Sunna kölluð inn í A-landsliðið Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari kvenna í handbolta hefur þurft að gera eina breytingu á landsliðshóp Íslands fyrir leikina gegn Spáni og Úkraínu í undankeppni Evrópumótsins. Handbolti 16. maí 2012 11:57
Pistillinn: Hver er þróun kvennahandboltans? Eftir að hafa fylgst með undanúrslitum Íslandsmótsins í handknattleik hugsar maður hvert kvennahandknattleikurinn á Íslandi stefnir. Handbolti 16. maí 2012 08:00
HK missir Elínu Önnu yfir í FH Elín Anna Baldursdóttir, markahæsti leikmaður HK í úrslitkeppni N1 deildar kvenna og einn allra besti leikmaður Kópavogsliðsins síðustu ár, hefur gert tveggja ára samning við FH. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá FH. Handbolti 15. maí 2012 12:30
Ágúst Þór búinn að velja landsliðshópinn Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari A-liðs kvenna í handknattleik, hefur valið 20 leikmenn til undirbúnings fyrir lokaleiki Íslands í undankeppni EM 2012. Handbolti 13. maí 2012 19:00
Gleði á Hlíðarenda - myndaveisla Valskonur urðu Íslandsmeistarar í handknattleik í dag er þær unnu afar sannfærandi sigur á Fram í oddaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Handbolti 12. maí 2012 17:21
Hrafnhildur: Verð bara betri með árunum "Ég verð aldrei þreytt á því að lyfta þessum bikar, enda er ég með frekar góða upphandleggsvöðva," sagði Hrafnhildur Skúladóttir, fyrirliði Vals, eftir að Valur varð Íslandsmeistari kvenna í dag. Handbolti 12. maí 2012 16:53
Einar hættur | Halldór Jóhann tekur við Fram-liðinu Einar Jónsson, þjálfari kvennaliðs Fram, lýsti því yfir eftir leikinn gegn Val í dag að hann sé hættur þjálfun kvennaliðsins. Handbolti 12. maí 2012 15:40
Fyrsti oddaleikurinn um titilinn í tíu ár Það er risaleikur í Vodafone-höllinni klukkan 14.00 í dag þegar Íslandsmeistarar Vals taka á móti Fram í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna. Handbolti 12. maí 2012 08:00
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 24-21 | Valur Íslandsmeistari Valur varð í dag Íslandsmeistari í handknattleik kvenna eftir frábæran sigur á Fram, 24-21, í fimmta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn en leikurinn fór fram í Vodafonehöllinni. Handbolti 12. maí 2012 00:01
Oddaleikur framundan hjá Fram og Val - myndir Valur og Fram munu spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna í Vodfone-höllinni á laugardaginn en það var ljóst eftir að Fram vann 18-17 sigur í fjórða leik liðanna í Safamýrinni í kvöld. Stelka Sigurðardóttir tryggði Fram sigurinn nokkrum sekúndum fyrir leikslok með sínu níunda marki í leiknum. Handbolti 9. maí 2012 22:15
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 18-17 | Stella tryggði Fram oddaleik Stella Sigurðardóttir var hetja Framara í kvöld þegar Framkonur tryggðu sér oddaleik á móti Val í úrslitaeinvígi N1 deildar kvenna í handbolta. Fram vann leikinn 18-17 og jafnaði þar með einvígið í 2-2. Stella skoraði níu mörk í leiknum þar á meðal sigurmarkið nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Handbolti 9. maí 2012 12:36
Framkonur gengu á vegg í Vodafone-höllinni - myndir Valskonur eru komnar í lykilstöðu í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta eftir sannfærandi 23-17 sigur á Fram í þriðja úrslitaleik N1 deild kvenna í Vodfone-höllinni í kvöld. Valsvörnin sýndi styrk sinn í leiknum í kvöld með Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur í broddi fylkingar. Handbolti 7. maí 2012 22:05
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 23-17 | Valskonur komnar í 2-1 Valur er einum sigri frá því að tryggja sér Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta þriðja árið í röð eftir 23-17 sigur á Fram í þriðja leik liðanna í úrslitum N1 deildarinnar í kvöld. Valur var þremur mörkum yfir í hálfleik 11-8. Handbolti 7. maí 2012 19:00
Valur jafnaði einvígið í háspennuleik - myndir Valur jafnaði í kvöld einvígið gegn Fram í úrslitum N1-deildar kvenna í 1-1 í háspennuleik í Safamýrinni. Framlengingu þurfti til að fá sigurvegara og þar reyndust taugar Valskvenna sterkari. Handbolti 4. maí 2012 22:15
Samantekin ráð hjá Val og Fram að tala ekki við Rúv Það er mikil óánægja innan handboltahreyfingarinnar með frammistöðu Rúv í úrslitakeppninni. Sú óánægja kristallaðist eftir fyrsta leik Vals og Fram í úrslitum N1-deildar kvenna þegar bæði leikmenn og þjálfara liðanna neituðu að gefa Rúv viðtöl eftir leikinn. Handbolti 4. maí 2012 16:15
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 22-23 | Staðan í einvíginu er 1-1 Valsarar jöfnuðu metin úrslitaeinvígi sínu í N1-deild kvenna í kvöld í háspennuleik gegn Fram. Ekki náðist að knýja fram sigurvegara á fyrstu 60. mínútunum og þurfti framlengingu þar sem Valsarar náðu að sigla sigrinum heim undir lokinn. Handbolti 4. maí 2012 15:06
Fram komið yfir gegn Val - myndir Fram vann nokkuð óvæntan sigur á Íslandsmeisturum Vals og komst í 1-0 í úrslitaeinvígi N1-deildar kvenna. Handbolti 2. maí 2012 22:15
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 23-28 | Fram leiðir einvígið 1-0 Fram skellti Íslands-, bikar-, deildar- og deildarbikarmeisturum Vals 28-23 í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta. Fram leiddi allan leikinn og var sigurinn í raun öruggur. Fram leiðir því einvígið 1-0. Handbolti 2. maí 2012 18:31
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 39-23 | Valur í úrslitin Valur vann í kvöld öruggan sigur á Stjörnunni 39-23 og einvígið 3-0 og tryggði sér þar með sæti í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta gegn Fram. Handbolti 24. apríl 2012 17:48
ÍBV skoraði þrátt fyrir að vera fjórum mönnum færri Ótrúlegt atvik átti sér stað í leik Fram og ÍBV í úrslitakeppni N1-deildar kvenna í kvöld. Eyjastúlkur skoruðu þá mark þrátt fyrir að hafa misst fjóra leikmenn af velli í tveggja mínútna brottvísanir. Handbolti 23. apríl 2012 20:23
Umfjöllun og viðtöl: Fram 29 - ÍBV 21 | Fram vann einvígið 3-0 Fram bókuðu miða sinn í lokaúrslit N1-deildar kvenna í fyrri hálfleik í 29-21 sigri sínum á ÍBV. Þær unnu alla leiki einvígisins og fara því í úrslitarimmuna fjórða árið í röð. Handbolti 23. apríl 2012 16:58
Stella skaut Eyjastúlkur í kaf Fram er aðeins einum sigurleik frá úrslitarimmunni í N1-deild kvenna eftir öruggan sigur, 18-22, á ÍBV í öðrum leik liðanna í Eyjum. Handbolti 21. apríl 2012 16:24
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 18-26 Valsstúlkur stefna hraðbyri í úrslitarimmu N1-deildar kvenna eftir öruggan sigur á Stjörnunni í öðrum undanúrslitaleik liðanna í dag. Handbolti 21. apríl 2012 00:01
Svavar fékk 25 þúsund króna sekt Svavar Vignisson, þjálfari kvennaliðs ÍBV, var í dag sektaður um 25 þúsund krónur fyrir ummæli sem hann lét falla í viðtölum við fjölmiðla eftir leik sinna manna gegn Gróttu í úrslitakeppni N1-deildar kvenna. Handbolti 20. apríl 2012 20:27
Júlíus fer í frí út af bjórdrykkju Júlíus Sigurjónsson handknattleiksdómari, sem sakaður var um að mæta til leiks angandi af áfengi um síðustu helgi, mun ekki dæma fleiri leiki á þessari leiktíð. Handbolti 19. apríl 2012 15:01
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 36-24 | Valur leiðir einvígið 1-0 Frábær frammistaða Valsstúlkna í fyrri hálfleik grundvallaði 36-24 sigur þeirra á Stjörnunni í undanúrslitum N1-deildarinnar í handbolta. Þær náðu forskotinu strax á fyrstu mínútum leiksins og slepptu því aldrei úr hendi sér. Handbolti 19. apríl 2012 13:42
Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 27-24 | 1-0 fyrir Fram í einvíginu Framstúlkur eru komnar með 1-0 forystu gegn ÍBV í undanúrslitaeinvígi liðanna í N1-deild kvenna. Fram vann öruggan sigur í fyrsta leiknum í Safamýri í dag. Sigur Fram var öruggari en tölurnar gefa til kynna en Fram-stúlkur slökuðu vel á klónni undir lokin þegar sigurinn var í höfn. Ásta Birna Gunnarsdóttir, leikmaður Fram fór á kostum í leiknum og skoraði hún tíu mörk. Handbolti 19. apríl 2012 13:40
Eyjakonur komnar í undanúrslitin - mæta Fram ÍBV tryggði sér sæti í undanúrslitum N1 deildar kvenna í handbolta eftir fimm marka sigur á Gróttu, 24-19, í oddaleik í Vestmannaeyjum í kvöld. ÍBv vann fyrsta leikinn en Gróttukonum tókst að jafna metin í öðrum leiknum á Seltjarnarnesi. ÍBV mætir Fram í undanúrslitunum sem hefjast strax á fimmtudagskvöldið. Handbolti 16. apríl 2012 21:16
Formaður dómaranefndar HSÍ: Þetta mál er áfall fyrir okkur "Þetta er mjög alvarlegt mál. Alveg sama hvernig á það er litið," sagði Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, um ásakanir Svavars Vignissonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, um að annar dómari leiks Gróttu og ÍBV um helgina hafi angað af áfengi. Handbolti 16. apríl 2012 15:50
Svavar: Legg orðspor mitt og virðingu undir þessi orð Svavar Vignisson, þjálfari kvennaliðs ÍBV, segist standa við þau orð sín að það hafi verið áfengislykt af öðrum dómara leiks Gróttu og ÍBV í úrslitakeppni N1-deildar kvenna um helgina. Handbolti 16. apríl 2012 15:04