Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Hermann sá rautt í handboltaleik Eyjaliðanna

    Kempurnar í ÍBV B undir stjórn bæjarstjórans Elliða Vignissonar urðu að játa sig sigraða gegn ÍBV í miklu Eyjauppgjöri í Símabikarnum í kvöld. Þetta var lokaleikurinn í sextán liða úrslitum keppninnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Aron og Jenný handboltafólk ársins

    Aron Pálmarsson, leikmaður Kiel, og Guðný Jenný Ásmundsdóttir, leikmaður Hauka, hafa verið kjörin handboltafólk ársins af stjórn Handknattleikssambandi Íslands.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Barist um sjálfboðaliðastörfin hjá ÍR

    Stemningin á leikjum karlaliðs ÍR í efstu deild karla í handbolta hefur vakið athygli. Fjölmargir sjálfboðaliðar koma að hverjum einasta heimaleik og áhorfendur í þétt setinni stúkunni í Austurbergi skemmta sér konunglega á heimaleikjum liðsins.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Dagur að skoða tvo Haukastráka

    Tjörvi Þorgeirsson og Árni Steinn Steinþórsson leikmenn Hauka í N1 deild karla í handbolta eru farnir til æfinga hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Füchse Berlin sem Dagur Sigurðsson þjálfar. Þetta staðfesti Aron Kristjánsson þjálfari Hauka og íslenska landsliðsins við Vísi nú í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Hæsta hlutfall uppaldra leikmanna hjá FH

    Fimmtán af nítján leikmönnum FH í N1 deild karla í handbolta í vetur eru uppaldir leikmenn en þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag og er byggt á gögnum frá Árna Stefánssyni, fræðslufulltrúa HSÍ.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Fram 30-34

    Framarar unnu í kvöld góðann 4 marka sigur á ÍR í N1 deild karla í Austurberginu en leiknum lauk með 30-34 sigri Framara. Eftir að hafa verið fjórum mörkum undir eftir fjórar mínútur litu gestirnir úr Safamýrinni aldrei aftur og unnu öruggan sigur.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Akureyri 32-26

    Afturelding gerði sér lítið fyrir og skellti Akureyri 32-26 á heimavelli sínum að Varmá í kvöld. Afturelding lagði grunninn að sigrinum með frábærri byrjun og vann afar sannfærandi sigur á andlausu Akureyrarliði. Afturelding var fimm mörkum yfir í hálfleik 13-8.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Áhyggjuefni hve fáir mæta á völlinn

    Aðeins 141 áhorfendur mættu á leik Fram og Vals í N1-deild karla í handbolta. Forsvarsmenn beggja félaga hafa áhyggjur af gangi mála og þeir vilja grípa til aðgerða. Staðan er mun skárri á Akureyri þar sem að 600-1000 áhorfendur mæta á heimaleiki liðsins.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍR 34-29

    FH vann flottan sigur á ÍR, 34-29, í Kaplakrika í kvöld en heimamenn höfðu yfirhöndina allan leikinn og var sigurinn aldrei í hættu. FH tyllti sér því í annað sæti deildarinnar með 13 stig. Ásbjörn Friðriksson var atkvæðamestur í liði FH með átta mörk en Guðni Már Kristinsson gerði sjö fyrir ÍR.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 27-17

    Haukar héldu áfram sigurgöngu sinni í N1-deild karla, þegar þeir sigruðu Aftureldingu 27:17 á heimavelli sínum að Ásvöllum í kvöld. Eins og tölurnar bera með sér, var sigurinn býsna sanngjarn og gestirnir náðu ekki að ógna toppliðinu að ráði þrátt fyrir fína baráttu. Haukar sitja því taplausir á topp deildarinnar með 21 stig þegar ellefu leikir eru búnir.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Nú geta krakkarnir æft sig sjálfir

    Á morgun kemur út diskurinn „Frá byrjanda til landsliðsmanns", en það eru handboltakapparnir og vinirnir Bjarni Fritzson og Sturla Ásgeirsson sem standa á bak við þetta fyrsta íslenska kennslumyndband í handbolta.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Seferovic leystur undan samningi hjá Val

    Valsmenn hafa slitið samningi sínum við króatísku skyttuna Adam Seferovic. Ómar Ómarsson, formaður handknattleiksdeildar Vals, staðfesti þetta í samtali við Handbolti.org í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Fram - FH 26-31

    FH vann öruggan sigur á Fram á útivelli 31-26 í N1 deild karla í handbolta í kvöld. Jafnt var í hálfleik 13-13 en FH gat nánast skorað að vild í seinni hálfleik og náði mest 11 marka forystu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Valur - Afturelding 30-30

    Valur og Afturelding skildu jöfn í hörkuleik á Hlíðarenda í kvöld. Mikil spenna var nær allan leikinn og jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða. Valsmenn sitja áfram í sjöunda sæti deildarinnar með sjö stig en Mosfellingar verma enn botnsætið með sex stig eftir tíu leiki.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sterkt vígi Haukanna

    Einn leikur fer fram í N1-deild karla í dag þegar Haukar taka á móti ÍR að Ásvöllum. Leikurinn hefst klukkan 15.00.

    Handbolti