Olís-deild kvenna

Olís-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Sunna kölluð inn í A-landsliðið

    Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari kvenna í handbolta hefur þurft að gera eina breytingu á landsliðshóp Íslands fyrir leikina gegn Spáni og Úkraínu í undankeppni Evrópumótsins.

    Handbolti
    Fréttamynd

    HK missir Elínu Önnu yfir í FH

    Elín Anna Baldursdóttir, markahæsti leikmaður HK í úrslitkeppni N1 deildar kvenna og einn allra besti leikmaður Kópavogsliðsins síðustu ár, hefur gert tveggja ára samning við FH. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá FH.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Hrafnhildur: Verð bara betri með árunum

    "Ég verð aldrei þreytt á því að lyfta þessum bikar, enda er ég með frekar góða upphandleggsvöðva," sagði Hrafnhildur Skúladóttir, fyrirliði Vals, eftir að Valur varð Íslandsmeistari kvenna í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Oddaleikur framundan hjá Fram og Val - myndir

    Valur og Fram munu spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna í Vodfone-höllinni á laugardaginn en það var ljóst eftir að Fram vann 18-17 sigur í fjórða leik liðanna í Safamýrinni í kvöld. Stelka Sigurðardóttir tryggði Fram sigurinn nokkrum sekúndum fyrir leikslok með sínu níunda marki í leiknum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Framkonur gengu á vegg í Vodafone-höllinni - myndir

    Valskonur eru komnar í lykilstöðu í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta eftir sannfærandi 23-17 sigur á Fram í þriðja úrslitaleik N1 deild kvenna í Vodfone-höllinni í kvöld. Valsvörnin sýndi styrk sinn í leiknum í kvöld með Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur í broddi fylkingar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Samantekin ráð hjá Val og Fram að tala ekki við Rúv

    Það er mikil óánægja innan handboltahreyfingarinnar með frammistöðu Rúv í úrslitakeppninni. Sú óánægja kristallaðist eftir fyrsta leik Vals og Fram í úrslitum N1-deildar kvenna þegar bæði leikmenn og þjálfara liðanna neituðu að gefa Rúv viðtöl eftir leikinn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Svavar fékk 25 þúsund króna sekt

    Svavar Vignisson, þjálfari kvennaliðs ÍBV, var í dag sektaður um 25 þúsund krónur fyrir ummæli sem hann lét falla í viðtölum við fjölmiðla eftir leik sinna manna gegn Gróttu í úrslitakeppni N1-deildar kvenna.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 27-24 | 1-0 fyrir Fram í einvíginu

    Framstúlkur eru komnar með 1-0 forystu gegn ÍBV í undanúrslitaeinvígi liðanna í N1-deild kvenna. Fram vann öruggan sigur í fyrsta leiknum í Safamýri í dag. Sigur Fram var öruggari en tölurnar gefa til kynna en Fram-stúlkur slökuðu vel á klónni undir lokin þegar sigurinn var í höfn. Ásta Birna Gunnarsdóttir, leikmaður Fram fór á kostum í leiknum og skoraði hún tíu mörk.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Eyjakonur komnar í undanúrslitin - mæta Fram

    ÍBV tryggði sér sæti í undanúrslitum N1 deildar kvenna í handbolta eftir fimm marka sigur á Gróttu, 24-19, í oddaleik í Vestmannaeyjum í kvöld. ÍBv vann fyrsta leikinn en Gróttukonum tókst að jafna metin í öðrum leiknum á Seltjarnarnesi. ÍBV mætir Fram í undanúrslitunum sem hefjast strax á fimmtudagskvöldið.

    Handbolti