Umfjöllun: Haukar gáfu tóninn Haukar fengu fyrstu stig vetrarins í N1-deild karla er liðið vann góðan útisigur á Val í Vodafone-höllinni, 30-26. Handbolti 29. september 2010 22:16
FH og Fram spáð titlinum Kynningarfundur fyrir N1-deildirnar í handbolta fór fram í hádeginu. Þar var meðal annars birt hin árlega spá þjálfara og forráðamanna liðanna. Handbolti 27. september 2010 13:17
Heiðar Þór ætlar að spila með Valsmönnum í vetur Hornamaðurinn Heiðar Þór Aðalsteinsson hefur gert tveggja ára samning við Valsmenn og mun því spila undir stjórn Júlíusar Jónassonar í N1 deild karla í handbolta á komandi tímabili. Þetta kemur fram á heimasíðu Vals. Handbolti 22. september 2010 15:15
Guðjón með tíu mörk og Selfoss vann loksins Ragnarsmótið Hinn skeleggi hornamaður, Guðjón Drengsson, skoraði tíu mörk fyrir Selfoss í úrslitaleik Ragnarsmótsins í handbolta í gær. Handbolti 5. september 2010 15:30
Ragnarsmótið í handbolta hefst í kvöld í beinni á netinu Í kvöld hefst Ragnarsmótið á Selfossi sem er undirbúningsmót liða í N1-deild karla fyrir komandi tímabil. Mótið er sýnt í beinni útsendingu á SportTV. Handbolti 1. september 2010 17:00
Arnar og Hafþór til Aftureldingar Nýliðar Aftureldingar í N1-deild karla hafa fengið fínan liðsstyrk en tveir leikmenn gengu í raðir félagsins í dag. Handbolti 18. ágúst 2010 14:57
Stefán með slitna hásin: Ég er ekki óheppnasti handboltamaðurinn Hinn lunkni hornamaður Fram, Stefán Baldvin Stefánsson, verður væntanlega ekkert með Frömurum í vetur eftir að hafa slitið hásin á æfingu í vikunni. Handbolti 13. ágúst 2010 07:00
Sveinbjörn aftur norður til Akureyrar Sveinbjörn Pétursson mun spila með Akureyri á næstu leiktíð. Hann skrifar að nýju undir samning á morgun þegar hann kemur aftur norður en Akureyri þarf að borga HK fyrir leikmanninn. Handbolti 12. ágúst 2010 06:00
Íslenska U20 liðið endaði í áttunda sæti Spánn vann Ísland í kvöld 34-32 í leik um sjöunda sætið á Evrópumeistaramóti U20 liða í Slóvakíu. Handbolti 7. ágúst 2010 20:32
Strákarnir mæta Frökkum á morgun Það er frídagur á Evrópumeistaramóti U20 liða í Slóvakíu. Á morgun hefst keppni í milliriðli og mun íslenska liðið etja kappi við Frakka á morgun og Danmörku á miðvikudag. Handbolti 2. ágúst 2010 14:00
Níu marka sigur á Ísrael Strákarnir okkar unnu öruggan sigur á Ísrael á Evrópumóti U20 sem fram fer í Slóvakíu. Ísland vann 40-31. Handbolti 31. júlí 2010 15:51
Dregið í Evrópukeppnum í handbolta - Haukar mæta Íslandsvinum Íslandsmeistarar Hauka fara til Ítalíu í Evrópukeppni félagsliða í handbolta og mæta þar Conversano í haust. Dregið var í morgun en fjögur íslensk lið voru í pottinum. Handbolti 27. júlí 2010 14:30
Sveinbjörn Pétursson aftur til Akureyrar? Markmaðurinn Sveinbjörn Pétursson gæti verið á leiðinni aftur til Akureyrar. Hann hefur spilað með HK undanfarin ár en hefur hug á því að spila með sínu gamla félagi á næsta tímabili. Handbolti 27. júlí 2010 13:30
Daníel Einarsson semur við Akureyri Daníel Einarsson mun í dag skrifa undir samning við Akureyri Handboltafélag. Daníel kemur frá Stjörnunni og mun hann gera eins árs samning við félagið. Handbolti 27. júlí 2010 12:30
Guðjón Drengsson semur við Selfoss Guðjón Drengsson, hinn eldfljóti hornamaður, er genginn í raðir nýliða Selfoss í N1-deild karla. Guðjón fer til liðsins frá Fram en þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Handbolti 14. júlí 2010 12:33
Valdimar: Valur mjög spennandi kostur Besti leikmaður N1-deildar karla á síðustu leiktíð, Valdimar Fannar Þórsson, skrifaði undir samning við Val í dag. Hann kemur til félagsins frá HK. Handbolti 7. júlí 2010 15:42
Bjarni skrifaði undir við Akureyri í slopp - Nautakjöt að launum Akureyri Handboltafélag hélt blaðamannafund um helgina á heldur óvenjulegum stað, í úrbeiningarsal Norðlenska. Þar skrifaði Bjarni Fritzson meðal annars undir samning við félagið. Handbolti 5. júlí 2010 12:00
Tveir efnilegir á námskeið í Svíþjóð Tveir efnilegustu markverðir landsins, Aron Rafn Eðvarðsson og Arnór Freyr Stefánsson, eru staddir í Svíþjóð þessa dagana. Handbolti 2. júlí 2010 07:30
Bjarni Fritzson til Akureyrar: Ætla að taka þetta alla leið Markahæsti leikmaður N1-deildarinnar á síðustu leiktíð, Bjarni Fritzson mun flytja búferlum til Akureyrar í sumar. Hann mun á morgun skrifa undir eins árs samning við Akureyri Handboltafélag sem hafði samband við hann strax eftir síðasta tímabil þegar Bjarni lék með FH. Hann hefur spilað 39 landsleiki. Handbolti 1. júlí 2010 08:15
Bjarni Fritzson fer frá FH og semur við Akureyri Bjarni Fritzson hefur ákveðið að semja við Akureyri og spilar því með félaginu á næstu leiktíð. Bjarni fer því frá FH en hann var markahæsti leikmaður N1-deildarinnar á síðasta tímabili og var fyrir vikið valinn í lið mótsins. Handbolti 30. júní 2010 18:00
Elvar á leið til Danmerkur Handknattleikslið Vals heldur áfram að missa leikmenn en stórskyttan Elvar Friðriksson hefur samið við danska úrvalsdeildarliðið Lemvig. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Handbolti 26. júní 2010 13:30
Anton og Kristín semja við Val Handknattleiksdeild Vals hefur gert nýjan tveggja ára samning við Anton Rúnarsson og eins árs samning við Kristínu Guðmundsdóttur. Handbolti 24. júní 2010 14:30
Kristján kominn heim til Gróttu Grótta hefur staðfest að Kristján Halldórsson verði aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu. Geir Sveinsson verður væntanlega áfram með liðið sem féll úr N1-deildinni á síðasta tímabili. Handbolti 22. júní 2010 17:30
Logi Geirsson: Ekki verið 100% heill í 15 mánuði Logi Geirsson vinnur nú hörðum höndum að því að gera sig 100% leikfæran fyrir komandi tímabil með FH. Logi hefur lengi átt við meiðsli að stríða og er staðráðinn í því að eiga gott tímabil í heimahögunum. Handbolti 15. júní 2010 11:30
Sturla: Tel að ég geti bætt mig í íslensku deildinni Sturla Ásgeirsson gerði í gær eins árs samning við Val og leikur því með félaginu í N1-deild karla á næstu leiktíð. Sturla lék síðast með Düsseldorf í þýsku úrvalsdeildinni og þar áður með Árósum í Danmörku. Handbolti 11. júní 2010 07:30
Sturla til liðs við Val Landsliðsmaðurinn Sturla Ásgeirsson mun leika með Val í N1-deild karla á næstu leiktíð en hann hefur gert eins árs samning við félagið. Handbolti 10. júní 2010 11:15
Snorri Steinn: Vill sjá miklu fleiri áhorfendur á morgun Ísland og Danmörk gerðu 33-33 jafntefli í fyrri vináttulandsleik þjóðanna í kvöld. Seinni leikurinn verður annað kvöld. Handbolti 8. júní 2010 22:14
Ísland í riðli með heimsmeisturunum Dregið var í riðla í dag fyrir Evrópumeistaramót í handbolta kvenna sem fer fram í Danmörku og Noregi í desember næstkomandi. Handbolti 5. júní 2010 17:26
Bestu leikmenn Íslands flytja út N1-deild karla í handbolta verður í heild sinni fyrir mikilli blóðtöku í sumar. Margir bestu leikmenn deildarinnar yfirgefa landsteinana og reyna fyrir sér erlendis. Sumir fara í atvinnumennsku, aðrir ætla að spila með vinnu eða námi og enn aðrir eru enn að leita sér að félögum en ætla út. Handbolti 5. júní 2010 09:00
Jóhann Gunnar aftur heim í Fram Jóhann Gunnar Einarsson er genginn aftur í raðir Framara. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við sitt gamla félag en hann hefur leikið í Þýskalandi síðasta árið. Handbolti 4. júní 2010 18:45