Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Björgvin semur við Bittenfeld

    Handboltamarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson í Fram hefur gert tveggja ára samning við þýska félagið Bittenfeld. Liðið leikur í suðurriðli í 2. deild þar í landi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukar og Stjarnan unnu

    Haukar og Stjarnan unnu sína leiki í N1-deild kvenna í dag. Valsmenn unnu öruggan sigur á Akuryeir í lokaleik dagsins í N1-deild karla.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Jafnt í Mýrinni

    Stjarnan og Haukar gerðu í kvöld jafntefli 28-28 í N1 deild karla í handbolta. Staðan var jöfn 15-15 í hálfleik. Haukar hafa þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitlinn en Stjörnumenn eru í fimmta sæti deildarinnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fram vann Stjörnuna

    Þrír leikir fóru fram í N1 deild karla í handbolta í kvöld en botnslag ÍBV og Aftureldingar var frestað. Bæði þessi lið eru þegar fallin.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Akureyri lagði HK

    Einn leikur var á dagskrá í N1 deild karla í handbolta í dag. Akureyri vann þá nauman sigur á HK 26-25 eftir að hafa verið yfir 13-11 í hálfleik. Jónatan Magnússon skoraði 9 menn fyrir norðanmenn en Ólafur Ragnarsson og Ragnar Hjaltested 6 hvor fyrir HK.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valsmenn lögðu Aftureldingu

    Tveir leikir fóru fram í N1 deild karla í handbolta í dag. Valsmenn lögðu Aftureldingu í Mosfellsbæ 23-18 og Stjarnan mátti gera sér að góðu jafntefli gegn ÍBV í Mýrinni 26-26.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Aron: Byggjum þetta skref fyrir skref

    „Það er mikil vinna á bakvið þennan titil, menn hafa lagt mikið á sig í vetur og við erum bara að uppskera eftir því núna," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir að hans lið innsiglaði Íslandsmeistaratitilinn í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fannar í Stjörnuna

    Liðin í N1-deild karla vinna greinilega hörðum höndum þessa dagana að mynda leikmannahópa sína fyrir næsta tímabil. Fannar Þorbjörnsson hefur samið við Stjörnuna og gengur til liðs við félagið í sumar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Tryggvi og Hafsteinn í Hauka

    Tryggvi Haraldsson og Hafsteinn Ingason munu leika með Haukum í handboltanum næsta tímabil samkvæmt heimildum vefsíðunnar handbolti.is. Þeir hafa síðustu ár leikið með Ribe í Danmörku.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Buday hættur hjá Fram

    Ferenc Buday hefur látið af störfum sem þjálfari Fram í DHL-deild karla en samningur hans átti að renna út í sumar. Viggó Sigurðsson mun taka við liðinu í lok tímabilsins.

    Handbolti
    Fréttamynd

    HK lagði Stjörnuna í Mýrinni

    HK skaust í kvöld í þriðja sæti N1 deildar karla þegar liðið vann góðan útisigur á Stjörnunni 29-25 í Mýrinni í Garðabæ. Heimir Örn Árnason skoraði 11 mörk fyrir heimamenn en Ragnar Hjaltested skoraði 6 mörk fyrir HK, sem er komið upp að hlið Fram í 2.-3. sæti deildarinnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukar með aðra höndina á titlinum

    Haukar náðu í kvöld átta stiga forystu á toppi N1 deildar karla þegar þeir lögðu Valsmenn 27-23 á Ásvöllum í Hafnarfirði, en Valsmenn voru þremur mörkum yfir í hálfleik 14-11.

    Handbolti
    Fréttamynd

    ÍBV skellti Fram

    Mjög óvænt úrslit urðu í N1 deild karla í handbolta í dag þegar botnlið ÍBV skellti Frömurum í Safamýrinni 34-29. Framarar misstu þarna af mjög dýrmætum stigum í toppbaráttunni þar sem Haukar geta náð 8 stiga forystu með sigri á Val á morgun.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sverre í Digranes

    Sverre Jakobsson, leikmaður Gummersbach, hefur komist að samkomulagi við HK um að leika með liðinu næsta vetur jafnframt því að hann verður aðstoðarþjálfari liðsins. Þetta er samkvæmt heimildum handbolti.is.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukar í vænlegri stöðu

    Haukar náðu í dag sex stiga forskoti á toppi N1 deildar karla í handbolta eftir góðan sigur á HK á Ásvöllum 30-25. Liðið hefur nú sex stiga forskot á Fram sem er í öðru sætinu og sjö á Íslandsmeistara Vals sem eru í þriðja sætinu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Akureyri vann Stjörnuna

    Fyrsta leik kvöldsins í N1 deild karla í handbolta er lokið. Akureyri vann Stjörnuna fyrir norðan 34-32 en heimamenn höfðu þriggja marka forystu í hálfleik.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Heil umferð í N1 deild karla

    Heil umferð verður í N1 deild karla í kvöld en þá verður 20. umferðin leikin. Umferðin hefst með leik fyrir norðan þar sem Akureyri tekur á móti Stjörnunni klukkan 19:00. Aðrir leikir kvöldsins verða klukkan 20.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukar unnu Stjörnuna

    Haukar endurheimtu fjögurra stiga forskot á toppi N1-deildar karla með fjögurra marka sigri á Stjörnunni, 32-28.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fram lagði Aftureldingu

    Einn leikur fór fram í N1 deild karla í handbolta í kvöld og einn í kvennaflokki. Fram vann nauman sigur á Aftureldingu 28-26 í N1 deild karla og situr sem fyrr í öðru sæti deildarinnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Viggó Sigurðsson tekur við Fram

    Viggó Sigurðsson hefur náð samkomulagi við handknattleiksdeild Fram um að taka við liðinu næsta sumar. Viggó hefur gert tveggja ára samning við Safamýrarfélagið, en hann hefur ekki þjálfað síðan hann stýrði Flensburg tímabundið í lok árs 2006.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valsmenn bikarmeistarar

    Valsmenn urðu í dag bikarmeistarar í handbolta eftir 30-26 sigur á Fram í skemmtilegum úrslitaleik í Laugardalshöll. Valsmenn höfðu yfirhöndina frá fyrstu mínútu í leiknum, en Framarar gáfust þó aldrei upp og héldu spennu í leiknum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valsmenn með 7 marka forystu í hálfleik

    Valsmenn eru í góðum málum eftir fyrri hálfleik bikarúrslitaleiksins gegn Fram þar sem þeir hafa yfir 16-9. Valsmenn komust í 3-0 í leiknum og hafa verið með öruggt forskot allan hálfleikinn. Sigurður Eggertsson meiddist um miðbik hálfleiksins og getur væntanlega ekki spilað meira í dag.

    Handbolti