Tímamót í mannréttindabaráttu Það eru merkileg tímamót í réttindabaráttu samkynhneigðra þegar valdamesti maður heims, Barack Obama forseti Bandaríkjanna, lýsir yfir stuðningi við hjónaband fólks af sama kyni. Forveri hans, George W. Bush, var ekki eingöngu andvígur þessum réttindum heldur reyndi hann að fá stjórnarskrá Bandaríkjanna, því merka mannréttindaplaggi, breytt þannig að hún bannaði fólki að njóta þeirra. Þegar það er haft í huga er enn skýrara hversu mikil breyting hefur orðið í Hvíta húsinu á skömmum tíma. Fastir pennar 15. maí 2012 08:00
Skýrar línur Ólafur Ragnar Grímsson forsetaframbjóðandi birtist landsmönnum í gamalkunnugum, pólitískum árásarham í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gærmorgun. Hann gagnrýndi þar einkum og sér í lagi Þóru Arnórsdóttur mótframbjóðanda sinn býsna harkalega. Hann talar harðar um mótframbjóðendurna en þeir hafa talað um hann. Fastir pennar 14. maí 2012 09:00
Pólitík eða gæði Vísindarannsóknir á Íslandi eru fjársveltar. Þar að auki er alltof stórum hluta þeirra takmörkuðu fjármuna sem þó eru til úthlutað pólitískt, en ekki eftir gæðum rannsóknanna eða hæfni vísindamannanna. Þetta var kjarninn í málflutningi Þórólfs Þórlindssonar prófessors í samtali í Fréttablaðinu í fyrradag. Fastir pennar 12. maí 2012 06:00
Vondar fyrirmyndir á Alþingi Vanskil ársreikninga til réttra yfirvalda virðast landlægur vandi á Íslandi. Fréttablaðið sagði frá því á þriðjudaginn að vel á fjórða þúsund félaga hefðu ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2010 til ríkisskattstjóra, eins og þeim ber lögum samkvæmt. Málum sex félaga hefur verið vísað til skattrannsóknarstjóra af þessum völdum. Fastir pennar 10. maí 2012 06:00
Sök þarf að sanna Paul Larsson, prófessor við Lögregluháskólann í Ósló, ráðlagði Íslendingum í samtali við Fréttablaðið í gær að vænta ekki of mikils af saksókn vegna efnahagsbrota í aðdraganda bankahrunsins. Ólíklegt væri að þungir dómar féllu vegna meiriháttar mála. Fastir pennar 9. maí 2012 06:00
Illa rökstudd delluhugmynd Í nýju frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra til breytinga á fjölmiðlalögum er lagt til að fjölmiðlum verði bannað að birta niðurstöður skoðanakannana um fylgi frambjóðenda daginn fyrir kosningar og á kjördag. Þetta er rökstutt með því að "skoðanakannanir geti verið skoðanamyndandi fyrir Fastir pennar 7. maí 2012 06:00
Óþörf styrjöld Þetta á ekki að vera styrjöld í mínum huga, við eigum að reyna að ná málefnalega góðri niðurstöðu,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra í viðtali við Fréttablaðið í gær um deilurnar sem nú eru um fiskveiðistjórnunarfrumvörp ríkisstjórnarinnar. Samt er það nú svo að ríkisstjórnin hefur efnt til víðtæks ófriðar við sjávarútveginn um starfsskilyrði atvinnugreinarinnar. Fastir pennar 5. maí 2012 06:00
Taka niður vegg Tveir lagaprófessorar komast að þeirri niðurstöðu í álitsgerð, sem utanríkismálanefnd Alþingis hefur til umfjöllunar, að nýjar Evrópureglur um yfirþjóðlegt fjármálaeftirlit stangist á við stjórnarskrá Íslands, eins og Fréttablaðið greinir frá í dag. Fastir pennar 4. maí 2012 09:00
Jöfnuður og jákvæðir hvatar Athyglisverð úttekt Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands á áhrifum kreppunnar á afkomu einstakra tekjuhópa sýnir að stjórnvöld hafa náð því markmiði sínu að verja lífskjör þeirra tekjulægstu. Á árunum 2008 til 2010 rýrnaði kaupmáttur fjölskyldutekna Íslendinga að meðaltali um 20%. Þau tíu prósent þjóðarinnar sem hafa lægstar tekjur urðu hins vegar fyrir 9% kjaraskerðingu og hópar um miðbik tekjustigans um 14%. Tíundi hlutinn með hæstu tekjurnar hefur hins vegar orðið fyrir 38% kjararýrnun. Fastir pennar 2. maí 2012 08:00
Ekki láta tabúin þvælast fyrir Bandaríski varnar- og öryggismálasérfræðingurinn Robert C. Nurick sagðist í viðtali við Fréttablaðið í gær ráðleggja íslenzkum stjórnvöldum að leggja enn meiri áherzlu á samstarf á norðurslóðum. Það rökstyður Nurick með því að mikilvægi norðurslóða fari vaxandi á næstu árum og að vegna staðsetningar sinnar verði Ísland í lykilstöðu í þeirri þróun. Héðan sé auðvelt að fylgjast með skipaumferð á stóru hafsvæði. Fastir pennar 1. maí 2012 10:29
Verkefni nr. eitt Málefni lögreglunnar hafa verið talsvert í deiglunni að undanförnu. Ályktun Landssambands lögreglumanna á þingi þess um síðustu helgi vakti athygli, en þar var lagt til að lögreglan í núverandi mynd yrði lögð niður. Fastir pennar 30. apríl 2012 09:00
Kjarkur og gleði Kjör Agnesar M. Sigurðardóttur í embætti biskups Íslands markar tímamót í sögu íslenzku kirkjunnar. Í næstum því þúsund ár, allt frá árinu 1056, hafa eintómir karlar setið biskupsstólana á Hólum, í Skálholti og Reykjavík. Innan við fjörutíu ár eru síðan fyrsta konan tók prestsvígslu, sem þá var umdeild ráðstöfun. Fastir pennar 28. apríl 2012 06:00
Af stjórnmálamenningarástandi Alþingi ályktar að brýnt sé að starfshættir þingsins verði teknir til endurskoðunar. Mikilvægt sé að Alþingi verji og styrki sitt grundvallarhlutverk. Fastir pennar 26. apríl 2012 06:00
Vaðlaheiðarvegavinnuvarnaðarorð Þingmenn ræða á næstu dögum frumvarp Oddnýjar Harðardóttur fjármálaráðherra þar sem hún fer fram á heimild Alþingis til að lána Vaðlaheiðargöngum hf. 8,7 milljarða króna af peningum skattgreiðenda. Fastir pennar 25. apríl 2012 06:00
Fædd lítil mús Um málareksturinn gegn Geir H. Haarde fyrir Landsdómi er óhætt að segja að fjallið hafi tekið jóðsótt og fæðzt lítil mús. Fastir pennar 24. apríl 2012 06:00
Skóli fyrir atvinnulífið Samtök atvinnulífsins birtu í gær athyglisverðar tillögur undir yfirskriftinni "Uppfærum Ísland“. Þar er horft til þess hvernig hægt sé að skapa atvinnulífinu sem ákjósanlegust framtíðarskilyrði og rík áherzla lögð á samspil menntakerfisins og fyrirtækjareksturs í landinu. Fastir pennar 19. apríl 2012 06:00
Hin rökrétta niðurstaða Mörgum er þungbært að fylgjast með réttarhöldunum yfir fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik, sem nú fara fram í Ósló. Fólki finnst erfitt að rifja upp hina skelfilegu atburði í Ósló og Útey í júlí í fyrra. Fyrir aðstandendur fórnarlambanna og eftirlifendur hlýtur það að vera mikið andlegt álag. Fastir pennar 18. apríl 2012 06:00
Andrúmsloftið og ábyrgðin Steingrímur J. Sigfússon ráðherra og leiðtogi Vinstri grænna sagði þingmönnum í gær að engin ástæða væri til að fara á taugum og slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Það er rétt hjá ráðherranum. Það að framkvæmdastjórn ESB hafi nýtt rétt sinn samkvæmt EES-samningnum til að gerast aðili að málsókn Eftirlitsstofnunar EFTA er ekki óvænt, ekki óeðlilegt og ekki til marks um neinn "fjandskap“ í garð Íslendinga eins og sumir stjórnmálamenn hafa haldið fram á síðustu dögum. Framkvæmdastjórnin sinnir því hlutverki sínu að passa upp á regluverk sambandsins og í Icesave-málinu er tekizt á um lögfræðileg grundvallaratriði varðandi innistæðutryggingakerfi ESB. Fastir pennar 17. apríl 2012 06:00
Samvizka lýðræðisríkis Tíu þingmenn úr öllum flokkum öðrum en Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að iðkendur Falun Gong verði beðnir afsökunar á aðgerðum íslenzkra stjórnvalda gagnvart þeim árið 2002. Jafnframt verði þeim sem ekki hafa fengið greiddar bætur vegna fjárhagstjóns af völdum aðgerðanna tryggðar slíkar bætur. Fastir pennar 12. apríl 2012 06:00
Markmið í ójafnvægi Greinargerðir hagfræðinga og endurskoðenda, sem til þessa hafa komið fram um ný kvótafrumvörp sjávarútvegsráðherra, eru allar mjög á einn veg. Þar er annars vegar varað eindregið við áhrifunum af mikilli hækkun veiðigjalds á afkomu útgerðarinnar. Hins vegar er bent á að önnur ákvæði frumvarpsins, til dæmis um takmarkanir á framsali aflaheimilda og færslu veiðiheimilda frá útgerðunum í hina ýmsu „potta“ muni draga úr langtímahagkvæmni útgerðarinnar og minnka hvata til að fjárfesta, byggja upp og fara vel með auðlindina. Fastir pennar 11. apríl 2012 06:00
Efinn og upprisan Á laugardaginn fyrir páska einhvern tímann í kringum árið 30 eftir okkar tímatali, voru fylgjendur Jesú Krists ákaflega dapur söfnuður. Leiðtogi þeirra hafði ekki aðeins verið tekinn af lífi daginn áður eins og hver annar glæpamaður, dæmdur af valdamönnum og úthrópaður af almenningi. Söfnuðurinn var líka fullur efasemda um að Jesús væri yfirleitt sá sem hann hafði sagzt vera, frelsari mannkynsins og Guðs sonur. Sjálfur Símon Pétur hafði afneitað honum þrisvar í hallargarði æðsta prestsins. Fastir pennar 7. apríl 2012 06:00
Alþingi þarf að vanda sig Lítil innistæða er fyrir kveinstöfum og óbótaskömmum stjórnarmeirihlutans á Alþingi vegna þess að hann brann inni með tillögu sína um þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá samhliða forsetakosningunum í sumar. Um þessi málalok getur stjórnarmeirihlutinn kennt sjálfum sér og engum öðrum. Fastir pennar 31. mars 2012 06:00
Pólitískir puttar í lífeyrissjóðina Helgi Magnússon, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði á ársfundi sjóðsins að sífellt aukinn áhugi stjórnmálamanna á lífeyrissjóðunum væri ills viti. Á vettvangi stjórnmálanna hafa að undanförnu komið fram hugmyndir um grundvallarbreytingar á lífeyriskerfinu, sem eru stórlega varasamar. Sumar þeirra voru raktar í fréttaskýringu hér í blaðinu í gær. Fastir pennar 30. mars 2012 06:00
Gullgæs í lífshættu Forysta ríkisstjórnarinnar kynnti í fyrradag nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða, sem sagt er vera "efniviður í sáttargjörð um sjávarútvegsmál sem allir eigi að geta unað vel við“. Draga verður í efa að nokkur sátt geti náðst um þetta plagg fremur en fyrri frumvörp og frumvarpsdrög á vegum ríkisstjórnarinnar, svo meingallað er það. Fastir pennar 28. mars 2012 08:00
Bankar fyrir opið hagkerfi Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, kynnti fyrir helgi skýrslu sína til Alþingis um framtíðarskipan fjármálakerfisins. Skýrslunni er ætlað að vera umræðugrundvöllur fremur en að þar komi fram beinharðar tillögur um umbætur en þar má þó greina útlínur að breytingum, sem margar hverjar ættu að geta verið til bóta. Þannig er í skýrslunni rætt um að setja heildarlöggjöf um fjármálamarkaðinn, Fastir pennar 27. mars 2012 06:00
Karlréttindakona – kvenréttindakarl Einhverra hluta vegna hafa ummæli Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, í viðtali við vikublaðið Monitor valdið titringi meðal fólks sem er áhugasamt um jafnrétti kynjanna. Einkum tvenn ummæli í viðtalinu hafa verið til umræðu. Annars vegar að Vigdís hafi talað um "öfgafemínisma“. Það gerði hún reyndar ekki, heldur spyrjandinn. Vigdís sagðist vara við öllum öfgum og sagði að þær gætu eyðilagt góðan málstað. Það virðist ekki vera afstaða sem ætti að koma neinum úr jafnvægi. Fastir pennar 26. mars 2012 08:00
Númer 14 og 171 Fyrr í vikunni afhenti Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fyrir hönd Íslendinga nýjan spítala í Monkey Bay í Malaví. Spítalinn hefur verið meira en áratug í byggingu og hefur þegar breytt heilbrigðisástandi til hins betra í 125.000 manna héraði sem hann þjónar. Meðal annars hefur dregið talsvert úr mæðra- og ungbarnadauða. Fastir pennar 24. mars 2012 06:00
Eyðsla í óleyfi Skýrsla Ríkisendurskoðunar um fjármál Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri er samfelldur áfellisdómur yfir rekstrinum og eftirliti mennta- og menningarmálaráðuneytisins með honum. Engu líkara er en að stjórnendur skólans líti svo á að fjárlög séu meira til viðmiðunar en til að fara eftir þeim og ráðuneytið upplifi sig valdalaust og lítt fært um að taka á heimildarlausum útaustri peninga skattgreiðenda. Fastir pennar 23. mars 2012 09:15
Stjórnlagaklúður Stjórnarmeirihlutanum á Alþingi virðist ætla að takast að klúðra enn einu stórmáli, endurskoðun stjórnarskrárinnar. Uppleggið var þó ekki slæmt. Alþingi hefur aldrei ráðið við það verkefni sitt að endurskoða stjórnarskrána í heild, sem stefnt var að fljótlega eftir lýðveldisstofnun. Málið hefur alltaf týnzt ofan í skotgröfum flokka- og kjördæmapólitíkur. Það var þess vegna rétt ákvörðun að taka það úr hinum hefðbundna farvegi samningaviðræðna stjórnmálaflokka og fela stjórnlagaþingi að semja drög að nýrri stjórnarskrá. Fastir pennar 22. mars 2012 06:00
Samvizka heimsins rumskar Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag kvað upp sinn fyrsta dóm í síðustu viku, yfir kongóska stríðsherranum Thomas Lubanga. Hann var fundinn sekur um að hafa rænt fjölda barna og þvingað þau til að taka þátt í hernaði og ýmiss konar grimmdarverkum. Fastir pennar 20. mars 2012 06:00
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun