona lítur úrslitakeppni NBA út Miami Heat og New Orleans Pelicans léku bæði án síns besta leikmanns í nótt en tókst engu að síður að tryggja sér sæti í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Með því er ljóst hvernig úrslitakeppnin lítur út í ár. Körfubolti 20. apríl 2024 08:31
Verður fyrsta konan til að dæma í úrslitakeppni NBA í tólf ár Ashley Moyer-Gleich verður aðeins önnur konan í sögunni og sú fyrsta í meiri áratug sem dæmir í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 19. apríl 2024 17:31
Segir að hann verði bráðum bestur í NBA Það vantar ekki sjálfstraustið í Anthony Edwards, leikmann Minnesota Timberwolves. Hann segir að hann verði orðinn besti leikmaður NBA-deildarinnar áður en langt um líður. Körfubolti 19. apríl 2024 17:00
Baulað á Sixers en liðið kom til baka og komst áfram Philadelphia 76ers tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta með eins stigs sigri á Miami Heat í umspilinu í nótt en Miami bíður úrslitaleikur á móti Chicago Bulls um síðasta sætið í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Körfubolti 18. apríl 2024 06:20
Golden State komst ekki í úrslitakeppnina en Lakers verður með Umspilskeppni NBA-deildarinnar í körfubolta hófst í nótt og þar sendu liðsmenn Sacramento Kings Stephen Curry og félaga í sumarfrí. Los Angeles Lakers vann aftur á móti sinn leik og tryggði sér með því sæti í úrslitakeppni. Körfubolti 17. apríl 2024 06:30
Leggur skóna á hilluna Kraftframherjinn Blake Griffin hefur ákveðið að leggja körfuboltaskóna á hilluna. Hann lék með Boston Celtics á síðustu leiktíð en hefur verið án liðs síðan síðasta sumar. Körfubolti 16. apríl 2024 18:30
Lögmál leiksins: Maður fólksins gaf vængi Lögmál leiksins er á sínum stað í kvöld. Þar verður farið verður yfir kostulegt atvik úr leik Los Angeles Clippers og Houston Rockets í lokaumferð deildarkeppni NBA. Boban Marjanović ákvað þá að klúðra vítaskoti viljandi til að gefa stuðningsfólki beggja liða kjúklingavængi. Körfubolti 15. apríl 2024 17:30
Græjaði kjúkling fyrir alla með því að klikka á víti Serbinn Boban Marjanovic tryggði sínum gömlu stuðningsmönnum hjá Los Angeles Clippers frían kjúkling í gærkvöld, með því að klikka vísvitandi á vítaskoti. Körfubolti 15. apríl 2024 11:31
Celtics og Thunder deildarmeistarar og umspilið klárt Deildarkeppni NBA-deildarinnar í körfubolta er nú lokið. Boston Celtics fór með sigur af hólmi í Austrinu og Oklahoma City Thunder í Vestrinu. Þá er ljóst hvaða lið mætast í umspilinu um sæti í úrslitakeppninni. Körfubolti 14. apríl 2024 23:01
Fyrrum aðstoðarkona kærir Dennis Rodman fyrir líkamsárás Dennis Rodman, fyrrum NBA stjarna og margfaldur meistari, var kærður af fyrrum starfsmanni sínum fyrir líkamsárás. Körfubolti 14. apríl 2024 20:00
Lokaumferð NBA-deildarinnar aldrei verið jafn spennandi Í kvöld fer 82. og síðasta umferð deildarkeppni NBA-deildarinnar í körfubolta fram. Eins ótrúlega og það hljómar þá er fjöldi leikja sem skipta enn máli enda gríðarlega margt sem getur breyst eftir lokaumferðina. Körfubolti 14. apríl 2024 08:01
Segir LeBron James stýra umræðunni um eigið ágæti Kwame Brown, sem valinn var fyrstur í nýliðavali NBA árið 2001, fullyrti í viðtali á dögunum að enginn leikmaður í NBA telji LeBron James vera besta leikmann allra tíma. James sjálfur stýri umræðunni og afvegaleiði í gegnum ítök sín í fjölmiðlum. Körfubolti 12. apríl 2024 20:33
Kyrie Irving nældi sér í meira en 140 milljóna bónus Kyrie Irving var með ákvæði í samningi sínum við Dallas Mavericks en hann skrifaði undir þriggja ára samning síðasta sumar. Körfubolti 11. apríl 2024 16:30
Dauðvona ef hann fær ekki nýtt nýra Troðslukóngurinn og fyrrverandi NBA-stjarnan Nate Robinson segist ekki eiga langt eftir ólifað finnist ekki nýtt nýra fyrir hann, eftir fjögurra ára leit vegna nýrnabilunar. Körfubolti 11. apríl 2024 13:31
Giannis hjálpað af velli í nótt Gríski körfuboltamaðurinn Giannis Antetokounmpo meiddist í sigri Milwaukee Bucks á Boston Celtics í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 10. apríl 2024 13:00
Gæti orðið fyrsta konan til að taka við liði í NBA Charlotte Hornets gæti brotið blað í NBA með því að vera fyrsta liðið í sögu deildarinnar til að ráða konu sem aðalþjálfara. Körfubolti 9. apríl 2024 16:30
Lakers á siglingu og Denver aftur komið í efsta sætið LeBron James átti góðan leik fyrir Los Angeles Lakers sem er á góðri leið að tryggja sér sæti í umspili fyrir úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Þá er Denver Nuggets komið í efsta sæti Vesturdeildar á nýjan leik. Körfubolti 7. apríl 2024 10:45
Sigurganga Warriors á enda og spennan eykst í efri hluta austursins Það styttist í að deildakeppninni í NBA ljúki en úrslitakeppnin hefst eftir rúma viku. Mesta spennan er í efri hluta Austurdeildarinnar þar sem aðeins tveimur sigurleikjum munar á liðunum í sætum tvö til fimm. Körfubolti 6. apríl 2024 09:57
Bronny James skráir sig í nýliðaval NBA deildarinnar Bronny James, sonur NBA goðsagnarinnar LeBron James ætlar sér að vera á meðal leikmanna í komandi nýliðavali NBA deildarinnnar. Körfubolti 6. apríl 2024 07:01
Randle undir hnífinn og missir af úrslitakeppninni með Knicks Julius Randle hefur undanfarnar vikur gert allt sem hann getur til að vera klár fyrir úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Nú er ljóst að hann þarf að fara undir hnífinn og verður því ekki með New York Knicks fyrr en á næstu leiktíð. Körfubolti 5. apríl 2024 15:31
Jerry West inn í Heiðurshöll körfuboltans í þriðja sinn Jerry West er á leiðinni í Heiðurshöll körfuboltans, Naismith Basketball Hall of Fame, en hann ætti að þekkja þá tilfinningu vel. Þessi goðsögn NBA-deildarinnar hefur tvisvar áður verið tekinn inn í Heiðurshöllina. Körfubolti 4. apríl 2024 13:00
Embiid með 24 stig í endurkomunni Joel Embiid skoraði 24 stig fyrir Philadelphia 76ers er liðið vann nauman fjögurra stiga sigur gegn Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 3. apríl 2024 08:01
„Vill frekar eyða tíma með krökkunum mínum“ Rajon Rondo hefur endanlega staðfest að körfuboltaskórnir eru komnir upp í hillu. Hann varð tvisvar NBA-meistari en segist nú frekar vilja eyða tíma með börnunum sínum. Körfubolti 2. apríl 2024 19:16
Stóðu og klöppuðu fyrir James eftir afrek sem aðeins Jordan hafði náð LeBron James setti niður níu þriggja stiga skot fyrir Los Angeles Lakers og var hylltur af heimafólki í New York í gærkvöld, eftir 116-104 sigur Lakers á Brooklyn Nets í NBA-deildinni. Körfubolti 1. apríl 2024 12:00
Eitthvað verður undan að láta í Texas Tvö heitustu lið NBA-deildarinnar mætast í kvöld klukkan 23:00 þegar Dallas Mavericks sækja Houston Rockets heim. Heimamenn í Houston hafa unnið ellefu leiki í röð en Dallas sex. Körfubolti 31. mars 2024 22:00
Nýliðinn Wemby með 40-20 leik í NBA Það dugði ekki New York Knicks liðinu í nótt að bakvörðurinn Jalen Brunson skoraði 61 stig á móti San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 30. mars 2024 12:21
Versti vítaskotstíll NBA-deildarinnar fundinn Að skjóta vítaskotum í körfubolta er ákveðin kúnst. Meðan þeir bestu klikka varla af línunni eru aðrir sem eiga í stökustu vandræðum með að viðhalda góðri nýtingu þaðan. Moses Brown, leikmaður Portland Trail Blazers, er sannarlega einn af þeim. Körfubolti 30. mars 2024 08:00
Ótrúleg mynd sem sýnir breytinguna á NBA-deildinni síðustu tuttugu árin Það má með sanni segja að Stephen Curry hafi umbreytt NBA-deildinni í körfubolta. Síðan hann skaust fram á sjónarsviðið með sínum ótrúlegu þriggja stiga skotum hefur deildin færst meira í þann stíl heldur en það sem áður var. Körfubolti 29. mars 2024 23:31